Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankastjóri sér ljósið

Þeim fjölgar hér á landi, sem taka undir þann málflutning Hagsmunasamtaka heimilanna að leiðrétting á lánum (í þessu tilfelli gengisbundnum lánum) heimilanna og fyrirtækja er forsenda fyrir efnahagslegum bata.  Haft var eftir Má Guðmundssyni, Seðlabankastjóra, í hádegisfréttum Útvarpsins að

yrðu erlendrar skuldir heimilanna endurskipulagar myndi það auðvelda okkur að komast út úr þessari efnahagsklemmu sem við erum nú í

Viðtalið við Seðlabankastjóra má heyra með því að smella á þennan hlekk:  Hádegisfréttir 24. september 2009. (Það er strax eftir að yfirlit frétta hefur verið lesið upp.)

Nú er spurningin hvort stjórnmálamennirnir séu að hlusta.

Ég túlka orð Más þannig, að hægt verði að lækka (og jafnvel stórlækka) stýrivexti og (gjör)breyta vaxtastefnunni, ef bara væri farið í þá endurskipulagningu á skuldum heimilanna og fyrirtækjanna, sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa talað fyrir í rúma átta mánuði.  Við höfum ítrekað bent á efnahagsleg rök fyrir slíkri aðgerð án þess að tengja það við vexti eða vaxtastefnu Seðlabankans.  Orð Seðlabankastjóra eru því kærkomin viðbót í sarpinn, en þar eru fyrir lagaleg rök, viðskiptaleg rök, efnahagsleg rök, siðfræðileg rök, félagsleg rök og pólitísk rök, auk raka fyrir réttlæti, sanngirni og jafnræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Það eru afar fáir sem tala geng leiðréttingu. Gylfi Arnbjörnsson heldur uppi vörnum og leikur tveimur skjöldum. Hans tími hlýtur að vera að liða.
Það þarf að hjálpa honum út eins og VR foringjanum.

VJ (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Marinó, jafvel þó að Hagsmunasamtök heimilanna hafi unnið málstað sínum fylgi, þá finnst mér vera blikur á lofti. Sennilega væri stór fundur t.d. í Háskólabíó mikilvægur nú, þar sem farið yrði yfir leiðir á faglegan hátt, en ekki farið yrði með áróður.

Sigurður Þorsteinsson, 24.9.2009 kl. 19:38

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er fráleit túlkun hjá þér á orðum Más. Það eina, sem hann var að segja var að ef hlutfall lána í erlendum myntum af öllum lánum í þjóðfélaginu myndi lækka þá yrði skaðinn af þeirri lækkun gengis, sem lækkun stýrivaxta hefði í för með sér minni en ella.

Hann minnist ekki orði á lækkun höfuðstóls og sagði heldur ekki neitt, sem túlka mætti, sem slíkt. Hann minntist heldur ekki orði á það á hvaða gengi ætti að færa lán í erlendum myntum yfir í lán í íslendkum krónum. Það er því fráleitt að túlka það, sem svo að orð hans séu stuðningur við málflutning HH.

Hvernig væri að reyna að alfa málstað HH stuðnings með rökum í stað þess að skálda upp stuðning málsmetandi manna í þjófélaginu við hann?

Sigurður M Grétarsson, 24.9.2009 kl. 20:11

4 Smámynd: Offari

Það birtir um síðir.  Ég vildi að ég gæti verið svona bjartsýnn en því miðu er ég hræddur um að peningaeigendur átti sig seint á vandanum. Og því miður ráða peningaeigendur ferðini.

Offari, 24.9.2009 kl. 21:58

5 identicon

Marinó, þar sem ég er í þann veginn að hætta öllum lestri mbl miðla eins og mogganum, mbl.is og þar tengdu bloggi, ætlar þú að halda áfram á mbl blogginu eða flytja þig á annan miðil? Er bloggið ykkar í HH td. aðgengilegt frá heimasíðunni ykkar? Þætti leitt að missa þig úr rúntinum!

sr (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:29

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hef ekki í hyggju að láta ritstjóraskipti á Morgunblaðinu hafa áhrif á það hvar ég nýti rétt minn til að tjá skoðanir mínar.  Ég hef því ekki í hyggju að skipta um vettvang.  Með því er ég ekki að taka neina afstöðu til ritstjóra Morgunblaðsins, enda kemur val stjórnar Árvakurs á ritstjóra mér ekkert við.  Ekki flutti ég úr landi, þegar Davíð varð forsætisráðherra og hví ætti ég að flytja bloggið mitt þó hann verði ritstjóri.  Ekki er það út af aðdáun minni á manninum, því hún er ekki til og hefur aldrei verið til.

Nei, bloggið mitt er ekki aðgengilegt frá heimasíðu HH, en ég birti þau við og við á Facebook.

Marinó G. Njálsson, 24.9.2009 kl. 22:50

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Orð seðlabankasjóra skil  ég með sama hætti og þú Marinó og fagna þeim. Verð hér kyrr með mína bloggsíðu og finnst brýnt að fólk láti ekki af því að skrifa hér.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.9.2009 kl. 23:02

8 identicon

Ætli maður sé ekki á leiðinni á fésið þá, öll ættin þar inni hvort eð er *andvarp*

Gangi þér vel, vona að lesturinn hjá þér haldist góður!

sr (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:02

9 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Marinó,

Í framhaldi af skrifum Sigurðar M. Grétarssonar hér að ofan vildi ég leggja fram eins nákvæma endurritun á því, sem fréttamaður og Már sögðu, eins og mér er unnt:

Fréttamaður: "Már var einnig spurður hvaða áhrif það myndi hafa ef að erlendar skuldir heimila og fyrirækja yrðu færðar niður eða endurskipulagðar"

Már sagði: "Ef að það er gripið til aðgerða sem minnkar mjög hlut erlendra lána í efnahagsreikningum fyrirtækja og heimila, að þá mun það auðvelda okkur að komast út úr þessari klemmu, sem við erum í"

Ég get ekki séð annað en hann hljóti að vera að tala um einhverskonar niðurfærslu eða endurskipulagningu erlendra lána, sem hlýtur að eiga við höfuðstól, þar sem vextir eru venjulega reiknaðir af höfuðstól, þegar hann segir "aðgerðir sem minnkar mjög hlut erlendra lána..."  Það getur aðeins skeð með tvennum hætti:  Lækkun/niðurfærslu/afskriftum erlendra lána, eða með hækkun innlendra lána (sem myndi lækka hlut erlendra lána í heildinni þar sem innlendu lánin hækkuðu)

Þó þetta sé e.t.v. ekki nákvæmlega það sama og HH er að tala um, þá er niðurstaðan sú sama:  Án niðurfærslu erlendra skulda á einhvern hátt þá verður áfram mjög hátt vaxtastig sem hvorki skuldsett heimili, né fyrirtækin ráða við. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 24.9.2009 kl. 23:58

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir þetta, Arnór.  Hann Sigurður M. vissi ekki allt sem ég vissi og því áttaði hann sig ekki á villu sinni.  Ég veit nefnilega hver spurði Má spurningarinnar og hver spurningin var.  Þess vegna vissi ég að Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri, var að taka undir (líklegast óaðvitandi) málflutning okkar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna og þeirra sem félaga, fyrirtækja og aðila sem standa með okkur að ákallinu sem sent var út í síðustu viku.  Það var nefnilega einn úr þeim hópi sem spurði, þ.e. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, og hann var búinn að láta mig vita hvers hann spurði, sbr. það sem þú bendir á.

Þetta bara sýnir, að Sigurður kallinn, hann gasprar út í loftið oftar en hann áttar sig á.  Ég hefði ALDREI farið að tengja Seðlabankastjóra svona við málflutning HH, nema ég vissi meira en kom fram í fréttinni.

Marinó G. Njálsson, 25.9.2009 kl. 00:15

11 Smámynd: Jón Pálmar Þorsteinsson

Gott mál.

Góð og vel unnin síða hjá þér Marinó og haltu þínu striki. Er að verða búinn að  rúlla yfir umb. ár af færslum og tel mig hafa fræðst um eitt og annað. Ekki það að ég hafi þörf fyrir greiðsluverkfall persónulega en það stendur en til  1oct er það ekki?

Jón Pálmar Þorsteinsson, 25.9.2009 kl. 07:54

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Marinó. Már minntist ekki orði á lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána og því er fráleitt að líta á orð hans, sem stuðning við lækkun þeirra. Í því efni skiptir engu máli hver spurði spurningarinnar.

 Það má hins vegar hverjum vera það ljóst að í ljósi yfirlýsinga hagfræðinga um að krónan sé 30% of lágt skráð þá verða gengistryggð lán ekki færð yfir í íslenskar krónur án lækkunar á höfuðstól. Enda eru þessar spár um að krónan muni styrkjast væntanlega ein af ástæðunum fyrir þeim miklum afföllum, sem eru á verði myntkörfulána gömlu bankanna við sölu þeirra til nýju bankanna og því ætti að vera svigrúm innan þeirra affalla til einhverrar lækkunar á höfuðstól myntkörfulána samhliða breytingu þeirra í lán í íslenskum krónum.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að seðlabankastjóri styðji það að skattgreiðendur séu látnir greiða 100 milljarða til að niðurgreiða lán til heimila, sem ráða sjálfar við að greiða sín lán.

Sigurður M Grétarsson, 25.9.2009 kl. 08:36

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég var beðinn um að koma þessari athugasemd á framfæri.  Höfundnum tókst ekki að setja hana inn af tæknilegri ástæðu:

Ég neita því ekki að ég hef á köflum dáðst að elju þinni Sigurður M. við að reyna að verja óvinsælan málstað með málefnanlegum hætti.

En ef maður skoðar þinn málflutning þá kom veikleiki hans berlega í ljós þegar þú varst á öðrum þræði að reyna að fá ElleE ofan af því að nota orðið "bankarán". Kapp þitt við að koma í veg fyrir að orðið rán yrði notað um það sem fram fór í bankakerfinu skýrist auðvitað af því að allur þinn málflutningur byggir á þeim grunni, að fólk sætti sig við það að lánastarfsemi bankanna hafi verið heiðarleg. Ef hún reynist ekki hafa verið það þá er í raun allt sem þú hefur skrifað um þessi mál fram að þessu merkingarlaust. Í þessu samhengi þá má benda á ekki hafa ennþá fallið dómar um það hvort að á neytendum hafi verið brotið í aðdraganda hrunsins. Það er spurning hvort þú vilt ekki bíða með þennan málflutning þar til slíkir dómar hafa fallið.

En þessi tilraun þín til þess að reyna að koma í veg fyrir að fólk noti þetta orð er í raun svolítið sérstök. Þegar fram hefur komið að eigendur bankanna lánuðu tengdum félögum 3-4000 milljarða, þá er það í raun lógík fyrir alífugla að draga þá ályktun að um rán hafi verið að ræða. Þú veist auðvitað betur og skrif þín þjóna öðrum herra en heimskunni. Fólk í dag sem ekki vill heyra orðið "rán" notað um starfsemi bankanna virðist skiptast í tvo hópa. Annars vegar þann hóp sem tók þátt í ráninu með einum eða öðrum hætti og hins vegar hóp af innvígðu Samfylkingarfólki.

Ég sé svo á heimasíðu þinni að þú ert eiðsvarinn jafnaðarmaður en hjá SF virðist eiga að senda þau skilaboð út í gegnum grasrótina að kenna beri lántakendum sjálfum um hvernig komið sé fyrir þeim. Þá væntanlega til þess að ríkið geti gert sér mat úr þeirri verðmætu eign sem t.d. húsnæðislánin eru, tala nú ekki um eftir gríðarlegar höfuðstólshækkanir. Í framhaldi af því þá er bloggið notað miskunarlaust af SF fólki til þess að sundra almenningi og fólk eins og þú (og t.d. Sighvatur Björgvinsson í þremur blaðagreinum undanfarna mánuði) vinnur hörðum höndum að því að koma inn sektarkennd hjá almenningi vegna persónulegra skulda. Þetta er meðal annars gert með því að SF fólk kastar eign sinni á skuldir almennings og heldur því svo fram að það sé verið að stela af skattgreiðendum ef að gefinn verði afsláttur af skuldunum.

Það er hins vegar ágætt að rifja upp að ríkið átti aldrei þessar skuldir en valdi að taka stöðu gegn almenningi í landinu með því að taka þær eignanámi. Ef þú hefðir raunverulegar áhyggjur af skattgreiðendum þá ættir þú að berjast fyrir því að ríkið taki ekki þá áhættu sem felst í því að véla til sín skuldirnar úr gömlu bönkunum.

En kjarni málsins er sá Sigurður M., að þín leið byggir á því að hægt verði að viðhalda greiðsluvilja fólks með góðu eða illu. Ég held því fram að sú leið sé ófær. Fólk upplifir atburðarásina eins og að á því hafi verið brotið og það má því einu gilda hversu oft þú rífur sömu rökin upp úr ferkantaða "þið eigið bara að borga" kassanum, greiðsluvilji fólks eykst ekki við það nema síður sé. 

Marinó G. Njálsson, 25.9.2009 kl. 12:20

14 identicon

Kærar þakkir fyrir þetta, Marinó.

Og í þessum pistili kalla 3 mismundandi menn ríkisstuddu ránin: "Rán, stuld og þjófnað":
http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/953474/

Sigurður mætti kannski lesa það vandlega og hann mun vita að það eru ýmsir í landinu sem hafa kallað ríkisstuddu ránin "rán, stuld og þjófnað", þó hann kalli það "gífuryrði" að nota réttheiti yfir þjófnað.  Fólk er ekki fífl og veit vel að við vorum í alvöru RÆND ríkisstuddum ránum.  Og þó Sigurður og "ekkert í mannlegu valdi" spillingin viðurkenni það aldrei.   

ElleE (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 21:41

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Fyrst er til að svara ónafngreindum höfundi, sem Marinó setti athugasemd inn fyrir.

Ég frábið mér þeirri aðdróttun að ég tali máli Samfylkingarinnar eða sé að tala gegn sannfæringu minni til að þóknast Safmfylkingunni. Ég tala hér fyrir sjálfan mig og út frá minni sannfæringu.

Ég hef aldrei talað í opinberri umræðu eftir því hvaða skoðanir eru vinsælar og hvaða skoðanir eru óvinsælar. Ég er ekki "vindhani".

Ég var ekki að reyna að koma í veg fyrir að ElleE notaði orðið "bankarán" heldur sagði ég aðeins við hana að það bætti engu við málefnanlega umræðu að nota ljót orð. Það má til dæmis berlega sjá á athugasemd hennar hér fyrir ofan. Hún er lítið annað en samansafn ljótra orða, sem bæta engu málefnanlegu við umræðu um kosti og galla þeirra aðgerða, sem HH gera kröfu um og er að því er ég skil málið það, sem er hér til umræðu.

Það er alveg rétt að hegðarn stjórnenda bankanna var ekkert annað en rán. Þar var hins vegar fyrst og fremst um að ræða rán á peningum lánveitenda bankanna og annarra hluthafa. Lántakar bankanna urðu síðan fyrir tjóni vegna þeirra afleiðinga af þeim ránum, sem fólust í aukinni verðbólgu og falli krónunnar. Einnig tapaði almenningur hluta lífeyrissparnaðar síns vegna þess að lífeyrissjóðirnir voru meðal annarra hluthafa bankanna.

Það eru engi annarleg sjónarmið að baki málfutnings míns og þaðan af síður er ég leigupenni einhverra annarra. Ég hef alltaf talað fyrir þeim, sem minna mega sín enda er ég jafnaðarmaður. Það er þess vegna, sem ég tala gegn aðgerðum, sem munu bæta hag þeirra betur settu á kostnað þeirra verr settu eins og mun gerast ef kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna verða að veruleika. Slíkar aðgerðir munu þannig fjölga gjaldþrotum heimila, fjölæga heimilum, sem ekki eiga fyrir mat eða námsgögnum fyrir börnin auk þess að auka fólksflótta frá landinu.

Það er út í hött sú fullyrðing þín að SF sé að slá eign sinni á skuldir almennings. Nýju bankarnir eru að KAUPA skuldabréfasöfn gömlu bankanna. Ef húsnæðislán heimilanna væri skilin eftir í gömlu bönkunum eins og þú vilt þá þyrftu heimilinn að eiga við kröfuhafa í þrotabú gömlu bankanna með sín lán og ekki geri ég ráð fyrir að þeirra staða batnaði við það. Þá væru heimilin ofurseld mönnum, sem enga hagsmuna hefðu að gæta hér á landi og hugsuðu um það eitt að blóðmjólka þá lántaka eins og hægt væri. Það sama gildir um fyritækjalánin. Þau væru þá í höndum aðila, sem hafa enga hagsmuna að gæta hvað það varðar að halda hér uppi atvinnu.

Það er vissulega slæmt ef greiðsluvilji fólks minnkar. Það er hins vegar ekki til að bæta það ástand að ljúga því að fólki að það sé hægt að lækka skuldir þeirra án þess að það sé tekið úr hinum vasa þeirra í hærri skattgreiðslum svo ekki sé talað um að ljúga því að fólki að búið sé að gera ráð fyrir öðrum niðurfærslum lána en þeirra, sem ekki geta greitt sín lán og því séu nýju bankarnir að stinga í sinn vasa afslætti frá kröfuhöfum bankanann, sem var ætlaður þeim heimilum.

Sigurður M Grétarsson, 27.9.2009 kl. 21:29

16 identicon

Kannski ættirðu Sigurður að fara til baka og lesa ljót orð þín sjálfs og í það minnsta niðrandi.  Liggur við ég segi að ég nenni ekki að elta ólar við þig.  Hins vegar kemur þú hvað eftir annað með niðrandi comment gegn fólki og hefur gert það oft við mig og Marinó.  Og bætir gráu ofan á svart með endalausum og óþolandi vörnum þínum fyrir stuld gegn alþýðu landisns.  

Nú til að ég noti svipaðar lýsingar um þig og þú notar um mig:  Þú ert lítið annað en samansafn endalausra ljótra orða um fólk.  Og niðrandi í þokkabót.  Það er fyrir neðan allar hellur oft að lesa skrif þín um ómannúðlegar varnir fyrir brot banka og stjórnvalda gegn alþýðu þessa lands.  Og miðað við öll þín fyrri orð hefurðu ekki þann mannlega skilning að fólk sem hefur verið gróflega brotið á, vandar ekki orðavalið yfir glæpinn.  Vandinn er að þér finnst ekki að neinn glæpur hafi verið framinn og þar skilur okkur í sundur.  Þú ert ekkert rökfastari en nokkur í þessum þræði, heldur hefur komið fram ómanneskulegar en þorrinn.  

ElleE (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 23:12

17 identicon

Og vil undirstrika orð ókunnugs manns, sem Marinó skrifaði fyrir að ofan:  "Kapp þitt við að koma í veg fyrir að orðið rán yrði notað um það sem fram fór í bankakerfinu skýrist auðvitað af því að allur þinn málflutningur byggir á þeim grunni, að fólk sætti sig við það að lánastarfsemi bankanna hafi verið heiðarleg. Ef hún reynist ekki hafa verið það þá er í raun allt sem þú hefur skrifað um þessi mál fram að þessu merkingarlaust."

Þannig hefur allur þinn málflutningur verið Sigurður, út í það óendanlega.  Þarna var vísað í það að þú, Sigurður, hafir lagt mikið kapp á að glæpirnir væru ekki kallaðir neinum glæpa-orðum.  Og það hefur akkúrat verið þín auma röksemdafærsla.  Neitað þrálátlega að stjórnvöld hafi brotið illilega á skuldurum og glæpir hafi verið framdir gegn þeim.  Samt voru glæpir framdir gegn þeim. 

Þú vildir bara þagga það niður vegna þess að þú vildir verja aðal-sökudólginn og FLOKKINN ÞINN.  Þann auma flokk sem hefur ekkert viljað bæta fólki neitt tjón, heldur ætlaði að pína fólk í skuldir út yfir gröf og dauða.   Þú vildir ekki hafa lýsingar mínar á grófum brotum þíns auma flokks og kaust að gera allt sem þú gast til að gera mig "röklausa" og gerir enn.  Hins vegar þaggarðu þetta ekkert niður neitt.   Glæpur er glæpur og ekkert milt orð nothæft yfir glæp. 

ElleE (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 23:48

18 Smámynd: Marinó G. Njálsson

ElleE, ég held að Sigurður sé búinn að ná þessu .  En flott innlegg.  Takk fyrir.

Marinó G. Njálsson, 27.9.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 275
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband