Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
9.3.2015 | 12:01
Gallar á heimsmynd Viðskiptaráðs Íslands
Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur látið útbúa skýrslu um þá ágalla sem það telur á stefnu íslenskra stjórnvalda. Ég hef svo sem ekki lesið skýrsluna, bara ágrip af henni í frétt Viðskiptablaðsins. Í fréttinni voru nokkur atriði sem vöktu athygli mína og vil ég skoða þau nánar.
Forsagan og slökkvistarfið
Brennuvargar eiga það til að mæta á vettvang þar sem þeir kveiktu í til að dást að eigin afrekum. Flestir láta sér það duga. Viðskiptaráð Íslands, sem hrósaði sér af því fyrir hrun, að Alþingi færi að yfir 90% af ábendingum þeirra um breytingar á lögum og greiddi fyrir hvítþvottarskýrslu Tryggva Þórs Herbertssonar og Freds Mishkins árið 2007 og aðra skýrslu 2008 á svipuðum nótum, lætur sér það ekki duga. Það gagnrýnir að ekki hafi verið rétt staðið að slökkvistörfum og of lítið vatn notað til að bjarga því sem þeir vildu bjarga.
Það er svo sem alveg öruggt, að rangt var staðið að slökkvistörfunum, en að ríkið hafi ekki skorið nægilega mikið niður í rekstri sínum og þar með ýtt fleiri einstaklingum út í atvinnuleysi með auknum skuldavanda, var örugglega ekki einn þáttur. Ég tek hins vegar undir með VÍ að ríkið hefði mátt vera djarfari í fjárfestingum. En þar átti ríkið ekki að vera eitt á ferð.
Hins vegar má spyrja hvort ekki sé ákveðin þversögn í málflutningi VÍ. Samkvæmt VÍ er ríkið að vasast of mikið í hlutum sem það á ekki að vasast í, en samt á það að fara í meiri fjárfestingar. Reikna ég með því að þær hljóti óhjákvæmilega að beinast líka að því sem VÍ vill ekki að ríkið vasist í.
Hvar eru fjárfestingar einkageirans?
Ég auglýsi eftir fjárfestingum innlendra fyrirtækja og sérstaklega þeirra sem vita ekki aura sinna tal. Á síðasta ári voru 23 ma.kr. greiddir út úr (skráðum) íslenskum fyrirtækjum sem arður. Búist við að þessi tala verði toppuð á þessu ári. Meðan þessir peningar eru teknir út úr fyrirtækjunum, þá fara þeir ekki í uppbyggingu þeirra. Hafi VÍ áhyggjur af því að hlutur hins opinbera sé að aukast, þá er það ekki síst vegna þess að fjárfesting einkageirans er nánast engin. Hefðu nýfjárfestingar í atvinnulífinu haldist svipaðar 2010-2014 og þær voru árin 2000-2004, þá færi hlutur hins opinbera minnkandi.
Vissulega er skortur á fjárfestingum einkageirans tilkominn vegna mistaka í slökkvistarfinu. Bönkunum var bjargað í staðinn fyrir að bjarga heimilunum og framleiðslufyrirtækjum. Staðan síðustu 6 ár er að heimilin og framleiðslufyrirtækin hafa verið í spennutreyju brennuvarganna og hafa ekki verið aflögufær sem nokkru nemur til fjárfestinga og þeir sem hafa verið aflögufærir hafa ekki viljað taka áhættu með fé sitt enda hefur Seðlabankinn haldið vaxtastigi uppi í landinu með biluðum stýrivöxtum.
Misskilin fortíðarþrá
Ég sé að VÍ vill miða við hlut hins opinbera um seinna stríð. Gott og vel, eigum við þá líka að taka upp atvinnubótavinnu stríðsáranna, vegakerfi stríðsáranna, heilbrigðiskerfi stríðsáranna, menntakerfi stríðsáranna og velferðarkerfi stríðsáranna? Hlutur hins opinbera hefur einmitt aukist vegna þess að allt þetta hefur batnað margfalt frá stríðsárunum.
Velta má því líka fyrir sér hvort það hafi í raun verið atvinnulífið, einkageirinn, sem sat eftir. EFTA samningurinn er líklegast ein stærsta ástæðan fyrir þeirri þróun, því allt fram á 8. áratuginn var mun fjölbreyttari og blómlegri iðnaður á Íslandi, en er í dag, þó vissulega hafi nýir sprotar fest rótum. Þá var Akureyri iðnaðarbær með fjölbreytta starfsemi Sambandsverksmiðanna. Þá var öflugur fataiðnaður á Íslandi. Sement var búið til og pakkað á Akranesi. Áburðarverksmiðja var starfrækt í Gufunesi. Málningarverksmiðjur voru á nokkrum stöðum. Gæti haldið áfram nokkuð lengi. Þessari starfsemi hefur allri verið lokað í nafni hagræðingar og í staðinn fyrir að nokkur þúsund manns höfðu störf við þetta, þá kom ekkert í staðinn annað en opinber störf. Einkageirinn fyllti ekki í þau störf sem losnuðu, þannig að hér er gott tilefni fyrir VÍ að líta í eigin barm.
