1.10.2009 | 10:54
Breytilegir vextir eru ekki hentugleikavextir
Mjög margir eru með lán með breytilegum vöxtum. Það þýðir að vextir breytast að gefnum einhverjum forsendum á lánstímanum. En það er einmitt lykillinn í þessu. Forsendurnar fyrir breytingu vaxtanna verða að vera þekktar við lántöku og skráðar í lánssamninginn. Eða eins og segir í 9. gr. laga nr. 121/1994 um neytendalán:
...Þó að í lögum þessum sé kveðið á um að neytandi skuli fá upplýsingar um vexti eða fjárhæðir þar sem vextir eru meðtaldir, sbr. 6. gr., kemur það ekki í veg fyrir að aðilar geti samið um að vextir séu að nokkru eða öllu leyti breytilegir. Skal þá greint frá vöxtum eins og þeir eru á þeim tíma sem upplýsingarnar eru gefnar, tilgreint skal með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytast...
Lánasamningar, sem ekki geyma upplýsingar um það við hvaða aðstæður breytilegir vextir breytast, geta samkvæmt ákvörðun Neytendastofu í máli nr. 6/2009 Kvörtun Guðmundar Hauks Sigurðarsonar yfir skilmálum myntkörfu láns Kaupþings banka hf. "skapað [lánveitenda] bótaábyrgð enda hafi neytandinn mátt ætla að lánskjör væru hagstæðari en þau síðar reyndust vera", eins og segir í ákvörðuninni. Niðurstaða Neytendastofu í málinu var síðan að banna Nýja Kaupþingi að nota það óljósa orðalag sem sett var í lánssamninginn sem hér um ræðir og er að öllum líkindum samhljóða öðrum gengistryggðum lánssamningum sem forveri Nýja Kaupþings gerði við lántakendur.
Í ákvörðun Neytendastofu segir að aðrar lánastofnanir hafi upp til hópa notast við skýrari viðmið en Kaupþing gerði, þ.e. miðað við LIBOR vexti. Neytendastofa segir að framkvæmd annarra á sambærilegum lánum bindi ekki hendur Kaupþings á nokkurn hátt, en sé meira ábending um að lítil vandi hafi verið að hafa hlutina skýrari. Mín túlkun á þessari ákvörðun Neytendastofu er, að þar er hreinlega gefið í skyn að Kaupþing hafi verið að stunda blekkingar. Hvort það sé rétt er svo allt annað mál, en hið óljósa orðalag bendir ekki til að ákvörðunin um vaxtabreytingar hafi átt að vera gegnsæ og auðskiljanleg.
Nú Nýja Kaupþing ákvað að taka stöðu gegn neytendum í þessu máli og áfrýjaði því. Málið situr um þessar mundir fast í áfrýjunarnefndinni. Forvitnilegt væri að vita hvers vegna meðferð málsins í áfrýjunarnefndinni hefur tekið jafn langan tíma og raun ber vitni.
En það er svo sem ekki alltaf nóg að fjármálafyrirtæki séu með skýringu á því hvernig breytilegir vextir breytast, ef ekkert samræmi er í því hvernig ákvæðinu er beitt. Mér var í gær bent á fjármögnunarfyrirtæki, sem er með viðmiði í stýrivexti Seðlabankans. Meðan stýrivextirnir hækkuðu, þá hækkuðu breytilegu vextir í takt, en núna þegar stýrivextir hafa þó lækkað talsvert, þá sitja breytilegu vextir eftir. Þannig að það er hin gamla góða regla, hækkun kemur strax fram en lækkun er dreginn í lengstu lög.
Þessi endalausi óheiðarleiki fjölmargra fjármálafyrirtækja er með öllu óþolandi. Mér finnst hann lýsa sjálfumgleði fyrirtækjanna og hroka. Ef ég væri stjórnandi hjá stórum erlendum banka, þá tæki ég það til alvarlegrar skoðunar að opna banka hér á landi. Ástæðan er einföld. Daginn sem það gerist, þá munu almenn í stórum stíl flytja viðskiptin sín yfir til hins nýja banka. Ég er ekkert að segja að hinn nýi banki verði á nokkurn hátt heiðarlegri eða óheiðarlegri. Það er ekki málið. Málið er að mjög margir almennir viðskiptavinir íslensku fjármálafyrirtækjanna eru búnir að fá nóg af hrokafullri framkomu fyrirtækjanna í sinn garð. Ég er ekki að beina þessu að einstökum starfsmönnum fyrirtækjanna, þó vissulega sé misjafn sauður í mörgu fé, nei, þessu er beint gegn stefnu þeirra og ákvörðunum. Þessu er beint gegn viðhorfi fyrirtækjanna til viðskiptavina sinna. Það er eins og sífellt sé reynt að klekkja á viðskiptavininum, verið sé leynt og ljóst að taka stöðu gegn hagsmunum viðskiptavinarins og hann skal mjólkaður til síðasta blóðdropa.
Þessi framkoma fjármálafyrirtækjanna er stórfurðuleg í ljósi stöðunnar í þjóðfélaginu. Að mínu áliti eiga þessi fyrirtæki að sýna auðmýkt og vilja til að leiðrétta það ranglæti sem þau viljandi eða óviljandi beittu viðskiptavini sína og alla landsmenn. Mér er alveg sama hvort þau ætluðu sér eða ekki að valda hruninu. Þau gerðu það og eiga því að BJÓÐAST til að bæta okkur tjónið. Við eigum ekki að þurfa að ganga eftir leiðréttingunni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Tek undir þetta.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 1.10.2009 kl. 11:09
Áfrýjunarnefndin er búin að staðfesta ákvörðun Neytendastofu, skv. frétt á RÚV rétt í þessu. Eftir stendur ennþá spurningin af hverju þetta dróst jafnmikið og raun ber vitni.
Ætli þessi færsla hafi á einhvern hátt spilað inn í? Ég vona að svo sé ekki.
Marinó G. Njálsson, 1.10.2009 kl. 12:30
Kæmi mér ekki á óvart ef færslan hafi átt sinn þátt. Nú er spurning hvort stefni í annað kerfishrun vegna pólítísks óstöðugleika.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 1.10.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.