10.6.2009 | 17:24
Áhugaverð stærðfræði íþróttafréttamanns
Í frétt mbl.is segir:
Þjóðverjar unnu Búlgaríu, 54:29, á útivelli í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla. Þetta er stærsti sigur þýska landsliðsins á útivelli síðan 1969 að það lagði Frakka með 20 marka mun, 33:13.
Þetta er stórmerkileg stærðfræði svo ekki sé meira sagt. 25 marka sigur er sá stærsti síðan að 20 marka sigur vannst 1969! Hafi sigurinn árið 1969 í raun verið með 20 markamun, þá þarf nú að fara lengra aftur en til 1969 til að finna jafnstóran eða stærri útisigur. Ég held að menn þurfi eitthvað að dusta rykið af grunnskólastærðfræðinni Mig minnir að það sé kennt í 1. eða 2. bekk að 25 sé stærri talan en 20.
Kannski hefur átt að standa að fyrra met hafi verið 20 marka munur, 33:13, árið 1969.
Metsigur hjá Þjóðverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 1681299
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Marinó, ég er því miður bara ekki að skilja þessa röksemdafærslu þina gagnvart frétt og stærðfræðilegum útreikningum fréttamanns á samanburði á útskýrðum markamun frá 2 leikjum. það segir glögglega í fréttinni að þetta sé stærsti sigur þýska landsliðsins á útivelli síðan 1969 að það lagði Frakka með 20 marka mun, 33:13. Þetta kemur í raun og veru stærðfræði ekkert við, fréttamaðurinn var einungis að sýna fram á stærðarlegan markamismun á annarsvegar leik sem var 1969 og hinsvegar leik sem leikinn var núna nýlega, mér þykir það bara einfaldlega koma stærðfræði ekkert við, þú kannski útskýrir betur fyrir mér og öðrum sem ekki eru að skilja þinn hugsanagang til hlýtar hvað þú átt nákvæmlega við
magni (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:46
Magni, þetta er stærsti sigur frá upphafi. Sigurinn 1969 var minni, en þessi sigur. Þess vegna er ekki hægt að segja að 25 marka sigur sé sá stærsti síðan að 20 marka sigur vannst. Ef leikurinn hefði unnist með 19 mörkum, þá hefði verið hægt að segja slíkt. Það er það sem ég er að benda á. Annars er þetta bara góðlátleg athugasemd og ætla ég ekki að fara í rökræður um hana.
Marinó G. Njálsson, 10.6.2009 kl. 17:56
Þetta er því miður orðið daglegt brauð hjá þessum blessuðu fréttamönnum. Illa unnar fréttir. Málfars, stafsetningar og rökvillur.
Zmago, 10.6.2009 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.