Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ætti krónan að styrkjast?

Krónuræsknið hefur verið heldur ræfilslegt undanfarna mánuði.  Skýringin er einföld.  Foreldrarnir eru búnir að missa trúna á hana.  Henni var því vísað á dyr og gert að spjara sig sjálfri.  Jú, vissulega fékk hún heimamund í formi gjaldeyrishafta og hárra stýrivaxta, en hvers virði eru slík sundhjálpartæki þegar ekki sést til lands í ólgusjó?

Almenningur hefur ekki trú á krónunni og leggur allan þann gjaldeyri sem hann kemst yfir inn á gjaldeyrisreikning.  Það sama gera fyrirtæki.  Enginn vill eiga það á hættu að verða röngu megin við hið óumflýjanlega gengishrun, sem verður þegar hjálpartækjunum sleppir.  Í landinu er óhemju mikið fé sem vill úr landi.  Því mun fylgja veiking krónunnar.  Hvernig væri bara að leyfa henni að gossa?

Ég velti því fyrir mér í haust, þegar gjaldeyrishöftin voru sett á, hvort það væri rétt ráðstöfun.  Hvort ekki hefði bara verið betra að gefa þeim sem vildu færi á að fara með peningana sína úr landi.  Ég sá fyrir mér að krónan myndi veikjast umtalsvert á stuttum tíma meðan hið óþolinmóða fjármagn væri að flæða út, ef það færi á annað borð.  Það er nefnilega málið.  Mér finnst það órökrétt fyrir erlenda aðila að fara með peningana sína úr landi með krónuna svona veika, nema menn telji að hún eigi eftir að veikjast meira. Sjáið til, eigi einhver 180 milljónir, þá fær viðkomandi 1 milljón evra á núverandi gengi, en fengi 1,5 milljón evra ef krónan styrktist um þriðjung.  Miðað við núverandi gengi, þá er viðkomandi að tapa stórfé á hverjum degi.  Hans hagur er því að gengið styrkist.

Fyrir íslenskan efnahag er betra að taka skell sem stendur stutt yfir, en það langvarandi ástand sem núna ríkir.  Það er líka þess vegna, sem "verðbólguskot" er betra en viðvarandi 12-16% verðbólga.  Eða stýrivextir upp á 20% í nokkra mánuði frekar en 12-15% í 2 ár.  Aðlögunarhæfni íslensks efnahagslífs hefur falist í því, að við höfum átt auðvelt með að fresta hlutum í stuttan tíma eða hraða verkum, þegar tímabundin lægð hefur komið.  Nú er ástandið öðruvísi.  Við erum með langvarandi vandamál.  Verðbólgan vill ekki hverfa, stýrivextir haldast háir, krónan er stöðugt veik og það sem verst er, læknirinn (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) hefur ekki hugmynd um hvað á að gera.  Hann hefur ekki farið í neina endurmenntun áratugum saman og fattar víst ekki breytingar sem hafa orðið í heiminum og áttar sig heldur ekki á því að Íslendingar eru vel menntuð þjóð.  Við áttum okkur á því meðulin virka ekki á sjúkdóminn, þar sem greiningin er röng.  Eina leiðin til að við getum farið að byggja upp er að ná viðspyrnu.  Það gerist ekki fyrr en krónan byrjar að hækka, stýrivextir fara niður fyrir 10% og verðbólgan er komin í 4-6%.  Það gerist ekki með gjaldeyrishöftum og innilokuðu fjármagni.  Höftin verða að fara og það fjármagn sem vill út landi líka.


mbl.is Telja engar líkur á styrkingu krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Vandamálið við að taka skellinn, sem sennilega er nauðsynlegt fyrr eða síðar, er hið sama og það var fyrir rúmu ári síðan þegar Robert Aliber stakk upp á því að krónan yrði látin falla: VERÐTRYGGING lánsfjár. Verðbólguskotið bætist umsvifalaust á höfuðstól lána og hverfur aldrei þaðan aftur.

Guðmundur Sverrir Þór, 4.7.2009 kl. 12:56

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þess vegna þarf að samþykkja fyrst lög um þak á verðtryggingu.  Við eigum ekki annarra kosta völ.

Marinó G. Njálsson, 4.7.2009 kl. 13:08

3 Smámynd: Guðmundur Sverrir Þór

Ég er hræddur um að það sé ekki vilji til þess þrátt fyrir fögur fyrirheit.

Guðmundur Sverrir Þór, 4.7.2009 kl. 13:22

4 identicon

Mig grunnar að það sé mjög sterk andstaða undirniðri hjá bönkum, Ríkisstjórnini og lífeyrissjóðum að fella EKKI niður verðtrygginguna eða eiga neitt við hana þótt þeir séu ekki að tala mikið um það opinberlega. Mig grunnar það nefnilega að þeir sem stýra bönkunum í dag fullyrði það í eyrun á þeim sem eru við stjórnina að bankarnir myndu falla aftur og þetta myndi gera endanlega útaf við hagkerfið.

Hvort það sé satt eða ekki, breyttir því ekki að það eru ákveðnir aðilar sem vilja ekki hreyfa við henni.

Svo lengi sem við höfum verðtrygginguna getur Samfylking hamrað á því að við reddumst bara á því að ganga í ESB og taka upp Evruna. Ég er ekkert að leggja nein dóm á það hvort ESB sé gott eða slæmt, bara veitt það ekki en EF verið er að "þvinga" fólk fjárhagslega og ESB er veifað sem lausn þá munn fólk sem hangir á nöglunum segja já við hverju sem er.

Kannski er ég bara orðin paranoid en því miður er traust mitt á Stjórnvöldum ekkert og tell að það sé meirra að gerast í bakherbergjunum en við vitum

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 22:59

5 Smámynd: Andrés.si

Krona muni frekkar falla. Og það mikið. En hún verður á stað eins og það er á meðan ferðamennska gengur í summar.  Svo einfalt er það. 

Andrés.si, 5.7.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 1680565

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband