29.9.2009 | 16:49
Leið til að forðast auknar álögur á fólk og fyrirtæki
Ríkisstjórnin er að leita leiða til að loka fjárlagagatinu margfræga. Í sumar kom ég með hugmynd, sem ekki fékk hljómgrunn og vil ég endurtaka hana núna. Hún kallar á samstarf launþegar, atvinnurekenda og stjórnvalda. Ég vil meina að hún sé sársaukalausasta skattahækkun sem hægt er að fara út í og það sem skiptir mestu máli, hún skilar sér ekki út í verðlagið og þar með í lánin okkar.
Tillagan er einföld: Launþegar samþykkja að færa 3-4% af mótframlagi launagreiðenda í lífeyrissjóð tímabundið yfir í tryggingagjald, sem hækkar þá sem því nemur. Þetta gildi í 3-4 ár og gangi til baka eftir það. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af aðgerðinni yrði 22,5-30 milljarðar á ári. Áhrif aðgerðarinnar á verðbólgu væri engin og þar með hefði þetta engin áhrif á verðbætur lána. Áhrifin á ráðstöfunartekjur heimila og fyrirtækja væru engin. Þetta hefði vissulega áhrif á innstreymi fjár í lífeyrissjóðina, sem næmi allt að þriðjungi af ársinngreiðslu iðgjalda. Þetta hefði líka neikvæð áhrif á réttindaávinning sjóðfélaga, en þarf ekki að hafa neikvæð áhrif á útgreiddan lífeyri þeirra sem eru núna að greiða í lífeyrissjóði. Verði áhrif neikvæð á áunnin réttindin, þegar kemur að útgreiðslu lífeyris, þá verða þau áhrif lítil eða á bilinu 2 - 4%. Vissulega munar fólk um slíkar fjárhæðir, en líklegast mun markviss fjárfestingastefna og -stjórnun á næstu árum og áratugum vinna upp tapið.
Einn stór kostur er við þess tillögu umfram þá að skattleggja iðgjöld áður en þau fara inn í lífeyrissjóðina. Skattlegging kallar á það, að stofna þarf nýja deild í hverjum og einum lífeyrissjóði og flækir utanumhald. Mín leið leiðir ekkert slíkt af sér. Iðgjöldin eru meðhöndluð á sama hátt og áður, það er bara lægri upphæð sem kemur inn. Vissulega þyrfti að gera smávægilegar breytingar á upplýsingakerfum, en ég efast um að þær yrðu eins flóknar og þær sem þyrfti að gera ef farin er leið skattlagningar.
Ég geri mér grein fyrir að einhverjir verða viðkvæmir fyrir þessari hugmynd, en staðreyndin er að ríkið þarf að auka skatttekjur sínar. Spurningin er bara hvaðan þær eiga að koma. Á þetta að bitna á ráðstöfunartekjum almennings núna, sem hefur áhrif á neyslu og þar með lækkar neysluskatttekjur ríkisins, eða á þetta að bitna á ráðstöfunartekjum okkar í framtíðinni, auk þess sem óvíst er að nokkur skerðing verði. Ef ég hefði val, þá veit ég hvorn kostinn ég veldi.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég sem launþegi myndi samþykkja þessa hugmynd. Málið er að alir þurfa að leggja sitt af mörkum til að leysa hnútinn. Þessi hugmynd byggist á því að bæði launþegar og launagreiðendur leggi sitt á mörkum meðan fórnini er frestað.
Offari, 29.9.2009 kl. 18:20
Frábær hugmynd - styð þetta!!
ella (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 19:03
Eftir þennan lestur er ég sannfærður um að þú hefur ekki greitt í lífeyrissjóð til margra ára og ert ekki á síðustu greiðsluárum viðmiðunargreiðslu úr lífeyrissjóði. Þú hefur sennilega verið verktaki eða sjálfstætt starfandi.
Hvað heldur þú að fólki finnist þegar búið er að skerða "eignir" þeirra um 10% vegna útrásarníðinga sem hafa valdið því að "skuldir" þeirra hafa hækkað um allt að 40%?
Þú verður að endurskoða þína sýn á þessi mál. Þetta er ekki voðalega flókin úrgreiðsla, það sem þarf að gera er að jafna út þessar forsendur þ.e.a.s. "eignir" og "skuldir". Reyndar er þar á milli forsenda sem kallað er kostnaður fjármuna eða vextir.
Það sem stendur enn fast í mínum klolli er að með hátterni stjórnvalda hefur sú fullyrðing að "eign" sé fjármagn og að fjármagn sé "eign", gjörsamlega verið kollvarpað í mörgum aðgerðum, án þess að ég fari að kryfja það frekar, þá ættir þú að geta skoðað það hvar aðalforsendur á bak við þessar einföldu framsetningu.
Friðrik Björgvinsson, 29.9.2009 kl. 22:08
Góðan dag
Persónulega er ég ekki nægilega vel að mér í þessum útreikningum þínum og get því lítið sagt um það.
Ég hinsvegar botna lítið í þessu tvöfala lífeyriðsjóðskerfi okkar félaga þar sem sjóðirnir reka bæði sjúkra og örorkudeildir eins og TR en þá detta þær greiðslur niður?? Dæmi um Jón sem greitt hefur alla ævina í lífeyrissjóð og fær 180 þúsund í lífeyri og svo er það hann Gunnar sem aldrei hefur verið í lífeyrissjóði að hjá kemur TR inn með allar sposlur sínar og jafnar nánast upp allar greiðslur til Jóns.
Jón á fasteign þegar kemur að vistun á öldrunarstofnun en Gunnar á engar eignir en þá kemur bobb í bátinn því Jón þarf sem eignamaður að greiða með sér allt að 236 þúsund á mánuði á meðan Gunnar greiðir ekkert?? Er ekki hér eitthvað að?
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 09:56
Ég vil benda bæði Marinó og Friðrik á að lesa grein sem ég skrifaði um skattlagningu á inngreiðslu lífeyrissjóðs.
Í báðum tilfellum í aðferð Marinós og eins varðandi skattlagningu á inngreiðslu þá kallar það á ákveðnar breytingar á upplýsingakerfi fyrirtækja - launakerfin. Það er útfærsluatriði í skattlagningaraðferðinni hvort það er launagreiðandinn eða lífeyrissjóðurinn sem þarf að halda utan um það gagnvart skattinum og framtölum fólks hvað hver greiddi í skatt, en launakerfum þarf að breyta fyrir bæði kerfin. Það kallar auðvitað á ákveðinn kostnað hjá endurskoðendum, bókurum og fyrirtækjum.
Skattlagningaraðferðin hentar betur fyrir þá sem eru nær því að komast á lífeyrisaldur því þá væri ekki verið að skattleggja útgreiðsluna til þeirra.
Ég vil benda Friðrik á það að það hvílir nákvæmlega sama skylda á sjálfstætt starfandi einstaklingum (verktökum) og öðrum fyrirtækjum varðandi lífeyrissjóðsgreiðslur af sínum launþegum (í tilfelli sjálfstætt starfandi að greiða af sínu endurgjaldi).
Hér kemur slóðin að greininni um skattlagningu: http://jonoskarss.blog.is/blog/jonoskarss/entry/955000/
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 13:36
Jón, nú vill svo til að ég þekki ágætlega til greiðslukerfa lífeyrissjóðanna, þó að þekking mín á launakerfum felsit bara í notkun þeirra. Sé aðgerðin framkvæmd um áramót, þá breytist vinna endurskoðenda ekkert. Flest kerfi lífeyrissjóðanna byggja á notkun breyta. Nú er ein af þessum breytum stillt á 8 og hana þarf að færa niður í 4 eða 5. Það ætti er ekki að vera vandamál. Sama á við um launakerfin. Laga þarf breytuna sem notuð er til að reikna mótframlag og aðra sem segir til um tryggingargjald.
Verði byrjað aftur að taka við iðgjöldum sem búið er að taka skattinn af, þá mun fólk ekki sætta sig við neitt annað en að réttindaávinningi vegna þess verið haldið aðskyldum. Það þýðir allt klabbið, innborgunin, réttindi sjóðfélaga, ávöxtun af sköttuðum innborgunum, fjárfestingar o.s.frv. Það er bara vesen og eykur rekstrarkostnað umtalsvert. Verði mótframlagið lækkað, þá þarf ekki þennan aðskilnað, það safnast bara minna inn á hvern haus og réttindaávinningurinn verður því hægari.
Marinó G. Njálsson, 30.9.2009 kl. 14:47
Marinó - Í mínum huga er enginn munur á þessum tveimur leiðum hvað varðar ávöxtun, því heildarfjárhæð þess sem fer inn í sjóðinn lækkar í báðum tilfellum. Það er ekki hægt að ætlast til ávöxtunar á þann hluta skattstofnsins sem búið er að skila til ríkis og sveitarfélaga, frekar en ef mótframlagið væri minnkað.
Skattaaðferðin myndar tekjur fyrir bæði ríki og sveitarfélög og þýðir að ekki þarf að hækka prósentur eins mikið þar og annars má búast við.
En að lækka mótframlag og hækka tryggingargjald um sömu prósentu (reyndar mætti prósenta tryggingargjalds ekki hækka um sömu prósentu og lækkun mótframlags, því annars væri verið að hækka álögur á atvinnulífið, því trgj. reiknast af launum plús mótframlagi, en mótframlag af launum), þýðir að öll breytingin fer í ríkissjóð og þá væntanlega að miklu leyti í atvinnuleysistryggingasjóð, en ekkert til sveitarfélaga.
Skattlagningaraðferðin flytur til hvenær lífeyrissjóður er skattlagður en í hinu tilfellinu er einfaldlega verið að skerða lífeyrissjóðinn nema skila eigi þessu aftur til baka og ef það ætti að gera þá fyrst erum við farnir að tala um flókið utanumhald.
Í báðum aðferðum minnka ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna til ávöxtunar og fjárfestinga. En í skattlagningaaðferðinni þá njóta lífeyrisþegar þess að vera ekki skattlagðir í ellinni, en með þinni tillögu breytist slíkt ekki.
Þín aðferð er auðveldari viðfangs í launakerfum þ.e. ef ekki á að skila þessu til baka, heldur sé um tilfærslu á launatengdum gjöldum rekstraraðila tímabundið í ákveðinn árafjölda.
Skattlagningaraðferðin er hugsuð þannig að hún væri komin til að vera, en kallar á breytingar í launakerfum.
Inn í lífeyrissjóðum þyrfti ekki nauðsynlega að gera miklar kerfisbreytinga við skattlagningaraðferðina nema að sú skylda myndi hvíla á sjóðunum að gefa upp afdregna skatta á launamiðum í árslok. Færa mætti breytuna niður um 4,464 úr 8.
Það eru því kostir og gallar við báðar hugmyndir.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 15:40
Munurinn á þessum tveimur leiðum felst fyrst og fremst í flækjustiginu fyrir lífeyrissjóðina. Það hefur ekkert að gera með hvernig féð ávaxtast heldur umsýsla iðgjaldanna hjá lífeyrissjóðunum. Það þyrfti líklegast að stofna nýja deild innan hvers einasta lífeyrissjóðs, þar sem í nýju deildina rynnu þau iðgjöld sem búið væri að taka skattinn af. Það kostar fjármuni sem vert er að spara.
Marinó G. Njálsson, 30.9.2009 kl. 16:57
Setja þetta í tryggingargjald??? Ertu þá að meina hefðbundið tryggingargjald eða nýja tegund?
Ef um ræðir hefðbundið tryggingargjald:
Það væri nær að koma á öflugu atvinnulífi sem dekkar fjárlagagatið hraðar en tilfærslur af þessum toga. Ég get ekki séð að þetta komi atvinnulífinu í gang. Svipar til þess að lagfæra ónýtan veg í stað þess að leggja nýjan og betri.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 30.9.2009 kl. 20:57
Snorri, ég geri ráð fyrir að lögum tryggingargjald yrði breytt, þannig að þessi viðbót flokkaðist undir almennar skatttekjur og væri því ekki eyrnamerkt, en vissulega vantar alla þessa útgjaldaliði frekari tekjur.
Marinó G. Njálsson, 30.9.2009 kl. 23:54
Það vantar tekjur allsstaðar. Verður fróðlegt að sjá hvernig smásölu reiðir af í desember. Er að fylgjast með þróuninni innan ESB, US, og Japan og sýnist við séum að fá svipaða veltu og 2005.
Snorri Hrafn Guðmundsson, 1.10.2009 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.