22.8.2009 | 12:05
Er þetta sami maður og sagði..
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, sagði fyrir nokkrum dögum, að ekkert í mannlegu valdi gæti fært niður skuldir heimilanna. Hann hefur greinilega verið kallaður á teppið, því viðsnúningurinn er 180°. Ert hægt að treysta orðum þessa manns?
Ég er búinn að tala um það frá því í september að nauðsynlegt sé að fara í aðgerðir til að lækka greiðslubyrði lána heimilanna. Í október notaði talsmaður neytenda hugmyndir mínar í skjal sem sent var þáverandi félagsmálaráðherra um leiðir vegna skuldavanda heimilanna. Talsmaður neytenda hefur unnið að þessum málum síðan. Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð um þetta mál í janúar á þessu ári og hafa barist hatrammri baráttu fyrir LEIÐRÉTTINGU á húsnæðislánum. Í febrúar var bent á að gengisbundin lán hefðu verið bönnuð með lögum árið 2001. Það er með þetta eins og svo margt annað, að það er ekki ráð nema í tíma sé tekið.
Því ber að fagna að ríkisstjórnin er að vakna af Þyrnirósarsvefni. En til þess þurfti spark í rassinn frá formanni félags- og trygginganefndar, Lilju Mósesdóttur, sem hefur verið góður bandamaður í baráttu okkar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Ég vil hvetja stjórnvöld til að taka upp á sína arma tillögu talsmanns neytenda frá því í vor um gerðardóm sem fjalli um skuldir heimilanna. Þannig verði hægt að segja að ekki sé um flata niðurfellingu að ræða, eins og AGS leggst gegn. Ég veit hins vegar að AGS leggst ekki gegn leiðréttingum sem byggja á því að einstakir hópar séu skoðaðir og allir innan sama hóps fái sambærilegar málalyktir. Þetta kom fram á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna með AGS fyrir nokkrum dögum. Fulltrúi AGS sagðist heldur ekkert hafa fjallað um útfærslu Nýja Kaupþings á úrræðum fyrir skuldara og því er það í tómi lofti gripið að AGS hafi lagst gegn því að skuldir umfram 110% af veðhæfi væru afskrifaðar. Meðan málin væru afgreidd á einstaklingsgrunni, mál fyrir mál, þá væri ekki hægt að leggjast gegn afskriftum.
Ég hef fyrir því góðar heimildir, að erlendum kröfuhöfum finnst vera illa svindlað á sér, þegar ætlast er til þess að þeir veiti mikinn afslátt á lánasöfnum við tilfærslu þeirra úr gömlu bönkunum í þá nýju. Kannski er það ástæðan fyrir viðsnúningi Árna "ekkert í mannlegu valdi" Páls Árnasonar. Stjórnvöld fengu einfaldlega þau skilaboð, að tilboðið gilti ekki nema afslátturinn rynni til innlendra lántakenda.
Nú er kominn tími til að stjórnvöld bretti upp ermarnar og kalli alla hagsmunaaðila að borðinu, Hagsmunasamtök heimilanna líka. Jóhanna og Steingrímur hafa ítrekað sagst vilja ræða við okkur. Nefndu tímann þann, Jóhanna, og við mætum.
Ráðherra vill afskrifa skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Já, hann Árni Páll kemur manni seint á óvart. Nú er hann orðinn allveg eins og Steingrímur. Eitt í dag, sem var óverjandi fyrir viku síðan.. Eina sem ég hef áhuga á að vita er.. ganga mennirnir fyrir mútum eða eru þeir svona heimskir'
j.a. (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 12:20
Árni páll félagsmálaráðherra segir að það sé ekki i mannlegu valdi að fella niður húsnæðisskuldir hjá fólki . ok gott og vel en ég vill minna hann á það að það er ekki i mannlegu valdi að borga af þessum skuldum sem hafa hækkað upp úr öllu valdi.
Þórarinn Axel Jónsson, 22.8.2009 kl. 12:34
ég tók lán hjá Íbúðalánasjóði upp á 14.8 milljónir...
í dag er þetta lán komið í nærri 20 milljónir á bara 2 árum.
ég get ekki borgað lán sem hækkar um rúmlega 2.5 milljónir á ári...
Arnar Bergur Guðjónsson, 22.8.2009 kl. 12:43
EKKI STÍGA ÞEIR Í VITIÐ SVO MIKIÐ ER VÍST,ÞAÐ ÞARF EKKI SÉRFRÆÐINGA TIL AÐ SJÁ HVÍLÍK FORHEIMSKA ÞAÐ ER SEM ÞESSIR STJÓRNENDUR ERU AÐ GJÖRA ÞAÐ SJÁ ALLIR SEM VILJA HVAÐ ER RÉTT EÐA RANGT EN EKKI ÞESSIR ÞINGMENN NÉ RÁÐHERRAR EINGIN ÞERRA KEMUR HREINT FRAM VIÐ ÞJÓÐINA ÞEIR ERU VERRI EN ÞEIR SEM ARÐRÆNDU ÞJÓÐINA.
Jón Sveinsson, 22.8.2009 kl. 12:51
Vandamálið liggur í því að þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit þá hefur ekkert breyst og ekki stendur heldur til að breyta neinu. Hjá fyrri ríkisstjórn var það hugarfar ríkjandi að almenningur skildi bera ábyrgðina og kostnaðinn og hjá núverandi ríkisstjórn þá er sú skoðun ofan á að almenningur skuli bera ábyrgðina og kostnaðinn. Eini munurinn er orðaval manna og afsakanirnar í dag eru fleiri. Niðurstaðan er sú sama og þá skal spurt : Hefur eitthvað breyst ?
Svarið hlýtur að vera nei og það sem verra er; pólitískir fulltrúar okkar eru ófærir um að halda hlífiskildi yfir almenningi vegna tengsla sinna við þau öfl sem komu okkur í þessa stöðu. Skipanir í stöður og aðgerðir eða öllu heldur aðgerðarleysi sýna svo ekki verður um villst að íslenskir stjórnmálamenn eru upp til hópa vanhæfir til að sinna skyldu sinni.
Hjalti Tómasson, 22.8.2009 kl. 13:06
Nei, það var ekki í mannlegu valdi fyrir manninn að stoppa bankaránin á fólkinu. Og hann er heldur ekkert að hugsa um það þarna. Honum kemur ekkert tap fólksins við og það er ekki undirliggjandi í orðum hans. Hann hefur verið upplýstur um af ytri öflum að það hefði enga þýðingu að rukka það sem fengist ekki. Hinsvegar ætlar hann enn að láta alla sem ekki eru yfirveðsettir halda tapinu. Það er mismunun og rán á öllum þeim sem fá af hans náð að halda milljóna skuldunum sem voru lagðar ofan á skuldir fólks af glæpabönkum með stuðningi AGS og óhæfra yfirvalda.
ElleE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:08
Ragnar Reykás.
Guðmundur St Ragnarsson, 22.8.2009 kl. 14:13
Og líka getur hann munað að hann ræður þessu bara ekki. Fólkið mun ekki sætta sig við að vera rænt af AGS, bönkum og yfirvöldum og mun sækja hópmál vegna ránsins/tapsins og endurheimta þýfið fyrir dómstólum. Þangað inn nær hvorki vald AGS eða yfirvalda. Hvað er fólk með mannfyrirlitningu annars að gera í ríkisstjórn og í yfirvaldi lands yfir höfuð?
ElleE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 14:19
Lán hverra á að fella niður ? Myntkörfulán eða verðtryggð lán ? Kannski ekki óverðtryggð lán? Lán vegna húsnæðiskaupa, eða vegna bílakaupa? Kannski vegna kaupa á hlutabréfum ? Lán frá Íbúðarlánasjóði eða frá lífeyrissjóðum? Lán frá bönkum ? Hvaða lán ?
Það er alveg sama á hvernig það er litið. Ef ríkisstjórn ætlar að fella niður lán, verður hún að taka tillit til allra lána og fellur niður ákveðinni krónutölu. Sé það ekki gert mun málið verða þvælt um í dómskerfinu endalaust. Það vantar alla útfærslu í þetta mál. Enda ekki hægt, því þetta er ekki hægt nema með niðurfærslu allra lána til allra.
Gísli (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 16:06
Við viljum bara að bönkunum verði gert að skila þýfinu, sem þeir fengu að ræna af alþýðu með aðstoð AGS og ríkisins.
ElleE (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 17:44
Marínó, ég var spurður að þessu um daginn, en gat ekki svarað; þú veist það kannski: hefur enn sem komið er verið höfðað mál á grundvelli þess að gengistryggð lán hafi verið ólögleg, eða er slíkt í undirbúningi?
Birnuson, 22.8.2009 kl. 23:33
Birnuson, þetta er í undirbúningi eftir tveimur leiðum. Annars vegar á að höfða mál til að fá slík lán ógild. Hins vegar á að verjast máli þar sem verið er að fara í fjárnám vegna ógreidds láns.
Ég hef það á tilfinningunni að bankarnir vilji ekki taka áhættuna fyrir dómi og vilji frekar semja. Slíkir samningar geta ekki falið í sér neitt annað en að öll gengisbundin lán verði færð verulega niður og síðan breytt í verðtryggð eða óverðtryggð lán.
Marinó G. Njálsson, 23.8.2009 kl. 00:04
Ég skil vel að það þurfi að fella niður eitthvað af þessum lánum sem að hafa hækkað í tómt bull. En sem einn af þeim sem sté varlega til jarðar er með tiltölulega hófleg lán sem þó hafa hækkað fram úr hófi átti ekki stórar fjárhæðir í banka þannig að ég naut ekki betri hliðar neyðarlaganna. Sem einn af þessum hóp vil ég benda á það að ef ekki verður leiðrétt hjá öllum verður hér aldrei friður. Vegna þess að það er fólk hér sem að trúði ekki bólunni og keypti sér eins ódýrt og hægt var endurnýjaði ekki bíla eða innbú og reyndi að greiða niður skuldir sínar. Ef nú á að skilja það fólk sem var í raun sá hluti þjóðfélagsins sem syndi ábyrgð eftir af því að það getur borgað þá skal ég fyrstur manna berja pönnur á Austurvelli.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 23.8.2009 kl. 00:43
Akkúrat, Jón A. Og fólk sem sté varlega til jarðar getur orðið æft þegar vaðið er yfir það í skítugum þjófa-skóm og það rænt af bönkum með stuðningi AGS og yfirvalda.
ElleE (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 01:27
Jón Aðalsteinn, ég er algjörlega sammála þér í þessu. Þess vegna höfum við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna bent á, að þau úrræði sem þegar hafa verið nefnd nái bara til takmarkaðs hóps skuldara. Það þurfi önnur úrræði fyrir aðra. Þessi úrræði þarf að skilgreina og útfæra á besta mögulegan hátt. Gerðardómur talsmanns neytenda ætti að vera besta leiðin til að fá sanngjarna niðurstöðu. Það verða allir að fá sína LEIÐRÉTTINGU, ekki bara þeir sem eru komnir með neikvæða eiginfjárstöðu eða ráða ekki við greiðslubyrðina.
Við skulum hafa eitt á hreinu. Markmiðið með þessu er að koma hér á funktiónal þjóðfélagi, þar sem flestir eru virkir bæði á neyslumarkaði og fjárfestingamarkaði. Við núverandi ástand stefna hlutirnir í þrot og frost. Því þarf að snúa við. Kristinn R. Ólafsson var með pistil frá Spáni um daginn, þar sem hann lýsti nákvæmlega sams konar ástandi þar og hér ríkir. Hagfræðingar og stjórnmálamenn á Spáni telja mikilvægt að forðast minnkandi neyslu og að halda beri sem flestum virkum á fjárfestingamarkaði. Af hverju sjá íslenskir kollegar þeirra ekki það sama?
Marinó G. Njálsson, 23.8.2009 kl. 01:49
Það er ekkert að marka Árna og sorglegt að horfa upp á Samspillinguna ekki virkja sitt hæfasta fólk - þjóðar ógæfa að þeir skuli ávalt setja "þig & annað gott fólk á hliðarlínuna af því þið gagnrýnið RÉTTILEGA þeirra slökku vinnubrögð...!" Garbage in - Garbage out...!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 10:27
Marínó,
ef allir fá skuldir felldar niður að hluta, óttast þú ekki að mikið af peningunum munu fara í neyslu? þe. innflutning og að krónan muni lækka það mikið að þeir sem voru í slæmri stöðu muni enda í verri málum? óttast þú ekki heldur að verðbólgan sem mun hljótast af veikari krónu muni hækka verðbólgu og koma í veg fyrir lækkun stýrivaxta?
Hjálpa á þeim sem eru í vanda. Förum við hins vegar að hjálpa öllum þá er augljóslega minna fyrir þá sem verst standa.
Lúðvík Júlíusson, 23.8.2009 kl. 11:29
Ég vil benda á að verði farið eftir kröfu HH um leiðréttingu vísitalna til samræmis við stöðuna 1. janúar 2008 þá fá ALLIR réttláta leiðréttingu.
Það sem svo hefur safnast upp vegna óeðlilegra vaxta á lánum vegna þessara hækkana, sem og ógreiddra gjalddaga af sömu ástæðu, ætti að semja um einstaklingsbundið.
Með þessum aðferðum komast þeir sem voru hóflegir, varkárir eða raunsæir út úr þessu rugli á sanngjarnan hátt. Þeir sem fóru fram úr sér eru þá væntanlega í sömu eða svipaðri stöðu og þeirra framúrkeyrsla ætti þá ekki að bitna á þeim sem kunnu sér hóf.
Þórhallur (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 11:45
Lúðvík, ég vonast til þess að peningarnir fari í neyslu, því það fjölgar störfum, styrkir fyrirtækin, eykur skatttekjur ríkis og sveitarfélaga og eflir velferðarkerfið.
Marinó G. Njálsson, 23.8.2009 kl. 12:27
Marínó, óttast þú ekki að verðbólgan og gengislækkunin sem kemur í kjölfar almennrar leiðréttingar muni eyða stórum hluta þess ávinnings sem sótt er eftir og að margir munu enda í verri málum en áður?
Hvernig á að koma í veg fyrir þessar slæmu hliðarverkanir?
Lúðvík Júlíusson, 23.8.2009 kl. 14:57
Lúðvík, einfalda lausnin er sú sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa legt til. Setjum þak á árlegar verðbætur og miðum við verðbólgumarkmið Seðlabankans, þ.e. fyrst 4% og síðar 2,5%.
Ef ekki er hægt að skila þýfinu vegna hugsanlegra hliðarverkana, þá skulum við bara leggja niður lögregluna.
Marinó G. Njálsson, 23.8.2009 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.