4.11.2009 | 21:51
Tölur í skýrslu AGS tala sínu máli
Ég vakti athygli á því í gær, að í skýrslu AGS væru fróðlegar tölur um mat á virði skulda heimilanna hjá fjármálafyrirtækjum. Las ég það út úr meðfylgjandi grafi, að matsvirði skuldanna er eingöngu talið vera 65% af bókfærðu virði (kallað "gross value" eða vergt virði) eins og það var líklegast fyrir hrun. Matið er byggt á skoðun óháðra endurskoðenda og stjórnenda bankanna, eins og segir í athugasemd með grafinu.
(Tekið skal fram að annað graf er við hliða þessa í skýrslu AGS og eiga athugasemdir við bæði gröfin. Hitt grafið er birt neðar.)
Í færslunni í gær var ég með hlutfallsskiptingu, en nú vil ég birta tölurnar bak við hlutföllin. Tekið skal fram að ekki er um hárnákvæmar upphæðir að ræða, en frávik eru líklegast frekar lítil.
Skuldir heimilanna | |||
Fyrirtæki | Vergt virði | Matsvirði | Mismunur |
Íbúðalánasjóður | 717.800 | 575.705 | 142.095 |
Sparisjóðir og önnur lánfyrirtæki | 161.139 | 80.569 | 80.569 |
Íslandsbanki | 287.120 | 159.674 | 127.446 |
Nýja Kaupþing | 278.330 | 153.814 | 124.516 |
Nýi Landsbanki | 240.243 | 127.446 | 112.797 |
Alls | 1.684.632 | 1.098.673 | 585.959 |
Samkvæmt þessu gera viðkomandi matsaðilar ráð fyrir að lækka þurfi virði lánasafnanna um tæpa 600 milljarða til að lánasöfnin standi í sannvirði. (Kristrún Heimisdóttir, eina af aðstoðarkonum Árna Páls, staðfesti að færa ætti söfnin að sannvirði í kvöldfréttum Sjónvarps.) Sérstaklega er tekið fram í skýrslu AGS, að þessi kostnaður lendi ekki á ríkissjóði, þrátt fyrir háværar raddir innlendra fortölumanna um hið gagnstæða. Mér finnst þó líklegt að eitthvað falli á ríkissjóð umfram það sem óhjákvæmilega gerir það vegna tapaðra krafna Íbúðalánasjóðs. Ég tel líka að tölurnar hjá Íbúðalánasjóði eigi að skiptast milli fyrirtækja og heimilanna, þar sem skuldir heimilanna við ÍLS eru ekki nema rétt um 500 milljarðar, annað eru m.a. skuldir sveitarfélaga, leigufélaga og verktaka. En ef miðað er við þessar tölur, þá er matsvirði skulda heimilanna 65% af vergum skuldum. Spurningin er bara við hvaða dagsetningu er miðað, þar sem skuldir taka breytingu dag frá degi.
Næst er að velta því fyrir sér hvernig væri hægt að nota þessa fjárhæð. Hagsmunasamtök heimilanna settu fram þá kröfu sl. vetur að gengistryggðum lánum yrði breytt í verðtryggð lán frá lántökudegi og breyttust upp frá því í samræmi við verðtryggð lán Íbúðalánasjóðs. Síðan gerðu samtökin þá kröfu að sett yrði 4% þak á árlega hækkun verðbóta frá og með 1. janúar 2008. Við reiknuðum út, að við þetta lækkaði höfuðstóll húsnæðislána um 206 milljarða miðað við stöðu lánanna um síðustu áramót. Síðan hefur verið talsverð verðbólga, auk þess sem krónan hefur veikst, þannig að við reiknum með að þessi tala sé búin að hækka í um 250 milljarða. Samkvæmt þessu gætu stjórnvöld og fjármálafyrirtæki komið að fullu til móts við kröfur HH og átt 350 milljarða eftir til að taka á sértækum vandamálum. Skora ég hér með á þessa að efna til viðræðna milli fjármálafjármálafyrirtækjanna og hagsmunaaðila lántakenda/neytenda um hvernig hægt er að lenda þessu máli. Það getur ekki verið, að það sé betra að fara með alla landsmenn í gegn um greiðslujöfnun eða sértæka skuldaaðlögun. Ég vil líka benda fjármálafyrirtækjunum, að við erum viðskiptavinir þeirra, ekki mjólkurkýr. Það hlýtur að vera markmið þessara fyrirtækja að rækta sambandið við viðskiptavini sína og viðhalda því til langs tíma, en slátra gullgæsinni.
En það voru ekki bara birtar tölur um skuldastöðu heimilanna. Það voru ekki birtar síður áhugaverðar tölur um stöðu fyrirtækjanna. Ég ætla ekki að fjalla jafn ítarleg um þær, en hér er annars vegar graf sem sýnir myndrænt muninn á vergu virði skulda fyrirtækja og hvernig virði þeirra er metið í skýrslu AGS. Fyrir neðan er síðan tafla með upphæðum eins og ég hef reiknað þær. Hafa skal í huga að eitthvað af skuldum fyrirtækja eru ennþá í gömlu bönkunum og ekki er ljóst hvort að þær séu metnar inni í þessum tölum.
Og hér tafla með tölum:
Skuldir fyrirtækja | |||
Fyrirtæki | Vergt virði | Matsvirði | Mismunur |
Sparisjóðir og önnur lánfyrirtæki | 710.253 | 221.954 | 488.299 |
Íslandsbanki | 665.862 | 310.736 | 355.127 |
Nýja Kaupþing | 932.207 | 310.736 | 621.471 |
Nýi Landsbanki | 1.553.679 | 443.908 | 1.109.770 |
Alls | 3.862.001 | 1.287.334 | 2.574.667 |
Mat á virði skulda fyrirtækja er því aðeins 1/3 af vergu virði og tapaðar skuldir eru rúmlega 2.500 milljarðar kr.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 1680031
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það má kannski einu gilda héðan af. En getur einhver sagt mér hvað fær félagsmálaráðherra til þess að drífa þetta frumvarp í gegnum þingið fyrir nokkrum dögum síðan, þar sem allar leiðréttingar eru svo að segja útilokaðar, til þess eins að tilkynna það í gegnum aðstoðarkonuna viku seinna að plássið til afskrifta er 600 milljarðar! Er það reglustikan þín Marínó? Er það tilfellið að AGS hafi birt þessar upplýsingar í óþökk stjórnvalda, sem hafa hafnað öllum leiðréttingum og samstarfi við þá sem hafa minnst á slíka hluti?
Maður veit ekki hvort maður á að hlægja eða gráta yfir yfirlýsingum um að 600 milljarðana eigi að nota í þá sem eru verst staddir (lesist að þar með sé fullt tilefni til þess að halda þessu stríði gegn íslenskum almenningi áfram). Ég þori ekki einu sinni að spyrja hversu illa þeir "verst stöddu" standa, þegar það liggur fyrir að kostnaður við sanngjarnar leiðréttingar HH yfir alla línuna hljóða upp á 250 milljarða.
Upphæðin (600 milljarðar) er hugsanlega af þeirri stærðargráðu að menn geri ráð fyrir að bankarnir tapi málaferlunum um erlendu lánin. Það skyldi þó aldrei vera að það sé til eitthvert réttlæti í þessum heimi og loksins takist að bremsa sjálftökuna.
Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 22:27
Er eingöngu verið að tala um lán með veði í húsnæði. Hvað með önnur lán heimilanna (ekki bílalán) eru þau inni í þessum pakka.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.11.2009 kl. 22:58
Stjórnvöld létu fulltrúa AGS ljúga fyrir sig í vor u m að ekkert svigrúm væri fyrir 20% leiðinni og nú hafa þeir fengið nóg og ætla ekki að hagræða sannleikanum fyrir þau lengur, ætli þeim ofbjóði ekki hvernig á að fara að hjálpa þeim sem fóru langt fram úr sér en þeir sem sýndu ráðdeild og fóru varlega þeir eiga ekki að fá neitt, þetta er ógeðfellt.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 4.11.2009 kl. 23:02
Sæll Marinó,
takk fyrir góðan fund á mánudagskvöldið.
Ég er búin að lesa skýrsluna, frekar hratt reyndar. Hún er bara 98 bls.
Mín upplifun af lestrinum er að mismunurinn eigi eingöngu að nota fyrir húseigendur sem eiga einhvern möguleika að lifa af. Hinir eiga einfaldlega að fara í gjaldþrot. Kristrún staðfesti í raun þessa skoðun mína í kvöldfréttunum.
Gunnar Skúli Ármannsson, 4.11.2009 kl. 23:13
Maður er hættur að gera sér vonir um nokkra leiðréttingu meðan þessi stjórn situr að völdum. Hálfkák Árna Páls er bara gert til að slá ryki í augu fólks og láta það halda að það sé verið að gera svo mikið fyrir það, meðan verið er að fresta vandanum um örfá ár, eða þar til hann verður ekki lengur ráðherra.
Tómas Ibsen Halldórsson, 4.11.2009 kl. 23:14
Benedikt, ég hef einmitt velt öllum þessum atriðum fyrir mér, en viljað halda þeim fyrir mig. Það er náttúrulega kaldhæðni að það hafi þurft AGS skýrslu til að opinbera stöðuna. Ég hef eina kenningu varðandi það. Ég veit að AGS hefur sagt að ekki megi fara í niðurfærslu lána, sem skerði endurheimtur kröfuhafa umfram það sem þeir hafi samþykkt. Nú stefndi allt í einu allt í að endurheimtur yrðu betri en ráð var gert fyrir. Kröfuhafa gömlu bankanna voru að eignast tvo þeirra, en í hópi þessara kröfuhafa eru nokkrir "óæskilegir", þ.e. vogunarsjóðir sem hafa verið að kaupa skuldir bankans með miklum afslætti. Mér kæmi ekki á óvart, að AGS hafi ekki viljað verja eignir slíkra fjárhættuspilara og því skellt þessum tölum fram.
Ég er sammála þér, Benedikt, að hinir "verst settu" þurfa að vera mjög illa settir til að nota þurfi 600 milljarða í að bjarga þeim. Ég held að það sé mikið svigrúm til að ganga að kröfum HH og nota afganginn í að taka á málum þeirra sem þá eru ennþá í vanda.
Varðandi gengistryggðu lánin, þá virðist allt benda til þess að þau mál vinnist, þ.e. lántakendur vinni.
Hólmfríður, upphæð fasteignalána er um 1.400 milljarðar, þannig að það er meira inni í þessu en þau, enda sérðu að lánasöfn sparisjóða og annarra lánafyrirtækja eru bara talin vera 50% virði.
Gunnar, ég er ekki alveg sammála, þar sem AGS listar upp þau úrræði sem eru fyrir hendi og það verður náttúrulega að gera ráð fyrir þeim í afskriftartölum fjármálafyrirtækjanna.
Annars vil ég bæta við, að frá því í febrúar hef ég talað um þessar afskriftir og sagt að hægt væri að nota þær. Nú eru orð mín að rætast. I hate it when I am right.
Marinó G. Njálsson, 4.11.2009 kl. 23:19
Takk fyrir góðan fund á mánudaginn, það var hins vegar sorglegt að sjá hvernig umfjöllun hann fékk (eða fékk raunar ekki) í fjölmiðlum.. Skilningsleysi fjölmiðla er mér hulin ráðgáta, það mætti halda að þetta væri skuldlaust fólk... Kannski of flókið?
Varðandi niðurfærslurnar, þá held ég að leiðin sem þú (og sí stækkandi hópur) hafið lýst sé sú skársta sem komið hefur fram. Þ.e. að breyta erlendu lánunum afturvirkt og setja þak á verðbæturnar. Ég kaupi það ekki að þessar ~ 600 ma. kr. fari í að "hjálpa" þeim allra verstu, enda vissi ég ekki betur en að minnihluti heimila sé með erlend lán og þar fyrir utan fá þessir bankar eignir upp í skuldir þeirra verst settu. Þar fyrir utan, hafa íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir lánað skv. hófsömum útlánareglum og tap þeirra því hlutfallslega minna en bankanna sem hafa lánað á síðari veðréttum og í hærri veðhlutföllum.
Snorri Marteinsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 23:54
Vegna hugsanlegra lækkunar á skuldum heimilanna, þá virðist gæta ákveðins misskilnings að lækkun skulda í sértækri skuldaaðlögun feli eingöngu í sér niðurfærslu skulda. Þetta er rangt. Niðurfærsla skulda umfram núverandi eignastöðu fellur undir þetta, en sá hluti sem lækkar vegna eignabreytinga er endurgreiðsla á "góðum" lánum, þ.e. lánum sem ekki tilheyra 600 milljörðunum hér að ofan.
Marinó G. Njálsson, 5.11.2009 kl. 09:13
Þess misskilnings gætir hér, líkt og í sjónvarpsfréttum í gær, að kröfuhafar gömlu bankanna hafi verið svo vænir að gefa þeim nýju 600 milljarða og nú sé hægt "að velta því fyrir sér hvernig væri hægt að nota þessa fjárhæð".
Það sem kemur fram í skýrslu AGS er að raunverulegt verðmæti skulda heimilanna sé 600 milljörðum lægra en nafnvirði þeirra, en að nýju bankarnir séu þó ekki gjaldþrota vegna þessa, þar sem þeir hafi sjálfir borgað þrotabúum gömlu bankanna fair value fyrir lánin.
Svo er rætt um hvernig verði átt við þau vandamál sem valda því að fair value skuldanna sé svo lágt sem raun ber vitni.
Dæmisaga til skýringar:
Notaður bíll af ákveðinni tegund kostar 2 milljónir. Maður kaupir bíl sem er af sömu tegund en hefur lent í tjóni, og fær hann fyrir vikið á hálfvirði, sem er eðlilegt markaðsvirði hans. Bíllinn er greiddur með 100% bílaláni. Samkvæmt málflutningi Marinós er nú milljón afgangs, og þá getur kaupandinn farið að velta því fyrir sér hvernig hann vilji nota alla þessa nýfundnu peninga.
Halldór Bjarki Christensen, 5.11.2009 kl. 13:55
Halldór Bjarki, það er enginn að misskilja hlutina, eins og þú gefur í skyn. Ég er búinn að halda þessu sem þú segir, þ.e.:
fram frá því í febrúar.
Mér þykir leitt að segja, að þú skilur ekki einu sinni þína eigin röksemdafærslu í bílaláninu. Málið er að nýju bankarnir eru að fá lánin á "fair value" en eru að innheimta þau á "gross value". Gagnvart bílnum væri það að maðurinn fékk tjónabílinn á 1 milljón, en vill fá 2 milljónir fyrir hann án þess að hafa gert nokkuð við bílinn.
Marinó G. Njálsson, 5.11.2009 kl. 14:25
Nei, í sögunni með tjónabílinn er málið einmitt að ef maðurinn vill geta selt hann á fullu markaðsverði þarf hann að gera við það sem er ónýtt, en ekki hitt. Það dugar ekki að gera við 50% af öllum íhlutum bílsins.
Þetta þýðir í okkar samhengi að gefa eftir skuldir til þeirra sem geta ekki borgað, en ekki til þeirra sem geta borgað.
Halldór Bjarki Christensen, 5.11.2009 kl. 16:19
Það að lánasöfn séu metin á lægra verði en nafnverði er ekki einungis vegna þess að talið sé að sumir lántakar geti ekki greitt sínar skuldir. Slík lánasöfn eru einnig metin niður ef lánin eða hluti þeirra er með vöxtum, sem eru lægri en markaðsvextir. Þetta sáum við vel í húsbréfakerfinu, sem var til staðar hér á landi í mörg ár. Þá sveiflaðist verð húsbréfa mikið þegar markaðsvextir breyttust. Sennilega er hluti þessara 600 milljarða, sem lánasöfnin eru metin niður vegna lána með 4,15% vöxtum.
Hins vegar eru gengistryggðu lánin væntanlega metin mikið niður af þeirri einföldu ástæðu að menn reikna með að íslenska krónan styrkist um 25-30% á næstu árum og leiðir það sjálfkrafa til lækkunar á þeim lánum.
Það er rangt að hægt sé að nota þessar niðurfellingar lánanna til flatrar niðrufærslu. Það er ekki hægt að nota hluta þessara 600 milljarða til að lækka skudlir þeirra, sem geta greitt sínar skuldir því sá hluti þessara 600 milljarða, sem er ætlaður í afskfirtir er einungis ætlaður til óhjákvæmiegra afskrifta þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir. Í samningunum milli nýju bankanna og kröfuhafa gömlu bankanna er ákvæði um endurmat á verði skuldabréfasafnanna árið 2012 og ef þá kemur í ljós að afskriftaþörfin er minni en gert er ráð fyrir í þessu verðmati þá eiga nýju bankarnir að greiða meira fyrir lánasöfnin. Þessar 600 milljarða afskriftir byggja á svarstýnustu spám um greiðslugetu lántaka þannig að mjög líklegt er að til hærri greiðslna komi fyrir skudlabréfasöfnin þannig að þessar 600 milljarða afskriftir lækka eitthvað þá.
Þú getur því sparað orðin "I hate when I am right" vegna þess að þú hefur ekki rétt fyrir þér. Sú fullyrðing að ekki sé hægt að nota afskrfitirnar á lánasöfnum gömlu bankanna til flatra niðurfærslna lána stendur enn óhögguð enda er hún rétt.
Ef við gerum ráð fyrir að helmingur þeirra 250 milljarða, sem væru afskrifaðir ef farið væri að tillögum HH séu hvort eð er tapaðar kröfur þá stendur eftir að kostnaðurinn við þá aðgerð er 125 milljarðar. Ef 40% af þeim eru hvort eð er tapaðar kröfur er kostnaðurinn við aðgerðina 150 milljarðar. Þessi kostnaður mun að mestu lenda á skattgreiðendum.
Því er ekki haldið fram í skýrslu AGS að það kosti ekkert að lækka lán þeirra, sem geta greitt sínar skuldir. Því er einungis haldið fram að það kosti ekkert að lækka lán þeirra, sem ekki geta greitt sínar skuldir enda sé búið að gera ráð fyrir þeim kostnaði við verðmat lánasafnanna þegar þau eru flutt frá gömlu bönkunum til þeirra nýju. Ég veit ekki til þess að stjórnvöld hafi nokkurn tíman haldið öðru fram. Ég hef ekki heyrt neinn ráðherra segja að það felist kostnaður í að lækka lán til þeirra, sem ekki geta greitt sín lán að fullu. Hins vegar hafa þeir réttilega sagt að það felist kostnaður í að lækka lán þeirra, sem geta greitt sín lán að fullu.
Tómas Ipsen. Þú getur líka hætt að vonast eftir "leiðréttingu" lána þó þessi stjórn fari frá. Ríkissjóður ræður ekki við þann kostnað, sem lendir á honum vegna slíkrar aðgerðar og því skiptir engu máli hverjir verða við stjórnvölinn, það verður ekki farið út í flata niðurfellingu lána.
Sigurður M Grétarsson, 8.11.2009 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.