26.11.2009 | 21:32
Bréf til banka og annarra lánastofnanna
Hagsmunasamtök heimilanna hafa birt á heimasíðu sinni drög að tveimur bréfum til lánastofnanna. Langar mig að birta þessi drög hér. Í bréfunum, sem lántökum er ætlað að senda á lánveitanda sinn, fer lántaki fram á að lánveitandinn endurskoði upphæð höfuðstóls lána með hliðsjón af þeim forsendubresti, sem "fjármálastofnanir í landinu og núverandi/fyrrverandi eigendur þeirra báru ábyrgð á." Er síðan látin í ljós sú skoðun að fjármálastofnunin og eftir því við á fyrri eða núverandi eigendur hennar séu völd "að brestinum hvort heldur viljandi með fjárglæfrum og hreinum fjársvikum eða óviljandi með gáleysislegum viðskiptaháttum og vítaverðu vanhæfi".
Hvet ég alla sem telja sig hafa verið beitta(n) órétti í tengslum við óhóflegar hækkanir á höfuðstóli lána sinna, að senda svona bréf til bankans síns. Þar sem "fólkið á gólfinu" hefur mátt þola mjög mikið áreiti af hálfu óánægðra viðskiptavina, þá er mælst til þess að þessu sé beint til millistjórnenda og yfirmanna. Verði bankinn ekki við tilmælum í þessum hófstilltu bréfum, þá verða birt drög að ítrekunarbréfum sem hægt verður að senda. Annars sjáum við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna enga ástæðu til þess að lánastofnunin ætti að virða bréf viðskiptavinarins að vettugi og svar ætti því að berast innan hóflegs tíma.
Útgáfa 1: Bréf til Arion, Íslandsbanka og Landsbanka
Ágæti viðtakandi
Undirrituð/aður óska eftir því við bankann, að hann taki til endurskoðunar upphæð höfuðstóls láns míns/lána minna hjá bankanum með hliðsjón af alvarlegum forsendubresti, sem bankinn, aðrar fjármálastofnanir í landinu og núverandi og/eða fyrrverandi eigendur þeirra báru ábyrgð á. Tel ég að bankinn og fyrri eigendur hans vera valda að brestinum hvort heldur viljandi með fjárglæfrum og hreinum fjársvikum eða óviljandi með gáleysislegum viðskiptaháttum og vítaverðu vanhæfi.
Óska ég eftir því, að bankinn sendi mér sundurliðaða skýringu á því hvers vegna greiðsluáætlun, sem ég undirritaði, hefur ekki staðist og hvers vegna brugðið er út af henni á jafn afgerandi hátt og raun ber vitni við innheimtu lánsins/lánanna. Hafa skal í huga, að við undirritun greiðsluáætlunar/ana hafði ég til hliðsjónar spár greiningadeildar bankans um þróun vísitölu neysluverðs og gengis á þeim tíma. Tel ég forsendur lánasamningsins byggðar á þeim upplýsingum.
Loks óska ég eftir að fá að vita hvort lánið mitt er/lánin mín eru skráð í eigu nýju eða gömlu kennitölu bankans, þannig að ég viti hvorum aðilanum ég eigi að stefna vegna ofangreinds forsendubrests. Ég hef frétt, að nýju bankarnir hafi í einhverjum tilfellum borið fyrir sig að röngum aðila hafi verið stefnt og þannig tafið framgang mála. Vil ég koma í veg fyrir að það gerist í mínu tilfelli.
Svör óskast eins fljótt og auðið er.
Virðingarfyllst
Útgáfa 2: Bréf til annarra fjármálastofnanna lífs (fyrst og fremst sparisjóða og eignaleigufyrirtækja) eða "liðinna" (þ.e. Straums, SPRON, Frjálsa fjárfestingabankans, Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands).
Ágæti viðtakandi
Undirrituð/aður óska eftir því við bankann, að hann taki til endurskoðunar upphæð höfuðstóls láns míns/lána minna hjá bankanum með hliðsjón af alvarlegum forsendubresti, sem bankinn, aðrar fjármálastofnanir í landinu og núverandi og/eða fyrrverandi eigendur þeirra báru ábyrgð á. Tel ég að bankinn og fyrri eigendur hans vera valda að brestinum hvort heldur viljandi með fjárglæfrum og hreinum fjársvikum eða óviljandi með gáleysislegum viðskiptaháttum og vítaverðu vanhæfi.
Óska ég eftir því, að bankinn sendi mér sundurliðaða skýringu á því hvers vegna greiðsluáætlun, sem ég undirritaði, hefur ekki staðist og hvers vegna brugðið er út af henni á jafn afgerandi hátt og raun ber vitni við innheimtu lánsins/lánanna. Hafa skal í huga, að við undirritun greiðsluáætlunar/ana hafði ég til hliðsjónar spár Seðlabankans um þróun vísitölu neysluverðs og gengis á þeim tíma. Tel ég forsendur lánasamningsins byggðar á þeim upplýsingum.
Svör óskast eins fljótt og auðið er.Virðingarfyllst
Eins og sjá má á þessum bréfum, eru engar ávirðingar bornar á mögulegan móttakanda, nema hann taki gagnrýnina til sín, og því ekki um fjandsamlega aðgerða á neinn hátt að ræða. Vona ég innilega að lánastofnanir komi með hófstillt og innihaldsrík svör með haldbærum upplýsingum.
Nú er bara að láta upplýsingar um þetta ganga til allra sem geta notað drögin. Ljóst er að fjármálastofnanir eru að gera sitt besta til að láta svo líta út, sem viðskiptavinurinn hafi enga samningsstöðu. Þetta þurfum við að afsanna. Við þurfum að sýna fram á, að samningsstaða heimilanna er ekkert lakari en Haga, Morgunblaðsins, Húsasmiðjunnar eða annarra fyrirtækja sem hafa fengið eða eru í ferli að fá afskrifaðar skuldir upp milljarða á milljarða ofan.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 2
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 213
- Frá upphafi: 1679946
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 194
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er góð hugmynd.
Hrannar Baldursson, 26.11.2009 kl. 22:03
Sæll Marínó !
Væri ekki sniðugt að hafa íbúðalánasjóð í þessu líka ?
Amk helmingur allra íbúðarlána liggja hjá íbúðalánasjóði, og þau hafa auðvitað stökkbreyst með verðtryggingunni.-
Mér finnst alltof lítið gert í því að pressa á íbúðalánasjóð ( RÍKIÐ ! ) í öllu daglegu tali um leiðréttingu höfuðstóls. Það eru ekki nærrum allir með íbúðalán hjá bönkunum
Virðingarfyllst.
Petersen (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 22:52
Petersen, Íbúðalánasjóður er lánastofnun, þannig að hann fellur undir þetta. Annars er það mín skoðun, að ÍLS sé "vinveitt" lánastofnun ásamt smærri sparisjóðum meðan "nýju" bankarnir, fallbankarnir, skilanefnd SPRON/FF og eignaleigufyrirtækin eru "óvinveittar" lánastofnanir. Þegar ég tala um "óvinveittar", þá er ég að gera það í því ljósi, að þessar stofnanir tóku þátt í flóknum blekkingarleik og fjárglæfrum sem snerum um að fegra ársskýrslur sínar o.s.frv. Það er auk þess í valdi hinna síðarnefndu að höggva á þann hnút sem hefur skapast, þar sem kröfuhafar þeirra hafa veitt þeim mikinn afslátt af lánasöfnunum og þeim því í lófa lagið að koma til móts við viðskiptavini síni. Á því er einfaldlega enginn vilji meðan nákvæmlega sambærilegan afslátt á lánasöfnum fyrirtækja er auðvelt að nota til að afskrifa háar skuldir valinna fyrirtækja sem komist hafa í eigu bankanna eða eru, að því virðist, í eigu vildarvina stjórnenda bankanna.
Svona í þessu samhengi, þá held ég að það sé alveg rétt, að Hagar/1998 munu borga upp í topp þær skuldir sem eru hjá Arion. Málið er að (samkvæmt upplýsingum í fjölmiðlum) stærsti hluti skuldanna varð eftir í Kaupþingi og verða afskrifaðar þar. Sem sagt enn ein blekkingin á ferð.
Marinó G. Njálsson, 26.11.2009 kl. 23:21
Gott framtak þetta með bréfin til bankana og þó fyrr hefði verið.
Ég er búinn að vera senda svipuð bréf til míns banka og eins til Lýsingar sp fjármögnunar og avant nema ég hef farið fram á endurgreiðslu á ofteknum vöxtum og leiðréttinguá höfuðstól og visað í lög um seðlabanka nr 38 2001 kafli 13 og 14 um vexti og verðtryggingu þar kemur fram að ólöglegt er að triggja lán til almennings með erlendu gjaldmiðli enda getur almenningur á Íslandi ekki tekið lán í erlendum bönkum það geta aðeins fyrirtæki og stofnanir á vegum ríkissins .
Einungis Lýsing hefur svarað mér í gegnum síma og var það lögfræðingur starfandi hjá Lýsingu og spurði hann mig hvað ég væri að fara og spurði ég hann þá hvort hann kanaðist ekki við þessi lög og játti hann því samt sem áður var hann ekki sammála mér og fullirti að umrætt lá væri í merlendri mint en ekki í Íslenskum krónum og það skipti máli .
Þá benti ég honum á að best væri að láta dómstóla um að dæma um það,þá vildi hann semja og benti á að það væru mál í gangi nú þegar og rétt væri að bíða og sjá til þá vildi hann semja um 50% lækkun en ég benti honum á að hækkunin væri í dag um120% og 50% væri ekki nóg þá sagði hann að við fengjum endur greitt ef lánin reindust vera ólögleg .
Hinir hafa ekki svarað en þá ,kanski sendi ég þeim þetta bréf sem þú ert að sýna okkur til að fá viðbrögð .
Orator fékk til sín 3 hæstaréttarlögmen 2 af þeim sögðu ólöglegt 1 sagði vafasamt .
mera um verðtrygð lán síðar.
mbk DON PETRO
H P Jónsson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 01:56
Ég hef stundum verið að benda fólki á að það getur verið hættulegt að greiða af lánum sínum til nýju bankanna. Við vitum ekki hver er eigandi lánanna.
Og einnig að sú staða getur hæglega komið upp að neyðarlögin verði dæmd ólögleg og þar með gangi öll sú aðgerð til baka.
Það þýðir að þrotabú gömlu bankanna eignast allt lánasafnið og greiðslurnar sem við höfum greitt eftir að neyðarlögin tóku gildi eru glatað fé.
Sigurjón Jónsson, 27.11.2009 kl. 09:43
Marinó, eruð þið ekki búin a fá nóg.... ekkert hlustað á ykkur? er ekki tími kominn að gera þetta pólitískt hjá ykkur? sjáið þið ekki að meða Samfylkingin er með sína skjaldbborg um AGS, ESB (Holland og Bretland) og íslendka fjármagnseigendur( banka og lífeyrissjóði)
og enn eitt hvað segir GUðmundur Gunnarss. og Gylfi hjá ASDÍ, eru þeir að verja heimilin ( sína umbjóðendur) nei, þeir eru að hugsa um samfylkinguna og lífeyrissjóðina
getur einhver reiknað það út fyrir ykkur , hve miðið verðtryggt lán hefur hækkað , bara með ákvörðunum ríkisstjórnarinnar, efir hrun.... með alskonar hækkunum, sem hafa farið beint í vísitöluna?
gerið þetta pólitískt og þið náið meiri árangri
siðspilling (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:31
Marinó, þarna er ég í fyrsta sinn ósammála þér. Ég er með íbúðarlánið mitt hjá Íbúðarlánasjóði. Það hefur hækkað svo mikið að ég svitna í hvert sinn sem ég fæ innheimtuseðil frá þeim. ÍBLS er í eigu ríkisins og ríkið brást algerlega í að halda stöðugleika og ég tala nú ekki um ef það kemur upp úr kafinu að menn á vegum ríkisins hafa þegið greiðslur fyrir að leyfa útvöldum aðilum að spila með kerfið.
ÍBLS er í mínum huga ekkert vinveittari lánveitandi en bankarnir. Nú eru allir þessir lánveitendur á sömu könnu (ríkisins) og því fáránlegt að mismuna lántakendum eftir því hvar lánið var tekið. Allir höfuðstólar hafa stökkbreyst.
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 27.11.2009 kl. 15:22
Ég verð að segja að ég er algjörlega sammála Kolbrúnu. Íbúðalánasjóð er ekki hægt að flokka á einhvern "vinveittan" lista, ríkið brást okkur gjörsamlega í bankaeftilitskerfinu og ættu að bera jafn mikla ábyrgð gangvart sínum viðskiptavinum eins og viðskiptabankarnir.
Dísa (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 15:51
áhygaverð lesning
http://lugan.eyjan.is/
Jón Benediktsson (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 10:17
Þessi grein frá endurskoðandanum er mjög góð, Jón Benediktsson.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 10:46
Frábært framtak.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 28.11.2009 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.