Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Það kom að þessu

Það kom að því að eitthvað svona gerðist hér á landi.  Þetta er áhættan sem fylgir notkun korta og við höfum sem betur fer að mestu sloppið við hingað til.  Við sem höfum farið til sólarlanda höfum oft verið vöruð af fararstjórum að láta kortin ekki frá okkur.  Ég er hættur að nota kort í litlum búðum í útlöndum nema ég telji mig alveg geta treyst móttakandanum og fer í viðurkennda hraðbanka í vöktuðum anddyrum bankanna til að taka út pening.  Svo virðist sem maður verði að taka upp sömu varúðarráðstafanir hér.  Kannski ekki ganga jafn langt, en a.m.k. er ljóst að ekki er öllum treystandi.

Það er sorglegt að þessi afgreiðslumaður skyldi hafa valið að bregðast því trausti sem á hann var sett, en þetta þýðir bara að efla verður öryggið.  Það verður ekki gert nema með því að innleiða notkun PINs samhliða notkun greiðslukorta og með því að nota Verified by VISA eða aðrar sannvottunaraðferðir þegar nota á kortin yfir Netið.  Þar til að því kemur verða kortanotendur að muna að láta kortin sín aldrei úr augsýn þegar verið er að greiða með þeim og jafn óska eftir því að fá að renna þeim sjálfir í gegn.


mbl.is Eyddi 300 þúsund kr. á þrem vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband