Leita í fréttum mbl.is

Hvaða stöðugleiki er mikilvægur?

Já, hvaða stöðugleiki er mikilvægastur?  Maður getur ekki annað en spurt sig þessarar spurningar eftir að niðurstaða peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er ljós.  Ekki það að ákvörðunin komi á óvart, þar sem forsendur fyrri ákvarðana um vaxtastig hafa ekkert breyst.

En svo ég svari spurningunni, þá sýnist mér að sá stöðugleiki sem sé mikilvægastur sé stöðugleiki stöðnunar, hárra vaxta og lágs atvinnustigs.  Ef menn eru að verja krónuna, þá hefur það greinilega mistekist, þar sem vaxtastig SÍ hefur lítið gert til að hjálpa krónunni til að endurheimta styrk.  Vissulega vitum við ekki hvort krónan væri veikari, ef vextirnir væru lægri, en hátt vaxtastig er ígildi veikari krónu.  Þurfi atvinnulífið og heimilin að greiða 5-7% of háa vexti, þá er það alveg jafnslæmt, ef ekki verra en að krónan væri þessum prósentum veikari.  Einnig má færa sterk rök fyrir því að háir stýrivextir gefi til kynna að trú SÍ á efnahagsumbótum hér á landi sé lítil.  En þá á móti hvernig eiga umbæturnar að eiga sér stað, ef SÍ þrengir sífellt svigrúmið til umbóta með vaxtastefnu sinni.

Ég hef áður nefnt að mér finnst rökvilla í því að halda þurfi stýrivöxtum háum þar til gjaldeyrishöftunum verði aflétt.  Þetta er sama rökvilla og SÍ hefur lent í áður eða nánar tiltekið í mars 2001.  Að mínu áliti, og höfum í huga að ég er bara með tvær gráður í aðgerðarannsóknum, sem oft eru kölluð bestunarfræði, þá er betra að eiga inni möguleika á stýrivaxtahækkun við afnám gjaldeyrishaftanna, en að vera með vextina svo háa þegar höftin eru afnumin, að ekkert svigrúm er til hækkunar vaxtanna nema það hafi í för með sér náðarhögg á atvinnustarfsemi í landinu.  Það eru í mínum huga öll rök fyrir því að lækka stýrivexti skarpt í undanfara afnáms gjaldeyrishaftanna til þess að eiga borð fyrir báru varðandi hækkun þeirra þegar höftin eru afnumin.

Ætli galli sé ekki bara að líkön hagfræðinnar skorti skilning á rökfræði.


mbl.is Stýrivextir áfram 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður þá hefur SÍ tekið afstöðu með AGS hvað varðar ICESAVE. Mér kæmi ekki á óvart að það kæmi auka stýrivaxtadagur þegar búið er að ljuka ICESAVE.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:51

2 identicon

Heimildamyndin um ástandið í Lettlandi, sem sýnd var í sjónvarpinu um daginn,  sýnir vel hverra hagsmuna AGS og Seðlabanki Evrópu gæta.   Það er ekki hikað við að loka grunnskólum og sjúkrahúsum í þeim tilgangi.    Við erum á leiðinni þangað, hratt og örugglega. 

Það eru þrjú viðskiptamódel sem eru í uppnámi ef stýrivextir eru lækkaðir:

1.        Viðskiptamódel bankanna.  Rekstur bankanna í dag gengur út á það að geyma almannafé á 1 – 2% vöxtum.  Þetta fé leggja þeir svo inn í Seðlabankann og hirða 10-11% vaxtamun.  Þetta er bissniss bankanna okkar í dag.

2.       Viðskiptamódel vogunarsjóðanna sem gerðu árás á krónuna vegna of hárra stýrivaxta Seðlabankans.  Erlendum aðilum er heimilt að flytja vaxtatekjur sínar – í formi gjaldeyris – til síns heima.   Háu stýrivextirnir eru því nauðsynlegir til að mjólka gjaldeyristekjur þjóðarinnar og flytja þær úr landi til „réttra eigenda“ (les glæpamanna sem stýra vogunarsjóðum sem gerðu atlögu að einni minnstu mynt í heimi og eiga ekki skilið neitt annað en fangelsi fyrir).

3.       Viðskiptamódel  þeirra aðila sem ásælast auðlindir Íslendinga.  Það er þeirra hagur að fólki og fyrirtækjum sé haldið í heljargreipum okurvaxta á meðan þær verða hreinsaðar upp.

Háir stýrivextir eru við þessar kringumstæður gengisveikjandi og verðbólguhvetjandi.  Þetta vita þeir sem hugsa rökrétt.  Það hugsa margir rökrétt og vita að þetta er rétt, en það eru bara ekki þeirra hagsmunir að gengið styrkist og verðbólga dragist saman.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 10:45

3 identicon

Ég verð víst að leiðrétta eitt í ofangreindu, vegna yfirlýsingar frá Seðlabankanum.  Vaxtamunurinn sem bankarnir eru að hirða í viðskiptamódelinu sínu eru víst ekki nema 7,5 - 8,5%.  Það er þá bara u.þ.b. þrefaldur vaxtamunur miðað við það sem einu sinni þótti eðlilegt.  Svona vaxtamunur hefði einu sinni varðað við lög um okur

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 11:31

4 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Ef þessi þrjú atriði, sem Halldór H. dregur upp skarpa mynd af í athugasemdum sínum, eiga við rök að styðjast, hvers vegna haldið þið þá að stjórnvöld bregðist ekki við með öðrum hætti en sýnilegur er til þessa við að gæta hagsmuna almennings í heild á Íslandi?

Eru aðilar að ríkisstjórninni svona kærulausir eða viti firrtir úr því að þeir bregðast ekki við þessum augljósu atriðum,
eða er farið í skynsemislausri blindni eftir rangri ráðgjöf á röngum forsendum (hverra þá?),
eða hafa þeir ljóst og leynt önnur markmið en að gæta hagsmuna þjóðarinnar í heild? Hvaða markmið eru það þá?
Hvernig getur þá staðið á því, í ljósi þess að þetta eru kjörnir fulltrúar meirihluta þjóðarinnar (en ekki útlendinga) sem trúði þeim fyrir því mikilvæga verkefni sem sannra Íslendinga að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar til farsælla lykta fyrir heimili og fyrirtæki landsins og þar með efnahagslíf þjóðarinnar í stöðunni?
Eða erum við og restin af þjóðinni svona skammsýn (t.d. sökum upplýsingaskorts) að fatta ekki hvernig þetta er að gagnast þjóðinni?

Kristinn Snævar Jónsson, 24.9.2009 kl. 15:23

5 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Takk Halldór.

Svona er raunveruleikinn.  Þeir sem hafa reynslu af sjóðnum segja að við séum búin að gefast upp. Við höfum í raun afsalað okkkur stjórn á hagkefinu og með því að hlusta á rök þeirra látum við undan stefnu þeirra sem felur í sér dauðann fyrir okkur.

Ég tel að við ættum að setja okkar færustu menn í það strax að enda samstarf okkar við sjóðinn. 

Hver er nauðsyn þess að fá restina af lánum sjóðsinns ? Það er spurning. Er ekki bara kominn tími til þess að segja bless bless IMF. Og svo pressum við á Seðlabanka.

Vilhjálmur Árnason, 24.9.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband