Leita í fréttum mbl.is

Verður hlustað núna?

Það sem Baldur Pétursson er að segja, erum ég og Hagsmunasamtök heimilanna búin að vera að segja í marga mánuði.  Það er hrun krónunnar, ekki fall bankanna sem er mesti vandi heimilanna, fyrirtækjanna, sveitarfélaganna og ríkisins.  Fall bankanna var bara nokkur nokkur púsl í miklu stærri mynd, sem bankarnir vissulega tóku virkan þátt í að búa til, en fall þeirra sem slíkt er minnsta málið.

Ef hér hefði ekki orðið gengishrun, heldur bankarnir bara fallið, þá værum við fyrir löngu komin yfir þetta.  Svo einfalt er það.  Þá væru ekki 70% fyrirtækja tæknilega gjaldþrota eða 30% heimila.  Vissulega væri mikið atvinnuleysi, en mun auðveldara hefði verið að endurreisa bankana, þar sem gæði lánasafna þeirra væru meiri.

Ég er ekki bjartsýnn á, að hægt sé að styrkja krónuna um 30%.  Það þýðir gengisvísitala upp á 164 og Evru upp á 126 kr.  Ég hefði ekkert á móti því, en það er nákvæmlega ekkert í spilunum sem bendir til þess að krónan geti styrkst þetta mikið.  Ef eitthvað er, þá eru öll rök fyrir hinu gagnstæða, þ.e. að krónan haldist áfram þetta veik eða veikist frekar vegna hinna miklu skulda þjóðarinnar.  3.400 milljarðar eru skuldir sem við ætlum að standa við og greiða upp, því annars eignast erlendir kröfuhafar mikil verðmæti í landinu, þ.m.t. öll helstu fyrirtæki landsins og auðlindir til lands og sjávar.

En ég spyr:  Verður hlustað núna, þegar maður með réttan stimpil á rassinum tjáir sig um þessi mál?


mbl.is Erlendar skuldir 30% of háar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Segðu mér eitt Marinó.  Ég hef nefnilega verið að velta þessu fyrir mér undanfarið.

Segjum að skuldir tengdar erlendum myntum yrðu lækkaðar um 30% eða svo yfir línuna.

Hvað myndi gerast ef krónan styrktist um 30% á næstu tveimur eða þremur árum?

Yrði afskriftin tekin til baka?

Matthías Ásgeirsson, 21.9.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Matthías, þar sem þú hefur verið ötull að lesa (a.m.k. skrifa athugasemdir inn á hjá mér), þá áttar þú þig á því að HH hefur talað fyrir því að gengistryggð lánum verði breytt yfir í lán í íslenskum krónum.  Verði það gert (sem allt stefnir í), þá skiptir flökt krónunnar engu máli.

En þess fyrir utan, þá setti ég fram tillögu í fyrra haust, sem gerði ráð fyrir því að hluti höfuðstóls lánsins væri tekinn til hliðar.  Settur á ís, ef svo mætti segja.  Lántakandinn héldi áfram að greiða af restinni.  Síðan ef gengið styrktist eða verðhjöðnun yrði, þá greiddi lántakandinn af stærri hluta lánsins.

Hvernig aðrir hafa hugsað þetta veit ég ekki, en svarar þetta spurningunni þinni?

Marinó G. Njálsson, 21.9.2009 kl. 11:25

3 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías, þar sem þú hefur verið ötull að lesa (a.m.k. skrifa athugasemdir inn á hjá mér)
Ég sem hef haldið svo óskaplega aftur af mér til að vera ekki ásakaður um að leggja þig í einelti (eða reyna að þagga niður í þér)

HH hefur talað fyrir því að gengistryggð lánum verði breytt yfir í lán í íslenskum krónum.  Verði það gert (sem allt stefnir í), þá skiptir flökt krónunnar engu máli.

Ok, þá erum við væntanlega einnig að tala um að breyta vaxtaskilmálum lánanna, hækka vexti og verðtryggja.  Þetta fólk myndi þá alveg missa af allri styrkingu krónunnar.  Spurningin er þá bara á hvaða gengi lánunum er breytt í íslenskar krónur.

 þá setti ég fram tillögu í fyrra haust, sem gerði ráð fyrir því að hluti höfuðstóls lánsins væri tekinn til hliðar. 

Er þetta ekki bara frysting lána sem boðið er upp á í dag?

Jamm, þú svaraðir spurningu minni ágætlega.

Matthías Ásgeirsson, 21.9.2009 kl. 11:35

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

HH hafa talað fyrir því að gengistryggðum lánum verði breytt í verðtryggð íslensk lán miðað við upphæð höfuðstóls á útgáfudegi.  Já, það felur í sér að breyta vöxtum lánanna.  Síðan vill HH að sett verði 4% þak á árlegar verðbætur frá 1. janúar 2008.

Marinó G. Njálsson, 21.9.2009 kl. 13:02

5 Smámynd: Maelstrom

Það verður ekkert gert!  Ekki láta ykkur dreyma um lausnir.  Nú er meira að segja verið að tala um að taka öll íbúðalán yfir í Íbúðalánasjóð þannig að allir skuldarar sitji við sama borð hvað úrræði varðar.  Þetta þýðir í raun að það á enginn að fá neitt gefið eftir og ríkisstjórnin ætlar að taka íbúðalánin yfir í Íbúðalánasjóð til að tryggja að bankarnir gefi ekki krónu eftir til skuldaranna.

Allir skulu sitja í sömu súpunni!!

Maelstrom, 21.9.2009 kl. 16:48

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég tók myntkörfulán seint árið 2004 með allri þeirri "áhættu" sem þeim fylgdi!

Stór hluti þessa láns var í jap. jenum og i "gömlum" banka, sem ekki lengur er til!

Japanir afskrifðuðu skuldir "gömlu" bankanna og þar af leiðandi bankans míns!

Núna skulda ég þessa upphæð samt í einhverjum allt öðrum "nýjum " banka?

Hver tók hvaða áhættu og hvernig er svona hugsað?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.9.2009 kl. 16:53

7 Smámynd: Offari

Ég tel að eitthvað verði gert en hvað það verður veit ég ekki. Ég er hinsvegar vantrúaður á úrbætur fyrr en farið verður að afskrifa skuldir heimilana. Litlar úrbætur virka bara sem frestur meðan stórar úrbætur leysa hnútinn.

Hnúturinn verður alltaf áfram til meðan hann er ekki leystur. Vonandi tekur þetta ekki mörg ár.

Offari, 21.9.2009 kl. 18:38

8 identicon

Tel að eitthvað verði gert og að Marinó og félagar hafi náð eyrum stjórnvalda. Finnst við sem sitjum einhliða í súpunni ekki mega fara í tóma svartsýni.

Staðreyndin er einfaldlega sú að jafnvel tiltölulega lítið hlutfall gjaldþrota kostar samfélagið mun meira til lengri tíma litið heldur en leiðréttingar strax.

Þetta vita allir, spurningin er einfaldlega sú hvort mismunun sú sem átti sér stað haustið 08 verður láin standa óhögguð eða hvort sparnaðarformin verða látin njóta einhvers jafnræðis.

Annars er ég klár með aðgerðarlistann þann 01.október: Loka debit og kreditkortinu, flyt launareikninginn annað og fæ mér bara debitkort í nýja bankanum. Einfalt og sendir skilaboð.

sr (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1680025

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband