Leita í fréttum mbl.is

Silagangur stjórnvald með ólíkindum

Ég get ekki annað en tekið undir með Margréti Kristmannsdóttur, formanni SVÞ.  Seinagangur eða silagangur stjórnvalda er með ólíkindum.  Um þessar mundir eru 15 mánuðir liðnir síðan krónan féll í byrjun mars 2008.  Þá varð vendipunktur í efnahagsmálum þjóðarinnar sem skilaði sér svo í sífellt versnandi stöðu heimilanna og atvinnulífsins.  Hrun bankanna í október var bara millikafli í efnahagshruninu, en hvorki upphaf þess né það sem skipt hefur mestu máli í þröngri fjárhagsstöðu heimilanna og fyrirtækja.  Veik króna er það í aðalhlutverki.

Ég er búinn auglýsa eftir viðbrögðum þriggja ríkisstjórna í meira en ár.  Það er bara eins og ekkert annað komist að hjá þessu blessuðum ráðherrum en bankarnir.  Ég hef t.d. aldrei geta skilið hvers vegna ekki voru stofnaðir aðgerðahópar strax í október til að vinna að mótvægisaðgerðum.  Hvers vegna var ekki strax farið í að verja störfin?  Nei, lausnin var að auðvelda fólki að fara á atvinnuleysisbætur í staðinn fyrir að hjálpa fyrirtækjum að halda störfunum.  (Bara svo það komi fram, þá voru stofnaðir nokkrir neyðarhópar í október, en þeir dóu drottni sínum vegna áhugaleysis stjórnvalda.  Ég nefndi þetta á fundi með hluta þingflokks Sjálfstæðimanna um daginn og þar urðu menn bara hnípnir.  Vissu upp á sig skömmina.)

Nú hafa hátt í 20 ráðherrar setið í ráðherrastólum á síðustu tæpum 9 mánuðum.  Iðnaðarráðherra hefur ekki komið með neitt af viti.  Jú, sá síðasti talaði fyrir álverum og virkjunum, en ekkert um uppbyggingu smáiðnaðar.  Samgönguráðherra, sem fer með málefni ferðaþjónustu, hefur ekki komið með neina tillögu varðandi þann málaflokk.  Tveir menntamálaráðherrar hafa ekki horft til uppbyggingar og starfa í hinum ýmsu söfnum landsins.  Þrír landbúnaðarráðherrar hafa ekki komið með neina tillögu um uppbyggingu í greininni.  Hvar á uppbyggingin að vera, ef ekki í þessum greinum? Sjávarútvegsráðherrarnir hafa líklegast verið drýgstir með því að auka kvóta og leyfa hvalveiðar.

Ég var með færslur hér í október um þessi mál og aftur í nóvember, desember, janúar, febrúar, mars, apríl og í maí.  Já, í hverjum einasta mánuði frá hruni bankanna hef ég hvatt þrjár ríkisstjórnir til að gera eitthvað til að örva atvinnulífið.  Nei, við höfum haft þrjár ríkisstjórnir sem hafa verið ófærar um að gera nokkuð af viti.  Það er enginn að biðja ríkisstjórnina um að fjármagna eitt eða neitt, enda hefur hún ekki efni á því.  Nei, það er verið að leita að frumkvæði stjórnvalda til að koma af stað og samræma starf aðgerðahópa.  Aðeins eitt ráðuneyti hefur gert eitthvað, þ.e. félagsmálaráðuneytið með Velferðarvaktinni, og hvernig var þeim ráðherra verðlaunað.  Jú, honum var hafnað af flokknum sínum í prófkjöri.

Ég vil enn og aftur leggja til að stjórnvöld hafi frumkvæði að stofnun aðgerðahópa sem beina sjónum að einstökum þáttum í uppbyggingunni.  Það er ekki hlutverk fólks út í bæ að koma þessari vinnu af stað.  Lausnin kemur ekki að utan.  Við þekkjum viðfangsefnið best og við erum best fær um að leysa þau.

Að lokum vil ég benda ráðamönnum á að lesa færslu Kjartans Péturs Sigurðssonar frá 27. október (sjá HVERNIG MÁ STÓRAUKA VERÐMÆTI Í ÍSLENSKU HAGKERFI?) og mína eigin færslu frá 25. október (sjá Á hverju munu Íslendingar lifa?).  Af hverju hefur ekkert verið unnið frekar með þetta?  Eða hugmyndir sem hafa komið fram á vef Eyjunnar Betra Ísland.  Eftir hverju er verið að bíða?  Verður auðveldara að koma okkur inn í ESB, þegar búið verður að brjóta allt niður?


mbl.is Blöskrar vinnubrögð Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Já það verður mun auðveldara að fá þjóðina til að samþykkja ESB ef ekkert er gert. Ef ríkisstjórnin gerir ekkert er líklegt að þjóðin treysti því frekar að ESB geri eitthvað. Eitthvað er alltaf betra en ekkert.

Offari, 10.6.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband