7.8.2009 | 11:24
Samið var með fyrirvara um samþykki Alþingis
Við skulum alveg hafa það á hreinu, að samið var með fyrirvara um samþykki Alþingis. Undirritun íslenskra ráðmanna/samningamann tekur ekki gildi fyrr en samþykki Alþingis liggur fyrir. Ekki ganga í þá gildru Breta að búið sé að semja. Það er vissulega rétt, en var gert með fyrirvara.
Alþingi hefur samkvæmt samningnum síðasta orðið að hálfu Íslands. Þetta vita viðsemjendur okkar. Vissulega eru allir fyrirvarar í reynd höfnun á einstökum hlutum samningsins, en þeir þurfa ekki að vera höfnun á þeirri megin hugsun í samningnum að Tryggingasjóður innistæðueigenda sé ætlað að standa við skuldbindingar í samræmi við íslensk lög þar að lútandi og tilskipun ESB. Það er útfærslan sem er verið að hafna.
Steingrímur J. óttaðist afleiðingar í Kastljósviðtalinu í gær og sagði að skuldbindingarnar falli á Tryggingasjóðinn núna 1. september. Við skulum hafa í huga, að Landsbankanum hefur, vegna ofbeldis breskra stjórnvalda, ekki verið ennþá gefið færi á að greiða út innistæðurnar. Bretar geta ekki komið í veg fyrir svo mánuðum skiptir að málið fari í eðlilegt ferli og síðan öskrað stuttu eftir að Landsbankinn öðlast svigrúm til að borga: "Þið eruð ekki búin að borga. Vanskila fólk, vanskila fólk."
Sé uppi ágreiningur í máli og annar aðilinn gerir hinum ókleift að sinna lögboðnu hlutverki sínu, þá um leið breytast allar tímasetningar. T.d. ef banki á Íslandi er með kröfu á viðskiptavin og kröfunni er vísað til dómstóls vegna ágreinings um réttmæti kröfunnar, þá getur bankinn EKKI skráð viðkomandi á vanskilaskrá Creditinfo eða sambærilegra aðila. Meðan réttarfarslegur ágreiningur er í meðför dómstóla eða í samningaferli milli deiluaðila, þá er ekki um eiginleg vanskil að ræða. Það sama á við um þetta ferli. Bretar frystu eigur Landsbankans. Það þýddi í reynd að fyrsti kostur, þ.e. að bankinn greiði út innistæðurnar, hefur ekki verið fullreyndur. Landsbankinn var búinn að vera að greiða út innistæður, þegar eignir hans voru frystar. Það höfðu verið að fluttir peninga frá Íslandi til Bretlands svo hægt væri greiða út. Það voru ofbeldisaðgerðir Breta sem komu í veg fyrir að þessu væri framhaldið. Hvers vegna það gerir samningsstöðu okkar veikari og þeirra sterkari hef ég aldrei geta skilið. Það ætti að vera öfugt.
„Það er búið að semja!“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 104
- Sl. sólarhring: 183
- Sl. viku: 379
- Frá upphafi: 1680667
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég skil þetta samt þannig að samningurinn liggur fyrir og er undirritaður af fulltrúm framkvæmdavalds þjóðanna. Það sem á vantar en er í einu samningsákvæðinu að lánið sem fylgir (því þetta er öðrum þræði lánasamningur) sé baktryggt af Íslenska ríkinu með leyfi Alþingis. Þar setendur knífurinn en ekki í sjálfum samningnum. Hann er ekki til samþykktar alþingis bara verið að uppfylla tryggingaskilmálann.
Gísli Ingvarsson, 7.8.2009 kl. 11:37
Það var reyndar merkilegt að heyra Steingrím J., sem ítrekað hefur fullyrt að við höfum enga leið til að láta reyna á lagalega stöðu okkar, lýsa því yfir í Kastljósinu að verði samningum ekki lokið í október renni út sá frestur sem Innistæðutryggingasjóðurinn hafi til að greiða út. Gerist það muni Bretar og Hollendingar fara í mál við sjóðinn.
Og hvar munu þeir fara í mál við sjóðinn? Fyrir héraðsdómi Reykjavíkur ekki satt?
Steingrímur er semsagt í öðru orðinu að segja að við getum ekki látið reyna á lagalega stöðu okkar, en í hinu að segja að borgum við ekki fyrir október muni Bretar og Hollendingar láta reyna á lagalega stöðu okkar og það fyrir íslenskum dómstólum?
Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:51
Kristbjörn Árnason, 7.8.2009 kl. 12:16
Kristbjörn, enn sem komið er, er löggjafarvaldið og þar með fjárveitingarvaldið í höndum Alþingis. Þess vegna eru allir samningar gerðir með fyrirvara um samþykki Alþingis. Á hverju einasta ári breytir Alþingi samningum sem hafa verið undirritaðir með því að veita ekki því fjármagni í verkefni í samræmi við ákvæði samningana. Þetta gildir um þennan samning líka.
Það segir í samningnum að hann taki ekki gildi fyrr en Alþingi hafi samþykkt hann. Ef svo væri ekki, þá þyrftum við ekki Alþingi. Við gætum bara falið sendiherrum að gera milliríkjasamninga og þeir geta bara samið um hvað sem er. Alþingi gaf fjármálaráðherra umboð og setti skilyrði. Ráðherrann virti skilyrðin að vettugi, þegar erindisbréf sendiherrans var gefið út. Samningurinn er því andstöðu við vilja Alþingis. Hvort ræður þá? Undirritaður samningur eða Alþingi?
Marinó G. Njálsson, 7.8.2009 kl. 19:11
Alveg rétt hjá þér Marinó. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki alþingis.
Það er skylda Alþingis að leggja sitt mat á samninginn og hafna honum ef hann er ekki nógu góður, jafnvel þótt samninganefndin telji hann frábæran. Næsta skref er þá að senda aðra og betri nefnd til að ná samningi sem Alþingi getur fallist á. Sá samningur gæti ekki orðið verri en sá sem nú liggur fyrir.
Frosti Sigurjónsson, 7.8.2009 kl. 21:08
Frosti, það þarf náttúrulega vana business samningamenn. Það er það sem Bretar hljóta að hafa gert. Menn sem hafa það eitt að markmiði að hámark arðinn af samningnum og/eða lágmarka tapið. Það sem mér finnst aftur skipta mestu máli, er að samninganefndin vann ekki eftir þeirri meginlínu sem Alþingi lagði. Það eitt er næg ástæða til að hafna samningnum.
Marinó G. Njálsson, 7.8.2009 kl. 21:20
Góður punktur hjá þér, verst að Steingrímur og samfylkingin eru þeirrar skoðunar að alþingi beri skilda til þess að samþykkja ábyrgðina án raunverulegra fyrirvara og/eða varnagla.
Svolítið annar Steingrímur í dag en sá sem talaði um jólaleytið um lýðræði og þing..........mér fannst sá gamli betri.
Elías Pétursson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 21:22
Pressan gengur lengra en Morgunblaðið, en þar segir að ríkisstjórnin hafi lofað Bretum að Alþingi myndi samþykkja Icesave-samninginn.
Þeir tala um að ríkistjórnin hafi skuldbundið sig til að fá Alþingi til að samþykkja nauðgunarsamninginn.
Er ekki hægt að kæra ríkisstjórnina fyrir brot á íslensku stjórnarskránni, ef þetta reynist rétt?
Theódór Norðkvist, 7.8.2009 kl. 22:09
Marinó
Í Kastljósi í gær sagði Steingrímur orðrétt: "Íslendingar ERU búnir að klúðra málunum" sem segir okkur að samkvæmt þessum ágæta náunga er hann búinn að sætta sig við að það sem gerðist í samfélaginu eru afleiðingar þess að íslendingar kusu xD í fjögur kjörtímabil til stjórnar og þar af leiðandi eiga slík örlög vel skilið. Þið skuluð nú súpa það illa seyði......aumingjar....segir Steingrímur.
Aðalmálið er að menn eru ennþá að tapa sér í flókinni flokkspólitík í staðin fyrir að leggja slíkt til hliðar og sameina krafta til þess að gera vel. Ætlum við séum ennþá í afneitun gangvart staðreyndum?
Haraldur Haraldsson, 7.8.2009 kl. 23:02
Ég er orðin frekar leið á því hvað allir flækja þetta mál með pólitískum og tilfinningalegum hugleiðingum. Hvernig væri að hugsa þetta bara í staðreyndum, hér eru nokkrar:
Nr. 1: Það var framið lögbrot af þeim aðilum sem undirrituðu samningana við Breta og Hollending þar sem þeir fela í sér ríkisábyrgð. Skv. 40. grein stjórnarskrár Íslands er ekki heimilt að skuldbinda ríkið nema lagaleg heimild sé fyrir því! Hér getið þið séð þetta orðrétt úr stjórnarskránni. Samningarnir eru fyrir vikið ólöglegir þar sem aðilar höfðu enga lagalega heimild fyrir því að undirrita samninga er kváðu á um ríkisábyrgð. Málið snýst því ekki bara um ríkisábyrgð á samningum sem þegar hafa verið samþykktir, eins og margir vilja meina, heldur um ólögmæta samninga sem við þurfum að hafna. En um leið þurfum við að útskýra okkar mál!!! Við þurfum að útskýra að við munum ekki hlaupa frá þeirri ábyrgð sem okkur ber og við þurfum að kynna okkar málstað mun betur en raun ber vitni. Mér finnst t.a.m. mjög óeðlilegt að ekki séu nein tjáskipti í gangi varðandi þessi mál á milli þjóða, sbr það sem SJS lýsti yfir í fréttum í kvöld. Ef einhvern tímann er þörf fyrir tjáskipti til að koma okkar sjónarmiði á frafæri þá er það núna!!
Esther Anna´Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 03:20
Ég er orðin frekar leið á því hvað allir flækja þetta mál með pólitískum og tilfinningalegum hugleiðingum. Hvernig væri að hugsa þetta bara í staðreyndum, hér eru nokkrar:
Nr. 1: Það var framið lögbrot af þeim aðilum sem undirrituðu samningana við Breta og Hollending þar sem þeir fela í sér ríkisábyrgð. Skv. 40. grein stjórnarskrár Íslands er ekki heimilt að skuldbinda ríkið nema lagaleg heimild sé fyrir því! Hér getið þið séð þetta orðrétt úr stjórnarskránni. Samningarnir eru fyrir vikið ólöglegir þar sem aðilar höfðu enga lagalega til að undirrita samninga er kváðu á um ríkisábyrgð. Málið snýst því ekki bara um ríkisábyrgð á samningum sem þegar hafa verið samþykktir, eins og margir vilja meina, heldur um ólögmæta samninga sem við þurfum að hafna. En um leið þurfum við að útskýra okkar mál!!! Við þurfum að útskýra að við munum ekki hlaupa frá þeirri ábyrgð sem okkur ber og við þurfum að kynna okkar málstað mun betur en raun ber vitni. Mér finnst t.a.m. mjög óeðlilegt að ekki séu nein tjáskipti í gangi varðandi þessi mál á milli þjóða, sbr það sem SJS lýsti yfir í fréttum í kvöld. Ef einhvern tímann er þörf fyrir tjáskipti til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri þá er það núna!!
Esther Anna´Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 03:27
Eins og svo oft áður hittirðu naglann á höfuðið Marinó. Ég held það væri ráð að láta þig vera í ráðgjafahóp næstu samninganefndar sem fer fyrir Íslandi, eða jafnvel stýra henni. Ég gæti trúað að þessi samninganefnd hafi verið plöguð af sektarkennd og minnimáttarkennd og mótaðilarnir hafa nýtt sér það í botn.
Ólafur Garðarsson (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 08:50
Ég held að þetta sé ekki rétt hjá ykkur. Ég held að samninganefndin hafi ekki gert nein mistök einfaldlega vegna þess að hlutverk hennar var ekki að ná góðum samningi. Markmiðið var bara eitt og það var að "koma málinu frá" til að við komumst inn í ESB. ESB málið hefur svo mikinn forgang hjá ríkisstjórninni að allt annað skiptir nákvæmlega engu máli í þeirra huga í samanburði. Þess vegna var Svavari og co andskotans sama hvort við borgum nokkur hundruð milljarða meira eða ekki. Þetta er hvort eða er bara klink í samanburði við að komast í ESB útópíuna. Þetta hljómar kannski fárámlega en þetta er það eina sem skýrir athafnir nefndarinnar og viðbrögð ríkisstjórnarinnar.
Árni (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.