31.8.2009 | 14:59
Þrátt fyrir þetta hefur launavísitalan HÆKKAÐ
Það eru áhugaverð upplýsingar sem koma fram í þessari frétt. 35% aðspurðra í könnun hafa lent í því að tekjur hafa verið skertar frá hruni bankanna í október. Þrátt fyrir þetta, þá hefur Hagstofan komist að þeirri niðurstöðu að launavísitalan hafi HÆKKAÐ. Atvinnuleysi, sem var um 2% í september á síðasta ári er nú milli 7-10%. Fólk með yfir ákveðinni upphæð í laun hefur lækkað mikið og ofurlaunin hafa horfið úr þjóðfélaginu, en samt reiknast Hagstofunni til að launavísitalan hafi HÆKKAÐ. Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvernig gagnagrunnur Hagstofunnar er samsettur og hvernig stendur á þessu misræmi milli tölfræði Hagstofunnar og þess sem fólk virðist vera að upplifa í raunveruleikanum.
Forvitnilegt væri að fá skýringu Hagstofunnar á þessu, að því virðist, augljósa misræmi.
Um daginn var annað atriði sem vakti athygli mína varðandi útreikninga Hagstofunnar, en það var varðandi gjaldeyrisjöfnuð vegna þjónustu, þ.e. þjónustujöfnuð. Það fannst mér t.d. furðulegt að neysla ferðamanna hér á landi er talin einskorðast við upplýsingar frá hópi fyrirtækja og síðan kreditkortanotkun. Ekki var skoðuð debetkortanotkun eða notkun seðla.
Nú treystum við Hagstofunni fyrir ýmsum mikilvægum útreikningum. Upplýsingar frá stofnunni þurfa því að vera hafnar yfir allan vafa. Hér nefni ég tvö dæmi, sem mér finnst ekki ganga upp. Kannski er þetta bara meinloka í mér.
Þriðjungur launafólks orðið fyrir skerðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það er spurning hvort ekki sé best að yfirgefa skerið. Mér er boðin vinna í Katar þar eru launin 5 sinnum hæri og skattfrjáls.
Offari, 31.8.2009 kl. 15:57
Þetta er svona álíka fáranlegt og þegar því er haldið fram að fasteignaverð sé að hækka! Hef hvergi rekist á að auglýst sé hækkað verð á nokkurri eign. Þvert á móti er allt að lækka og endar sennilega í kringum fasteigna og brunabótamatsverð, þegar yfir lýkur. Það er slæmt að geta ekki treyst á Hagstofuna með tölfræði í þessum efnum, en það er svosem eins og eftir öðru þessa dagan. Engu líkara en viljandi sé dælt út alls kyns bulli um tölulegar staðreyndir til að rugla almenning enn frekar í rýminu.
Halldór Egill Guðnason, 31.8.2009 kl. 18:52
Sæll Marínó.
Já, manni dettur helst í hug að launavísitalan sé reiknuð út frá taxtakaupi verkamanna. Var ekki hækkun um smáaura í júlí. Eða hvernig er annars hægt að útskýra hækkun á launavísitölu? Þetta eru breiðu bökin, manstu.
Annars er allt hagkerfið gjörsamlega hrunið hér á landi. Sama hvert litið er. Fyndið þetta með að finna trausta lántakendur fyrir bankana. Þjóðin öll er orðin lélegir lántakendur. (ég nefni ekki hvað bankarnir eru traustir) Peningar, sem þorri manns hefur til ráðstöfunar er í engum takt við greiðslu einna eða neinna skuldbindinga eða hvers kyns nauðsynja. Við gætum allt eins byrjað frá grunni.
Svo langar mig að spyrja? Af hverju er ekki nú þegar hafið prófmál með stuðningi hagsmunasamtaka heimila?
Svanborg (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 19:01
Ef launavísitala er reiknuð þannig út, Svanborg, þá er hún ekki að endurspegla launaþróun heldur er hún kjarasamningavísitala.
Prófmál eru í undirbúningi og verður stefnt í fyrstu málunum á næstu vikum. Annars er þegar byrjað að verjast í máli, þ.e. farin var sú að leið að bíða eftir stefnu frá fjármálafyrirtæki og verjast henni.
Marinó G. Njálsson, 31.8.2009 kl. 19:08
Afhverju launavísitalan hækkar á sér nokkrar skýringar.
Ein er þessi 4000 kall sem taxtalaun hækkuðu um í júlí.
En stóra spurningin er afhverju hún hefur ekki lækkað meira. Hluta af svarinu má sjá á blogginu mínu hérna. Í stuttu máli má segja að þeir sem hafa orðið fyrir mestri kjaraskerðingu, þ.e. atvinnulausir, lífeyrisþegar og öryrkjar eru ekki inní launavísitölunni. Þar munar mestu um atvinnulausa. Ef þú ferð úr 500þ kalli í laun niður í 130þ (atvinnuleysisbætur) hefur það engin áhrif á launavísitöluna. Þú einfaldlega dettur út úr mælingunni.
Önnur ástæða er sú að opinberir starfsmenn hafa hækkað í launum einsog ekkert hafi í skorist frá hruninu á meðan almennur markaður hefur lækkað eða staðið í stað. Þetta má sjá ef launavísitalan er skoðuð fyrir almenna markaðinn annarsvegar og opinbera markaðinn hinsvegar. Þessar tölur eru birtar ársfjórðungslega. Af þessu leiðir að heildarlaunavísitalan hækkar aðeins.
Enn ein ástæðan er svo hvernig fyrirtæki hafa staðið að kjaraskerðingum til sinna starfsmanna. Að minnka starfshlutfall er algengt. Það veldur ekki breytingum á launavísitölu því hún er vegin með starfshlutfalli. Kjaraskerðing starfsmannsins er hinsvegar veruleg.
Ég er ekki viss um að ofurlaunamennirnir hafi nokkurntímann verið inní launavísitölunni en ef svo þá hafa þeir einfaldlega verið svo fáir að það hafi ekki haft nein áhrif. Mikið af ofurlaununum fólst í kaupréttum á hlutabréfuma og hagnað af þeim sem aldrei fór í gegnum launakerfi viðkomandi fyrirtækja og þar með aldrei inní skýrslugerð til Hagstofunnar.
Eflaust eru fleiri ástæður þó ég haldi að þessar séu þær helstu. Eftir stendur þó að launavísitalan er mjög takmarkaður mælikvarði þegar kemur að kjaraskerðingu og segir ekki nema hálfa söguna.
Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 20:39
Takk fyrir þetta, Magnús. Ég gerði mér svo sem grein fyrir mörgu af þessu en kunni ekki að skýra það eins vel og þú hefur gert. Þetta sýnir m.a. að launavísitalan er meingölluð mæling á launaþróun og er í raun ekki mæling á launaþróun heldur þróun kjarasamninga. Þó held ég að það sé ekki rétt hjá þér að launavísitala mæli ekki laun umfram taxta. Nú ofurlaunin sem ég nefni eru laun umfram laun Jóhönnu, þannig að ég hefði átt að hafa orðið innan gæsalappa.
Ef 35% þjóðarinnar lækkar í launum, hvort sem um er að kenna beinni skerðingu á launum í 100% vinnu, einstaklingurinn tekur á sig skertan vinnutíma, fer í lægra launað starf eða vegna þess að viðkomandi færist yfir á atvinnuleysisbætur, þá á það að sjálfsögðu að koma fram í lækkun launavísitölu. Gerist það ekki, þá er viðmiðið eða aðferðin röng. Það er ekki hægt að setja að jöfnu taxta kjarasamninga og laun. Þó laun séu oft leidd af kauptaxta kjarasamnings, þá er það ekki alltaf. Kauptaxtar kjarasamninga eru lágmarkstaxtar og sem betur fer var það þannig að margir fengu betur borgað en lágmarkstaxtar sögðu til um. Nú er verið að færa það til baka. Síðan er furðulegt að áhrifin af því að fólk færist af launum yfir á bætur séu ekki mæld í þessu. Fyrir því eru líklegast rök og væri forvitnilegt að heyra hver þau eru.
Í dag skiptir það margar fjölskyldur miklu máli, að launavísitala mæli launaþróun rétt. Greiðslujöfnunarvísitalan hún ræðst nefnilega af launavísitölunni og ef vísitalan er rangt mæld, þá hefur það áhrif á afborganir verðtryggðra lána hjá þeim sem fært hafa þau yfir í greiðslujöfnun.
Marinó G. Njálsson, 31.8.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.