Leita í fréttum mbl.is

Ferð leiðsögunema um Ísland

Dagana 13. - 18. maí sl. fór ég í hringferð með samnemendum mínum við Leiðsöguskólann.  Þetta er svona síðasta æfing leiðsögunemans áður en honum er hent út í alvöruna.  Ég ritaði greinarkorn um ferðina og er hana að finna á vef Félags leiðsögumanna.  Fyrir þá sem hafa áhuga, þá er hana að finna hér. Þetta er word-skjal, sem opnast eða er hægt að hlaða niður.

Í stuttu máli var ekið frá Kópavogi um Vesturlands til Stykkishólms og síðan á Hellissand.  Dag tvö var ekið eftir norðan verðu Snæfellsnesi um Laxársdalsheiði gegnum Húnavatnssýslu til Löngumýri í Skagafirði. Á degi þrjú var komið við á Hofsósi, Hólum í Hjaltadal, Akureyri á leið á Mývatn.  Dagur fjögur lá um Möðrudalsöræfi yfir í Jökuldal, Fljótdal og eftir fjörðunum suður á Breiðdalsvík. Næsta dag var ekið sem leið lá niður á Höfn og síðan að Hala í Suðursveit.  Síðasta daginn var ekið sem leið lá til Reykjavíkur með stuttum stoppum.

Nú ef einhvern vantar leiðsögumann með litlum eða stórum hópum, þá er bara um að gera að hafa samband.  Best er að nota tölvupóstfangið mgn@islandia.is.  Ég leiðsegi bæði á íslensku og ensku.

Höfundur er leiðsögumaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Til hamingju með áfangann. Þú ert að fara í starf sem gerur verið skemmtilegt og gefandi og líka stundum erfitt og krefjandi en afskaplega sjaldan leiðinlegt. Ég sat í hinu framsætinusætinu í rútunni (þessu með stýrið fyrir framan) í 13 sumur og sakna þess alltaf pínulítið að hafa ekki ferðamannahópa í kringum mig. Velkominn á vit ævintýra.

Einar Steinsson, 11.6.2009 kl. 12:47

2 identicon

Til hamingju með áfangan Marínó!  Örugglega eitt það skemmtilegasta nám sem til er.

Gunnr (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband