14.7.2009 | 15:27
31. mars voru heildarskuldir 4.483 milljarðar
Samkvæmt tölum af vef Seðlabankans voru heildarskuldir þjóðarbúsins erlendis sem hér segir 31. desember 2008 og 31. mars 2008:
Erlendar skuldir og vextir | ||
M.kr. | 2008, IV | 2009, I |
Seðlabankinn | 370.959 | 288.727 |
Hið opinbera | 532.251 | 541.214 |
Innlánsstofnanir aðrar en gömlu bankarnir | 1.149.586 | 2.214.542 |
Aðrir geirar | 1.171.441 | 1.022.462 |
Bein fjárfesting | 425.231 | 416.387 |
Erlendar skuldir, alls annarra en gömlu bankanna | 3.649.468 | 4.483.332 |
Erlendar skuldir án innlánsstofnana | 2.499.882 | 2.268.790 |
Erlendar eignir, alls annarra en gömlu bankanna | 3.324.882 | 2.794.801 |
Nettó staða - skuldir umfram eignir | 324.586 | 1.688.531 |
Ársfjórðungsvextir miðað við 5% á ári miðað við nettóstöðu | 4.057 | 21.107 |
Nettóvextir á síðasta ári/áætlun fyrir þetta ár | 54.050 | 84.427 |
Ársvextir miðað við 5% og skuldir alls | 182.473 | 224.167 |
Gengi ISK/USD í lok tímabils | 120,87 | 122,35 |
Verg landsframleiðsla (VLF) 2008 | 1.465.065 | 1.465.065 |
Hlutfall skulda af VLF 2008 | 249% | 306% |
Gjaldeyristekjur 2008 | 655.053 | 655.053 |
Hlutfall skulda af gjaldeyristekjum 2008 | 557% | 684% |
Ársvextir sem hlutfall af VLF | 12,5% | 15,3% |
Ársvextir sem hlutfall af gjaldeyristekjum | 27,9% | 34,2% |
(Allar tölur fengnar af vef Seðlabankans fyrir utan upplýsingar um verga landsframleiðslu og gjaldeyristekjur, sem fengnar eru af vef Hagstofunnar.)
Ég vil þó vekja athygli á því að skuldir um fram eignir voru "bara" 1.688 milljarðar í lok 1. ársfjórðungs.
Mikið er talað um hlutfall skulda miðað við verg landsframleiðslu, en ég hefði haldið að menn ættu ekki síður að hafa áhyggjur af hvert hlutfallið er af vergur gjaldeyristekjum. Það er jú gjaldeyririnn sem streymir inn í landið, sem er notaður til að greiða vexti og afborganir af þessum lánum.
---
Ég og Haraldur Líndal Haraldsson, hagfræðingur, mættum á fund fjárlaganefndar sl. þriðjudag og kynntum greiningu Haraldar á stöðunni um síðustu áramót og í morgun vorum við á fundi efnahags- og skattanefndar. Sumir þingmenn virtust átta sig á alvarleika stöðunnar meðan þetta voru nýjar fréttir fyrir aðra. Mig grunar að vinna Seðlabankamanna um helgina hafi verið afleiðing af fundi okkar Haraldar með fjárlaganefnd í síðustu viku, enda nauðsynlegt að þingið viti hver skuldastaðan er áður en tekin er ákvörðun um að bæta litlum 650-700 milljörðum við.
Stefna í að vera yfir 200% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 26
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 223
- Frá upphafi: 1679918
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 201
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þessi liður eykst um meira en 1000 milljarða: Innlánsstofnanir aðrar en gömlu bankarnir
Ég segi nú bara eins og maðurinn um árið; Hægðir!
Hvað var Gylfi Magnússon eiginlega að spá þegar hann var að segja að það nægði að bakka innflutningi aftur til ársins 2002-3 og halda útflutningi óbreyttum sem ætti að skila 1 milljarði evra í afgang og þar með væri þetta ekkert mál!
Síðan eru það fyrirhuguð lán gegnum IMF og vinaþjóðir upp á hvað -700 milljarða - það bætist við þetta?
Ólafur Eiríksson, 14.7.2009 kl. 17:59
Samkvæmt áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er ríkið komið í þrot þegar skuldirnar fara upp fyrir 240% af vergri landsframleiðslu.
Skuldirnar virðast vera komnar upp fyrir það mark og aðgerðir ríkisstjórnarinnar virðast vera að gera stöðu þjóðarinnar enn erfiðari með því að afsala griðum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 19:57
Það er alveg furðulegt Marínó að fjöldi þingmanna virðist vera ómeðvitaður um þessa stöðu.
Ég held að Lilja Mósesdóttir sé einn fárra þingmanna sem skilur alvarleika stöðunnar enda er hún doktor í hagfræði.
Aðrir þingmenn virðast margir hverjir hunsa þær upplýsingar sem liggja fyrir og hafa jafnvel legið fyrir um hríð um stöðu ríkissins og stöðu þjóðarbúsins.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 20:01
Marinó, ég tek ofan fyrir ykkur Haraldi. Að hafa elju til að uppfræða þingmenn vora ber vott um óvenjulega þrautsegju af ykkar hálfu. Sjálfur sé ég ekki til botns í þessu hyldýpi.
Gunnar Skúli Ármannsson, 14.7.2009 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.