20.11.2009 | 11:32
Staðarval Landspítala - fortíðarrök fyrir framtíðarskipulag
Í Morgunblaðinu í gær, fimmtudaginn 19. nóvember, er grein eftir Jóhannes Gunnarsson, læknisfræðilegan verkefnisstjóra nýs Landspítala, og Ingólf Þórisson, framkvæmdastjóra eignasviðs Landspítala, um rök fyrir staðarvali nýbygginga Landspítala og um leið gagnrýni á þá sem hafa leyft sér að hafa aðra skoðun. Ég skrifaði grein um staðarval nýs Landspítala og birtist hún í Morgunblaðinu 3. mars 2005 (sjá Nýr Landspítali og heilsuþorp). Þar bendi ég á ýmsa kosti þess að byggja nýjan Landspítala ekki á fyrirhuguðum byggingarstað við Hringbraut. Vandamál mitt árið 2005 var að ég hafði ekki aðgang að rökum staðarvalsnefndar. Nú birta þeir félagar, að því virðist, helstu rökin fyrir valinu. Þau eru:
- Nábýli við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og þekkingarþorp í Vatnsmýrinni, einkum þó áform HÍ um uppbyggingu heilbrigðisvísindadeilda sinna á sömu lóð.
- Gott aðgengi ökutækja og sjúkraflugs, sem og aðrar góðar almenningssamgöngur.
- Of dýrt að byggja á Vífilsstöðum
Mér finnst ekkert þessara atriða halda vatni. Skoðum þau nánar ásamt frekari rökstuðningi þeirra félaga.
Nábýli við háskóla og þekkingarþorp
Rök þeirra félaga fyrir þessu eru:
Nábýlið við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og þekkingarþorp í Vatnsmýri er ein mikilvægasta ástæðan fyrir staðarvali nýs Landspítala, einkum þó áform HÍ um uppbyggingu heilbrigðisvísindadeilda sinna á sömu lóð. Það er jafnframt mikilvægt að hafa í huga að spítalinn er háskólasjúkrahús sem hefur lögum samkvæmt þríþætt hlutverk; þjónustu við sjúka, rannsóknir í heilbrigðisfræðum og kennslu.
Hátt á annað hundrað starfsmanna spítalans eru jafnframt starfsmenn Háskóla Íslands og hafa starfsskyldu á báðum stöðum. Þá eru á ári hverju um 1.100 stúdentar á ýmsum námsstigum við spítalann. Á Hringbrautarlóðinni eru aðstæður fyrir hendi sem gera það kleift að tengja Háskólann og Landspítalann sterkum böndum. Slík samþjöppun þekkingar er mikilvæg, bæði fyrir Háskólann og háskólaspítalann, og forsenda þess að halda staðli á heimsvísu fyrir báða aðila. Umhverfi Háskólans verður því ekki slitið frá spítalanum án stór skaða á faglegu starfi og rekstri beggja stofnananna.
Nábýlið við háskóla og þekkingarþorp er dapur fyrirsláttur, þar sem eftir er að byggja upp mest allt sem felst í þessu nábýli. Sé það ætlun Háskóla Íslands að byggja upp heilbrigðisvísindadeildir sínar á spítalasvæðinu, þá er skiptir engu máli hvar það svæði er. Uppbyggingin er ekki hafin. Það væri annað mál, ef til staðar væru stórar og miklar byggingar sem kostað hefðu offjár. Svo er ekki. Í Kaupmannhöfn þykir ekkert tiltökumál, að hinar ýmsu deildir Kaupmannahafnaháskóla séu dreifðar um höfuðborgarsvæðið. Hver segir að 101 Reykjavík sé slíkur nafli Íslands, að troða þurfi öllu þangað. Ef háskólakennslan er flutt samhliða spítalanum, hvort heldur upp að Keldum eða til Vífilsstaða, þá fást sömu samlegðar áhrif og af uppbyggingu við Hringbraut. Við skulum hafa í huga, að markmiðið er að samþætta háskólakennslu í heilbrigðisvísindum rekstri sjúkrahússins, ekki alla háskólakennslu. Þetta er hægt að gera, sama hver staðsetningin er. Nú þekkingarþorp er líka að rísa í Garðabæ og ég sé ekki að starfsemi í þekkingarþorpi í Vatnsmýrinni sé merkilegra en sams konar starfsemi í Garðabæ.
Gott aðgengi
Skoðum aftur fyrst rök þeirra félaga:
Önnur mikilvæg forsenda fyrir staðarvalinu við Hringbraut var að þar væri hægt að tryggja gott aðgengi ökutækja og sjúkraflugs, sem og góðar almenningssamgöngur.
Fjöldi starfsmanna í fullu starfi hjá Landspítala er um 4.500, fjöldi heimsókna á göngudeildir spítalans er um 2.400 að meðaltali hvern virkan dag og þá er ótalinn fjöldi heimsóknargesta. Fyrir allt þetta fólk er staðsetning spítalans mikilvæg, ekki síst með tilliti til almenningssamgangna.
Endurteknar úttektir umferðarsérfræðinga benda eindregið til þess að uppbygging við Hringbraut sé besti kosturinn. Þéttbýl hverfi borgarinnar liggja að lóð spítalans við
Hringbraut, fjórðungur starfsfólks er búsettur innan 14 mínútna göngufæris við spítalann og helmingur þess innan 14 mínútna hjólafæris. Sjö strætisvagnaleiðir liggja framhjá spítalalóðinni og hún er sá staður innan höfuðborgarsvæðisins sem er langbest tengdur almenningssamgöngum. Þá verður fyrirhuguð samgöngumiðstöð, sem þjóna á innanlandsflugi og fólksflutningabílum, byggð á næsta leiti við spítalann sem þjónar vel hagsmunum fólks utan af landi sem þarfnast þjónustu hans. Tenging spítalans við þéttbýlið við Faxaflóa verður jafnframt enn betri ef hlutverk samgöngumiðstöðvar verður eins og ætlað var í upphafi að þar verði miðstöð strætisvagna auk annars.
Rökin, sem hér eru sett fram, miða við að ekkert breytist. Höfum í huga, að nýr Landspítali á að þjóna landsmönnum um ókomna tíð, ekki bara meðan núverandi aðalskipulag er í gildi. Við höfum þegar séð, að samgöngur hafa breyst mikið frá því að val á staðsetningu var ákveðið, og þetta á eftir að breytast mikið á næstu árum. Umferðaþunginn inn á svæðið vestan Snorrabrautar/Bústaðavegar er þegar orðinn óbærilegur. Hægt er að tala um þjóðflutninga tvisvar á dag, þar sem allt of stórum hluta íbúa á höfuðborgarsvæðinu er beint um þrjár stofnæðar inn á þetta svæði að morgni og frá því að kvöldi. Með því að færa 4.500 störf af svæðinu (líklega verða þau fleiri), 2.500 daglega gesti, fjölmarga heimsóknargesti og 1.100 stúdenta, þá dregur verulega úr umferð og þörf fyrir uppbyggingu umferðamannvirkja. Vissulega snýst þetta að einhverju leiti við, þ.e. fólk færi í austur/suður að morgni og vestur/norður að kvöldi, en ekki í nærri eins miklu mæli.
Að ætla að nota leiðarkerfi almenningssamgangna, sem rök fyrir valinu, er heldur aumt. Fátt er auðveldara í breytingum, en það leiðarkerfi. Kerfinu er breytt á nokkurra ára fresti, ef ekki árlega, til að mæta breyttum þörfum. Auk þess er betra að hafa einn vagn, sem gengur á 10 mínútnafresti inn á sjúkrahússvæðið, en að hafa 7 leiðir sem hver um sig gengur á 30 mínútna fresti framhjá. Slíkur vagn gæti farið frá einni eða tveimur tengistöðvum, t.d. samgöngumiðstöð sem staðsett væri mun austar á Reykjavíkursvæðinu (sjá nánar síðar).
Vissulega býr margt starfsfólk sjúkrahússins í nálægð við hann, en það er ástandið í dag. Hvernig verður það eftir 10 ár, 20 eða 30? Þetta er fortíðarhyggja og ekkert annað. Fortíðarrök eiga ekki að trufla framtíðarskipulag. Vilji menn skoða líklega þróun, þá er rétt að athuga búsetu starfsmanna undir fertugu eða hvar ungt fólk finnur sér helst húsnæði. Kannski er myndin sú sama, en ég einhvern veginn efast um það.
Þá er það samgöngumiðstöðin og nándin við Reykjavíkurflugvöll. Fyrirhuguð staðsetning samgöngumiðstöðvar hefur verið gagnrýnd. Fáránlegt sé að beina allri umferðinni lengst niður í bæ. Betra sé að staðsetja hana nær útjaðri byggðar og hafa síðan góðar almenningssamgöngur til og frá miðstöðinni. Í öllum helstu borgum í nágrenni okkar er þróunin sú að beina umferð sem mest frá hinum hefðbundna miðbæ. Miðborg Reykjavíkur er austur undir Elliðaá. Samgöngumiðstöð ætti að vera þar. Svæðið efst við Ártúnsbrekku (norðan megin) væri tilvalið. Þar er starfsemi, sem eðlilegt er að flytja út að eða út fyrir borgarmörkin. Varðandi sjúkraflugið, þá hefur verið bent á, að fleiri sjúklingar koma utan af landi með sjúkrabílum, en sjúkraflugi. Vegur það ekkert í þessu? Síðan er alveg óljóst með framtíð innanlandsflug, þ.e. staðsetningu flugvallar á SV-horninu. Verið er að skoða ýmsa kosti og vel getur verið að það verði flutt. Nú komi Hlíðarfótur og göng undir Kópavogsháls, þá er beinn og breiður vegur frá núverandi flugvelli til Vífilsstaða. Tenging Arnarnesvegar við Breiðholtsbraut bætir auk þess tengingu inn á það svæði.
Með flutningi Landspítalans út fyrir 101 Reykjavík væri hægt að spara mjög mikið í dýrum umferðarmannvirkjum eða a.m.k. verður þörfin fyrir þau ekki eins brýn. Verði Landspítalinn byggður upp á núverandi stað, þá má ekkert bíða með þessar framkvæmdir, en fari hann annað þá má hugsanlega fresta þeim um áratug eða jafnvel lengur.
Vífilsstaðir
Skoðum fyrst rök Ingólfs og Jóhannesar:
Vífilsstaðir eru um margt ákjósanlegt byggingarland. Meginmarkmið með nýbyggingu er hins vegar að sameina starfsemi spítalans á einn stað. Af því leiddi að byggja þyrfti allan spítalann frá grunni á Vífilsstöðum áður en hann gæti sinnt sínu hlutverki og ekkert væri hægt að nýta af eldra húsnæði. Það yrði miklu dýrara en sú lausn sem nú er unnið eftir. Vegtengingar við Vífilsstaði eru heldur ekki góðar að mati umferðarsérfræðinga og ekki áformaðar miklar breytingar þar á samkvæmt skipulagi. Þá má ætla, samkvæmt búsetukönnun meðal starfsfólks spítalans að ferðalög starfsfólks til og frá vinnustað myndu lengjast verulega, borið saman við Hringbrautarstaðsetninguna.
Að halda því fram, að dýrar sé að byggja á Vífilsstöðum, en annars staðar, er út í hött. Þessu er einmitt öfugt farið. Það er ódýrara að byggja á svæði, þar sem ekki þarf að laga framkvæmdir að aðstæðum á sjúkrahússvæði. Halda menn, að hægt sé að gera bara hvað sem er hvenær sem er, ef byggt verður við Hringbraut? Það er af og frá. Sæta verður lagi með ýmsar framkvæmdir líkt og var við byggingu Barnaspítala Hringsins. Þeir sem þekkja til þeirra framkvæmda vita um allt stappið og þrefið sem þar átti sér stað. Endalausar grenndarkynningar og flókið skipulagsferli vegna nábýlis við þá starfsemi sem er á svæðinu.
Vissulega er rétt, að hægt væri að taka starfsemina smátt og smátt í notkun, ef byggt er við Hringbraut. En það er bara tímabundið ástand. Í nokkur ár yrði starfsemin á tveimur stöðum, þ.e. að Vífilsstöðum og við Hringbraut. Er það einhver breyting. Hún er núna á fjórum stöðum, ef ekki átta. Með því að byggja fyrst yfir starfsemi, sem er utan Hringbrautarsvæðisins, þá væri verið að fækka starfsstöðvum. Síðan væri byggt í skrefum yfir starfsemi, sem núna er verið Hringbraut. Ég vil minna á, að spítalanum er ætlað að þjóna þjóðinni um ókomin ár. Að bera fyrir sig tímabundið óhagræði, sem er minna en það er við lýði, er lélegur fyrirsláttur.
Vegtengingar við Vífilsstaði hafa batnað frá því 2005. Ég mæli með því að Jóhannes og Ingólfur fari í bíltúr þangað. Þar eru nú mislæg gatnamót. Varðandi önnur umferðamannvirki, þá er ég viss um, að taki menn ákvörðun um að byggja upp á Vífilsstöðum, þá verður farið í endurskipulagningu umferðamannvirkja. Nú þeir félagar gleyma greinilega Arnarnesveginum, en lítið mál er að leggja legg frá honum við Salaskóla í Kópavogi sem færi milli Rjúpnahæðar og Hnoðraholts beint niður að Vífilsstöðum.
Ég hef nefnt þetta með búsetu starfsfólks. Búseta breytist og innan 10 ára verður hlutfall þeirra sem býr nálægt Hringbraut orðið mun lægra en það er núna. Auk þess er húsnæði í 101 og 105 Reykjavík mjög dýrt og það gæti verið hagkvæmt fyrir fólk að flytja sig um set án þess að ég ætli að mælast til þess.
Heilsuþorp
Stærsti kosturinn við Vífilsstaðasvæðið er nágrennið við náttúruna. Slíkt bíður upp á tækifæri til að reisa heilsuþorp sem tengist starfsemi spítalans. Þarna er Vífilsstaðavatn og Heiðmörk, þrír golfvellir og mikið útivistarsvæði. Það er fráleitt, að huga ekki að þessu líka.
Ákvörðunum má breyta
Þeir Ingólfur og Jóhannes árétta í lok greinar sinnar, "að ákvörðun um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut var vel ígrunduð á sínum tíma og forsendur hennar hafa ekki breyst." Ég vil bara segja, að séu ofangreind þrjú atriði sterkustu rökin fyrir staðarvalinu, þá telst þetta vart "ígrunduð" ákvörðun. Ég held að helstu rökin (og það las ég einhvers staðar), að nýleg uppbygging á Hringbrautarsvæðinu færi í súginn, t.d. Barnaspítali Hringsins. Það þarf alls ekki að gerast. Vissulega myndi nýting húsnæðisins breytast og þannig glatast eitthvað fé, en ég er sannfærður um að meira fé eigi eftir að glatast verði því haldið til streitu að byggja Nýja Landspítala upp við Hringbraut.
Byggingarnar sem losna við Hringbraut má nýta á margan hátt. Ein hugmynd væri að færa Stjórnarráðið þangað. Nú eru flest ráðuneyti í mjög þröngu húsnæði eða dreifð um allan bæ. Annað er að skipuleggja íbúðabyggð á hluta svæðisins. Það mætti örugglega selja það fyrir háar upphæðir. Öldrunarþjónustu mætti líka byggja upp þar, en það er mikil þörf fyrir aukið hjúkrunarrými fyrir aldraða. Það má síðan ekki gleyma því, að margt húsnæðið á Hringbrautarsvæðinu er úr sér gengið og það á hreinlega að jafna við jörðu.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 87
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Mér finnst of þröngt að byggja við Hringbraut .Tóm vandamál að komast í meðhöndlun á spítalanum .Uppi á Höfða eins og einhver sagði í útvarpi nýlega er rétti staðurinn .Eða Vífilsstaðir .Það þarf að vera auðvelt aðgengi fyrir alla á Höfuðborgarsvæðinu.Starfsfólkið býr ekki aðeins í 101 .
Kristín (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 13:23
Sæll
'Það má síðan ekki gleyma því, að margt húsnæðið á Hringbrautarsvæðinu er úr sér gengið og það á hreinlega að jafna við jörðu.'
Hvað húsnæði ertu þá helst að vitna til, eldra íbúðarhúsnæðis?
Og hvernig metur þú þá íbúðarbyggð sem er á svæðinu. er fyrirhuguð spítalabygging svæðinu til framdráttar, þ.e.a.s íbúðarbyggðarinnar á svæðinu?
kv,
VJ
VJ (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 14:44
VJ, hluti húsnæðis á norð-austanverðri lóð Landspítalans er orðinn gamall og úr sér genginn. Sama á við um lágreistar byggingar milli gamla hússins og Eiríksgötu. Ég er að tala um húsnæði Landspítalans, ekki íbúðarhúsnæðis.
Gamli bærinn hefur ákveðið aðdráttarafl og ég held að það gæti verið upplyfting fyrir svæðið að fjölga íbúðarhúsnæði á svæðinu. Þá er ég að tala um lágreista byggð í anda Þingholtanna. Ekki háhýsi Skuggahverfisins.
Marinó G. Njálsson, 20.11.2009 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.