1.10.2009 | 18:43
Og á hverju eigum við að lifa?
Trú stjórnvalda á getu heimilanna til að draga sama neyslu sína er með ólíkindum. Fyrst er heimilunum ætlað að standa undir uppbyggingu bankakerfisins með því að gefa bönkunum fasteignir sínar og nú eiga þau að láta stóran hluta tekna sinna renna til ríkissjóðs svo ríkissjóður geti greitt reikninginn sem bankarnir sendu þjóðinni. Með fullri virðingu, þá hef ég ekki áhuga á að taka þátt í þessari vitleysu. Við hjónin eigur fjögur yndisleg börn. Við þurfum tiltekna lágmarksfjárhæð til að framfleyta okkur. Við viljum bjóða börnunum okkar tiltekin lífsgæði. Ég get ekki séð að það verði mögulegt á næsta ári, ef næstu árum.
Nálgun ráðstjórnarríkisstjórnar Samfylkingar og VG til fjárlaga og viðréttingar á efnahagslífinu er kolröng. Ef þetta er það sem AGS vill, þá eigum við að vísa þeim á dyr. Auk þess legg ég til að reikningurinn frá bönkunum verði endursendur og þeir sjái um að greiða hann sjálfir. Það verði þeirra verkefni að fjármagna klúður forvera sinna.
Ég mótmæli þeim glórulausu tillögum um aukna skattheimtu sem kemur fram í frumvarpi til fjárlaga. Ég hvet jafnframt alla landsmenn að mótmæla. Við látum ekki þetta rugl yfir okkur ganga. Ég skora á Alþingi að hafna þessu frumvarpi og senda það út í hafsauga. Ég sting upp á því að samþykkt verði lög sem heimila stjórnvöldum að gera upptækar eigur allra þeirra einstaklinga, sem teljast hafa verið virki þátttakendur í þeim fjárglæfrum sem endaði með hruni efnahagskerfisins. Eignirnar verði leitaðar uppi með hjálp erlendra ríkja og þær haldlagðar hvar sem þær finnast. Reikna má með að þær dugi fyrir halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og því næsta.
Að lokum vil ég endurtaka yfirlýsingu sem Hagsmunasamtök heimilanna birti fyrir nokkrum mánuðum:
Heimilin í landinu eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fyrir banka og stjórnvöld
(Tekið skal fram að í þessum pistli sem fleiri er ég að tjá persónulega skoðun mína, en ekki Hagsmunasamtaka heimilanna.)
Reikna með 87 milljarða halla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Amen! Í dag þurrkaði ríkisstjórnin upp ávinninginn af aðgerðum rikisstjórnarinnar sem lagðar voru fram í gær! Glæsilegt. Hvað ætli hafi verið skorið mikið niður í Utanríkisráðuneytinu? Hefurðu nokkuð skoðað það? Er ekki enn verið að henda milljónum í ESB hítina?
Soffía (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 18:51
Gott að þú spyrð, en ég hef því miður ekki svarið.
En veit það að ef ég sé einhverja af þessum útrásarvíkinga aumingjum á vappi mun ég ekki stoppa og örugglega baka yfir þá aftur. Ef að ég og börnin mín eigum að líða fyrir þetta pakk meiga þeir blæða líka.
Síðustu daga hefur soðið á mér, ég er varla ábyrgð gerða minna, hvað þá fólk sem er vanheilt á geði.
Þessi stjórn er fratt, VIÐ eigum ekki að borga ice-save
A.L.F, 1.10.2009 kl. 18:51
Maður á bara ekki orð, hvernig stendur á því að þessi "vinstristjórn" eða "skandinaviska velferðastjórn" skríður eftir öllu sem AGS gerir? Hvernig værri nú að fá eitthvað bein í nefið. Kannski er tími kominn á aðra byltingu?
Annars var ég að horfa á þessa BBC2 heimildarmynd um kreppuna.
http://www.bbc.co.uk/programmes/b00mqmjs
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 18:56
Nákvæmlega!
Hér er allt á haus.
Almenningur beilar út skuldir bankaræningjanna sem hafa ráðið Jóhönnu og Steingrím í starf handrukkara.
TH (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 19:26
Dómsmálaráðherra sagði í viðtali í vikunni að fresturinn sem veittur var vegna nauðungaruppboða var til þess að gefa fólki tækifæri til að endurskipuleggja fjármálin hjá sér.
Þeir sem notuðu tækifærið og endurskipulögðu fjármálinn hjá sér þurfa greinilega að gera það aftur.
Ég mæli samt frekar með því að greiðsluverkfallið verði endurtekið strax næstu mánaðarmót og því verði ekki aflétt fyrr en kröfu um leiðréttingu er mætt að fullu og allar álögur vegna greiðslufallsaðgerða feldar niður.
Núna er orðið tímabært að rifja upp hið forna bræðralag og standa með hvort öðru.
Toni (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 19:26
Steingrímur er með ólíkindum. Af hverju á að ráðast sífellt á bæturnar, en ekki má hrófla við verðbótum sem fjármagnseigendum hafa sogið til í í skjóli fjárglæfra bankanna.
Marinó G. Njálsson, 1.10.2009 kl. 19:42
Þetta gengur ekki upp. Þjóðin ætti að leggja niður vinnu nú þegar og stöðva allt apparatið. Ég er að velta fyrir mér að setja upp batterí ytra til þess að koma til móts við innlenda aðila og vinna gegn þessari þvælu.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 1.10.2009 kl. 20:07
það hljóta að vera snjallir hagfræðingar sem hafa reiknað út að besta aðferðin til að láta heimilin borga hærri vexti sé að skattleggja þau í botn svo nóg verði nú eftir til greiðslu......eða þannig
zappa (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 20:12
OG ekki nóg með þaðenn á að hækka tobak brennivín og eldsneyti, þá hækkar greiðslubirði húsnæðislána aftur, var verið að færa geiðslubirðina afturfyrir til að ríma fyrir nýrri hækkun? manni er bara öllum lokið maður er bara alveg orðlaus.
Eyjólfur G Svavarsson, 1.10.2009 kl. 21:05
Amen og tek undir hvert orð. Það er þó gott að einhverjir hafa trú á okkur.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 1.10.2009 kl. 21:08
"Ef þetta er það sem AGS vill, þá eigum við að vísa þeim á dyr. "
Þetta er það sem gjöreyðingarvaldið AGS vill, Marinó, og við eigum að losa okkur við þá núna strax.
ElleE (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 22:09
Pólitísku Dólgarnir segja okkur að lifa á "LOFORÐUM"
um skattahækkanir og aðra áþján, frá IMF.
Það verður að skipta heila skíttinu ÚT, því fyrr því betra.
Birgir Rúnar Sæmundsson, 1.10.2009 kl. 22:23
Sæll Marino
Soffia spurði í athugasemd hvað mikið hefði verið skorið niður í
Utanríkisráðuneytinu.
Samkvæmt kastljósi kvöldsins voru framlög til þess aukin um
sex prósent.
Þessar tölur segja mér að aðild að ESB hafi meiri forgang en
hagur heimila á Íslandi
Kveðja
Guðrún Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 22:35
Það er svo mikið að gera, að ég næ ekki að fylgjast með öllum athugasemdum, svo takk fyrir þetta, Guðrún. Ég er að vinna að greinargerð fyrir Hagsmunasamtök heimilanna um tillögur félagsmálaráðherra og er að reyna að ljúka henni sem fyrst svo hægt sé að vekja stjórnvöld úr þessari AGS dáleiðslu sem þau virðast í.
Marinó G. Njálsson, 1.10.2009 kl. 22:42
Ég er nú búinn að sjá það og fá staðfest að fólkinu í landinu er skítsama hvað ríkisstjórnin er að gera, hugsa að það hafi innan við 200 manns mætt til mótmæla í dag við setningu alþingis.
Ég var þar sjálfur og hrúgan öll af lögreglumönnum
Steinar Immanúel Sörensson, 1.10.2009 kl. 22:54
Takk fyrir þennan yndilega og réttllætissinnaða pistil! Mér hlýnaði virkilega um hjartarætur að lesa þessi orð þín sem skína af skynsemi og sanngirni.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.10.2009 kl. 23:17
Ávalt sammála þér....lol...það er BILUN að ætla að fylgja eftir þessari GLÓRULAUSU áætlun IMF.....það má líkja þessu við að á næstu 3 árum á okkur bara að "blæða út" og skottulæknir (þessi stórhættulega ríkisstjórn) talar svo um að lyfin virki ekki....! Halló - Halló, sjúklingurinn (einstaklingar & fyrirtæki) þurfa SÚREFNI - já lægri vexti 2-4% en hvað gerir skottulæknirinn?? Hann segir að súrefnið komi síðar...! Þessi ríkisstjórn hefur verkstjóra sem stígur ekki í vitið og þetta gengur ekki upp. Samspillingin má ekki fá leyfi til að sökkva þjóðarskútunni í annað sinn. Svo er bilun að þjóðin (farþegar á 3 farrími Titanic) skuli þurfa að greiða fyrir því að komið sé upp nýju Titanic bankakerfi. Okkur er & hefur verið missboðið í mjög langan tíma, það er nefnilega ávalt vitlaust gefið...!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 23:22
71 milljarður af 100 milljarða vaxtakostnaði ríkissins í ár er tilkomin vegna 600 milljarða króana Innlendsláns sem tekið var í ár. þarna er kostnaður sem hægt er að lækka með einfaldri lagasettningu. lækkun stýrivaxta. við erum að borga fjóðrung fjárlaga í vexti til fjármagnseigenda. afhverju?
Fannar frá Rifi, 1.10.2009 kl. 23:29
Fannar, þetta eru vextir af skuldabréfum sem verið er að selja útlendingum svo þeir séu sáttir við að geyma peningana sína hér á landi. Ég sagði það í vor að vextirnir á þessum bréfum væru glæpir gegn þjóðinni. Ríkið á ekki að bjóða svona háa vexti og bankarnir ekki heldur. Á þessari stundu á að bjóða neikvæða raunvexti til skamms tíma, en gefa fyrirheit um jákvæða raunvexti til lengri tíma. Að bjóða mönnum 9 - 10% raunvexti í allt að 17 ár er hryðjuverk og ekkert annað.
Marinó G. Njálsson, 1.10.2009 kl. 23:38
Sæll Marinó,
Innilega sammála. En þetta er dæmi sem að mínu mati hefur verið fyrirséð. Tekjur ríkissjóðs hljóta að dragast saman í harðnandi árferði og ríkið tók ansi mikinn sjó á sig þegar bankarnir féllu. Mér sýnist að ríkisreikningurinn hafi farið úr u.þ.b. milljarði dollara í plús 2007 í um two milljarða dollara í mínus 2008 og um einn og hálfan milljarð dollara í mínus árið 2009. 2010 sýnist mér vera gert ráð fyrir um 750 milljónum dollara í mínus (mér finnst alveg eins gott að gera þetta upp í dollurum frekar en götóttum krónusneplum;) Mér sýnist þetta nema sem svara um 5 milljörðum dollara fyrir þessi 3 ár (2008, 2009 og 2010) Það er stór biti og vandséð hvernig ríkið ætlar að komast fram úr þessu dæmi. Ef við reiknum okkur 5% vexti af þessu klúðri þá er það kvart milljarður dollara á ári plús afborganir. Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri ekki hægt annað en hlæja að þessu rugli!
Hvernig skatttekjur eiga að koma upp á móti þessu er vandséð þegar annað hvert heimili og fyrirtæki í landinu er tæknilega gjaldþrota og restin að nálgast að vera það! Ég held það sé komin tími fyrir Ísland 2.0!
Baráttukveðjur!
Arnór Baldvinsson, 1.10.2009 kl. 23:52
Hér fær maður alltaf sannleikann beint í æð, takk fyrir gott blogg.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.10.2009 kl. 00:48
Ég hef nú ekki tjáð mig mikið en fyrir mánuði síðan fékk ég nóg þegar ég sá í hvað stefndi.
Flest okkar eiga yndisleg börn og verðum við reið þegar við sjáum þessa miklu aðför að heimilum okkar.
Ég er kannski ekki sá best skrifandi maður í heimi en reyni að tjá mig sem venjulegur borgari með barnaskólapróf sem fór 14 ára gamall á sjó. Fór síðan í Stýrimannaskólann og vinn í álveri í dag sem flokkstjóri.
Ég hef tjáð mig hér á moggavef vegna þess að ég stend með fólkinu í landinu. Í sjálfu sér er ég ekki að fara í gjaldþrot en vissulega finnur maður fyrir því að allt er að brenna upp það sem maður hefur stritað fyrir um ævina.
En líklegast mun öll þjóðin fara í gjaldþrot eftir nokkur ár miðað við allar þær álögur sem við eigum eftir að þurfa að búa við um ókomin ár.
Þessi ríkisstjórn tekur kolvitlausa stefnu hún kæfir allt atvinnulíf niður með ofurskattheimtum. Atvinnuleysi mun aukast gríðalega á næsta ári þar sem enginn þorir að hreyfa sig og hagvaxtarhjólin stöðvast. Menn eins og ég erum farnir að íhuga stöðu okkar hvort maður éigi að taka þátt í þessum bjánaleik. Ef ríkisstjórnin vill hirða af okkur allt þá á hún að segja það strax þannig að við getum ríkisvætt heimilin okkar.
Stefna þessarar ríkisstjórnar er að ríkisvæða allt, fyrirtækin, heimilin og fólkið í landinu. Það hljóta allir að sjá það sem vilja sjá það á annað borð.
Að lokum.
Ég fylgist alltaf með skrifum Marinó og gefur hann okkur fólkinu í landinu vítamín að halda baráttunni áfram að búandi verði á þessu landi um ókomin ár.
Svo bara halda áfram og láta heyra í sér.
Árelíus Örn Þórðarson, 2.10.2009 kl. 01:19
Þakka þér Marinó
Ef samsetning framfærsluvísitölunnar verður ekki breytt verður þessi "stjórn" okkur dýrari en útrásarliðið.
Sí endurteknar hækkanir á t.d. áfengi og tóbaki ( tek fram að mér er sama hvað það kostar) snarhækkar skuldir heimilanna.
"Skjaldborgin" sem átti að slá um heimilin er orðin að skuldavíggirðingu vegna rangra ákvarðana. Víggirðingu sem enginn kemst í gegnum.
Ofurskattar kalla á skattsvik - fólk fer að vinna svart - eða hreinlega vinnur ekkert og fer á bætur. Vinnandi fólki fækkaði um 14.000 og þá dettur "stjórninni" í hug að þeir sem eru þá að vinna geti greitt 15-20 milljarða í skatta umfram það sem var þegar hér var bullandi atvinna og allir sem nentu að vinna voru í vinnu. Það vantar eitthvað mikið í rökhugsun "stjórnvalda"
Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.10.2009 kl. 05:16
Ríkisstjórn sem trúir því að verðmæti og auður skapist með afleiðuviðskiptum íslenskra bankastofnanna er veruleikafirrt. Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins (ekki endilega allra sem eru í honum) og dansfélaga var að gera Ísland að Tortólu norðursins. Gleyma fiskinum, ilrækt, framleiðslu, hátækni eða hverju því sem skilar raunverulegum verðmætum til lengri tíma.
Gallinn við þessa leið og enginn smá galli er sá að nákvæmlega ekkert situr eftir. Reyndar er þetta ekki alveg nákvæmt því ennþá er nóg af Game Overum á götum bæjarins og tómu skrifstofuhúsnæði. En ekkert sem skapar verðmæti fyrir land og þjóð. Hefði ekki verið nær að setja peninga í þróun rafbíla og nýrra orkugjafa.
Afhverju mátti ekki lækka skatta og gjöld á umhverfisvænum ökutækjum. Nei sagði Geir, það er kommúnismi. Ég ætla að lækka skatta á bandaríska pallbíla og koma þeim inn á hvert heimili. Dæmin eru ótal fleiri og vitlausari en öll bera heimsku og skammsýni stjórnvalda glöggt merki.
Björn Heiðdal, 2.10.2009 kl. 06:01
Mér finnst það svívirða að á meðan skattaálögur eru auknar á þrautpínda þjóð og niðurskurður er aukinn í heilbrigðis-, félags- og menntamálum að útgjöld til Utanríkisráðuneytis séu AUKIN um 6%!
Hverskonar forgangsröðun er þetta!? Ég næ ekki upp í nefið á mér af reiði!
SÓ (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 10:25
Ólafur I: "Ofurskattar kalla á skattsvik - fólk fer að vinna svart - eða hreinlega vinnur ekkert og fer á bætur. Vinnandi fólki fækkaði um 14.000 og þá dettur "stjórninni" í hug að þeir sem eru þá að vinna geti greitt 15-20 milljarða í skatta umfram það sem var þegar hér var bullandi atvinna og allir sem nentu að vinna voru í vinnu. Það vantar eitthvað mikið í rökhugsun "stjórnvalda""
Hverju orði sannara, Ólafur.
ElleE (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 15:10
Mér er það um megn að skilja hvers vegna mótmælin ganga svona illa núna, reyndar er ég alveg hætt að heyra af mótmælum áður en þau hefjast en eftir þau fæ ég fréttir af þeim.
hvað var það sem blés lífi í mótmælin síðasta vetur.
samstaða.
hvers vegna er samstaða íslendinga horfin núna?
við þurfum að berjast fyrir því að komið sé fram við okkur borgarana sem viti borið fólk en ekki fávita sem segja já við öllu.
Að skvetta málningu á byggingar og fara í greiðsluverkfall segir lítið, aðgerðir þurfa að vera róttækari mikið róttækari.
A.L.F, 3.10.2009 kl. 01:50
Takk fyrir frábæran pistil Marinó,þetta er alveg skelfilegt hvernig þessi gjörsamlega vitfirrtu stjórnarliðar koma framm við sína eigin þjóð.Hvað ætli að líði langur tími þangað til að allt atvinnulíf í landinu stoppar,þau virðast vinna að því öllum árum að hægja á eða stoppa framkvæmdir sem eru þó á koppnum.Svo eru glæpamennirnir sem eru orsakavaldar af öllu svínaríinu enn að véla inn í fyrirtækjum sem þeir komu á hausinn.HVAR ER ALLT RÉTTLÆTIÐ.Nú þýða engin vettlingatök lengur,stofnum VARÐLIÐ ALÞýÐUNNAR og BERJUMST í orðsin fyllstu merkingu.Hendum þessu einskis nýta pakki út úr þinginu stjórnarráðinu, bönkunum, alþýðusambandinu,því þessi gerfi elíta er að vinna gegn þegnum þessa lands.
magnús steinar (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 10:53
Það er uþb. 180 milljarða gat í fjárlögum þessa og næsta árs, einhverstaðar þarf að ná í tekjur til að loka þessu gati.
Þegar fyrirtæki/heimili standa illa er farið í endurskipulagningu og reynt að auka tekjur og skera niður útgjöld, þetta er það sem ríkistjórnin er að gera.
Ef einhver er með betri hugmyndir um tekjuöflun þá er ég nokkuð viss um að þær eru vel þegnar.
Hækkun á áfengis/tóbaks/eldsneytis skatti, munu ekki hækka afborganir af húsnæðislánunum, þar sem að frá og með 1. nóvember er greiðslubyrði lána lækkuð í það sem hún var þ. 1 jan. 2008 (ca. 20%) og hér eftir greitt eftir greiðslujöfnunarvísitölu, þar til hún hefur náð lánskjaravísitölunni (sem getur gerst á næstu 2. árum eða 10, allt eftir því hversu löng þessi djúpa lægð verður.) samkv. tillögum/frumvarpi félagsmálaráðherra.
Dettur einhverjum virkilega í hug að ef aðrir væru við stjórnvölinn núna að þeir myndu geta veifað einhverjum töfrasprota og allt verður eins og það var fyrir hrun, engar skattahækkanir og engin niðurskurður......???
Ég leyfi mér að efast um að íslenska þjóðin sé svo vitlaus.
kv.
Einar Ben, 4.10.2009 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.