Menntunarverðbólga og dulið atvinnuleysi
Það er rétt hjá VÍ að hlutfall manna á vinnumarkaði af heildarmannfjölda hefur lækkað og sú þróun mun halda áfram. Stærsta ástæðan er hins vegar ekki sú sem VÍ bendir á, þ.e. að fjölgun í elstu aldurshópunum sé svo mikil. Nei, skoði maður fólksfjölda á Íslandi eftir aldursbilum, þá eru áhrifin af menntunarverðbólgunni meiri, þ.e. að fólk þarf að sækja sér sífellt meiri menntunar til að geta fengið störf. Einnig er verið að auka endalaust menntunarkröfur til stórra starfstétta. Háskólamenntaðir hjúkrunarfræðingar tóku við af framhaldsskólamenntuðu hjúkrunarkonum fyrir um 35 árum. Nú dugar ekki grunnnám í hjúkrunarfræði, heldur þarf a.m.k. 2 ára framhaldsnám. Sama á við um kennara. Þessar tvær starfstéttir eru með vel á annan tug þúsunda starfsmanna, ef það er ekki á þriðja tug þúsunda. Að seinka innkomu þeirra á atvinnumarkað um 5-7 ár skiptir meira máli, en aldursbreyting þjóðarinnar. Sama á við um nær alla sem eru að sækja sér háskólanám. Afleiðingin er að í staðinn fyrir að aldurshópurinn 20-70 ára var að standa undir velferðarkerfinu, er það 27-67 ára. Þar sem yngsti aldurshópurinn er fjölmennastur, þá er hlutfallsleg breyting meiri en árgangafjöldinn segir til um.
Árið 1980 var samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar 4.901 einstaklingur skráður í háskólanám á Íslandi og erlendis. Árið 2006 var fjöldinn 19.046 (sambærileg mæling) og árið 2013 var fjöldinn 19.970 (önnur aðferð við mælingu). Að fjöldi nemenda á háskólastigi hafi fjórfaldast á ríflega 30 árum ber vott um tvennt: 1) Menntunarverðbólgunar sem ég nefni að ofan; og 2) Dulið atvinnuleysi. Atvinnuleysi í hópi 16-24 ára fór hæst í 16,7% á síðasta ári. Þrátt fyrir að ótrúlega stór hópur fólks fer í nám til að forðast atvinnuleysi, þá eru topparnir í atvinnuleysi þessa aldurshóps háir, sem segir að atvinnulífið getur ekki tryggt yngsta aldurshópnum fullt starf allt árið óski fólk þess. Kannski er það, að störfin eru til staðar, en launin eru svo fáránlega lág, að jafnvel ungmennum er misboðið með því sem er í boði. Þetta er enn ein ástæðan fyrir því að fólk leitar sér meiri menntunar. Það vonast til þess að meiri menntun færi því hærri laun. Eða eigum við frekar að segja að það flýr í nám undan ömurlegum kjörum á vinnumarkaði. Staðreyndin er hins vegar að arðsemi menntunar er lítil sem engin í allt of mörgum tilfellum.
Versta við ásóknina í meiri sérhæfingu í menntun er að hún er mikið til óþörf á Íslandi. Vandi Íslands er ekki skortur á sérhæfðu fólki, heldur að mikil sérhæfing nýtist almennt ekki vegna þess að störfin í boði eru yfirleitt almenn og störfin sem krefjast sérhæfingarinnar eru kannski bara eitt eða tvö. Ég lenti sjálfur í þessu. Fór í framhaldsnám í aðgerðarannsóknum. Þegar ég kom heim úr námi var engin eftirspurn eftir einstaklingi með slíka sérþekkingu og því fór ég að vinna við grunnfagið mitt, þ.e. tölvumál.
Samfélagsmótun VÍ
VÍ vill að alls konar verkefni fari frá ríki til einkaaðila. Þetta eru þau verkefni sem VÍ segir falla undir samfélagsmótun. Ég efast svo sem ekkert um að hægt væri fela einkaaðilum þessi verkefni, en gerum okkur alveg grein fyrir að sá flutningur mun ekki hafa í för með sér sparnað fyrir almenning. Nær alltaf, þegar svona verkefni hafa verið færð til einkageirans, þá hefur það haft fjórþættar afleiðingar:
1. Laun starfsfólks lækka eða réttindi þeirra skerðast. Það gerist kannski ekki strax, en það gerist.
2. Störfum fækkar og þjónusta skerðist.
3. Kostnaður við þjónustu hækkar, þ.e. það gjald sem notendur þurfa að greiða.
4. Hagnaður af starfseminni verður greiddur út til eigenda í formi arðs. Til að auka þá arðgreiðslu enn frekar, þá verður gengið harðar fram í því að ná markmiðum 1 - 3.
Nóg er að fyrirtækjum sé breytt í opinber hlutafélög til þess að við sjáum þessa þróun verða.
Það er besta mál að færa fleiri störf frá hinu opinbera til einkaaðila, en það verður að gera á forsendum neytenda þjónustunnar. Einkageirinn verður að skuldbinda sig til að draga ekki úr þjónustunni og hækka ekki kostnað bara af því að arðsemiskrafan segir það vera nauðsynlegt. Efast ég um að gengið verði að slíku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði