10.8.2009 | 23:40
Greinargerðin styður ruglið
Ég verð alltaf meira og meira hissa á því sem kemur upp úr hattinum. Nú er kominn greinargerð sem styður það, að með því að búa til margar kröfur vegna sömu innistæðunnar, þá er hægt að fá fyrst greitt fyrir upphæð á bilinu EUR 20.888 til 25.000 áður en greitt er fyrir upphæð frá EUR 14.000 til 20.887. Hvers konar bull er þetta? Ætla stjórnvöld virkilega að kyngja svona rökleysu.
Eftir að Bretar og Hollendingar ákváðu að greiða út innistæður á Icesave reikningunum eru kröfurnar í þrotabú Landsbankans vegna innistæðna tvær. Vegna innstæðna í Bretlandi og innistæðna í Hollandi. Að Bretar og Hollendingar greiði hærri tryggingu en íslenski tryggingasjóðurinn þýðir ekki að til verði viðbótarkrafa fyrir upphæðinni umfram EUR 20.887 jafnrétthá þeirri sem er upp að EUR 20.887. Íslenski tryggingasjóðurinn tekur ábyrgð á fyrstu EUR 20.887, en greiðir það ekki nema Landsbankinn geti ekki greitt þær. Til þess að Landsbankinn geti greitt þær, þá verður öll innkoma að renna til að greiða inn á reikningana upp að EUR 20.887 áður en byrjað er að greiða það sem er umfram. Ég hef aldrei vitað að maður borgi á víxl inn á mismunandi stað á skuld.
Njóta ekki sérstaks forgangs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sælir Marínó,
Varstu búinn að sjá Settlement-samninginn sem Gunnar Tómasson birti (lak) um daginn?
http://www.vald.org/greinar/090728.htm
Í honum er þessi klásúla:
"4.2(b) in the event that, for any reason whatsoever (including, without limitation, any preferential status accorded to TIF under Icelandic law), following the assignment of a proportion of the Assigned Rights in respect of any given claim to TIF, either TIF or FSCS experiences a greater pro rata level of recovery, in respect of such claim, than that experienced by the other, TIF or FSCS (as appropriate) shall, as soon as practicable, make such balancing payment to the other party as is necessary to ensure that each of the Guarantee Fund's and FSCS's pro rata level of recovery of such claim is the same as the other's."
Þannig að jafnvel þótt lögfæðingálitið væri rangt og Íslenski tryggingasjóðurinn (TIF) fengi hærra hlutfall af Icesave greiðslum úr þrotabúinu, þá mundi TIF þurfa að borga mismuninn til baka til FSCS.
Bjarni Kristjánsson, 11.8.2009 kl. 01:40
Sæll Marínó. Sammála þetta kemur undarlega fyrir augu okkar óinnvígðra.
Annars held ég að þessi Icesave harmleikur sé að nálgast sitt lokastef og væntanlega verður þessum nauðarsamningi hafnað með að Alþingi neitar að styðja þetta, væntanlega mun þetta verða djúpstætt klofningsmál í VG sem gæti væntanlega klofnað og fyrr hefði ég nú ekki grátið það.
Því miður eru andmælendur samningsins sem eru ófáir af mjög svo skiljanlegum ástæðum og þeir virðast skiptast í þrjá hópa.
1. Fyrsti hópurinn heldur og vill að við komumst upp með að greiða ekkert sem er að mínu viti raunveruleikafyrrt.
2. Annar hópur heldur að við getum samið um þetta aftur en það þarf ekkert sérstakt gáfumenni til að sjá að okkar samningsstaða er grátlega hræðileg auk þess hafa stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi fengið gagnrýni fyrir linku í garð Íslendinga sem stálu sparnaði ríkisborgara þeirra og þeirra skatttekjur fara í að greiða þetta niður að miklum hluta og veita íslendingum hagstæð lán til lengri tíma til að standa við skuldbindingar sínar. Við verðum ekkert látin sleppa án blóðtöku vegna þess að ástæðan er eftirlitsleysi og grunsamlegt framtaks og athafnaleysi FME, Seðlabanka og Ríkisstjórnar.
3. Síðan og ekki síst eru þeir sem halda að við getum farið lagaleiðina og þar hafa verið týnd fram hin ýmsustu rök en sammerkt er að flestir sem halda því fram eru ósigldir íslenskir lagatæknisérfræðingar. Þessi sigling í átt að gera þetta að dóms og lagamáli mun geta tekið langan tíma og mínar heimildir herma að við gætum hreinlega tapað því máli og hver er staðan þá auk þess væri allt efnahagslíf á HOLD enda er lausn þessarar deilu undir lausninni komin.
Það hefur verið hörmulega á okkar málstað haldið og hef ég talsvert fylgst með umræðunni hér á Norðurlöndum og það hefur ekkert um þetta verið fjallað. Það furða sig flestir á því hvers konar spilling hefur þrifist og að enginn skuli vera handtekinn, ákærður eða dæmdur. Við Íslendingar komum afskaplega aulalega út milt sagt annað hvort erum við barnalegir aumingjar eða fjárglæframenn eða allt í senn.
Held í raun að staða Íslands hafi nánast aldrei verið veikari og ekki bætir það að forsætisráðherran er vart mælandi á erlenda tungu og er væntanlega einangraðasti stjórnmálaleiðtogi í vestrænu landi. Þegar maður ber radarparið Össur sem utanrikisráðherra og Jóhönnu sem forsætisráðherra við næst minnsta landið á Norðurlöndum, Noreg þar er Stoltenberg forsætisráðherra og Støre utanríkisráðherra, þá liggur bara við að maður társt. Þetta eru menn sem tala frönsku, þýsku og ensku lýtalaust og eru góðvinir flestra Evrópuleiðtoga og Støre hefur sambönd langt inn í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Þetta er fólk sem getur mætt í viðræðuþætti í franska, þýska sjónvarpinu og ekki bara á ensku. Þeir greiða í sjóði AGS/IMF og njóta virðingar fyrir góða efnahagsstjórn. Við eins og þurfalingar ómælandi og flestir íslenskra stjórnmálamenna lítt eða ósigldir og amatörar.
Tel líklegt að nei við Icesave nauðarsamningnum þýðir í raun að við lendum upp á kannt við vestur Evrópu og án efa getur okkur verið kastað úr EES það er í hæsta máta liklegt, stór hætta á að við fáum á okkur refsitolla og það verður girt fyrir lánsfé til okkar. Líklegt er að AGS/IMF muni yfirgefa landið og við látin um okkur sjálf. Við höfum ekkert lánstraust, greiðslugetan er skert en það sem mun þá skipta mestu er greiðsluvilji okkar er ekki álitin vera til staðar. Við verðum eins og pólitískt, efnahagslegt og siðferðilegt rekald. Fall Icesave mun valda stjórnarkreppu og klofningi VG.
Án gjaldeyrisvarasjóðs og án lánstrausts, skuldug og einangruð og vinalaus smáþjóð. Nei ég held ekki að þetta verði neitt sérstaklega fallegur endir á þessu. Ég óttast að með að fella Icesave mun verða okkur miklu miklu meira pólitískt og efnahagslegt áfall en að samþykkja Icesave.
Gunnr (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 06:55
PS.
Fjórði möguleikinn og setja enhver skilyrði við ríkisábyrgð á IceSave er einungis pólitískt yfirklór til að bjarga þeim sem hafa múrað sig út í horn og samþykkja samninginn en í raun ef settir verða fyrirvarar sem máli skipta er það sama eins og að hafna samningum, svona kurteislegt nei, takk en það mun hafa sömu áhrif og Nei.
Gunr (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 07:06
Já þessi farsi er að enda eins og grískur harmleikur held ég þar sem allir deyja.
Það er klárt að í skjóli sofandi embættismannakerfis fengu Sigurjón Digri og félagar að ræna sparnaði hundruða þúsunda evrópubúa. Þar af leiðandi erum við ekkert í sérstaklega góðri samningsstöðu.
Þar af leiðir þurfum við að samþykkja þessa ríkisábyrgð með þeim fyrirvörum að:
1. Greiðsluplan samningsins kúvendi ekki afkomu okkar um komandi ár, þ.e.a.s. verði hlutfall af hagvexti.
2. Réttarstaða verði samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum þar sem Landsbankinn er Íslenskur og um er að ræða íslenska ríkisábyrgð. Kjósi gagnaðilar að bæta sparifjáreigiendum umfram lögboðið lágmark skv. EES samningum er það á þeirra reikning. Þeir geti þó gert kröfu í búið (Landsbankans) en það sé ekki forgangskrafa.
Við verðum þó að átta okkur á því að ræningjar fá yfirleitt ekki samning um greiðsluplan. Flestir ræningar sem ég þekki, sem kemst upp um, eru dæmdir go fangelsaðir.
Árni (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 09:59
Því miður hefur Gunnar hér að ofan lög að mæla. Ögmundur tekur náttúrulega alla ábyrgð á því fyrir hönd stjórnarandstöðunnar.
Gísli Ingvarsson, 11.8.2009 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.