20.7.2009 | 10:42
Ákvörðun um að taka ekki ákvörðun
Mér sýnist þetta vera ákvörðun um að fresta því að taka ákvörðun.. Þeir mega eignast bankann, en mega líka fá skuldabréf eða kauprétt. Það eina jákvæða við þetta er að Íslandsbanki virðist bara þurfa 25 milljarða frá ríkinu, sem er eins og skiptimynt samanborið við það sem áður var nefnt.
Glitnir eignast Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er hárrétt greining hjá þér Marínó. Þetta er ákvörðun um að gera ekki neitt enda eru bankarnir í skítnum, gjaldþrota, geta ekki endurfjármagnað sig og nú þegar og ótrúlegt að einhver erlendur aðili vilji henda inn góðum pening eftir slæmum enda fara þeir þá að bera ábyrgð á þessu. Gömlu og nýju bankarnir eru gjaldþrota og eins og ég skrifaði fyrir meira en ári síðan voru og eru þeir minna virði en skítaklessa.
Gunnr (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 11:04
Já, þetta er ákveðin sáttaleikur.
Það sem þetta segir okkur er í raun að staða bankanna hefur verið enn önnur en áætlað var. Eiginlega er þetta allt með ólíkindum. Þó virðist ætla að takast að ganga þannig frá hnútunum að það springur ekki allt í loft upp við þetta uppgjör. Þegar fram líða stundir og fólk rífur sig uppúr samsæriskenningahugarfarinu mun það skilja hversu mikilvægt það er uppá möguleika okkar til að spóla okkur uppúr drullupittinum.
Sævar Finnbogason, 20.7.2009 kl. 12:13
NOKKUD SKONDIRÐ
Arnar Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 22:43
Sáttaleikur? - erlendum kröfuhöfum er hér með afhent allt sem íslenskt er, fyrirtækin sem bankarnir hafa tekið yfir og eru með í gjörgæslu sem og yfirveðsettan íslenskan almenning. Væntanlega góður díll fyrir þá. Veit ekki með okkur sjálf. Hreint ekki.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 21.7.2009 kl. 00:53
Arinbjörn, held að þessir kröfuhafar eru ekkert að "græða" á þessu. Þeir fá hér tvo slæma kosti. Þessir aðilar eru að mestum hluta erlendar bankar að stærstu leyti þýskir sem hafa lánað Íslendingum bæði einka- og opinberum aðilum í áratugi og gera það væntanlega ekki meir.
Neyðarlögin standast ekki einu sinni íslensku stjórnarskránna og ríkið veit það og þessir aðilar vita það einnig og í raun höfum við Íslendingar ekki efni á að rétta heiminum fingurinn, það held ég að sé sannleikurinn og afleiðingin kemur á okkur sjálf eins og risastórt búmerang.
Menn tala um að rétta útlendingum allt sem íslenskt er. Já hvað fá þeir? Eimskipafélagið sem er með neikvætt eigið fé og stendur ekki undir skuldum. Icelandair/Flugleiðir sem er komið þannig líka. Tryggingafélög, eignarhaldsfélög og önnur félög sem hafa verið gjörsamlega rúin að skinni og tæmd af fjárglæframönnum til að fjámagna fjármálakúnstir sem í öllum vestrænum ríkjum væru glæpsamlegir og myndu tafarlaust uppskera langa og stranga fangelsisdóma og eignarupptöku. Kaup á hlutabréfum í sjálfum sér, afskriftir eigin lána, og dumpa skuldum inn í gömul og gróin fyrirtæki.
Skuldir heimila og fyrirtækja hverfa ekki en þær leggjast eðlilega á heimili, fyrirtæki og ef stjórnmálamenn vilja afskrifa þær þá leggjast þær að mestu af fullum þunga á skattpíndan almenning. Heldur fólk virkilega að það fái áfram að búa í glæsilegu einbýlishúsunum og keyra á glæsivögnum og skuldirnar bara strokast út?
Við erum að að súpa seyðið af lélegu stjórnkerfi, dómskerfi, fjölmiðlum gegnsýrt af pólitískri og fjárhagslegri spillingu. Við erum að súpa seyðið af fjárhagslegum ævintýramönnum eins og Milestone mönnum og ráðgjafa þeirra og forstjóra fyrrum Askar Kapital Tryggva Þór Herbertssyni, Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má, Ólafi Ólafssyni, Björgólfsfeðgum, Jón Ásgeir, Kaldbaksmönnum og öðrum minni spámönnum sem voru fyrrum dýrkaðir og dáðir sem alþjóðlegir fjármálasnillingar. Það er í raun merkilegt að enginn talar um ábyrgð endurskoðenda á öllu þessu og margir þeirra eru að vinna í skilanefndum fyrirtækja. Örlög endurskoðendafyrirtækisins Arthur Andersen og Enron muna væntanlega flestir en þeir voru hakkaðir í spað og kvarnaðir í frumeyndir sínar fyrir þátt sinn að því máli en það var í siðuðu ríki en ekki í "banana"lýðveldinu Íslandi hér fá þeir að valsa inn í skilanefndir.
Hef ekki heyrt nokkurn sýna nein iðrunarmerki eða biðja nokkurn afsökunar á einu eða neinu.
Núna er umræðan á íslandi um Icesave og Evrópubandalaginu og íslenskt þjóðfélag er skilið eftir í fullkomlega rjúkandi rústum. Minni almennings er skammvinnt og hvers vegna halda menn að kvótagreifarnir hafi yfirtekið Morgunblaðið og að Jón Ásgeir og co. haldi ennþá dauðahaldi yfir sinni fréttaveitu, það er alla vega ekki til að græða á því það er nú víst.
Gunnr (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 01:31
http://www.visir.is/article/20090720/FRETTIR01/814406333/-1
Það er með ólíkindum hvernig heilt bankakerfi varð ræningjavætt," segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands
Og hann bendir réttilega á að lífeyrissjóðirnir eiga einnig talsvert af fé hér.
Gunnr (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 01:44
Arinbjörn, ég er ekkert viss um að þetta sé neitt sérstaklega góður díll fyrir þá. Best fyrir þá hefði verið að bankarnir færu ekki á hausinn því þeir eru bara að fá smotterí uppí það sem þeir lánuðu.
Hinsvegar er þetta afleiðingin af neyðarlögunum. Við (ríkið) tókum allar góðu eignirnar út úr þrotabúunum manstu.
Sævar Finnbogason, 21.7.2009 kl. 01:55
Er verið að ræna okkur enn og aftur? http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/917611
Yfirtaka eignasögn á bókfærðu virði þeirra. Hvað finnst þér um það Marinó?
Baldvin Jónsson, 21.7.2009 kl. 02:04
Ef þeir eiga að taka eignasöfnin yfir á bókfærðuverði, þá lýst mér ekkert á það. Ég held aftur að 66% niðurfærsla Nýja Kaupþings hafi ekki verið nóg og þess hafi þurft að koma framlag frá "gamla" Kaupþingi, sem kröfuhafar voru ekki til í að leggja fram. Annars finnst mér þessi umræða vera alltaf á sama grunni: Ekki eru nægar upplýsingar til að móta sér afstöðu eða átta sig á stöðunni.
Marinó G. Njálsson, 21.7.2009 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.