10.6.2009 | 23:08
Ferð leiðsögunema um Ísland
Dagana 13. - 18. maí sl. fór ég í hringferð með samnemendum mínum við Leiðsöguskólann. Þetta er svona síðasta æfing leiðsögunemans áður en honum er hent út í alvöruna. Ég ritaði greinarkorn um ferðina og er hana að finna á vef Félags leiðsögumanna. Fyrir þá sem hafa áhuga, þá er hana að finna hér. Þetta er word-skjal, sem opnast eða er hægt að hlaða niður.
Í stuttu máli var ekið frá Kópavogi um Vesturlands til Stykkishólms og síðan á Hellissand. Dag tvö var ekið eftir norðan verðu Snæfellsnesi um Laxársdalsheiði gegnum Húnavatnssýslu til Löngumýri í Skagafirði. Á degi þrjú var komið við á Hofsósi, Hólum í Hjaltadal, Akureyri á leið á Mývatn. Dagur fjögur lá um Möðrudalsöræfi yfir í Jökuldal, Fljótdal og eftir fjörðunum suður á Breiðdalsvík. Næsta dag var ekið sem leið lá niður á Höfn og síðan að Hala í Suðursveit. Síðasta daginn var ekið sem leið lá til Reykjavíkur með stuttum stoppum.
Nú ef einhvern vantar leiðsögumann með litlum eða stórum hópum, þá er bara um að gera að hafa samband. Best er að nota tölvupóstfangið mgn@islandia.is. Ég leiðsegi bæði á íslensku og ensku.
Höfundur er leiðsögumaður.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 81
- Sl. viku: 275
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Til hamingju með áfangann. Þú ert að fara í starf sem gerur verið skemmtilegt og gefandi og líka stundum erfitt og krefjandi en afskaplega sjaldan leiðinlegt. Ég sat í hinu framsætinusætinu í rútunni (þessu með stýrið fyrir framan) í 13 sumur og sakna þess alltaf pínulítið að hafa ekki ferðamannahópa í kringum mig. Velkominn á vit ævintýra.
Einar Steinsson, 11.6.2009 kl. 12:47
Til hamingju með áfangan Marínó! Örugglega eitt það skemmtilegasta nám sem til er.
Gunnr (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.