12.8.2009 | 14:30
Hvað með gerðardóm talsmanns neytenda?
Gylfi Magnússon virðist ekki hrifinn af almennri niðurfærslu skulda. Við hjá Hagsmunasamtökum heimilanna viljum ekki kalla þetta niðurfærslu heldur leiðréttingu. Það var nefnilega brotist inn til okkar og stolið af okkur háum upphæðum og við tekjum okkur ekki eiga bera tjónið. Það þótti ekkert tiltökumál að nota háar upphæðir af skattpeningum almennings í að vernda innistæður í bönkunum, ekki bara höfuðstólinn heldur líka vextina, en það fer allt á annan endann ef leiðrétta á lán landsmanna eftir að bankarnir þrír fóru ránshendi um eigur fólks. (Það segja örugglega einhverjir að skattpeningarnir hafi ekki verið notaðir til að verja innstæðurnar, það komi frá lánadrottnum bankanna. En hvers vegna koma leiðréttingar á lánum frá skattborgurum, en ekki 1.170 milljarðarnir sem fóru í vernda innistæðurnar?)
Hagsmunasamtök heimilanna hafa farið fram á LEIÐRÉTTINGU á höfuðstóli lána heimilanna, þar sem ránsfénu er skilað. Verðbólga síðustu tveggja ára er nær eingöngu vegna fjárglæfra Glitnis, Landsbankans og Kaupþings. Fall krónunnar er eingöngu vegna þessara fjárglæfra. Bankarnir þrír veðsettu þjóðina upp fyrir haus með óábyrgum útlánum til eigenda sinna og einkavina. Það þarf ekki annað en að fletta blöðunum til að lesa um þetta. Og þegar kvótinn var fullur hjá einum banka, þá fóru þeir í næsta banka. Menn stóðu nefnilega saman í sukkinu.
Nýju bankarnir gera ráð fyrir því að afskrifa 2.800 milljarða af innlendum útlán sínum samkvæmt bráðabirgða efnahagsreikningum bankanna. TVÖ ÞÚSUND OG ÁTTA HUNDRUÐ MILLJARÐA. Ef farið yrði að kröfum Hagsmunasamtaka heimilanna var samkvæmt útreikningum samtakanna gert ráð fyrir leiðréttingu upp á 206 milljarða. Af þessum 206 milljörðum reiknuðum við með að 60% væri þegar tapað fé, þ.e. mun aldrei innheimtast, restin 82 milljarðar væri að mestu innheimtanlegt, en félli samt undir forsendubresti og fleira. Nú höfum við frétt að við yfirfærslu lánasafna heimilanna frá gömlu bönkunum til þeirra nýju væri gert ráð fyrir að verðtryggð lán yrðu færð yfir á 80% af virði og gengistryggð lán á 50% af virði. Þetta er því nær því að vera 30-35% niðurfærsla lánanna, sem gerir afskriftir upp á að minnsta kosti 300 milljarða, ef ekki nær því að vera 500 milljarðar. Neytendur gera að sjálfsögðu kröfu um að þessar afskriftir renni til þeirra.
En fyrirsögnin vísar í hugmynd talsmanns neytenda um gerðardóm. Af hverju hefur þessi hugmynd ekki fengið umræðu? Í viðræðum við bankamenn, eru allir sammála um að grípa verður til almennra aðgerða. Þær þurfa ekki að vera eins fyrir alla, en til þess að hægt sé að ákvarða hvað þarf fyrir hvern hóp, þá þarf að eiga sér stað greining. Gerðardómur talsmanns neytenda fjallar einmitt um þetta og því hvet ég til þess að horft verði betur til þeirrar hugmyndar. Hagsmunasamtök heimilanna styðja þá hugmynd, þó svo að það gæti haft í för með sér að kröfur samtakanna nást ekki að fullu. Í viðræðum við starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í gær, þá kom fram að þessa hugmynd mætti vissulega skoða, þar sem hún felur ekki í sér almennar aðgerðir óháða stöðu skuldara. Hvet ég Gylfa Magnússon, Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon til að boða talsmann neytenda á sinn fund og ræða þessa hugmynd hans betur. Það er ekki hægt að afgreiða allt sem ómögulegt eða nota hin fráu orð félagsmálaráðherra "ekkert í mannlegu valdi getur.." Það er nefnilega málið, að á meðan málin eru ekki rædd á vitrænum grunni með ÖLLUM hagsmunaaðilum, þá fæst ekki vitræn niðurstaða. Vinna saman að lausn. Ekki afskrifa hugmyndir án umræðu.
Almenn afskrift skulda ekki skynsamleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Marinó, það er hætt við að tækifærið á leiðréttingu fyrir almenna skuldara sé glatað. Ástæðan fyrir því er er ekki síst gerðardómshugmynd talsmanns neytenda.
Í byrjun maí s.l. voru skuldir heimilanna í brennidepli fjölmiðla og tók ég m.a. þátt í þeirri umræðu. Í stað þess að samtök heimilanna tækju með afgerandi hætti undir beitingu greiðsluverkfalls til að ná fram almennri liðréttingu skulda var umræðunni dreift m.a. með þessari hugmynd talsmanns neytenda og einfaldleiki málsins glataðist.
Mig grunar að eftir því sem lengra líður verði minni samúð með afskriftum skulda í gegnum annað en gjaldþrot. Samstaðan sem hugsanlega var fyrir hendi í maí til almennrar leiðréttinga sé einfaldlega ekki lengur til staðar.
Magnús Sigurðsson, 12.8.2009 kl. 15:16
Magnús, greiðsluverkfallið hefur ekki verið flautað af. Búið er að skipa verkfallsstjórn og frekari aðgerða er að vænta á næstu vikum.
Marinó G. Njálsson, 12.8.2009 kl. 15:33
Almenn afskrift skulda ekki skynsamleg en að slá skjaldborg um hag útrásarvíkinga og dæla hundruðum milljarða inní einkarekin fyrirtæki sem voru rekin eins og spilavíti sem þeir skildu eftir gjaldþrota eftir að húsið "vann"(stal) pottinum(arðgreiðslur, afskriftir kúlulána ofl) er mun meira skynsamlegra því almenningur borgar það til dauðadags, þessi ríkisstjórn er skömm fyrir íslenskt lýðveldi, afsögn strax.
Samkvæmt lögum(sem ég frétti á þinni síðu) þá voru myntkörfulán bönnuð, það var bannað að tengja íslensku krónuna við erlenda mynt, ég er sjálfur með myntkörfulán sem ég tók 2007 upp á 1900 þús og er núna í 3.3 milljónum, greiðslubyrðin fór úr 35 þús í 100 þús ... það er verið að undirbúa málsóknir hef ég heyrt en maður getur varla beðið lengi, ég fer að fara á hausinn.
Ég finn svo mikið til með fólki sem tók kannski 20 milljónir að láni í erlendri mynt og er að fá fá stjarnfræðilegar rukkanir inn um gluggann og eina "ráðið" er að skuldajafna lánið ... hvaða lausn er það ? hengja í snörunni kannski, ég hélt að þegar lán væri tekin þá væri ákvæði um riftun ef breytingar á lánaforsemdum breytast stórkostlega.
Sævar Einarsson, 12.8.2009 kl. 15:36
Þakka þér enn og aftur fyrir góðann pistil, ef ekki væru pennar eins og þú þá væri ég búinn að pakka niður, fyrir löngu.
Ekki viss hvað MS að ofan er að fara, ertu búinn að gleyma hvað lánabók KÞ inniheldur? Ertu búinn að gleyma því að við eigum eftir að fá verri fréttir þann 1.nóv? Held að grímulaust óréttlætið eigi eftir að þjappa HH saman - vel og lengi. Sem er gott mál, okkur vantar sárlega nýtt afl á þing. XO sýnist manni vera komið í sama pexið og X4, eiginlega bara orðið XÞreyttir eða XHrossakaup eða XFarnir frá almenningi, einkum og sér í lagi HH og það sem þau standa fyrir. Hmm, hverjir kusu aftur XO...
sr (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 15:36
Ég tek undir með Saævarnum þegar hann segir; "Ég finn svo mikið til með fólki sem tók kannski 20 milljónir að láni í erlendri mynt og er að fá fá stjarnfræðilegar rukkanir inn um gluggann og eina "ráðið" er að skuldajafna lánið ..." .
Það sem ég er að fara SR er að í maí voru frystingu lána aflétt. Þá væntu skuldug heimili einhverar framtíðarsýnar en eins og kemur fram hjá Sævarnum var "ráðið" er að skuldajafna lánið ... hvaða lausn er það?"
Eftir því sem lengra líður skuldajafna fleiri, margir flytja úr landi, margir fara í gjaldþrot við þetta mun almenn samstaða við skuldaniðurfærslu sem skiptir máli minka.
Magnús Sigurðsson, 12.8.2009 kl. 16:28
Góður pistill að venju.
sr: Ég kaus X-O og er stoltur af því!
Billi bilaði, 13.8.2009 kl. 00:27
Á bakvið hugmyndina um skuldajöfnun er sama taktík og á bakvið ICESAVE: slá vandanum á frest þannig að núverandi stjórnvöld lifi ástandið af og einhver annar leysi vandann þegar sá tími kemur - vandinn er að þá verður það sjálfsagt orðið of seint.
Skuldajöfnun og frysting á lánum hefur virkað eins og morfínsprauta á íslenska skuldara. Þeir verða að þiggja úrræðin, en með því eru helstu vopnin slegin úr höndum þeirra. Þeir vita að á endanum mun morfínið taka yfir og skilja þá eftir vesæla og dauða í ræsinu, en þeim er sama - því að dópið er orðið miklu stærra vandamál heldur en upphaflega vandamálið var.Hrannar Baldursson, 13.8.2009 kl. 06:01
Stóri gallinn er bara sá að ekki er ljóst hver hefur þýfið með höndum, því jafnvel þýfi verður ekki endurheimt nema taka það af einhverjum. Ef tekst að vísa á þýfið og þjófsnautana sem hafa þýfið með höndum, þ.e. þá hundruði milljarða króna sem niðurfærslan eða leiðréttingin kostar þá styð ég það mál 100%, en ef það á að taka peninginn úr sjóðum okkar og því sem eftir liggur til endirreinsnar og þar á meðal til endureisnar bankanna þá er það bara skattur á okkur öll eða nýr þjófnaður frá einhverjum eða öllum. - Ljóst er að við getum ekki rænt þessu til baka eins og ræningjarnir í Kardímónubæ gerðu við Soffíu frænku m.a. vegna þess að við vitum ekki hver hefur þýfið. Erlendir kröfuhafar bankanna eru líka fórnarlömb og ræningjanna og hafa klárlega ekki meira í sinn hlut en þeim ber.
Helgi Jóhann Hauksson, 13.8.2009 kl. 13:27
Marinó, þar sem þú ert í HH, hvernig gengur með málssóknina sem Björn Þorri er að leiða?
Árni (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:06
Það er lítil og þverrandi von Marinó með AGS þarna og þessa ríkisstjórn. Við erum núna búin að skrifa okkur blá í framan bæði í skuldamálunum og ICE-SLAVE og ríkisstjórnin kann bara að rukka alþýðu og skuldara og bæta milljörðum í bankana og gefa eftir milljarða skuldir fyrirtækja og ekki síst svika-ehf'a.
Og á meðan lífeyrir og tekjur alþýðu lækka, fá glæpabankarnir enn að halda milljónunum sem þeir bættu ofan á skuldir fólks á meðan það svaf á nóttinni, með dyggum AGS og ríkisstuðningi. Og í ofnanálag bætist enn ofan á skuldirnar á meðan fólkið sefur. Og hvaða rök geta þeir fært fyrir þessu ráni?:
Skítt með alþýðu, skítt með alla skuldara.
BURT MEÐ AGS OG
BANKA-RÍKISSTJÓRNINA.
Elle_, 13.8.2009 kl. 15:19
Magnús, mæltu manna heilastur..
Þetta er nákvæmlega málið, það er búið að afskrifa þetta nú þegar, eini mmunurinn er sá að Fjármálaráðherran vill að bankarnir njóti þess í stað þess að heimiln fái leiðréttingu á sínum málum...
Það er ekki nóg að ríkið og Seðlabankinn séu búinn að leggja miljarða á miljarða ofan inn í bankana heldur eiga þessir aðilar að fá allar afsriftirnar líka..
Hvað bull er þetta eiginlega....???
Eiður Ragnarsson, 13.8.2009 kl. 16:20
Helgi þetta eru öfugmæli.
"Ef tekst að vísa á þýfið og þjófsnautana sem hafa þýfið með höndum, þ.e. þá hundruði milljarða króna sem niðurfærslan eða leiðréttingin kostar þá styð ég það mál 100%, en ef það á að taka peninginn úr sjóðum okkar og því sem eftir liggur til endirreinsnar og þar á meðal til endureisnar bankanna þá er það bara skattur á okkur öll eða nýr þjófnaður frá einhverjum eða öllum."
Velferðarstjórnin ætlar að endurreisa bankana með því sem stolið var af almenningi í gegnum skuldir s.s. verðtryggingu og gengisfall. Þú ert að tala um að forgangsverkefnið eigi að felast i því að endurreisa elítuna sem svaf á vaktinni, ekki almenning í landinu á sanngjarnan hátt.
Það eru engir sjóðir "okkar" eftir, það virðist hafa farið fram hjá þér.
Magnús Sigurðsson, 13.8.2009 kl. 21:15
Góð grein að vanda Marínó.
@ Helgi.
Ansi furðuleg samlíking hjá þér.
Þó svo að sjónvarpinu mínu sé stolið þá er varla hægt að ætlast til að löggan steli öðru sjónvarpi til að bæta mér skaðann.
Eða hvað?
Jón bróðir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.