Leita í fréttum mbl.is

Altarisbríkin er þjóðargersemi

Alabasturstaflan í Möðruvallakirkju er þjóðargersemi og á ekki undir neinum kringumstæðum að flytja úr landi.  Það er sorglegt að henni hafi ekki verið gert hærra undir höfði, en þar er hún í flokki með ýmsum öðrum slíkum gersemum. 

Ég held, að Íslendingar og íslensk stjórnvöld, séu smátt og smátt að átta sig á því að víða um land eru stórmerkilegir hlutir sem eru hluti af menningararfi okkar.  Er vel að svo sé, en því miður hafa ýmsar gersemar glatast.  Líklegasta skýringin er sú að mönnum fannst ekkert gildi í því að varðveita hlutina.  Þetta voru gamlar og slitnar bækur sem gott var að nota í skó eða fúnir bátar sem voru til trafala eða húshjallar sem stóðu í vegi nýrra bygginga eða ókennilegar grjóthleðslur sem í lagi var að rista í sundur.

Í mörgum tilfellum eigum við útlendingum að þakka, að þjóðargersemar hafa varðveist.  Þannig á við um Glaumbæ í Skagafirði, þar sem m.a. langamma mín dvaldi á stundum hjá afa sínum.  Eða þá að einhverjir "furðufuglar" hafa tekið sig til og varðveitt sögulegar minjar af þrjósku eða áráttu.  Þannig á t.d. við um fjölmarga muni á Skógasafninu.

Við megum alls ekki líta svo á, að íslensk náttúra sé það eina sem Ísland geti boðið erlendum ferðamönnum.  Það er bara ekki rétt.  Ferðamönnum finnst mikið til alls konar safna koma.  Frakkar koma við á Fáskrúðsfirði til að skoða sögu fransmanna á Íslandi.  Vestur-Íslendingar koma við á Vesturfararsetrinu á Hofsósi.  Við þurfum að byggja á þessu og öðru sem gerir hvern stað sérstakan.  Hópur fólks hefur t.d. mikinn áhuga á nútíma kirkjum, aðrir vilja skoða fugla, torfbæi, byggðasöfn og svona mætti lengi telja.  Hægt væri að búa til ferðaáætlun um landið, þar sem ferðast væri milli þeirra kirkna sem geyma alabasturstöflur í sambland við náttúruskoðun eða eitthvað annað.  Þingeyri, Hólar og Möðruvellir yrðu hluti af slíkri ferð.  Gleymum því ekki að þetta eru allt forn mennta- og menningasetur sem hafa haft mikla þýðingu fyrir land og þjóð.

Höfundur er leiðsögumaður.


mbl.is Ráðherra leggst gegn sölu bríkurinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála þér, eins og svo oft áður. Ég þekki svona dæmi frá Neskaupstað en þar er elsta hús bæjarins, gamla Lúðvíkshús, látið grotna niður vegna þess að ekki fást peningar til að koma því í upprunalegt horf. Nú síðast átti svo að jafna það við jörðu til að rýma fyrir bílastæði og innkeyrslu að nýjum fokdýrum leikskóla sem er fyrirhugað að byggja, á fáránlegum stað niðri við sjóinn í grennd við höfnina. Þannig hefði "nýja" Lúðvíkshús sem stendur við hliðina á því gamla og á sér ekki síður merkilega sögu, verið umkringt með malbiki. Enn er búið í því í húsi og eru neðri hæðir þess að miklu leyti í upprunalegu horfi. Annað gamalt hús sem stóð á sama svæði, Stjarnan, var látið fuðra upp í "æfingaskyni" fyrir slökkvilið Fjarðabyggðar í fyrra og svo jafnað við jörðu ásamt fleiri gömlum byggingum á fyrirhuguðu byggingarsvæði leikskólans. Framkvæmdir hafa sem betur fer ekki hafist og eru nú í biðstöðu vegna efnahagsmála, en svona skipulagsslys eru því miður ekki einsdæmi.

Hafðu þökk fyrir góðan og uppbyggilegan málflutning Marínó.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2009 kl. 22:12

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Guðmundur, það er víða um land sem þetta er að gerast, en annars staðar hefur mönnum borið gæfa til að koma í veg fyrir slysin.  Ég var á Breiðdalsvík um daginn og þar ætluðu menn að jafna við jörðu gamla kaupfélagshúsinu.  Hætt var við það á elleftu stundu og húsið gert upp.  Hefur það tekist einstaklega vel og hýsir það nú þrjú söfn.  M.a. stórmerkilegt jarðfræðisafn um manninn, George Walker, sem fyrst kortlagði jarðfræði Austurlands og áttaði sig á hvers konar jarðfræðiundur svæðið er.

Marinó G. Njálsson, 10.6.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 212
  • Frá upphafi: 1679907

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband