6.11.2009 | 00:44
Sértæk skuldaaðlögun er hengingaról og fátæktargildra
Á vef Samtaka fjármálafyrirtækja hefur verið birt samkomulag fjármálafyrirtækja um verklagsreglur um sértæka skuldaaðlögun. Hryllilegt plagg í alla staði, enda var aðkoma lántaka engin að skjalinu, að því að ég best veit.
Í skjalinu er margt fróðlegt að sjá, en eitt vantar alveg. Hvað eftir annað er lántökum stillt upp sem einhverjum óreiðumönnum, en hvergi er minnst einu orði á þátt aðildarfélaga Samtaka fjármálafyrirtækja í því að koma lántökum í þá stöðu sem hugsanlega neyðir viðkomandi til að leita þeirra nauðasamninga sem skjalið lýsir. Hvergi er ýjað að þeim ágreiningi sem er í gangi um lögmæti gengistryggðra lána eða forsendubrest verðtryggðra lánasamninga vegna markaðsmisnotkunar fjármálafyrirtækja á undanförnum árum. Nei, fjármálafyrirtækin vantar ekkert annað en að líma á sig vængina og geislabauginn.
Hvet ég alla að lesa þetta skjal vel áður en þeim dettur í hug að sækja um þá aðgerð sem þar er lýst. Auk þess er ég sannfærður um að verklagsreglurnar brjóti í bága við 1. mgr. 2. gr laga nr. 107/2009 um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishruns, en þar segir m.a.:
Skal miðað að því að hámarka gagnkvæman ávinning samningsaðila af því að gefa eftir tapaðar kröfur og komast hjá óþarfa kostnaði og óhagræði.
Í skjalinu er urmull atriða sem hvetja til "óþarfa kostnaðar og óhagræðis", að ég tali nú ekki um hve oft er sniðgengið það markmið "að hámarka gagnkvæman ávinning samningsaðila".
Einnig brýtur samkomulagið í bága við 2., 5. og 6. tölulið 2. gr. þar sem segir:
2. Mats á greiðslugetu skuldara þar sem tekið skal tillit til eðlilegrar framfærslu.
5. Skýrleika og réttmætis kröfu kröfueiganda.
6. Hlutlægni við ákvörðunartöku kröfueiganda.
Ákvæði 2. töluliðar er augljóslega brotið í 7. gr. samkomulagsins, þar sem segir "að framfærslukostnaður sé metinn sem næst viðmiðunartölum Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna", en Ráðgjafstofan segir á vef sínum að í viðmiði hennar sé " einungis [..] tekið tillit til nauðsynlegra útgjalda að mati Ráðgjafarstofu." Þetta eru því mjög þröngt ákvörðuð framfærsla sem á ekkert skylt við "eðlilega framfærslu". Það haf og himinn milli "nauðsynlegra útgjalda" og "eðlilegrar framfærslu".
Ákvæði 5. töluliðar er ítrekað brotið, þar sem ekkert tillit er tekið til forsendubrests og vafa um lögmæti krafna. Það er heldur enginn rökstuðningur fyrir því að miðað er við 110% mörk við greiðslugetu eða skýrt út hvers vegna neyða á lántaka til að selja eignir til að lækka skuldabyrði lána sem þegar hefur verið gert ráð fyrir að séu metnar langt yfir sannvirði sínu.
Ákvæði 6. töluliðar er einnig ítrekað brotið, þegar ekki er gerð krafa um samræmt mat á ýmsum þáttum, svo sem hvað telst hæfilegt húsnæði, ekki er skilgreint hvað átt er við með orðunum "skal greiðslugeta ráða fjárhæð skuldbindinga sem greitt er af og fleiri slíkar geðþótta ákvarðanir má nefna, sem ekkert hafa með "hlutlægni við ákvörðunartöku kröfueiganda" að gera.
Loks vil ég enn og aftur benda fjármálafyrirtækjum, að við lántakar erum viðskiptavinir þeirra, ekki mjólkurkýr. Mörg þessara fyrirtækja (eða undanfarar þeirra) tóku þátt í mjög grófri aðför gegn okkur og ollu gríðarlegu tjóni. Það er því öfugsnúið, að við séum glæpamennirnir sem eigum að tapa eigum okkar. Staðreyndin er sú að fjármálafyrirtækin eru, með fáum undantekningum, hinir seku og skulda okkur bætur, ekki öfugt.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa ákveðið að taka þetta samkomulag fjármálafyrirtækja til nánari skoðunar og mun senda greinargerð frá sér fljótlega í næstu viku.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Takk fyrir upplýsingarnar, þú er ótrúlega duglegur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2009 kl. 00:48
Mér var farið að lítast vel á þessa hugmynd. Því þar sem tekjur mínar duga ekki fyrirframfærslu ætti ég kost á því með því að lát frá mér einhverja bíla og óþarft glingur, rétt á að fá skuldlausa íbúð færða á silfurfati.
En Íbúðin er ekki komin en samt hefur mér tekist að selja tvo bíla í þessum mánuði en söluandvirðið dugar mér kannski fram yfir jól. Það sem mér finnst ósangjarnt er að Jón Ásgeir færa að halda heilli verslunarkeðju meðan ég missi allt mitt, og fæ ekkert í staðin.
Ég man þegar átti að afskrif hjá einu símafyrirtæki en ekki öðru þótti það brot á samkeppnislögum. Heimilin eru líka í samkeppni ef afskrifa á bara hjá illa reknum heimilum skerðist samkeppnisstað vel rekina heimila. Hvað er svona sangjarnt við það?
Offari, 6.11.2009 kl. 01:08
Starri, ég vona að fjármálafyrirtækin sjái að sér og breyti þessum reglum. Einnig vona ég að þau verði krafin af stjórnvöldum um skýringar á því hvað þau ætla að gera við það svigrúm til afskrifta sem skýrsla AGS gefur tilefni til að ætla að sé til staðar. Höfum í huga reynslu ríkja af yfir 100 fjármálakreppum um allan heim á síðustu 39 árum. Það er betra að fara út í leiðréttingar strax, en afskriftir síðar.
Marinó G. Njálsson, 6.11.2009 kl. 01:13
" Sértæk skuldaaðlögun" er aðeins sýndarmennska og skrípaleikur, - sem ekki er síðan eyðandi fleiri orðum á.
Það er sú tilfinning sem ég fæ :o))
Þakka þér fyrir að standa þessa VAKT!!
Vilborg Eggertsdóttir, 6.11.2009 kl. 01:20
Nú verðum við öll að standa saman og fletta ofan af þessari þvælu sem er í gangi.
Haraldur Haraldsson, 6.11.2009 kl. 01:24
Mjög gott Marínó. Látum ekki blekkja okkur.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 6.11.2009 kl. 02:23
Marinó ertu að halda því fram að ríkisstjórnin sem lofaði okkur að stjaldborg um heimilin í landinu, ætli að lokka okkur í fátækrargildru? Er þá ekki kominn tími fyrir næsta stig aðgerða hjá okkur?
Sigurður Þorsteinsson, 6.11.2009 kl. 06:16
Tek ofan.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 6.11.2009 kl. 07:05
Sigurður, það er mat Seðlabankans (m.a. birt í skýrslu AGS) að um 20% heimila séu það illa stödd eftir gjörninga fjármálafyrirtækjanna, að þau verða að fara í gegn um mikla leiðréttingu skulda til að ráða við greiðslubyrðina. Framfærsluviðmið Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna eru mörgum tugum prósenta undir meðalframfærslu, eins og hún var 2007 samkvæmt vef Hagstofunnar. Að sjálfsögðu er verið að klæða fólk í spennitreyju fátæktar með þessu. Þekkir þú margar fjögurra manna fjölskyldur sem framfleyta sér á 140 þ.kr. á mánuði fyrir utan kostnað við húsnæðislán og bifreið?
Marinó G. Njálsson, 6.11.2009 kl. 10:30
Takk fyrir að standa í þessari barráttu Marinó. Framfærslusvið Ráðgjafastofu um fjármál heimilina er 148.000 kr. á mánuði fyrir einstakling með tvö börn á framfæri. Þetta hef ég heyrt. Einnig hef ég heyrt það að þessi framfærsla (148 þús) sem skömmtuð er þeim sem fer í skuldaaðlögun á að duga fyrir "öllum" útgjöldum nema blaða og sjónvarpsáskrift, líka afborgunum. Kannski er þetta vitleysa hjá mér en þetta er samt það sem fólk er að segja.
Jón Svan Sigurðsson, 6.11.2009 kl. 11:23
Jón Svan, afborganir lána sem falla undir skuldaaðlögunina eru augljóslega utan framfærsluútgjaldanna. Einnig er bifreiðakostnaður utan framfærsluviðmiða Ráðgjafastofunnar, þ.e. bifreiðakostnaður má vera um 35 þ.kr. á mánuði fyrir utan tryggingakostnaðar.
Marinó G. Njálsson, 6.11.2009 kl. 12:06
Marinó, takk fyrir þessar upplýsingar. Betra að hafa réttar upplýsingar, en maður heyrir svo mikið og hefur ekki kynnt sér þetta nógu vel sjálfur. Þegar maður skoðar þetta frá þínum upplýsingum þá er þetta samt ruddalegt. Dugar ekki fyrir fyrir mat og öðrum nauðsynum að mega bara eiga rúmann 140 þús. kall fyrir fjölskyldu til að lifa af.
Jón Svan Sigurðsson, 6.11.2009 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.