21.9.2009 | 20:28
Lán færð til ÍLS og hvað svo?
Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í morgun eru í gangi viðræður um mögulega yfirtöku Íbúðalánasjóðs á öllum húsnæðislánum bankanna. Nefnd sem dóms-, félagsmála- og viðskiptaráðherra hefur verið að skoða ýmis úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum og virðast menn hallast á að þetta sé góð hugmynd.
Því ber að fagna, að núna tæpu ári frá falli Glitnis og rúmum 18 mánuðum frá hruni krónunnar í mars 2008, að loks sé farið að örla á einhverjum hugmyndum. Vandinn er að það sem nefnt er í frétt Fréttablaðsins er ekkert nýtt og það er enginn lausn fólgin í því. Þá á ég við, að enginn vandi er leystur með því að flytja lánin yfir. Þetta er bara millileikur.
Það gleðilega við fréttina, er að Samfylkingin virðist loksins vera að viðurkenna þá staðreynd að grípa þarf til almennra aðgerða, þ.e. aðgerða sem ná jafnt til stórra hópa lántakenda. Það slæma við fréttina, er að það hafi tekið þessa "ráðherranefnd" tvo mánuði að komast að sömu niðurstöðu og tók ríkisstjórn Geirs H. Haarde hálfa dagsstund að komast að fyrir tæpu ári. Heimildin til að færa lánin yfir í ÍLS var nefnilega sett í lög við setningu neyðarlaganna 6. október 2008.
Ég frétti svo sem af þessu síðast liðinn miðvikudag. Þá fór ég í hópi fólks á fund félagsmálaráðherra, Árna Páls Árnasonar. Hópinn skipuðu fulltrúar aðila sem stóðu að ákalli til ríkisstjórnarinnar í febrúar og aftur núna í september. Þetta eru Hagsmunasamtök heimilanna, Búseti á norðurlandi, Húseigendafélagið, Félag fasteignasala, talsmaður neytenda og Lögmenn í Laugardal. Við fórum á fund ráðherra og kynntum honum okkar sjónarmið og ósk um að fá að vera þátttakandi í mótun lausna fyrir skuldsett heimili landsins. Við bíðum ennþá eftir viðbrögðum ráðherra við því.
Ég hef nokkrum sinnum reynt að greina þann vanda sem við er að eiga. Í stórum dráttum má segja að hann sé að höfuðstóll og afborganir lána hafa hækkað það mikið vegna verðbólgu og lækkunar á gengi krónunnar, að lántakendur ráða illa eða alls ekkert við greiðslubyrðina og að eigið fé fólks í húseignum þess hefur skerst verulega, horfið með öllu og í mörgum tilfellum orðið neikvætt. Ekkert af þessu breytist við það að færa húsnæðislán frá bönkum og sparisjóðum til ÍLS. Hugsanlega verður auðveldara að finna lausnir, en það veltur á því á hvaða "verði" ÍLS "kaupir" lánin af bönkunum og sparisjóðunum. Hvaða afslátt fær ÍLS á lánasöfnunum og munu allir núverandi eigendur lánanna samþykkja "tilboð" ÍLS?
Ég ætla hvorki að lofa né lasta þessa hugmynd, enda er hún enn í mótun. Það er auk þess ómögulegt að geta sér til um hvað ÍLS á síðan að gera við lánin. Því gildir hið fornkveðna að dag skal lofa að kveldi og mey að morgni.
En hvað gæti ÍLS gert við lánasöfnin? Við þessu eru líklegast mörg svör og mörg ólík viðhorf. Nokkuð er ljóst, að ekki á að fara út í þessa fimleika með lánasöfnin nema ætlunin sé að fara út í einhverja leiðréttingu á höfuðstólum lánanna. Ég er þeirrar skoðunar að best sé að aðgerðir verði hvað almennastar. Verðbætur verðtryggðra lána verði skertar afturvirkt og gengi gengistryggðra lána verði miðað við t.d. lántökudag eða 1. janúar 2008 og þau látin fylgja verðtryggðum lánum eftir það. (Ég er líka með fleiri hugmyndir, en ætla að halda þeim fyrir mig sjálfan í bili.) Síðan verði farið út í sértækar aðgerðir fyrir þá hópa sem ennþá eru í vanda, þ.e. eru ennþá með neikvætt eigið fé, eru ennþá með ónóga greiðslugetu og þá sem sitja uppi með tvær fasteignir vegna sölutregðu. Markmiðið verði að koma sem flestum út úr þeim vanda sem glæfraskapur örfárra einstaklinga komu þjóðinni í.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 1680027
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
,,Þá á ég við, að enginn vandi er leystur með því að flytja lánin yfir. Þetta er bara millileikur."
Já enn, eru þá ekki allir komnir á sama stall ?
Þá væri auðveldara að gera eitthvað sem gagnaðist öllum !
JR (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 20:48
Að koma skuldurum undir einn hatt, hvernig svo sem það er gert, hlýtur að teljast vera stórt skref í þá átt að hægt verði að fara í leiðréttingar þar sem allir njóta sama réttar.
Bestu þakkir fyrir alla baráttuna fyrir okkar hönd, er eiginlega orðlaus yfir því hvaðan allur þessi stuðningur við skuldarana er að koma og svo gersamlega kjaftstopp yfir því hvaðan hann kemur ekki. Hvet ykkur til að slá ekkert af!
sr (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 20:48
Marinó hvað olli því að sjónvarpstöðvarnar voru ekki á fundinum í Iðnó? Þarf fund í Háskólabíó næst?
Sigurður Þorsteinsson, 21.9.2009 kl. 21:05
Er þetta ekki aðgerð sem setur nýju ríkisbankana á hausinn? Hvað verður eftir í eignasafni bankana sem á að selja kröfuhöfum? En hugsanlega gefur þetta Íbúðaláni svikrúm til leiðréttinga ef sjóðurinn fær lánin á góðum prís.
Offari, 21.9.2009 kl. 21:26
Sigurður, RÚV var þar en fór snemma. Þórdís Arnljótsdóttir tók viðtal við Þorvald Þorvaldsson í lok ræðu hans. Við þurfum neitt að kvarta. Sjálfur var ég í Kastljósi fyrir fundinn og fengum við þar góða auglýsingu.
JR, satt er að nú verða allir lántakendur komnir á einn stað, en það sem ég átti við er að úrræðin sjálf eru ekki komin í ljós og við vitum því ekki hvað á að gera.
Marinó G. Njálsson, 21.9.2009 kl. 22:18
Með þessari aðgerð er verið að ríkisvæða tapið sem verður á þessum lánum. Megnið af fasteingalánum gömlu bankanna eru einfaldlega "sub prime". Greiðslumatið var "sveiganlegra", fjárhæðirnar umtalsvert hærri, og sennilega er stærsti hluti lánasafnsins 40 ára verðtryggð annuitet lán, eða með öðrum orðum hægdrepandi eitur.
Gengistryggðu lánin eru innan við 40% virði að meðaltali og þetta vita bæði skilanefndirnar og kröfuhafar gömlu bankanna. Ég óttast að stjórnvöld geri sér einhverjar grillur um annað og tapið á endanum lendi á ríkissjóði.
Þegar Lehmann féll fyrir ári síðan gengu veðlán í þeirra eigu á 25%.
Ef einhver hefur ekki gert sér grein fyrir því ennþá þá er banka og efnahgshrunið sem varð á Íslandi með því allra versta á seinni tímum og framtíðarhorfur mjög slæmar. Þess vegna eru íslensk veðlán lítils virði.
Toni (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 23:10
Sæll Mainó, þú segir "Hugsanlega verður auðveldara að finna lausnir, en það veltur á því á hvaða "verði" ÍLS "kaupir" lánin af bönkunum og sparisjóðunum."
Þetta er varla annað en katastroffa sem lendir á skattgreiðendum. Eins og Toni bendir á er verið ríkisvæða leiðréttinguna. Hún fer allavega ekki fram hjá þeim sem orsökuðu óskapnaðinn hvað bankana varðar.
Magnús Sigurðsson, 22.9.2009 kl. 10:14
Það að flytja öll húsnæðislán yfir til Íbúðalánsjóðs er gert til að geta samræmt aðgerðir þannig að sambærileg mál fái sambærilega meðferð. Samkeppnislög banna samræmdar aðgerðir bankanna jafnvel þó þeir verði allir í eigu ríkisins. Síðan höfum við líka sparisjóðina og lífeyrissjóðina.
Hugmyndin er sú að Íbúðalánasjóður kaupi húsnæðislánin af nýju bönkunum á sama verði og þeir kaupa þau af gömlu bönkunum. Væntanlega ætla þeir síðan að kaupa húsnæðislán sparisjóðanna á svipuðum kjörum.
Síðan er spurningin með sjóðsfélagalán lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir lánuðu aldrei upp fyrir 65% af verðmæti íbúða þannig að ekki er líklegt að mikið útlánatap verði af þeim. Því mun Íbúðalánasjóður ekki fá mikinn aflátt frá nafnverði á þeim lánum ef hugmyndin verður sú að færa þau yfir í Íbúðalánasjóð.
Það er mikilvægt að þær aðgerðir, sem síðan verði farið út í leiði til þess að Íbúðalánasjóður fái nokkurn vegin til baka það, sem hann þarf að borga af þeim lánum, sem hann þarf að taka til að fjármagna kaupin á húsnæðislánunum. Annars lendir það, sem upp á vantar á skattgreiðendum.
Ef farin verður sú leið, sem Hagsmunasamtök heimilanna leggja til þá mun Íbúðalánasjóður tapa stórum fjárhæðum á þessum lánasöfnum og einnig á þeim lánum, sem nú þegar eru í hjá Íbúðalánasjóði. Þetta tap myndi þá væntanlega verða eitthvað á annað hundrað milljarðar króna.
Ef farið verður að kröfum Hagsmunasamtaka heimilanna þá mun það leiða til fjölgunar gjaldþrota heimila, fjölgunar heimila, sem ekki eiga fyrir mat eða námsgögnum fyrir börnin auk þess að leiða til aukins fólksflótta frá landinu. Ég hef útksýrt af hverju þetta verður afleiðing flatrar niðurfærslu lána á bloggsíðu minni og her hægt að sjá það hér:
http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/952684/#comments
Sigurður M Grétarsson, 22.9.2009 kl. 21:12
Af öllum athugasemdum þínum, þá held ég að þessi röklausust. Þú segir:
Og síðan segir þú:
Þú hefur ekki hugmynd um á hvaða gengi ÍLS mun "kaupa" lánasöfnin. Hvernig getur þú þá vitað hvort að það er á betri eða lakari kjörum en HH eru að tala um?
Í guðanna bænum hættu að gera okkur upp skoðanir og hættu þessum rangfærslum um kröfur okkar.
Marinó G. Njálsson, 22.9.2009 kl. 22:00
Marinó. Það hefur þegar komið fram nokkurn vegni á hvaða verði húsnæðislánasöfn gömlu bankanna verða seld á til nýju bankanna. Það gerir það að verkum að ef hugmyndin er að Íbúðalánasjóður kaupi þau síðan á sama verði þá er það nokkuð ljóst á hvaða verð Íbúðalánasjóður kaupir þessi lánasöfn.
Ég er ekki að gera ykkur upp skoðanir og hef þaðan af síður verið með rangfærslur um kröfur HH. Það eina, sem ég hef gert er að leiðrétta rangfærslur þínar og HH með það hvaða afleiðingar það hefur að fara að kröfum ykkar og þá helst hvað það kostar skattgreiðendur.
Sigurður M Grétarsson, 24.9.2009 kl. 21:05
Sigurður M. Grétarsson, fyrst þú ert með þetta allt á hreinu skýrðu þá út eftirfarandi fullyrðingar þínar:
1. "Ef farin verður sú leið, sem Hagsmunasamtök heimilanna leggja til þá mun Íbúðalánasjóður tapa stórum fjárhæðum á þessum lánasöfnum og einnig á þeim lánum, sem nú þegar eru í hjá Íbúðalánasjóði. Þetta tap myndi þá væntanlega verða eitthvað á annað hundrað milljarðar króna."
Ég vil fá útreikninga á þessum rökum þínum, forsendur og skýringar. Sérstaklega í ljósi þess að þú virðist vita á hvaða kjörum nýju bankarnir kaupa lánasöfnin af þeim gömlu. Spurningin er hvort þú vitir líka hvað ÍLS ætlar að gera við lánin.
2. "Ef farið verður að kröfum Hagsmunasamtaka heimilanna þá mun það leiða til fjölgunar gjaldþrota heimila, fjölgunar heimila, sem ekki eiga fyrir mat eða námsgögnum fyrir börnin auk þess að leiða til aukins fólksflótta frá landinu."
Ég vil fá rökstuðning fyrir því hvernig þú færð þetta út, hver munurinn á fjöldanum er, þ.e. á þinni tölu og þeim 10.000 sem ASÍ metur að þurfi að fara í greiðsluaðlögun, og hvernig þú metur þennan fjölda.
3. Af öðrum þræði: "Þú ert hér að endurflytja þá mýtu að skattgreiðendur hafi greitt eitthvað til innistæðueigenda. Þetta er bull. Aðalmýtan er sú fullyrðing að skattgreiðendur hafi greitt um 200 milljarða til eiganda peningamarkaðssjóða."
Skýrðu út fyrir mér hvers vegna skattgreiðendur eru ekki að greiða fyrir innistæðurnar sem tryggðar voru í topp, en eru að borga ef leiðrétta á lán heimilanna. Sýndu útreikninga, forsendur og dæmi. Ég nefnilega skil ekki hvers vegna það það bitnar á skattgreiðendum að eignir bankanna lækka, en það bitnar ekki á skattgreiðendum þegar eignir banka eru notaðar til að greiða skuldir upp. (Innistæður eru skuldir bankanna við innistæðueigendur.) Ég hefði nefnilega haldið að þetta virkaði hvoru tveggja í sömu áttina.
4. Líka af öðrum þræði: "Staðreyndin er sú að bankarnir sjálfir keyptu verðbréf upp á þessa upphæð samtals út úr peningamarkaðssjóðunum til að hægt væri að gera upp við eigendur þeirra. Þetta voru verðbréf, sem talið var að væru illseljanleg í miðri kreppunni en væru verðmæti að henni lokinni."
Skýrðu þetta út. Bréfin sem keypt voru út úr sjóðunum eru gefin út af fyrirtækjum sem eru öll meira og minna komin í þrot. Hvernig getur það ekki valdið skattborgurum kostnaði að kaupa þau út úr sjóðunum í staðinn fyrir að hafa þau inni í sjóðunum og mynda tap þar? Eignir bankanna voru jú notaðar til að kaupa skuldabréfin út úrsjálfstæðum sjóðum.
Ég tel ekki eina einustu af þessum fullyrðingum þínum halda vatni, en vil gefa þér færi á að afsanna þá kenningu mína. Ég vil fá hvernig hver liður fyrir sig hefur áhrif á mögulegt eiginfjárframlag ríkisins til bankanna, hvaða upphæðir þú metur að hver liður kosti og hvaðan þeir peningar koma. Ég vil líka fá skýringu þína á því af hverju það er meiri kostnaður fyrir skattborgara að leiðrétta núna í stað afskrifta síðar.
Ef þú treystir þér ekki til að svara þessum spurningum án útúrsnúninga og án gildra raka, þá bið ég þig um að halda þig fjarri þessari síðu í framtíðinni.
Marinó G. Njálsson, 24.9.2009 kl. 22:03
Það vantaði aftan við setningu í lið 3. Þar á að standa.
Ég nefnilega skil ekki hvers vegna það það bitnar á skattgreiðendum að eignir bankanna lækka, en það bitnar ekki á skattgreiðendum þegar eignir banka eru notaðar til að greiða skuldir upp sem annars hefðu ekki verið greiddar.
Marinó G. Njálsson, 24.9.2009 kl. 23:34
Marinó. Þú hefur oft gagnrýnt mig fyrir að lesa ekki til enda það, sem þú segir áður en ég svara þér og ert síðan að gera nákvæmlega það sama. Ég hef margoft fært rök fyrir því, sem þú ert nú að biðja mig um að færa rök fyrir.
Til að byrja með virðist greinilega þufa að útskýra eitt lykilatriði fyrir þér. Kostnaður, sem lendir á gömlu bönkunum endar, sem kostnaður hjá kröfuhöfum bankanna en kostnaður, sem lendir á nýju bönkunum endar, sem kostnaður hjá skattgreiðendum. Þetta er miklvægt atriði varðandi útskýringar á því, sem þú ert hér að spyrja um.
1. Ég byggi hér á tölu, sem er frá þér komin um að krafa HH geri um 16% lækkun á höfuðstól húsnæðíslána. Húsnæðislán heimilanna eru samtals um 1.400 milljarðar og eru því 16% af því um 224 milljarðar, sem er gefið eftir af húsnæðíslánum heimilanna. Ef við gefum okkur að helmingur af þessari eftirgjöf sé hvort eð er tapað fé þá verður kostnaðurinn gagnvart hinum helmingnum, sem ekki er tapað fé 112 milljarðar. Ef 40% er hvort eð er tapap fé þá er kostnaður gagnvart þeim 60%, sem eru ekki tapað fé um 134 milljarðar. Ætli þessi kostnaður liggi ekki einhvers staðar þarna á milli.
Reyndar skilst mér að það sé hugmynd HH að þeir, sem lána bönkunum og íbúðalánasjóði fyrir húsnæðislánunum beri kostnaðinn en það mun aldrei standast eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar þannig að ef stjórnvöld ákveða þetta þá fara þessir aðilar í mál við ríkið og krefjast bóta, sem þeir fá dæmdar úr hendi ríkisins hjá Hæstarétti.
Ef hins vegar lánastofnanirnar eru látanar taka á sig kostnaðinn þá mun ríkið þurfa að greiða hlut bankanna og íbúðalánasjóðs í þessu. Einnig mun ríkið og hugsanlega einhvar sveitafélög bera kostnaðinn vegna sparisjóðanna og einnig munu ríkið og sveitafélög bera kostnaðinn vegna lífeyrissjóða satarfsmanna ríkis og sveitafgélaga.
Greiðsluþegar lífeyrissjóða á almenna vinnumarkaðnum munu síðan bera tap sinna lífeyrissjóða en það mun bæði lækka skatttekjur ríkisins auk þess að auka kostnað í almannatryggingakerfinu vegna tekjutengingar bóta.
Gróft reiknað verður kostnaður skattgreiðenda eitthvað um 100 milljarðar króna þear upp er staðið.
2. Það er erfitt að meta fjöldann fyrirfram. Ég hef fært skýr rök fyrir því á bloggsíðu minni að aðgerðir HH munu bæta hag þeirra betur settu meðal lántaka á kostnað þeirra verr settu. Þetta má sjá hér:
http://siggimaggi.blog.is/blog/siggimaggi/entry/952684/#comments
Enn hefur engin komið með nein sannfærandi rök fyrir því að eitthvað sé rangt í þeim sýnidæmum, sem þarna eru.
Í stuttu máli er ástæðan sú að ef skuldir heimilanna eru lækkaðar um 16% með þeim hætti, sem HH vilja þá gagnast það aðeins þeim, sem geta greitt meira en 84% af sínum skuldum. Þeir, sem ekki geta það munu samt, sem áður þurfa að lækka skuldir sínar niður í viðráðanlega stærð með samningum við lánveitendu, greiðsluaðlögun eða gjaldþroti. Þeir munu því á endanum fá sömu niðurfellingu í samræmi við greiðslugetu hvort, sem fyrst er farið í almenna niðurfellingu og síðan fellt niður af afgangnum það, sem er umfram greiðslugetu þeirra eða hvort farið er beint í að afskrifa það, sem er umfram greiðslugetu þeirra. Þessir aðilar munu því ekki hagnast neitt á þessum almennu niðurfellingum. Þeir munu hins vegar eins og aðrir skattgreiðendur þurfa að bera kostnaðinn við niðurfellingar skulda þeirra, sem geta greitt sínar skuldir.
Það að lækka skuldir fólks, sem getur greitt sínar skuldir fækkar ekki gjaldþrotum. Skattahækkanir á fólk í greiðsluvandræðum eru hins vegar líklegar til að gera það. Hversu margir verða gjaldþrota venga þess er erfitt að segja til um og fer það að sjálfsögðu að einhverju leyti eftir því hvaða skattar eru hækkaðir.
3. Þarna kemur einmitt að því, sem ég sagði í upphafi. Það að gera innistæður að forgangskröfum í þrotabú gömlu bankanna gerir það að verkum að það næst inn fyrir öllum innistæðum úr þrotabúum bæði gamla Kaupþings og gamla Glitnis og meira að segja til viðbótar upp í almennar kröfur. Svo fremi, sem neyðarlögin halda þá munu skattgreiðendur því ekki þrufa að greiða neitt vegna innistæðueigenda þessara banka heldur mun kostnaðurinn lenda á eigendum almennra krafna í þrotabú gömlu bankanna.
Þessu er reyndar ekki svo farið með Landabankann og mun því talsverður kostnaður lenda á skattgreiðendum vegna hans og er hluti af Icesave greiðslunum í raun kostnaður við að tryggja innistæður í Landsbankanum í topp. Þetta var hins vegar ekki ætlunin því þegar neyðarlögin voru sett þá áttu menn von á að eignir Landbankans myndu duga fyrir innistæðum. Það var því ekki tekin meðvituð ákvörðun um að greiða fyrir innistæður af skattfé heldur þróaðist þetta bara þannig.
Hvað varðar lækkaðar skuldir þá eru skuldir heimilanna seldar frá gömlu bönkunum yfir í nýju bankana. Við þá sölu er gert ráð fyrir afföllum vegna skuldara, sem ekki geta greitt sínar skuldir að fullu. Afskriftir þeirra lána í munu því lenda á kröfuhöfum í þrotabú gömlu bankanna. Í söluverðinu er hins vegar ekki gert ráð fyrir lækkunum á skuldum þeirra, sem geta greitt sínar skuldir og er því allur afláttur af þeim kostnaður til viðbótar við það og lendir hann því á nýju bönkunum og þar með skattgreiðendum.
4. Ekki veit ég hversu miklar upplýsingar þú hefur um öll þau bréf, sem bankarnir keyptu út úr peningamarkaðssjóðunum til að vita að þetta sé allt orðið verðlaust. Þó er það rétt að þarna voru verðbréf í ýmsum fyritækjum útrásarvíkinga en þau voru að mestu ólöglega þarna inni vegna þess að kaup þeirra samræmdust ekki þeim fjárfestingareglum, sem gefin var upp gangnvart kaupendum hlutdeildarbréfa. Það að halda uppgefnar fjárfestingareglur var á ábyrgð bankanna, sem héldu utan um þessa sjóði og því voru þeir skildugir til að kaupa þessi bréf út úr sjóðunum. Þessi bréf eru hluti af eignarsafni gömlu bankanna og því bera kröfuhafar í þrotabú þeirra tapið ef verðmæti þeirra reynist minna en kaupverð og fá hagnaðinn ef verðmæti þeirra verður meira. Skattgreiðendur bera ekki kostnað af þessu.
Ég kannast ekki við að hafa svarað neinum spurningum á bloggsíðu þinni með útúrsnúningum. Mér þætti vænt um að fá tilvitnun í skrif mín, sem flokkast geta undir útúrsnúninga ef þú ert að halda slíku fram.
Hvað varðar seinni athugasemd þína (24.9.2009 23:34) þá hef ég aldrei haldið því fram að það felist kostnaður í því að lækka skuldir, sem annars hefðu ekki verið greiddar. Ég hef aðeins haldið því fram að það felist kostnaður í að lækka skudlri þeirra, sem geta greitt sínar skuldir og vísa í svar mitt við lið 2 ásamt útskýringunum á bloggsíðu minni, sem ég vitna í þar.
Ég stend að fullu við allar þessar fullyrðingar minar og tel mig hafa fært málefnanleg rök fyrir þeim.
Sigurður M Grétarsson, 28.9.2009 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.