Leita í fréttum mbl.is

Hagnađur bankanna hefđi líklegast orđiđ 450 ma.kr. áriđ 2011 ef ekki vćri fyrir Hćstarétt!

Á síđustu 15 mánuđum eđa svo hafa bankarnir bariđ sér á brjósti fyrir ađ vera ađ "afskrifa" háar upphćđir af lánum einstaklinga og fyrirtćkja.  Samkvćmt tölum á síđu Samtaka fjármálafyrirtćkja ţá stóđ "afskriftartalan" fyrir einstaklinga/heimili í 196 ma.kr. í desember sl.  Í fréttum frá Arion banka og Landsbankanum, ţá hafa ţessir tveir bankar fćrt niđur áđur gengistryggđ lán um 55 ma.kr. vegna dóms Hćstaréttar 15. febrúar sl. ţannig ađ sú upphćđ bćtist ofan á ţađ sem áđur var gert.  Alls gerir ţetta ţví 251 ma.kr. og ţá á Íslandsbanki eftir ađ koma međ sínar tölur.  Frjálsi tilkynnti aftur fyrir helgi tap upp á milljarđa tugi á tveimur árum, 8,9 ma.kr. fyrir 2011 og 27,4 ma.kr. vegna 2010.

Ţađ stórkostlega viđ tölur bćđi Landsbanka og Arion banka er ađ fyrir rúmu ári, ţ.e. ţegar dómar í málum nr. 603/2010 og 604/2010 gengu í Hćstarétti hinn 14. febrúar 2011, ţá sáum viđ ekki afturvirka niđurfćrslu í ársreikningi fyrir 2010.  Nei, ţeir dómar höfđu nánast engin áhrif inn í ársreikningana.  Samt áttu bankarnir hlutdeild í 146 ma.kr. niđurfćrslu vegna endurútreiknings gengistryggđra lána.  Núna er dómurinn sem gekk 15. febrúar 2012, ţ.e. nr. 600/2011, látinn hafa strax áhrif.  Gefum okkur ađ ţessi tveir bankar hafi gefiđ eftir 60% af 146 ma.kr. eđa 87,6 ma.kr., bćtum svo 55 ma.kr. vegna dóms nr. 600/2011 og hagnađi upp á 28 ma.kr., ţá fáum viđ ađ hagnađur ţessara tveggja banka hefđi orđiđ a.m.k. 170,6 ma.kr. vegna síđasta árs.  Viđ ţessa tölu á eftir ađ bćta áhrifum af "afskriftum" til lögađila sem dómar nr. 603/2010 og 604/2010 ţvinguđu bankana til ađ veita.  Heildarhagnađur hefđi ţví líklegast endađ í einhverjum 300-350 ma.kr. bara hjá ţessum tveimur bönkum.  Ekki slćmt í hagkerfi sem varđ nánast gjaldţrota fyrir 3,5 árum. Síđasta ár hefđi ţví skilađ tveimur bönkum hátt í tvöföldum hagnađi á viđ alla bankana ţrjá ríflega 2 ár ţar á undan.  Gefum okkur nćst ađ Íslandsbanki sýni álíka hagnađ og međaltal hinna, ţá 

Svo segjast ţeir ekki hafa haft neitt svigrúm til ađ leiđrétta lán heimilanna.  Kanntu annan betri?


Bloggfćrslur 19. mars 2012

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 1681950

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband