14.9.2009 | 13:49
Sýn Hagsmunasamtaka heimilanna orðin að veruleika
Hagsmunasamtök heimilanna vöruðu við því síðast liðinn vetur að neysla heimilanna myndi dragast mikið saman, meðan ekkert væri gert í lánamálum þeirra. Okkar sýn var og er mjög einföld:
Til að standa undir aukinni greiðslubyrði lánanna, dregur fólk saman í neyslu. Samdrátturinn í neyslunni veldur minni veltu hjá fyrirtækjum og minni neysluskatttekjum ríkisins. Það fyrra leiðir til minni eftirspurn/þörf fyrir vinnuafli. Hið síðara að ríkið verður að skera meira niður eða bæta í álögur á almenning. Meiri álögur valda ennþá minni neyslu og nýr hringur hefst. Haldi þetta svona áfram kemur annað hrun.
Það þurfti svo sem engan snilling til að sjá þetta gerast og ég satt best að segja skil ekki af hverju núna tæpu ári frá hruni bankanna og rúmum tveimur árum eftir að krónan byrjaði að lækka, ekkert hafi verið gert að viti fyrir heimilin í landinu. Það er eins og stjórnvöld skilji ekki þau einföldu sannindi, að besta leiðin til að vinna sig út úr kreppu er að breikka skattstofnana, ekki að ráðast af sífellt meiri þunga á einn þeirra. Heimilin ráða ekki við öll þau margþættu verk sem Steingrímur og Jóhanna ætla þeim. Þau geta ekki á sama tíma staðið undir neyslu og neyslusköttum, greitt stökkbreytta höfuðstóla lána sinna, greitt fyrir enduruppbyggingu bankakerfisins og greitt fyrir enduruppbyggingu hagkerfisins. Með fullri virðingu, þá eru byrðarnar sem Jóhanna og Steingrímur ætla heimilunum allt of þungar, þær eru ósanngjarnar og óréttlátar. Stefna ríkisstjórnarinnar virðist vera að hneppa heimilin í ævilangan þrældóm fjármálakerfisins. Eða eins og ég segi í síðustu færslu: Heimilin eiga að vera galeiðuþrælar fjármálafyrirtækja
Neysla heimila dregst stöðugt saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Því geta þeir sem stjórna ekki séð þetta? þetta virðst auskiljanlegt.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 15:58
Mér finnst eins og fyrirsögnin við síðustu færslu þína segi mér meira en heil ritgerð.
Kveðja
Finnur Bárðarson, 14.9.2009 kl. 16:00
Marinó.
Ég reyndi að setja mig í spor stjórnvalda og tók saman veltutölur í hagkerfinu sjá hér.
Ef þú skoðar þetta sérðu að í apríl voru lítil merki um neyslusamdrátt í þjóðfélaginu en bílasala, bygginga og fasteignamarkaður er hruninn. Nú koma nýjar tölur þann 17 sept. við VSK skil. Ég held að því miður séu stjórnvöld að nota sömu vísa og ég, þ.e. mæling skilar sér allt of seint inn til að sýna raunveruleikann á hverjum tíma. Ég er ekki í nokkrum vafa að nýju tölurnar verða slæmar en það verða tölurnar í árslok þegar ferðaþjónustu nýtur ekki lengur sem verða áfallið. En auðvitað veit almenningur alveg hver staðan er, menn finna þetta á eigin skinni. Aldraðir stjórnmálamenn sem búa í skuldlausum húsum vita hins vegar ekkert hvað er að gerast. Það sem ég skil ekki er hve vitlausir sumir af yngri spunakörlum, þingmönnum og ráðherrum Samfylkingarinnar eru.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 16:36
Þú ert með fingurinn á púlsinum Marinó, og sérð hlutina útfrá heildarsamhengi en ekki bara útgefnum tölum á pappír - sorglegt að stjórnmálamenn við völd skuli ekki hafa sams konar greind né vilja til að afla sér þessara upplýsinga á annan hátt en þann sem skilar sér í úreltum gögnum.
Hrannar Baldursson, 14.9.2009 kl. 16:55
ég segi bara fyrir mig, ég kaupi öðruvísi inn en áður. Og ég þarf enn að draga meira saman. Auðvitað er þetta ein keðja, og engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Því miður eru stjórnvöld bæði þessi og fyrri gjörsamlega út takti við þjóðarsálina, og því fer sem fer. Enda hlusta þau ekki á þjóðarpúlsinn. Ef til vill höfum við ekki nógu hátt...... ennþá!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.9.2009 kl. 17:43
Sammála Marinó, það er svo augljóst að til að koma hagkerfinu af stað þarf að auka veltu þess. Þegar eina leiðin er að lengja í lánum, lánum sem eru verðtryggð þá getur leiðin aðeins verið niður á við.
Vita menn t.d. að við að lengja 15 milljóna verðtryggt lán sem er tiltölulega nýtt og með 5% raunvöxtum úr 20 árum í 40 þýðir aukna heildargreiðslu úr 30,8 milljónum í 50,9 milljónir !! Er þetta allt of sumt sem á að bjóða fólki ?
Að tengjutengja afborganir er síðan það alvitlausasta sem til er. Við erum með 20 ára námslán sem konan tók. Við höfum borgað reglulega í gegnum árin fasta greiðslu og tekjutengdu greiðsluna. Í dag stendur lánið í sömu tölunni. Er þetta það besta sem stjórnvöld dettur í hug ?
Eina skynsamlega leiðin er að fella niður lán og leiðrétta erlend lán. Þau afföll sem myndast við þetta er einfaldlega hægt að afskrifa á 20 árum. Þau heimili sem verst eru verður að hjálpa þannig að þau komist á rétta braut. Þessi aðgerð ein og sér myndi koma hagkerfinu í gang. Hvers vegna ? Vegna þess að með þessu myndi fólk fá trú að stjórnvöld væri í liði með almenningi en ekki á móti honum.
Nei, stefnan er að leiðrétta engin lán EN HINS VEGAR SKATTLEGGJA Á MÓTI. Right.
Ég segi það berum orðum að ef þetta er sú hagfræði sem kennd er við HI í dag þá skilur maður betur hvers vegna hagstjórn á Íslandi hefur verið svo arfaslök undanfarna áratugi. Þá skilur maður einnig betur hvernig íslensku bankarnir höguðu sér. Sama Excel skjalið, sama hugmyndafræðin.
Ég ætla samt að gefa stjórnvöldum tækifæri fram að mánaðarmótum þar sem eitthvað virðist vera í pípunum.
Ef hins vegar upp kemur sama hlandfroðan, þá held ég að ég verði að vera þér sammála þér að best sé að fara, ekki mín vegna heldur barna minna vegna. Ég get ekki boðið þau upp á það siðrof sem stjórnvöld myndu innleiða með þessu.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 17:50
Saknaði þín á mjög málefnalegum fundi með forystu ASÍ í dag.
Gísli Tryggvason, 14.9.2009 kl. 20:57
Já, ég hefði gjarnan viljað vera þarna, en fyrirvarinn var of stuttur. Ég vissi fyrst af fundinum í morgun. Bendi á fundinn hjá Seðlabankanum kl. 15.00 á morgun.
Marinó G. Njálsson, 14.9.2009 kl. 21:02
Ég er enginn snillingur en skil vel hvað þú ert að fara. En einhvernveginn virðast stjórnvöld hafa annan skilning á málinu.
Offari, 15.9.2009 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.