Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur í talnablekkingaleik

Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu virðist Steingrímur J. Sigfússon ekki hafa mikla áhyggjur af skuldastöðu þjóðarinnar.  Í fréttinni segir:

Steingrímur segir að þarna séu birtar heildartölur þar sem staða bankanna sé reiknuð inn í stöðu þjóðarbúsins. Þegar hagur ríkisins sé metinn sé eðlilegra að horfa á hreina stöðu án bankanna. Þar sé staðan neikvæð, en ekki nema um 600 milljarða, sem sé vel innan þeirra marka sem búist hafi verið við.

„Þetta eru vissulega þungar og miklar skuldir, það er alveg ljóst. En það þarf að hafa í huga hvaða verðmætasköpun stendur þar að baki, og hvaða hlutfall af þjóðartekjum er útflutningur. Þar stöndum við vel að vígi og erum með hlutfallslega fremur kraftmikinn útflutning. Það lagar stöðuna, eftir því sem útflutningstekjur eru hærra hlutfall af veltu hagkerfisins ræður landið við hærra skuldahlutfall," segir Steingrímur.

Nú er Steingrímur í talnaleik og auk þess fer hann með rangt mál. Staðreyndin er að skuldirnar sem við ætlum að borga sjálfviljug eru 233% af þjóðarframleiðslu.  Já, skuldirnar sem ætlum að borga eða að minnsta kosti viljum gera allt sem við getum til að borga.  Heildarskuldir þjóðarbúsins við útlönd (utan gömlu bankanna) voru 3.320 milljarðar.  Þetta er talsvert hærri tala en kom fram í minnisblaði Seðlabankans til fjárlaganefndar vegna Icesave umræðunnar.

Það er blekking að undanskilja skuldir gömlu bankanna, þar sem hluti þeirra verður greiddur.  Skuldir þeirra voru metnar á 11.000 milljarða og það á að greiða 10-30% af því jafnvel meira. Gerir það 1.100 - 3.300 milljarða hið minnsta eða 78-230% af þjóðarframleiðslu. Af hverju tekur Steingrímur þetta ekki með? Það er talnaleikur að tala síðan um að munurinn á skuldum og eignum sé bara 600 milljarðar. Talnaleikur sem er þessu gjörsamlega óviðkomandi. Þeir sem eiga eignirnar eru nefnilega í flestum tilfellum aðrir en þeir sem skulda. Því verður aldrei hægt að treysta á að eignirnar verði seldar og peningarnir fluttir til Íslands svo hægt sé að borga skuldirnar.

Hver er tilgangurinn hjá Steingrími með þessari blekkingu veit ég ekki? Vandinn hverfur ekkert þó hausnum sé troðið ofan í sandinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Steingrímur Joð er búinn að vera í blekkingarleik frá því að "ríkisstjórn fólksins" var sett á laggirnar og hann er orðinn svo RUGLAÐUR á öllum blekkingunum að hann er farinn að rugla saman tilganginum með hverri þeirra fyrir sig með öðrum orðum: HANN ER BÚINN AÐ MISSA TÖKIN Á ÖLLU EF HANN HEFUR ÞÁ EINHVERN TÍMA HAFT EITTHVAÐ TAK.

Jóhann Elíasson, 8.9.2009 kl. 09:37

2 identicon

Nú ert þú svo talnaglöggur, hver var skuldastaða þjóðarbúsins fyrir hrun og hvað var það sem hlutfall af þjóðarframleiðslu þa?

Persónulega finnst mér hægri menn sem ég hef hingað til talið mig tilheyra vera með ómálefnalegt skítkast út í þá sem eru að hreynsa til eftir óstjórn síðustu 8 ára.

'Eg veit ekki hvort ég vilji tilheyra svona fólki.

Með þökk Arthur Páll Þorsteinsson

Arthur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 11:17

3 identicon

Ekki ætla ég að verja neina hægri menn og ekki heldur vinstri menn.  Evrópuflokkurinn hefur valdið skemmdarverkum og voru líka í síðustu stjórn valdandi skemmdarverkum.  VG menn hafa svikið allt sem þeir létu okkur halda að þeir stæðu fyrir.  Og er alveg skiljanlegt að Athur vilji ekki vera hluti af hópi með skítkast.  Verð þó að segja að í orðum Marinós liggur ekki skítkast.  Í hans orðum liggur óþol gegn langtíma óþolandi óstjórn yfirvalda og svikum við fólkið í landinu. 

ElleE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 12:31

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Steingrímur er bulluskalli.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband