Leita í fréttum mbl.is

Myndi þetta gerast á Íslandi?

Á vef Daily Telegraph er frétt þar sem segir að KPMG standi frammi fyrir 1 milljarðs dollara lögsóknar vegna undirmálslánafyrirtækisins New Century Financial Corporation.  New Century fór á hausinn og nú hafa kröfuhafar fyrirtækisins stefnt KPMG fyrir að vanrækja gróflega eftirlitshlutverk sitt ("grossly negligent audits").  Og enn frekar segir:

As New Century's auditor, KPMG failed its public watchdog duty...The result was catastrophic.

Af hverju New Century er notað sem fordæmi á sér sögulega skýringu.  Upphaf undirmálslánakreppunnar er oft tengt við fall fyrirtækisins árið 2007.

Spurningin er hvort svona eigi eftir að gerast hér á landi.  Ársreikningar og milliuppgjör bankanna, fjárfestingafyrirtækja og annarra helstu aðila sem síðar hafa tengst hruni efnahagskerfisins sýndu ekkert sem benti til þess sem síðar varð.  Skrifað var athugasemdalaust eða lítið upp á hvert uppgjörið á fætur öðru með afkomutölum og eignastöðu sem gaf ekki í skyn neitt af því sem hefur verið síðar hefur verið að koma í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Marinó !

Aðförin að Sigríði Benediksdóttir í rannsóknarnefnd Alþingis er bara eitt dæmi um hvernig þetta lið ætlar að vinna !

Ef þeim tækist að hrekja Sigríði úr embætti , með þeim rökum sem lagðar voru fram, þá ætlaði ,,klíkan" að ráðst næst á Evu Joly með sömu rökum . Eva hafði líka tjáð sig vegna þessara mála á svipuðum nótum. 

Það er þess vegna sem Eva Joly birtist hér á alndi með látum, og talaði fyrst við fjölmiðla , áður en hún talaði við dómsmálaráðherra eða aðra !

Það er orðið nokkuð ljóst að valdaklíkan , lögfræðingar og endurskoðendur, ætla að gera allt til að ekkert verði gert !

Marinó !

Við þurfum að losna við dómsmálaráðherran núverandi úr embætti !

Hún er úr þessari valdaklíku !

JR (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 22:11

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

úff hvað þetta er ljótt og víðtækt?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.6.2009 kl. 22:16

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vonandi verður svipuð málsókn hérna, í landi spillingar og frændsemi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.6.2009 kl. 01:28

4 identicon

Hér er komin ein sönnun þess sem ég skrifaði hér á undan :

http://pressan.is/Pressupennar/Lesagrein/she-ain%C2%B4t-a-jolly-good-fellow/

Þetta verður ekki það eina sem verður skrifað til að sverta Evu !

JR (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 01:54

5 identicon

Sæll Marinó,

Það fer lítið á milli mála að eitthvað mikið var að, ekki bara á Íslandi, heldur víða annarsstaðar.  Það varð ákveðinn siðferðisflótti í fjármálageiranum síðustu 10 ár og græðgi og ábyrgðarleysi hafa einkennt þennan áratug umfram annað.  Það þarf miklar tiltektir til að koma þessu kerfi á koppinn á nýjan leik.  Það er nokkuð ljóst af því sem má lesa og lesa á milli lína að siðferði í íslenska fjármálakerfinu var beinlínis ekki til!  Krosseignatengsl eigenda bankanna og þeirra sem skulda þeim mest eru yfirgengileg svo ekki sé meira sagt.  Mér sýnist að öllum helstu fyrirtækjum landsins hafi hreinlega verið breytt í pýramídadæmi með tilheyrandi afleiðingum.  Manstu eftir þegar albanska þjóðin varð nánast gjaldþrota á þessháttar dæmi fyrir nokkrum árum? 

Í kapítalísku kerfi framboðs og eftirspurnar gengur ósköp einfaldlega þannig að A lánar B til að kaupa hlut í A.  Hlutir í A hækka þar sem eftirpsurning eykst.  Þetta skapar A svigrúm til að kaupa í B sem hækkar svo í verði vegna eftirspurnar.  Þannig geta A og B hækkað verðgildi hlutabréfa fram og til baka án þess að nein eignamyndun eða fjárhagslegur rekstrarbati standi að baki.  Eina leiðin fyrir þetta dæmi til að ganga eru krosseignatengsl þar sem sömu aðilar geta setið beggja vegna borðsins og það að komast yfir banktastofnanir sem peningauppsprettu er alveg kjörið fyrir svona óþrifnað. 

Svo koma lögmannstofur og endurskoðunarskrifstofur að þessum málum og einhversstaðar hlýtur ábyrgð að liggja.  Allt er þetta uppáskrifað af endurskoðendum frá "virtum" alþjóða endurskoðunarfyrirtækjum.  Hvort þetta er löglegt eða ekki löglegt læt ég liggja á milli hluta, en það rifjast upp fyrir manni það sem Vilmundur heitinn Gylfason hafði oft yfir að þetta væri "Löglegt en siðlaust"  Frá mínum bæjardyrum séð er löngu komin tími til að íslendingar, sem þjóð og/eða einstaklingar, fari að krefjast þess fyrir dómsstólum að þeir sem stóðu á bak við þetta verði dregnir til ábyrgðar.  Hluthafar gjaldþrota fyrirtækja sem nánast tæmdust á einni nóttu virðast vera ótrúlega sáttir við þau málalok!  Að mínu mati þá hefur hver sá sem tapaði í þessu hruni mál að sækja.  Spurningin er hvar eigi að finna lögfræðinga og endurskoðendur og aðra, sem þurfa að koma að rannsókn og vitnaleiðslum, sem ekki voru á kafi í þessu líka og eru þar með vanhæfir!

Þetta íslenska hrun minnir mig alltaf á bókina "Not a penny more, not a penny less" eftir Jeffrey Archer.  Sú bók ætti að vera skyldulesning fyrir íslendinga núna - bæði vegna þess að hún lýsir svo vel ástandinu og hún er líka bráðskemmtileg svo hún gæti lyft drunganum svolítið:)

Kveðja frá Port Angles,

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband