Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverð stærðfræði íþróttafréttamanns

Í frétt mbl.is segir:

Þjóðverjar unnu Búlgaríu, 54:29, á útivelli í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla. Þetta er stærsti sigur þýska landsliðsins á útivelli síðan 1969 að það lagði Frakka með 20 marka mun, 33:13.

Þetta er stórmerkileg stærðfræði svo ekki sé meira sagt.  25 marka sigur er sá stærsti síðan að 20 marka sigur vannst 1969!  Hafi sigurinn árið 1969 í raun verið með 20 markamun, þá þarf nú að fara lengra aftur en til 1969 til að finna jafnstóran eða stærri útisigur.  Ég held að menn þurfi eitthvað að dusta rykið af grunnskólastærðfræðinni Grin  Mig minnir að það sé kennt í 1. eða 2. bekk að 25 sé stærri talan en 20. 

Kannski hefur átt að standa að fyrra met hafi verið 20 marka munur, 33:13, árið 1969.


mbl.is Metsigur hjá Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Marinó, ég er því miður bara ekki að skilja þessa röksemdafærslu þina gagnvart frétt og stærðfræðilegum útreikningum fréttamanns á samanburði á útskýrðum markamun frá 2 leikjum. það segir glögglega í fréttinni að þetta sé stærsti sigur þýska landsliðsins á útivelli síðan 1969 að það lagði Frakka með 20 marka mun, 33:13. Þetta kemur í raun og veru stærðfræði ekkert við, fréttamaðurinn var einungis að sýna fram á stærðarlegan markamismun á annarsvegar leik sem var 1969 og hinsvegar leik sem leikinn var núna nýlega, mér þykir það bara einfaldlega koma stærðfræði ekkert við, þú kannski útskýrir betur fyrir mér og öðrum sem ekki eru að skilja þinn hugsanagang til hlýtar hvað þú átt nákvæmlega við

magni (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:46

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Magni, þetta er stærsti sigur frá upphafi.  Sigurinn 1969 var minni, en þessi sigur.  Þess vegna er ekki hægt að segja að 25 marka sigur sé sá stærsti síðan að 20 marka sigur vannst.  Ef leikurinn hefði unnist með 19 mörkum, þá hefði verið hægt að segja slíkt.  Það er það sem ég er að benda á.  Annars er þetta bara góðlátleg athugasemd og ætla ég ekki að fara í rökræður um hana.

Marinó G. Njálsson, 10.6.2009 kl. 17:56

3 Smámynd: Zmago

Þetta er því miður orðið daglegt brauð hjá þessum blessuðu fréttamönnum. Illa unnar fréttir. Málfars, stafsetningar og rökvillur.

Zmago, 10.6.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband