Leita í fréttum mbl.is

Verður skaðinn bættur?

Einhverjir einstaklingar hafa þegar orðið fyrir fjárhagslegum skaða vegna þeirrar ákvörðunar Lánstrausts að skrá innkallanir vegna greiðsluaðlögunar á vanskilaskrá.  Mun Lánstraust bæta fólki þennan skaða?  Eða verður þetta bara eins og alltaf "ég gerð allt rétt og þarf ekkert að bæta"?

Mér finnst það liggja í augum uppi að Lánstraust hljóp á sig varðandi skráningar innkallana vegna greiðsluaðlögunar á vanskilaskrá.  Það var ekki í samræmi við vilja löggjafans og það var ekki í anda þess úrræðis sem greiðsluaðlögunin er.  Fyrir utan að dæmi eru um að einstaklingar, sem voru í innköllun, voru ekki einu sinni í vanskilum.  Hvernig er hægt að setja einhvern á vanskilaskrá, sem ekki er í vanskilum?

Lánstraust fær samt prik hjá mér fyrir að gera þessa breytingu á skráningaferlinu hjá sér.  Fyrirtækið fengi annað prik, ef það bætti sjálfviljugt skaðann sem það olli fólki.  Þetta er ekki spurning um að fyrirtækið hafi gert allt rétt samkvæmt starfsreglum.  Þetta er spurningin um þau siðferðislegu rangindi sem fólk var beitt.  Niðurlæginguna sem fólk varð fyrir.


mbl.is Innkallanir vegna greiðsluaðlögunar ekki á vanskilaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Réttast væri að leggja niður vanskilaskráningar af hálfu þriðja aðila. Er bankaleynd virkilega bara fyrir hákarlana en ekki venjulegt fólk sem lendir í greiðsluvanda, oftar en ekki af óviðráðanlegum ástæðum?

Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2009 kl. 11:55

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

réttast að senda þetta afætufyrirtæki, Credit Info, út í hafsauga

Brjánn Guðjónsson, 1.9.2009 kl. 12:21

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sammála Brjánn, það er fáránlegt að það skuli vera leyfilegt að halda úti atvinnustarfsemi sem hefur hagnað sinn af óförum annara. Og það í landi sem vill geta kallað sig siðmenntað.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2009 kl. 12:25

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held að það séu nú ýmis önnur fyrirtæki sem þá ættu ekki heldur að vera til.  Þau eru nefnilega ansi mörg sem byggja hagnað sinn á því að fólki farnist illa í því sem það er að gera.

Marinó G. Njálsson, 1.9.2009 kl. 12:28

5 Smámynd: Ásthildur Jónsdóttir

Í hverju felst þessi breyting?  Af hverju þarf fyrirtæki eins og Lánstraust yfirleitt að halda skrá yfir aðila sem hafa lent í greiðsluvanda ef þeir eru ekki í vanskilum?

Ásthildur Jónsdóttir, 1.9.2009 kl. 12:29

6 Smámynd: Offari

Kona ein vildi kaupa af mér bíl. Hún átti að yfirtaka lán hjá mér en gat það ekki vegna þess  að hún hafði einu sinni verið sein með greiðslu. Fæ ég bættann þann skaða?

Offari, 1.9.2009 kl. 12:58

7 Smámynd: Offari

Svo er líka spurning hvernig verður tekið á greiðsluverkfallinu  ef það er rétt að menn fari á vanskilaskrá ef greiðsu seinkar.

Offari, 1.9.2009 kl. 13:00

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Starri, fólk fer ekki á vanskilaskrá fyrr en eftir ákveðinn tíma.  Oftast er miðað við að viðkomkandi hafi ekki greitt af láni síðustu 3 gjalddaga.  Þetta er þó misjafnt.

Marinó G. Njálsson, 1.9.2009 kl. 13:03

9 identicon

Það á að banna þessa starfsemi.  Sama er með Intrum og þessar milliinnheimtufyrirtæki. Þau gera sig að áskrifendum að launum skuldara með því að senda ítrekað áminningar með stuttu millibili og taka í hvert skipti háa þókun fyrir að skrifa út úr tölvum sínum áminningar sem hver kostar skuldarann og íþyngja honum greiðslu skuldarinnar í leiðinni.

Þar fyrir utan virða þessi félög ekki friðhelgi einkalífs fólk því það er hringt frá þessum aðilum langt fram á kvöld til að berja á skuldurum.

Það ættu allir að hætta að greiða þá yrðu þessar skrár ónýtar vegna þess að nánast allt vinnandi fólk færi á skrána og þar með yrði erfitt að stunda viðskipt í þjóðfélagi sem samanstenfur mestmegnis af vanskilafólki.  Þetta mundi væntanlega hreyfa við þessum áskrifendum að launum frá okkur sem sitja á Alþingi, það þarf að vekja þetta lið til að bregðast við þessu óviðsættanlega ástandi sem þorri fólks stendur frami fyrir og hefur ekki unnið til.  

Hreggviður (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 13:20

10 Smámynd: Páll Jónsson

Óskaplegt rugl og þvæla er þetta í ykkur. Það eiga allir á hættu á að lenda á vanskilaskrá, bæði fólk og fyrirtæki, það er hið allra besta mál og kemur bankaleynd ekkert við. Ég vann þarna eitt sumar um árið við eitthvað laganemasnatt og þurfti að kynna mér starfsemi svona fyrirtækja á hér og á hinum Norðurlöndunum frekar ítarlega í sambandi við það. Ég féll alveg fyrir þessu konsepti.

Sjálfstætt starfandi pípari úti í bæ á að geta gengið úr skugga um það fyrirfram hvort fyrirtæki sem vill kaupa af honum þjónustu sé í verulegum greiðsluerfiðleikum eða ekki, það getur hreinlega skipt höfuðmáli fyrir minni atvinnurekendur og sér í lagi þá sem leggja út fyrir efniskostnaði í atvinnu sinni.

Burt séð frá því þá er einnig með þessari þjónustu verið að auðvelda öllum þeim sem standa samviskusamlega að greiðslum krafna sinna (sem eru, undir venjulegum kringumstæðum a.m.k., yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar) auðveldara fyrir en ella að fá hverskyns fyrirgreiðslur og kaup út í reikning.

Það er hægt að ganga of langt í svona skráningu eins og öllu öðru en skynsamlega rekin greiðsluupplýsingafyrirtæki gera allan atvinnurekstur í viðkomandi landi öruggari og öll reikningsviðskipti auðveldari og ódýrari fyrir þá sem greiða sína reikninga.

Eina spurningin í mínum huga er hvort þessi þjónusta ætti ekki hreinlega að vera ríkisrekin, þetta er algjör þjóðþrifastarfsemi.

Páll Jónsson, 1.9.2009 kl. 13:20

11 Smámynd: Ásthildur Jónsdóttir

Ég er reyndar sammála því að hafa svona starfsemi ríkisrekna og líka því að hún sé nauðsynleg.

Það sem ég set spurningarmerkið við eru svona hliðarlistar eins og þessi sérstaka skrá um þá aðila sem nýta sér greiðsluúrræði.  Hvernig á að nota þann lista?  Á þá líka að fara að halda lista yfir fólk sem er með yfirdráttarheimildir eða hafa látið skipta greiðslum á kortinu sínu?

Ásthildur Jónsdóttir, 1.9.2009 kl. 13:28

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já, vanskilaskrá, er í raun og veru tegund þjónustu.

Hún gagnast aðilum í viðskiptum, ekki bara fyrirtækjum, heldur einnig einstaklingum.

Hugsið t.d. um bíleigandann, sem fær kauptilboð, og síðan tékkar hann á hvort sá sem vill kaupa, er á vanskilaskrá - sem dæmi.

Einnig, getum við nefnt húseigandann.

-------------------------

Að sjálfsögðu er helvíti skítt að lenda þar inni, og hefur margvíslegar óþægilegar afleiðingar.

Annars held ég, að ekki sé endilega við Vanskilaskrá sem slíka, að sakast, um þetta mál.

Einhver, hefði alveg getað áttað sig á þessu, og nefnt það við þá, að ekki væri heppilegt að fylgja hinni venjubundnu vinnureglu, í þessu tilviki.

En, eftir allt saman, er kaflinn um Greiðsluaðlögun, hluti af heildarlögum, um gjaldþrot og nauðasamninga. 

Klárlega, sá einhver þetta ekki fyrir, þegar lögin voru samin. Síðan, áttaði Vanskilaskrá sig ekki á þessu, o.s.frv. 

Klúður, dæmi um óvönduð vinnubrögð á Alþingi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.9.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband