Það var forvitnilegt viðtalið að Gunnar Tómasson, hagfræðing, í Kastljósi í kvöld. Í viðtalinu, þá tekur Gunnar fullkomlega undir málflutning og kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna, sem samtökin hafa sett fram frá stofnun þeirra í janúar. Tvö stærstu málin okkar hafa verið leiðrétting höfuðstóls lána vegna forsendubrests og að gengistryggð lán séu ólögleg. Vægt er til orða tekið að Gunnar hafi stutt þessar kröfur okkar. Nú er bara spurning hvort hann sé nægilega málsmetandi einstaklingur til þess að stjórnvöld hlusti.
Annars er Gunnar ekki einn um það að hafa tekið undir skoðanir okkar. Þeim fjölgar á hverjum degi. Á föstudaginn vorum við á fundi með vinnuhópi hjá BSRB, þar sem ekkert kom á milli mála að okkar málflutningur ætti að vera grunnurinn af þeirri lausn sem bjóða þarf upp á. Eina spurningin sem ég hef, er hvers vegna hefur það tekið menn svona langan tíma að átta sig á hinum óumflýjanlega sannleika. Hagkerfið verður ekki endurreist fyrr en búið er að endurreisa heimilin.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Einnig áhugavert hversu einfalt málið er. Gunnar hitti naglann á höfuðið.
Haraldur Haraldsson, 8.9.2009 kl. 22:21
Gott hjá Gunnari. Fínt líka að BSRB sé á sömu línu og HH. Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvernig samtökin tækju á tillögu hagfræðings BSRB um 25% niðurfellingu og 7 mkr. hámarki.
Theódór Norðkvist, 8.9.2009 kl. 23:19
Út með Steingrím....inn með Gunnar
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 23:39
Heyr, heyr.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.9.2009 kl. 01:05
Gunnar Tómasson er að tala um að afnema verðtryggingu á meðan hagkerfið er að laga sig að nýjum forsendum eftir afnám gjaldeyrishafta. Þessi aðlögun gæti tekið 5-6 mánuði.
Gunnar er ekki að tala um 'leiðréttingu' verðtryggðra lána.
Ég get samt tekið undir með Gunnari og HH varðandi myntkörfulánin.
Lúðvík Júlíusson, 9.9.2009 kl. 01:50
Gunnar Tómasson og Joseph E. Stiglits sammála um verðtrygginu
Gunnar kom með athyglisverða athugasemd um Verðtrygginguna. Það að þegar klippt var á verðtryggingu launa, en haldið í verðtryggingu lána, hafi verið stigið mikið ógæfuskref. Síðan er að lesa athugasemd frá Joseph E. Stiglitz athugasemd af svipuðum toga þegar hann segir að verðtrygging sé farsælli verði hún miðuð við launaþróun í stað neysluverðs. Þeir eru að tala þarna um sama hlutinn.
Kostir verðtryggingar með launavísitölu í stað neysluvísitölu
Kostir þess að halda verðtryggingunni, en breyta vísitöluviðmiðinu, tryggir það tvennt að lánveitandinn tryggir raunverðmæti verðmæta sinna og lánþeginn tryggir að hann er að greiða sama hlutfall af launum sínum og þegar hann tók lánið, eða öllu heldur að greiðsluáætluninn helst í hendur við launaþróun í landinu.
Það skiptir máli að jafnvægi ríki í hagsmunum beggja
Haraldur Baldursson, 9.9.2009 kl. 07:44
Lúðvík, mikið er gott að ekki þurfa allir að vera á sömu skoðun. En varðandi myntkorfulánin, hvað er það sem þú getur ekki tekið undir? Að þau séu ólögleg samkvæmt 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 eða eitthvað annað? Í mínum huga eru gengistryggð lán ólögleg. End of story. Það eru bara tveir möguleikar, að leiðrétta þau strax miðað við einhverjar forsendur eða afskrifa þau síðar.
Theódór, HH eru tilbúin til að taka þátt í umræðu um lausnir. Við reiknum ekki með því að einhver ein tillaga, sem komið hefur fram, verði tekin óbreytt. En til að finna lausn, þá þarf að ræða málin og stjórnvöld verða að hætta að sniðganga lántakendur í umræðunni. Það er gjörsamlega út í hött, að 8 mánuðum eftir stofnun Hagsmunasamtaka heimilanna, þá höfum við ekki ennþá fengið alvöru fund með stjórnvöldum um lausn vandans. Samt hafa Jóhanna og Steingrímur og fleiri ráðherrar nefnt það að kalla eigi okkur á fund.
Marinó G. Njálsson, 9.9.2009 kl. 07:46
Marinó, velti fyrir mér hvað það yrði gagnlegt eða kannski skaðlegt að nota launavísitölu á skuldir eins og talað hefur verið um. Koma ekki öll laun landsins inn í launavísitölu, líka ofurlaun? Og gætu þ.a.l. hækkað töluna óeðlilega og kannski upp úr öllu valdi og í engu samræmi við laun venjulegs fólks?
ElleE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 09:47
Af fara út einni drullunni í aðra telst seint skynsamlegt. Haldið þið virkilega að launavísitala bjóði ekki upp á sama ruglið. Þá verður bara ekki í staðinn hægt að hækka laun vegna þess að þá hækka lán. Vilji menn nota einhverja tengingu við laun, þá er það spurning um að tengja við kaupmátt, en það mætti ekki gera fyrr en staða kaupmáttar er ásættanleg. Sem stendur er verðtryggingin betri en launavísitala eða kaupmáttur vegna þess að hvoru tveggja á inni hækkun um leið og ástandið skánar.
Marinó G. Njálsson, 9.9.2009 kl. 09:56
Við skulum ekki verða of viðkvæm í umræðunni. Staðan núna krefst þess að sérstakar aðgerðir verði beittar til að setja nýtt upphaf. Það sem á eftir kemur gæti þó vel orðið launavísitala. Kaumáttur er etv. betra viðmið, þó ekki þekki ég útreikning þeirrar viðmiðunar.
En ef verðtrygging á að hverfa með öllu, megum við búast við tveimur valkostum, sem yrðu breytilegir vextir, eða mjög háir vextir. Vertðtryggingin er trygging fjármagnseigenda á raunverulegu verðmæti eignarinnar, vextir leggjast síðan ofan á það, til að skapa hagnað umfram það. Ég hygg að það sé farsæll að geta í upphafi ferðalags vitað hvaða hlutfalla launa okkar fer í húsnæðislánið og stilla okkur upp í fjárfestingum eftir því.
Haraldur Baldursson, 9.9.2009 kl. 10:29
Mikið er gott að einhver hlustar og tjáir sig um erindi Gunnars í gærkvöldi.
Hann var eins og hressandi andblær eftir allt ruglið og orðskrúðið þar sem enginn skilur um hvað er verið að tala.
Mergur málsins- við skuldum ekki einhverjar upphæðir sem búnar eru til í bönkum af mönnum sem síðan rændu öllu sem hönd á festi
Ef stjórnmála menn okkar skilja það ekki ættu þeir að taka pokann sinn- strax.
Erla Magna Alexandersdottir (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 10:55
Ég get tekið undir: "Ég hygg að það sé farsæll að geta í upphafi ferðalags vitað hvaða hlutfalla launa okkar fer í húsnæðislánið og stilla okkur upp í fjárfestingum eftir því." Hinsvegar óttast ég að há laun og ofurlaun og mikið hærri en almúginn hefur, muni skekkja vísitöluna og enn valda fólki tjóni.
ElleE (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 11:06
Marinó,
ég er sammála ykkur með gengistryggðu lánin.
Gunnar er að stinga upp á því að afnema verðtrygginguna í nokkra mánuði á meðan gjaldeyrishöftin eru afnumin. Í þann tíma reikna ég með að kerfinu yrði ekki breytt.
Gunnar vill með betri peningamálastjórn auka stöðugleika þannig að hægt sé að breyta úr verðtryggingu í breytilega vexti. Það verður ekki hægt fyrr en stöðugleikanum er náð.
Ég vona að ríkisstjórnin hlusti vel á Gunnar og fari að vinna að því gera ISK aftur verðmæta og nothæfa.
Lúðvík Júlíusson, 9.9.2009 kl. 13:32
Ásdís Sigurðardóttir, 9.9.2009 kl. 16:22
Sæl
Launavísitala væri skammgóður vermir því eins og bent er á kemur að því að laun hækka aftur og þá skapast furðulegt samhengi skulda og launa. Sjálfur er ég koman á þá skoðanb að aðferð Lilju Móses væri ekki svo afleit þ.e. skipta hækkunum sem eru meir en 4% á milli lánadrottna og skuldara 50/50 en að auli bæri skuldarinn 4%in.
Gefum okkur hækkun uppá 24% á einu ári þá lendir 10% á lánadrotttni að bera og 10%+4%=14% á skuldaranum. Þau ár sem verðbólga er undir 4%, segjum 2,5% lenda þau á skuldaranum enda telst það stabílt ástand. Einhver svona leið væri skárri kostur því hún tæki á mikilli verðbólgu en þó þannig að allir vilja verðbólguna niður hið fyrsta.
kær kveðja
Sveinn
Sveinn Valdimar Ólafsson, 9.9.2009 kl. 16:54
Heimilin eru grunnurinn að endurreisnini. Það er tilgangslaust að reyna að byggja hér upp án þess að hafa grunn til að byggja á.
Offari, 9.9.2009 kl. 20:54
Marinó og þið hin. Þarna er maður sem heldur að fólk ætti að kæra vegna gengislána til efnahagsbrotadeildar lögreglu:
http://blogg.visir.is/bb490129/?p=1384
ElleE (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.