6.8.2009 | 22:49
Innantóm loforð staðfest - Vaxtabætur eru skuldajafnaðar
Á vef RÚV er frétt um reiðan mann eða eins og segir í fréttinni:
Reiður skuldari gekk í skrokk á starfsmanni Innheimtustofnunar sveitarfélaganna í dag. Tveir aðrir hafa verið handteknir fyrir að óspektir í útibúum Kaupþings í gær og í síðustu viku.
Maðurinn sem kom í Innheimtustofnun sveitarfélaganna í morgun var ósáttur við að vaxtabætur sem hann átti inni voru teknar upp í skuldir við hið opinbera, samkvæmt lögum um skuldaaðlögun. Hann fékk viðtal við lögmann sem útskýrði fyrir honum stöðuna en þá brást hann hinn versti við.
Ég verð að segja eins og er, að ég skil reiði mannsins. Það vill nefnilega svo til, að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar leiddi í lög að vaxtabætur skyldu ekki skuldajafnaðar gegn skuldum við hið opinbera. Þetta var eitt af 18 atriðum sem ríkisstjórnin þessara flokka hreykti af til stuðnings. Ég skrifaði bloggfærslu um þessi atriði hinn 18. janúar og sagði þar um þetta atriði:
Fellt úr gildi að skuldajafna megi vaxtabótum: Skiptir máli fyrir þá sem fá vaxtabætur greiddar fyrirfram, sem ég veit ekki hvað það er stór hluti þjóðarinnar. Fyrir hina eru þetta fyrirheit sem nýtast fólki í ágúst og það er fullkomlega óvíst hvort þessi fyrirheit verða enn við lýði þá. Niðurstaða: Varla merkileg ráðstöfun og skuldirnar verða ennþá til innheimtu.
Nú er sem sagt komið í ljós að úrræðið var innantómt eða að starfsmenn Innheimtustofnunar sveitarfélaga vita ekki af ákvæðinu. Einnig er hugsanlegt að það hafi verið numið úr gildi sem væri alveg dæmigert fyrir árangurinn af "skjaldborginni um heimilin". Ekki satt.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 247
- Sl. sólarhring: 247
- Sl. viku: 522
- Frá upphafi: 1680810
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Það sem legst þungt í mig vegna svona fréttar er að þetta er rétt að byrja. Fáum smá bragð í haust/vetur og svo stefnir í nokkur hörð ár, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Það á sama tíma og stjórnvöld hentu nokkur hundruð milljörðum af almannafé í sparífjáreigendur, sjálfsagt svo hinir sömu sárþjáðu eigendur fjármagnsins geti hirt sem flestar því sem næst verðlausar fasteignir eftir fleiri þúsund gjaldþrot heimiliana.
Hvernig gengur annars að skipa í verkfallsstjórnina?
sr (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 23:10
Þessi ríkisstjórn var sett saman til þess að reisa skjaldborg um heimilin í landinu. Þvi ættum við að fagna.
Sigurður Þorsteinsson, 6.8.2009 kl. 23:11
Síðan hvenær er meðlagsskuld "opinber gjöld"?
Eins og venjulega Marinó ertu að bera í bætifláka fyrir óafsakanlega hegðun rugludalls sem svíkst undan því að borga fyrir uppeldi barna sinna. Ég fæ ekki séð að hér sé ríkisstjórninni um að kenna
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 23:19
Ómar, ég er ekki að bera í bætifláka fyrir einn eða neinn. Ég er að benda á orð og efndir ríkisstjórna sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið í. Hafi verið sagt að vaxtabætur yrðu ekki skuldajafnaðar, þá gengur það jafnt yfir alla. Mér finnst það bagalegt, þegar menn standa ekki í skilum með meðlög. Sumir gera sér leik að því og slíka menn á að senda í fangelsi. Aðrir hafa einfaldlega ekki tekjur til að standa undir þessum greiðslum. Um þessar mundir fjölgar þeim sem eru í þeim sporum, m.a. vegna atvinnuleysis. Þeim fjölgar líka sem geta ekki séð börnunum á heimilum sínum farborða.
En, Ómar, þú segir "[e]ins og venjulega Marinó ertu að bera í bætifláka fyrir óafsakanlega hegðun rugludalls". Hvenær hef ég áður gert það sem þú telur mig vera að gera núna? Getur þú bent mér á það?
sr, verkfallsstjórnin verður fullskipuð á næstu dögum og þá fer allt á fullt. Við gengum frá þessu á stjórnarfundi í gærkvöldi. Framundan er langur og strangur vetur. Ef efndir loforða ætla að verða eins og stjórnvöld sýna í dag um að ekki verði tryggt fjármagn til að atvinnulaus ungmenni geti haldið áfram námi, þá býð ég ekki í þetta. Ríkið hefur ekki einu sinni tryggt þeim skólavist sem lög kveða á um að eigi að fá skólavist, hvað þá um 1.000 öðrum sem vilja gjarnan setjast á skólabekk.
Marinó G. Njálsson, 6.8.2009 kl. 23:48
Marinó
Ólíkt þér skil ég ekki reiði þessa manns eða manna. Sé manni ofboðið eða finnist manni réttur brotinn á sér en engin lagaleg úrræði til staðar þá fer maður og berst fyrir málstað sínum til að breyta málum. Glæpamenn sem þú skilur svo vel eru ekkert annað en það, glæpamenn.
Varðandi "venjulega" þá biðst ég afsökunar og dreg til baka ef það er rangt sem mig minnti að þú hefðir líka skilið reiði húsbrotsmannsins, sem á endanum reyndist vera svikahrappur.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 00:05
Marinó.
Ég tek til baka skilyrðið fyrir afsökunarbeiðninni. Það var heimskulegt af mér að nota þetta orðalag, án innistæðu (tvö dæmi gera ekki neitt að venju).
Þú færð því hér með skilyrðislausa afsökunarbeiðni frá mér.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 00:18
"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum", sagði góður maður fyrir tæpum 2.000 árum (líklegast um 1979 árum).
Já, ég skildi reið húsbrotsmannsins, en ég bar ekki í bætifláka fyrir hann vegna svika hans. Ég skil líka reiði þessa manns sem hefur vafalaust gert ráð fyrir að "skuldir við hið opinbera" innifæli þessa skuld. Ég er á engan hátt að réttlæta það að hann skuldi meðlag, ef það var þá málið. Innheimtustofnun sveitarfélaga rukkar líka ógreitt útsvar og fasteignagjöld, ef mér skjátlast ekki.
Tek undir það að tvö tilfelli flokkast samt varla undir "venju". Afsökunarbeiðni meðtekin.
Marinó G. Njálsson, 7.8.2009 kl. 00:23
Eitthvað var þessu breytt með bandormi núverandi ríkisstjórnar þar sem aðeins var bann við skuldajöfnuði barnabóta. Einnig er rétt að taka fram að þessi skuldajöfnuður fer ekki fram hjá Innheimtustofnun heldur er það Fjársýslan sem framkvæmir alla þessa skuldajöfnuði. Og ég fæ ekki séð að nokkuð réttlæti það að ganga í skrokk á starfsmönnum stofnanna sem vinna skv. þeim lögum sem þeim eru sett, alveg sama hve reiðir menn eru.
Karl Jón Jónsson (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 00:47
Sæll Marinó,
Ég vil bara taka undir þessa umræðu hjá þér og ykkur hérna! Það er alveg hægt að skilja reiði fólks þó maður sé ekki sammála því sem það gerir til að fá útrás reiði sinnar. Ég er langt frá því að vera hissa á að svona atvik komi upp og held því miður að þetta sé bara byrjunin á því sem gerist með versnandi afkomu fólks og því óréttlæti sem flestum finnast þeir hafi verið beittir, beint og óbeint í því efnahagslega fárviðri sem gengið hefur yfir.
Kveðja frá Port Angeles,
Arnór Baldvinsson, 7.8.2009 kl. 01:14
Sigurður Þorsteinsson ertu að grínast ,þvílík öfugmæli
Annars segi ég bara áfram Marinó , góðar greinar sem koma frá þér.
Einnig þá er ég sammála Arnóri að þetta sé aðeins byrjunin vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar varðandi heimilin í landinu, það eiga eftir að koma upp miklu fleiri og alvarlegri mál í vetur þegar örvænting fólks verður meiri, einnig eru nýjustu yfirlýsingar Árna Páls varðandi eðlilegar leiðréttingar á húsnæðislánum fólks alveg forkastanlegar og sýnir svo ekki verður um villst hroka hans gagnvart fólkinu í landinu, vonandi verður hann ekki langlífur í þessu embætti , sorglegur karakter.
Jón Ágúst (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.