11.9.2009 | 14:52
Dónaskapur stjórnvalda ótrúlegur
Í sjö mánuði hafa Hagsmunasamtök heimilanna beðið eftir því að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, standi við orð sín frá fyrsta blaðamannafundi sínum um að samráð yrði haft við Hagsmunasamtök heimilanna. Ekkert hefur gerst. Við erum komin í hóp með listum og menningu sem gott er að vísa til í hátíðarræðum, en þegar á reynir býr ekkert að baki.
Dónaskapur stjórnvalda gagnvart fólkinu í landinu er ótrúlegur. Mánuðum saman nefna þau ekki vanda heimilanna á nafn eða gera lítið úr vandanum. Árni Páll "ekkert í mannlegu valdi" Árnason og Gylfi "glittir í löngutöng" Magnússon koma ítrekað fram í fjölmiðlum og sýna þvílíkan greindarskort að mann verkjar í skrokkinn að hlusta á þá. "Hvar er" Jóhanna Sigurðardóttir bauð fólki inn af götunni og taldi sig þar með uppfylla þetta með samráðið. Við hvað eru blessaðir ráðamenn hræddir? Að við höfum rétt fyrir okkur? Að tillögur okkar séu betri en þeirra? Að við fáum heiðurinn af aðgerðum til bjargar heimilunum? Ég veit það ekki, en hitt veit ég að það næst alltaf betri árangur þegar talað er við fólk en ekki (niður) til þess.
Ég, sem stjórnarmaður hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, var í morgun á fundi með sendinefnd lettneskra embættismanna. Við vorum beðin um að hitta þetta unga fólk (líklegast allt á þrítugsaldri) og segja frá reynslu okkar af samskiptum við stjórnvöld og hvernig stjórnvöldum gengi að koma sínum málstað á framfæri. Ég sagði þeim þann nöturlega sannleika, að stjórnvöld á Íslandi hafa ekki ennþá talað við fulltrúa neytenda um stöðu mála í þjóðfélaginu. Ekki orð. Ég benti þeim á að samræður væru mjög mikilvægar, því aðeins eftir samræður væri hægt að skilgreina viðfangsefnið. Ég varaði þau líka við því að skilgreining mætti ekki vera einhliða ákvörðun stjórnvalda eða bankanna. Neytendur (lántakendur) væru líka hluti af myndinni og þeirra sjónarmið væru jafn rétthá, ef ekki rétthærri, en sjónarmið hinna. Það værum jú við sem þyrftum að bera byrðarnar, þegar allt kemur til alls. Ég vona að lettnesk stjórnvöld geti lært að okkar biturri reynslu og að þau þori að tala VIÐ þegna sína. Íslensk þora bara að tala TIL og jafnvel NIÐUR TIL þegna sinna.
Eitt sem við skulum alveg hafa á hreinu. Það verður engin lausn á fjárhagsvanda heimilanna samþykkt, nema hún hafi verið mótuð í samvinnu við heimilin. Við treystum ekki bönkunum og við treystum ekki stjórnvöldum.
Ítreka kröfur um aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 277
- Frá upphafi: 1680565
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er alveg ótrúlegt að stjórnvöld skuli ekki gera neitt. Það hitnar sífellt í hitamæli verðbólgunnar. Það er að verða ár liðið frá hruninu. Ég er mjög ósátt. Verkalýðshreyfingin gerir ekkert og sýnir félagsmönnum sínum fingurinn. ASÍ bullar bara um einhvern "stöðugleikasáttmála" sem er einskis virði. Ég myndi vilja losna við þessa ASÍ menn (og konur) burt því þau gera nánast ekkert fyrir sína umbjóðendur annað en að kjafta á fundum og þiggja há laun fyrir.
Hagsmunasamtök heimilanna eru EINU samtökin sem eru að reyna að berjast fyrir réttlæti fyrir heimilin og fjölskyldurnar í landinu.
Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:10
Ég held að stjórnvöld óski þess helst að þau geti hummað þetta fram af sér - beðið og vonað það besta.
Mér sýnist þó að svakalegur fjöldi þeirra sem fara í þrot um eða eftir áramót snúi dæminu þó þannig að stjórnvöld VERÐA að gera eitthvað. Því miður spái ég því að þessar óhjákvæmilegu aðgerðir komi ekki fyrr en á síðustu stundu, eins og svo oft áður. Sökum þess að þetta hefur tafist svona ótrúlega, hafa stjórnvöld því miður mjög fáa kosti í stöðunni - og þeim fer fækkandi með tímanum. Sömuleiðis fer prósentutalan á þarfri afskrift hækkandi. Hún var 20%, en það er orðið heldur rýrt núna....
Gamall félagi minn sagði (í gríni) í september 2008 (fyrir hrun þ.e.a.s.), að á árinu 2009 eða 2010 myndi verða "one big common write-off" - ein almenn stór afskrift - og allir sem heyrðu hlógu að spekinni. Svei mér þá, mér sýnist sofandaháttur síðustu þriggja ríkisstjórna tryggja að gaurinn reynist sannspár.
Gunnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:15
Það er um það bil að verða of seint að grípa til aðgerða sem gætu orðið til þess að afstýra miklum hörmungum fyrir heimilin í landinu. Þar er fyrst og fremst sofandahætti yfirvalda um að kenna, en afleiðingarnar munu hinsvegar ekki láta á sér standa. Er ekki kominn tími til að rifja upp slagorðið frá síðasta vetri: "Vanhæf ríkisstjórn!" ?
Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2009 kl. 15:21
Það verður "one big common write-off" það er bara spurning hjá hverjum sú afskrift verður framkvæmd. Því miður minnka líkurnar sífelt á því að hún verði hjá almenningi.
almennur íbúðareigandi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:27
Vænt þætti mér Marinó að þú gætir svarað eftirfarandi tveim spurningum. Hversu mörg heimili standa að hagsmunasamtökum heimila? Á hvern hátt telja þessi samtök sig bæra um að tala fyrir munn heimila sem ekki eiga aðild að þeim?
Minn skilningur er að það er sjálfsagt fyrir stjórnvöld að hafa samband og samráð við heildarsamtök, s.s. öryrkjasamtök, námsmannasamtök, verkalýðssamtök, o.s.frv. Ég er hins vegar ekki alveg eins viss um að HH falli í þann flokk. Sé svo ekki þá hafa stjórnvöld í raun ekkert við þau að tala.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:17
Omar,
HH eru ekki að tala fyrir munn allra heimila. Þau leggja til baráttumál sem snertir meðhöndlun lána vegna hrun hagkerfisins.
HH hafa mér að vitandi ekki gert kröfu um að þeirra flötur sé sá eini rétti enda hafa þau bent á umboðsmann neytandi og tillagna hans þar að lútandi.
Skiptir fjöldinn í HH máli ? Ef minnihluti þjóðarinnar er í HH má þá rödd þess ekki heyrast ?
Stjórnvöld hafa val um hvern þau tala við. Það er rétt.
Ómar það er í fæstum tilvikum hægt að negla niður einhver heildarsamtök heldur er í mörgum tilvikum hópur félaga sem mynda ákveðinn hóp einstaklinga.
Annars skil ég ekki greinilega andúð þína á HH sem er augljós. Ertu etv. yfirhöfuð á móti því að lán heimila séu leiðrétt að sanngirni ?
Eitt að lokum Ómar. Þú mannst etv. eftir því að Ögmundur heilbrigðisráðherra var einn af stofnendum Sigtúnssamtakanna. Samkvæmt þinni rökfræði þá áttu stjórnvöld ekki að hafa samband við þau hvað þá að fara eftir málflutningi þeirra.
Það var einmitt það sem þau gerði. Mannstu etv. hver afleiðingin var. Ég get upplýst þig um það í seinni póstum.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:42
Ómar, ég er að benda á þá einföldu staðreynd að Jóhanna og Steingrímur sögðu á sínum fyrsta blaðamannafundi ætla að hafa samráð við Hagsmunasamtök heimilanna. Það hefur ekki verið gert. Við báðum þau ekkert um að veita okkur þessa vegsemd, en þau gerðu það. Er eitthvað að því að við viljum að þau standi við stóru orðin?
Innan samtakanna eru núna rétt um 1% landsmanna og í Facebook hóp eru 1,5%. Þetta eru því fjölmennustu samtök hér á landi sem mynduð hafa verið um þetta mál. Við höfum aldrei sagst vera að tala í umboði allra, enda gerum við það ekki. Við höfum aftur á móti myndað bandalag með fleiri hópum og samanlagður fjöldi félagsmanna þeirra er um 15% þjóðarinnar.
Marinó G. Njálsson, 11.9.2009 kl. 16:45
Mér finnst ekkert að því að stórskuldug heimili komi sér saman og stofni hagsmunasamtök til að fá létt af sér skuldum. Slík samtök eru þó ekki endilega heildarsamtök fyrir heimili í landinu, og miðað við fjöldann skv. MGN þá eru HH ekki einu sinni heildarsamtök fyrir þessi stórskuldugu. Hvað varðar bandalag með fleiri hópum upp á 15% þjóðarinnar (45 þúsund manns) þá dugar það ekki heldur, því heimilin í landinu eru milli 120 og 130 þúsund manns.
Það má vera rétt að Jóhanna og Steingrímur hafi talað stórkarlalega á fyrsta blaðamannafundinum um samráð við HH. Kannski þau hafa uppgötvað síðan þá að Hagsmunasamtök heimilanna eru ekki fulltrúar neinna nema sem þar sitja á bekk, reka áróður fyrir málstað sem er ekki í almannaþágu og því ekki verjanlegt fyrir stjórnvöld að hafa þau með í ráðum þegar marka á stefnu sem varða allan almenning. Það finnst mér ekki dónaskapur heldur almenn skynsemi.
Mér sýnist sem sagt, svo notuð séu ódauðleg orð Ingibjargar Sólrúnar: Þið eruð ekki þjóðin!
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 17:10
Ómar, ef þetta hefði verið í eina skiptið og einu ráðherrarnir, þá væri ég ekki að gera veður út af þessu.
Marinó G. Njálsson, 11.9.2009 kl. 17:30
Ómar, heimilin í landinu eru um 100 þúsund. Rúm 76 þúsund eru með svo kallaðri kjarnafjölskyldu. Það sem umfram er, eru einstaklingar og jafnvel í sumum tilfellum ungmenni 18 ára og eldri sem búa í foreldrahúsum. Almennt er bara einn aðili af hverju heimili í samtökum eins og neytendasamtökum, FÍB, HH og fleiri slíkum. Ef 45 þúsund manns eru í þeim samtökum sem mynda þetta samstarf, þá má vænta að það séu fulltrúar frá nokkuð drjúgum hluta heimila landsmanna.
Það er rétt að HH eru ekki heildarsamtök, en þau eru opin öllum sem vilja taka þátt. Við erum að berjast fyrir ákveðnum málstað sem við trúum að sé réttlátur. Og við erum sem stendur sú rödd sem stendur upp úr í þeirri umræðu ásamt félögum okkar sem standa með okkur að ákallinu. Við eigum fullan rétt á því að vera kölluð að borðinu, vegna þess að við erum að verja rétt félagsmanna okkar.
Marinó G. Njálsson, 11.9.2009 kl. 17:39
Ekkert félag, enginn hópur, engin samtök eru öll þjóðin. Félag aldraðra er ekki þjóðin, læknafélagið og lögreglufélagið eru ekki þjóðin. Samkvæmt Ómari væri viturlegt ef yfirvöld hlustuðu ekki á fólkið í þeim félögum og sama hvað þau hafa graf-alvarlega hluti fram að færa.
Yfirvöld eru ekki heldur þjóðin og þ.a.l. skulum við almenningur landsins ekki hlusta á þau, enda ekkert af viti komið þaðan í manna minnum. Og endurtek, yfirvöld með Jóh. Sig. í framlínu eru fullkomlega getulaus og nákvæmlega sama um líðan og vilja lýðsins og munu ekkert gera. Fólksins eina von eru dómstólar. Og Ómar, málið snýst ekki endilega um skuldug heimili, heldur um leiðréttingu á helberu óréttlæti og AGS og ríkisstuddu ráni gegn almenningi og fjölda heimila landsins. Marinó hefur oft sagt það og nú veit ég ekki hvort þú hefur lesið pistlana hans í heild.
Yfir landinu ríkir óstjórn og Icesave stjórn og ætti að kollsteypa þeim fyrr en seinna.
ElleE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 18:04
Af því Ómar er svo skyni skorpinn þá ætla ég að leyfa honum að njóta reynslu minnar af því hvernig ástandi 1982-1990 lék þjóðina.
Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 7 falt !!
Á þessu tímabili var verðtrygging.
Á þessu tímabili hækkuðu laun nánast ekkert.
Foreldrar mínir voru skuldlausir í upphafi þessa tímabils og voru nokuð vel launaðir EN VORU SKULDLAUS. Í lok þessa tímabils var staðan orðin þannig að laun þeirra dugðu ekki fyrir mat.
Ómar er þetta staðan sem við viljum bjóða upp á ? Ef svo er höfum við ekkert lært.
Ef við böðlumst áfram með skætingi og fyrirlitningu þá endar þetta með ósköpum. Það segir einfaldlega sagan og mér er nokk sama hvað þú segir Ómar. Þetta er reynsla mín og fjölda annarra af minni kynslóð.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 21:03
Já Marínó, dónaskapurinn er mikill. Trúlega hefur icesafe tekið mikin tíma og orku og vonandi fara þau að hlusta og ræða við fólkið í landinu.
Fór þessi Ómar H. öfugu megin fram úr í morgun?
kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 11.9.2009 kl. 21:29
Sæl öll
Skjaldborg heimilanna - samráð við hagsmunasamtökin - verkalýðshreyfingin !!!! Allt steindautt - verkalýðshreyfingin steinþegir (að undanskildum litlum félögum úti á landi) þvi ekki má styggja Samfylkinguna og VG - neibb, alveg sama þó félagsmennirnir séu við hungurmörk. Stöðugleikasáttmálinn ekkert mál fyrir þessa forkólfa að fresta/hætta við hækkun á lægstu launum, enda um að ræða ,,pocket-money" fyrir þessa menn og konur.
'Eg hreinlega auglýsi eftir samráði við Hagsmunasamtök heimilanna svo hægt sé að koma með skjaldborg um heimilin. Ég lenti í misgenginu 1983 og þá var líka vinstri stjórn við völd og tók launavísitölu úr sambandi við lánskjaravísitöluna og við stóðum í þeirri trú að í framhaldinu yrði verðtrygging lana tekin af. Ekkert hefur staðist.
Lífeyrissjóðasukkið - þar er verkalýðsforkólfar margir hverjir beggja megin borðs og ekkert er gert þegar lífeyrir hjá öryrkjum og öldruðum er skertur. Enda forkólfar verkalýðshreyfingarinnar ekki á lúsarlaunum og eru í ,,skrifstofu-leik" með atvinnurekendum í stjórnum sjóðanna. Veit að margir stjórnarmenn skilja ekki debet og kredit og því síður kennitölur sem notaðar eru við mat á fyrirtækjum sem verið er að fjárfesta framtíðarpeninga okkar í - sem sagt lífeyrissjóðspeningum sem við erum skyldug að greiða hluta af okkar launum inn í. Alltaf var okkur sagt að framkvæmdastjórar þessara sjóða þyrftu að fá svo háááá laun því þeir bæru svo mikla ábyrgð, ég hef ekki séð að þeirra ábyrgð sé nein jafnvel með rúmlega árslaun verkamanns í mánaðarlaun ......
Arrrrgggggg.....
Og svo kúluláns-glæponarnir - sem þurfa ekki að endurgreiða arðinn sem þeir hafa fengið vegna hlutabréfanna, arður fyrir 500 milljóna kúlulán kannski 30 millur - allt að 15 ára brúttó-launum verkamanns.
Er ekki hægt að breyta þessu???????????????????????????????????
inga (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 22:08
Arinbjörn, ég býst bara við því að hann sé að verja sýna skoðun og hugsanlega flokkinn sinn og er honum alveg frjálst að gera það. Við skulum ekki fara að veitast að fólki fyrir skoðanir sínar, þá erum við að reyna að hafa áhrif á tjáningarfrelsið. Mér sýnist sem innlegg hans hér hafi bara styrkt okkur hin í trúnni.
Marinó G. Njálsson, 11.9.2009 kl. 23:44
Maður spyr sig stundum, hverra erinda stjórnvöld gangi? Ekki ganga þau erinda okkar lýðsins, sem borgar skattana sína og flest okkar lánin sín. Ennþá allavega.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2009 kl. 00:47
Arinbjörn fór nærri lagi. Ég geri mér far um að fara öfugu megin frammúr á hverjum morgni. Það hjálpar mér síðan yfir daginn til að forðast að falla í gryfjur trúarkenninga, eins og reyndar Marinó bendir svo skemmtilega á.
Hins vegar eru viðbrögð sumra einkennandi fyrir tittlingaskít og orðhengilshátt sem tröllríður í netumræðunni. Hér var ég að benda málshefjanda á að eftilvill væri skynsamleg ástæða fyrir þvi að ríkisstjórnin nennti ekki að elta ólar við HH. Þannig væri fyrirsögn færslunnar röng, dónaskapurinn sé alls ekki ótrúlegur. Það hversu vandinn sé mikill og hvað beri að gera til að leysa hann kemur bara þeirri tilteknu umræðu sem Marinó byrjaði á ekkert við.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 08:54
Telst það orðhengilsháttur eða tittlingaskítur ef fólk deilir ekki sömu skoðum ? Ef svo er kemur aðeins ein stofnun á Íslandi upp í hugann þar sem enn innihaldslausari málflaumur á sér stað; þar fá menn borgað fyrir að hreyfa á sér málbeinið.
Stjórnvöld hafa á undanförnum mánuðuðum staðið á hliðarlínunni þegar kemur að RAUNHÆFUM lausnum við vanda heimilanna í landinu. Það er t.a.m. ekki lausn að lengja í verðtryggðum lánum eða setja þau í greiðslufrestun. Það væri í lagi ef um væri að ræða óverðtryggð lán með t.t.l. lágum vöxtum eins og húsnæðislán bera almennt nú í okkar nágrannalöndum.
Stjórnvöld hafa verið í linnulausri varnarbaráttu gegn því að rétta heimilum hjálparhönd. Afskriftir hafa verið frjálslegar þegar um er að ræða fyrirtækið, svo mjög að það eru engar almennar reglur um hvaða fyrirtæki fá að lifa og hver ekki. ÞETTA KALLAST SPILLING.
Á meðan sitja heimilin eftir því þau eru einu aðilarnir í landinu sem hafa trygg veð og unnt að eltast við þau fram yfir gröf og dauða.
Er þetta módelið sem við viljum festa inni ? Ef þetta kallast tittlingaskýtur og orðhengisháttur þá er ég stolltur því slíkt sannfærir mig aðeins í því að ég sé á réttri leið.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 09:15
Mesti tittlingaskíturinn fannst mér nú koma frá þeim manni sem sakar hitt
fólkið um hann. Og hvað sem honum finnst um yfirvöld hafa þau komið illa
og ólýsanlega ruddalega fram við almenning landsins. Hann getur haldið
sínum skoðunum ef hann vill um gæði og visku þeirra ríkisstjórnar sem hefur
komið fram við almenning af mikilli fyrirlitningu, heimsku og ruddaskap.
Mesta heimskan kemur frá Sam-spillingunni og svikin frá VG.
Almennur borgari (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:07
Og hvað finnst Ómari um hin félögin? Mun það vera vert tíma Jóhönnu og co. að hlusta á eldri borgara, lækna og lögreglu eða er það of mikill tittlingaskítur? Og hvað er þetta fólk að gera þarna ef það heldur sig ekki vera að vinna fyrir fólkið í landinu? Ekki vinna þau fyrir AGS þó þau haldi það. Ekki vnna þau fyrir pólitíska flokka þó þau vissulega haldi það. Fyrir hverja eru þau að vinna?
ElleE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 12:30
Kannast einhver hér við "þið eruð svo ómerkileg að það þarf ekkert að svara ykkur, eruð ekki sammála mér þannig að þið eruð fífl" þankaganginn?
Afsakið meðan ég æli.
sr (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 18:58
Ég ætla ekki að láta Ómar kallinn vera að æsa mig upp. Hann hefur sína skoðun og ekkert sem ég segi mun breyta því held ég. Eins og Marinó er ég mög ósáttur við framkomu stjórnvalda í garð HH og þjóðarinnar. Ég er þó ekki tilbúinn að taka þátt í að fella þessa stjórn og taka þá áhættu að xD komist til valda aftur að svo stöddu. Þá fyrst værum við í vondum málum. Ég vil að núverandi stjórnvöld sjái að sér og hefji undir eins viðræður við HH um leiðréttingu húsnæðislána og reyndar fleiri neytendalána. Mál sem virðast á réttri leið eru t.d. sérstakur saksóknari með aðkomu Evu Joly ofl. Greiðsluverkfall HH fer af stað 1. okt. og stendur í 15 daga. Það er bara byrjunin ef stjórnvöld fara ekki að átta sig á hvað þarf að gera.
Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:15
Núna eru þau komin langleiðina með að gefa/selja ódýrt rikisfyrirtæki (banka og orkufyrirtæki) til einka-aðila og útlendinga. Og ofan á bankaránin. Og ofan á Iceslave. Það er alveg sama hvað það kemur stór hópur hagfræðinga, lögmanna, nóbelsverðlaunahafa og segja þeim að gera þetta ekki. Við höfum ekkert með ríkisstjórn að gera sem er stórhættuleg landi og þjóð.
ElleE (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 19:10
Já mér finnst núverandi Ríkistjórn hafa verið að hlaupa sig þreyklausa á tveimur málum. Icesave og EU umsókn, fyrir utan það hafa þau ekki geta komið með neinar lausnir. Þau hrista hausnum og segja okkur hvað þetta sé allt erfit og hve fórnfús þau voru að taka við búinu svona einsog það er.... sorry þetta er tími VERKA ekki NÖLDURS og FELULEIKJA (beint skot á Jónku).
Svona skynja ég Tjaldborgina (kölluð skjaldborg af þeim sem eru bjartsýnir) http://fnordinn.wordpress.com/2009/09/13/island-i-dag/
Ég er svo heppinn að hafa ekki tekið húsnæðislán eða vera með neitt á bakinu, en ég vorkenni þeim og sýni mikinn skillning í stöðu þeirra og verð meirra og meirra hissa hve Ríkistjórnin virðist vera tengslalaus við þjóðina og skynja það sterkara á hverjum degi.
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.