Leita í fréttum mbl.is

Nær eingöngu til skilmála breytilegra vaxta

Áður en fólk fer að hoppa hæð sína í loft upp, þá nær ákvörðun Neytendastofu, sem áfrýjunarnefndin staðfestir, eingöngu til þess þáttar lána Kaupþings/Nýja Kaupþings sem snýr að ákvörðun um breytilega vexti.  Ég birti færslu fyrr í dag um þetta mál (sjá Breytilegir vextir eru ekki hentugleikavextir) eftir að hafa fengið ábendingu í gær um seinagang hjá áfrýjunarnefndinni.  Get ég ekki annað sagt en, að tímasetning niðurstöðunnar er sú furðulegasta tilviljun sem ég hef orðið vitni að.  (Nema náttúrulega að skrif mín séu vöktuð Grin)

Þessi niðurstaða er gríðarlegur sigur fyrir neytendur.  Ástæðurnar eru tvær.  Sú fyrri er að viðurkennt er að breyting á vöxtum lána, sem bera breytilega vextir, verður að byggja á gagnsæu og fyrirfram skilgreindu ferli.  Hitt er að bótaábyrgð lánastofnunarinnar er viðurkennd, þó svo að skuldarinn verði líklegast að sækja bæturnar með því að fara dómstólaleiðina.  (Vissulega gætum við fengið eitt lítið kraftaverk í formi þess, að fjármálastofnun ákveði að semja utan dómstóla, sem auðvitað er það eina skynsamlega.)


mbl.is Skilmálar myntkörfulána voru ólögmætir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Þetta setur alla kröfuhafafundi úr skorðum. Kaupþing þarf að meta þetta út frá tvennu:

1. Halda fé í bankanum gegn því að fá á sig keðju dómsmála.

2. Semja og lækka verðmæti bankans.

Nú reynir á hæfni stjórnenda; þeir standa á milli tveggja elda.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 1.10.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: corvus corax

Það er rétt að þessi úrskurður nær eingöngu til skilmála breytilegra vaxta á myntkörfulánunum en staðreyndin er líka sú að sjálf gengistrygging myntkörfulánanna er líka ólögleg skv. 13. og 14. gr. laga nr. 38 frá 26. maí 2001 um vexti og verðtryggingar. Slík mál eru enn til umfjöllunar hjá dómskerfinu og þegar 1. dómsúrskurðurinn fellur mun holskefla af endurgreiðslukröfum skella á bönkunum og fjármögnunarfyrirtækjum sem hafa með haft stórfé af fólki með glæpsamlegu framferði. Sjá neðar,

VI. kafli. Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.
13. gr. Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar sem varða sparifé og lánsfé í íslenskum krónum þar sem skuldari lofar að greiða peninga og þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar. Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað.
Afleiðusamningar falla ekki undir ákvæði þessa kafla.
14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði. [Vísitala sem reiknuð er og birt í tilteknum mánuði gildir um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár frá fyrsta degi þar næsta mánaðar.]1)

Í lánssamningi er þó heimilt að miða við hlutabréfavísitölu, innlenda eða erlenda, eða safn slíkra vísitalna sem ekki mæla breytingar á almennu verðlagi.

corvus corax, 1.10.2009 kl. 13:31

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Corvus corax, ákvörðunin nær breytilegra vaxta á öllum lánum.  Að lánið sem hér er til umfjöllunar sé myntkörfulán skiptir ekki máli, þar sem verið er að fjalla um gegnsæi ferlisins sem leiðir til breytinga á vöxtum.

Marinó G. Njálsson, 1.10.2009 kl. 13:39

4 identicon

Sæll Marínó.

Ég leyfi mér að spyrja þig(og aðra) hér þar sem ég hef lítið vit á þessu...eins og kannski flestir.  

Hefur þetta áhrif á mjög takmarkaðan hóp viðskiptavina Kaupþings eingöngu eða er þetta eitthvað sem getur einnig breytt forsendum á bílalánum sem eru tekin í erlendum lánum í öðrum stofnunum??

kv.

 Diddi

Diddi (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 13:42

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Diddi, ég er ekki löglærður, þannig að rétt er að taka því sem ég segi í svari mínum með þeim fyrirvara.

Til að byrja með hefur þetta fyrst og fremst þau áhrif að Kaupþing þarf að skýra betur út forsendur og skilyrði fyrir breytingu vaxta.  Ekki er tekið tillit til þess í ákvörðun Neytendastofu hvort bankinn hafi valdið skaða, en hann hefur skapað sér bótaábyrgð.  Slíkt þurfi þó að sækja í einkamáli fyrir dómi.  Ef dómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu, að Kaupþing hafi með þessu verið að beita blekkingum, þá gæti hann dæmt lántakanda skaðabætur.

Hvort þetta hafi áhrif á aðra?  Þetta getur haft áhrif á aðra að tvennu leiti:  1)  Ákvörðun Neytendastofu viðurkennir bótaábyrgð lánveitanda.  Telji aðrir lántakendur að á sér hafi verið brotið og þeir hafa fyrir því rökstuddan grun að vöxtum hafi ekki verið breytt í samræmi við tilgreinda skilmála, þá gætu þeir reynt að sækja bætur í formi endurgreiðslu á ranglega teknum vöxtum.  2)  Ákvörðun Neytendastofu tilgreinir að skilyrði/forsendur og rökstuðningur fyrir breytingu á vöxtum skuli vera skýr og gegnsæ (eins langt og það nær vegna þess að þeir hafa ekki valda á LIBOR vöxtum eða stýrivöxtum).  Ef einhverjir eru með lánasamninga sem ekki uppfylla þessi skilyrði, þá hefur ákvörðunin fordæmisgildi.

Við skulum reikna með, að Nýja Kaupþing fari með málið fyrir dómstóla.  Verði það gert, þá gæti dregist í einhvern tíma í viðbót að fá endanlega niðurstöðu í málinu.

Marinó G. Njálsson, 1.10.2009 kl. 13:58

6 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Corvus corax, er það ekki ég???

Snorri Hrafn Guðmundsson, 1.10.2009 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband