11.6.2009 | 19:58
40% í fastar afborganir lána er ekki viðráðanlegt
Ég var á þessum fundi í dag og gerði nokkrar athugasemdir við framsetningu gagna. Ég spurði hvernig menn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að það væri viðráðanleg greiðslubyrði að greiða 40% ráðstöfunartekna í fastar afborganir lána. (Að vísu vantar LÍN inn í þetta.) Svarið sem ég fékk var frekar loðið. "Þetta er það sem menn miðað við" eða eitthvað í þá áttina. Ég spurði líka hvort inn í þessum tölum væru lán með frystingu og frestunum, þ.e. miðað væri við töluna sem fólk væri að greiða eftir að frysting eða frestun var komin til framkvæmdar. Þorvarður Tjörvi fór einn og hálfan hring með það svar og veit ég ekki niðurstöðuna. Þá spurði ég hvort menn hefðu samanburð frá því fyrir einu ári, tveimur árum eða lengra aftur í tímann. Svarið við því var nei. Þá spurði Friðrik Ó Friðriksson, félagi minn hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, hvort til væri samanburður við önnur lönd og aftur var svarið nei. Jú, það væri til tölur frá 2007 þar sem kæmi fram að íslensk heimili væru með þeim skuldsetnustu í Vestur-Evrópu (að mig minnir), en bent var á að tölurnar um Holland í þeim gögnum væru rangar.
Gögnin virðast ná til um 76 þúsund fjölskyldna af þeim um 100 þúsund sem eiga eigið húsnæði. Hver samsetningin á restin er, veit ég ekki.
Niðurstaðan er sú að allt of stór hluti heimilanna er að nota of hátt hlutfall ráðstöfunartekna í fastar afborganir lána. Þetta hlutfall á eftir að versna meðan ekki er gripið til aðgerða. 1/6 hluti af þeim 76.000 heimila sem könnunin náði til eru með mjög þunga greiðslubyrði, þ.e. greiða meira en helming ráðstöfunartekna í fastar afborganir lána. Ekki er vitað um stöðu 45-50 þúsund heimila. (Heimilin í landinu eru talin vera á bilinu 120-126 þúsund.)
Mér finnst mjög langsótt að telja það viðráðanlegt að greiða 40% ráðstöfunartekna í fastar afborganir lána. Mér finnst það líka fáránlegt að segja að í lagi sé að nota 30% af ráðstöfunartekjum í greiðslu húsnæðislána. Þau gögn sem ég hef séð um þessa greiðslubyrði miða við að heildarkostnaður við húsnæði sé ekki meira en þriðjungur af ráðstöfunartekjum, en inni í því eru skattar, tryggingar, fastur kostnaður af húsnæði, vatn, hiti og rafmagn, ekki bara afborganir lána.
Annars hef ég heyrt af því að aðgerðir séu í undirbúningi sem fela í sér niðurfærslu húsnæðislána. Ég hef þetta staðfest úr þremur ólíkum áttum. Þetta snúist um að Jóhanna og Steingrímur vilja eigna sér björgunina. Ég segi bara, að mér er sama hvaðan gott kemur, og sama hver eignar sér lausnina.
Greiðslubyrði 77% viðráðanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 82
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 1680564
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Skot í myrkri. Getur ekki verið að önnur heimili en þessi 76.000 hafi ekki fasteignaveðlán á heimilum sínum?
Elfur Logadóttir, 11.6.2009 kl. 20:11
Ég skil þetta ekki alveg, hvernig er hægt að reikna út ásættanlega greiðslubyrði í prósentum ??
Maður er á atvinnuleysisbótum, og hef 100þús eftir skatta, og er með 40% skuldabyrði, er það í lagi ?
En ef maður er með 1000þús eftir skatta, og er með 40% skuldabyrði, er það þá í lagi ?
Samkvæmt prósentureikningi er þetta eins, en þó hefur annar 600þúsund til ráðstöfunar, en hinn 60þúsund.
Ætli við höfum borgað mikið fyrir svona niðurstöðu ?
Börkur Hrólfsson, 11.6.2009 kl. 20:12
Það má benda á eitt búsetuform sem er án efa ekki með í þessum tölum um greiðslubyrði og það er Búseta-formið. Í því kerfi hefur leiga hækkað í takt við hækkun lána.
Helga Dögg
Helga Dögg (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 20:13
Elfur, Þorvarður Tjörvi var EKKI með þá skýringu. En menn úti í sal voru að giska á það. Þessi skýring stenst ekki, þar sem verið var að skoða mörg önnur lán líka.
Börkur, ég tek undir þetta með þér. Vandamálið er að það er ekki til neitt sem heitir framfærslugrunnur hér á landi og því er ekki vitað hvað fólk þarf nauðsynlega að nota peningana í.
Marinó G. Njálsson, 11.6.2009 kl. 20:16
Enda hreint skot í myrkri. Það verður "gaman" að heyra hver ástæðan er, þegar hún kemur í ljós.
Elfur Logadóttir, 11.6.2009 kl. 20:37
Mér finnst ekkert ólíklegt að 24.000 fjölskyldur í eigin húsnæði séu ekki með neinar skuldir, hvorki húsnæðillán né neyslulán. Ég þekki persónulega slíkar fjölskyldur. Það er mikill fjöldi eldra fólks, sem keypti sínar íbúðir á óðaverðbólguárum áttunda áratugsins með óverðtryggðum lánum, sem er búið að greiða lánin upp og þá oft samfara því að minnka við sig eftir að börnin eru farinn að heiman.
Ég er sammála því að það er ekki rétt viðmið að miða við prósentur. Það þarf að miða við einhvern framfærslugrunn og síðan þarf að miða við heildarkostnaðinn af húsnæði með lánum, sköttum og öllu tileyrandi.
Sigurður M Grétarsson, 11.6.2009 kl. 20:42
Sæll Marinó.
Í USA er gert ráð fyrir að ekki meira en 30% af ráðstöfunartekjum (kaupverð í takt við tekjur) fari í húsnæðiskostnað (með öllum sköttum og tryggingum).
Þar virðast allar tölur vera á hreinu um skuldir heimila (úr öllum fylkjum), hér eru upplýsingar:
http://www.project.org/info.php?recordID=411
Síðan var skýrsla sem ríkisstjórn Obama tók saman með áætlun um aðstoð við skulduga.
http://www.reuters.com/article/topNews/idUSN0349273420090304?feedType=RSS&feedName=topNews&pageNumber=1&virtualBrandChannel=0
Eftir lækkun húsnæðisverðs var talið að skuldir 20% húseigenda væru hærri en eignir (underwater) og ef íbúðarverð lækkaði enn meira stækkaði sá hópur.
Sigurbjörn Svavarsson, 11.6.2009 kl. 20:55
Hérna er miðað við 45% markið þegar kemur að því að telja lán undirmálslán. Það er hinsvegar talsverður munur á Íslandi og Bandaríkjunum svo það er kannski erfitt að bera saman.
Héðinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 00:46
Heill og sæll Marinó og Sigurbjörn.
Mig langar að leggja orð í belg vegna umræðu um hlutfall húsnæðislána af tekjum í ríkjunum bandarísku. Þetta eru jú Bandaríkin en ekki Bandafylki.
Ég er húsnæðiseigandi hér vestra og hef tekið húsnæðislán. Þegar eftir því var leitað urðum við að leggja fram staðfest afrit launaseðla. Ástæðan sú að húsnæðilánakerfið hér gerir ráð fyrir að afborganir, fasteignaskattar og tryggingar af fasteing ásamt öðrum skuldaafborgunum fari ekki yfir 36% af heildartekjum lántakenda fyrir skatt og þessháttar. Held að það séu ekki ráðstöfunartekjur. Séu skattar og önnur gjöld dregin frá heildartekjum og fundnar ráðstöfunartekjur verður hundraðshlutinn mun hærri en þeir 36 sem að framan eru taldir. Rétt er að fram komi að fasteignaskattar hér eru einu tekjur sveitarfélaga og eru því hliðstæður skattur og útsvar á Íslandi.
Þið getið skoðað reiknivél sem um þetta fjallar tildæmis þessa:
http://www.bankrate.com/aff/calc/newhouse/calculator.asp
Munið að spurt er um mánaðarlegar tekjur. Hér er greitt af húsnæðislánum mánaðarlega og vextir eru fastir allan lánstíman og ekkert rugluð vísitölubinding þar. Því lækkar hlutfall afborganna með tímanum. Vextir fara eftir lánstíma 30 ára lán eru nú með um 5,5% vöxtum og afborgun þekkt .
Þannig veit lántakandi sem tekið hefur 100.000 dala lán til 30 ára á 5.5% vöxtum að hann mun greiða 567,79 dali mánaðarlega næstu 360 mánuði óháð verðlagsbreytingum. Lán má greiða upp hvenær sem er án uppgreiðslugjalds. Væri lánið tekið til 15 ára á núverandi 5,25% vöxtum yrði mánaðrgreiðslan næstu 180 mánuði 803,88 dalir.
Skoðið þessa reiknivél:
http://www.bankrate.com/aff/mortgage-calculator.asp
Í stuttumáli, ekki er miðað við 30% af ráðstöfunartekjum heildur 36% af heildartekjum.
Emil (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 04:16
Það má líka benda á að framfærslukostnaður er ekki sambærilegur í BNA og á Íslandi.
Hér er ekki samkeppni, hér hafa allir keppst við að ná sem mestu út úr smælingjunum áður en þeir kikna.
Ellert Júlíusson, 12.6.2009 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.