Leita í fréttum mbl.is

Erindi um gengisdóma

Laugardaginn 25. febrúar hélt ég erindi í Grasrótarmiđstöđinni um gengisdóma Hćstaréttar.  Erindiđ var tekiđ upp og hefur Rakel Sigurgeirsdóttir klippt ţađ til og birt á vefnum.  Langar mig ađ birta upptökuna hér og fjalla lítillega um hvern hluta.

I. Nokkrir tímamótadómar Hćstaréttar frá hruni fram til dóms nr. 600/2011

Í fyrsta hlutanum kynni ég helstu dóma sem falliđ hafa um gengistryggđa láns- og leigusamninga.  Flesta tel ég vera mjög skýra og rökrétta, en einn tel ég vera á mörkunum ađ standast og annan tel ég hreinlega vera rangan, ţ.e. vaxtadóminn nr. 471/2010 frá 15. september 2010.   Eftir um 8 og hálfa mínútu byrja ég svo ađ fjalla um dóm nr. 600/2011. (Ath. ég misrita númer dómsins í yfirskrift á glćrum, en dómurinn er nr. 600/2011, en hvorki 600/2012 né 600/2010.)

Hér er svo yfirlit yfir dóma bćđi hérađsdóms og Hćstaréttar sem gengiđ hafa og ég veit af:

Hćstiréttur

Hérađsdómur

Viđ ţennan lista af hérađsdómum vćri hćgt ađ bćta viđ helling af dómum sem snúiđ hefur veriđ af síđari Hćstaréttardómum.

II. Dómur númer 600/2011

Í ţessari klippu er eingöngu fjallađ um dóm nr. 600/2011 og ekkert annađ.  Legg ég mikla áherslu á muninn á rökleiđslu og niđurstöđu.  Tel ég t.d. niđurstöđuna vera ađ rangur lagaskilningur verđi bara leiđréttur til framtíđar og skipti ţá ekki máli hvort viđkomandi lántaki hafi fullnađarkvittun í höndunum eđa ekki.

III. Ţýđing dómsins og álit Sigurjóns Högnasonar og lögmanna LEX

Í ţessum hluta byrja ég ađ fjalla um ţýđingu dómsins, ţ.e. hver eru áhrif hans á lántaka.  Hvađ á lántaki ađ greiđa, hvađ á hann ekki ađ greiđa, hvađa upphćđir koma til lćkkunar á höfuđstóli og hvađa upphćđir hafa ekki áhrif á eftirstöđvar og ţar međ framtíđar.  Höfum í huga ađ ţetta er mín sýn á niđurstöđu dómsins, en ég tel líkur á ţví ađ lántakar eigi jafnvel betri rétt ţegar öll kurl verđa komin til grafar.

Daginn áđur en erindiđ var flutt hafđi KPMG veriđ međ fund um dóminn ţar sem Sigurjón Högnason, lögfrćđingur (og líklegast starfsmađur Samtaka fjármálafyrirtćkja), hafđi greint frá sinni skođun á fordćmisgildi dómsins og sama dag sendi LEX lögmenn frá sér álitsgerđ unna ađ beiđni SFF.  Fjalla ég um skođun Sigurjóns og álit LEX sem mér finnst hvorutveggja vera nokkuđ halt undir fjármálafyrirtćkin.  Örfá orđ af ţessari umfjöllun flćđa yfir í byrjun hluta IV.

IV. Var Hćstiréttur blekktur og ţá hvernig

Hér byrja ég ađ fjalla um muninn á mismunandi túlkunum, ţ.e. hvađ kostar mismunandi túlkun.   Tölurnar eru svakalegar, mun hćrri en bankarnir hafa viljađ viđurkenna.  Yfirleitt hafa bankarnir laumađ inn frétt ef tölur eru út úr kú, en nú er ţađ ekki gert.  Ţeir hafa ţegar viđurkennt ađ dómar Hćstaréttar hafi kostađ ţá um 200 ma.kr. og spurningin er bara hve mikiđ á eftir ađ koma upp úr hattinum.

Alvarlegast finnst mér ţó hve Hćstiréttur lét blekkjast í máli nr. 471/2010 og byrja ég ađ fjalla um ţađ í ţessum hluta.

V. Grunnvillur í rökleiđslu Hćstaréttar og ábyrgđ Lýsingar

Í ţessum hluta held ég áfram međ ţađ sem ég kalla grunnvillur í rökleiđslu Hćstaréttar í máli nr. 471/2010.  Mest púđur fer í ađ fjalla um hvers vegna Hćstiréttur mátti ekki samkvćmt lögunum dćma "seđlabankavexti" á gengistryggđu lánin, ţ.e. lög nr. 38/2001 um vexti og verđtryggingu setja mjög strangar skorđur á ţađ hvenćr nota má ákvćđi II. kafla laganna, ţ.e. "ţví ađeins ađ ekki leiđi annađ af samningum, venjum eđa lögum."  Samkvćmt ţessu mátti Hćstiréttur ekki dćma seđlabankavexti á áđur gengistryggđ lán.  Svo einfalt er ţađ.

Stćrsta rugliđ í ţessu öllu er ţó hvernig stóđ á ţví ađ mál nr. 471/2010 skyldi yfirhöfuđ hafa orđiđ ađ örlagavaldi ţeirra lántaka sem tekiđ höfđu lán međ ólöglegri gengistryggingu.  Er ţađ ţvílík steypa og frekja ađ hálfa vćri nóg.

VI. Kvörtunin til ţriggja stofnana ESB

Byrjađ er ađ benda á ađ Frjálsi fjárfestingabankinn hafi dregiđ til baka í febrúar 2011 áfrýjun á ţví atriđi sem dćmt var um  í febrúar 2012.

Loks er fjallađ um kvörtun lánţega til ESA, Evrópuţingsins og framkvćmdarstjórnar ESB.

Hugsanlega eiga fleiri bútar eftir ađ bćtast viđ og verđa ţeir líka birtir hér ef svo verđur.


Bloggfćrslur 21. mars 2012

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 1681950

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband