6.6.2009 | 14:02
Risaklúður, en samkvæmt lögum
Þá er niðurstaðan komin og hún er eins og menn bjuggust við í gær. Aðeins er búið að lyfta hulunni af stöðunni þannig að við vitum betur um hvað þetta snerist. Innistæður á Icesave í Bretlandi reyndust 4,6 milljarðar punda. Af þeim falla 2,2 milljarðar á íslenskar innistæðutrygginga. Innistæðurnar í Hollandi voru 1,6 milljarðar, þar falla 1,2 milljarðar á íslenskar innistæðutryggingar.
Samkvæmt samkomulaginu ábyrgist ríkissjóður skuldabréf sem Tryggingasjóður innistæðueigenda mun gefa út árið 2016. Þar er því ríkið að taka á sig ábyrgð umfram íslensk lög. Strangt til tekið, skv. íslensku lögunum, eru það þær innlánastofnanir sem eru aðilar að tryggingasjóðnum sem eru ábyrgar fyrir greiðslum sjóðsins. Þar sem yfirgnæfandi hluti innlána er hjá innlánastofnunum sem eru í eigu ríkisins (eins og málin horfa við núna), þá er ábyrgðin í raun ríkisins, þannig að þessu má líkja við orðaleik. Samkvæmt tilskipun ESB, þá ber ríkissjóður aftur beina ábyrgð á innistæðitryggingunum. Þessi munur er líklegast það sem deilan (og lausnin) snýst um að hluta.
Er einhver munur á því að innlánastofnanir í eigu ríkisins taki ábyrgðina eða að ríkið taki ábyrgðina? Viljum við frekar leggja allt innlánakerfi undir og eiga hættu á öðru hruni eftir 7 ár eða fara þessa leið sem var valin? Við skulum hafa það í huga að Bretar og Hollendingar eru bara að fara fram á að farið sé að lögum. Síðan mun Landsbankinn hafa 7 ár til að safna nægilegum eignum til að greiða skuldina. 650 milljarðar eru innan þriðjungur af erlendum eignum Landsbankans í lok september, en samkvæmt frétt Morgunblaðsins 7. október námu erlendar eignir alls um 2.460 milljörðum um mitt ár 2008 (sjá Miklar eignir í útlöndum). Ef við horfum til þess að gengið núna er umtalsvert lægra en þá, má reikna með að þrátt fyrir einhverjar afskriftir, þá séu eignirnar umtalsvert umfram þá 650 milljarða sem eru hér að veði. Það getur svo vel verið að tilteknar eignir séu eyrnamerktar til greiðslu Icesave og verðmæti þeirra sé bara 75-95% af kröfunni.
Að lögin séu gölluð eða að menn hafi ekki nýtt sér heimildir í ESB tilskipuninni til að takmarka ábyrgðir er klúður íslenskra stjórnvalda. Það er líka klúður íslenskra stjórnvalda, að Landsbankinn hafi komist upp með að opna Icesave-reikningana með íslenskri ábyrgð. Og eitt stærsta klúður stjórnvalda var að vera ekki betur vakandi fyrir þeirri alvarlegu stöðu sem skapaðist hjá bankakerfinu á síðasta ári. En líklegast var stærsta klúður stjórnvalda að taka sér ekki lengri tíma áður en íslenska hagkerfið var fellt í tengslum við Glitnismálið 29. september sl. Icesave-reikningurinn er líklegast afleiðing af óðagotinu þá, þó svo að við fáum aldrei að vita það. Við skulum hafa í huga að líklegast vantaði Landsbankann bara örfáa daga til að koma Icesave í breska lögsögu.
Það getur vel verið að bankarnir hafi skapað aðstæðurnar sem felldu íslenska hagkerfið, en Seðlabankinn og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verða taka á sig sinn skerf af sökinni. Stefnuleysi, úrræðaleysi, óðagot, einþykkja og einræðislegir stjórnhættir eru allt hugtök sem koma upp í hugann. Seðlabankinn greip til aðgerða sem ætlað var að bjarga bönkunum, en setti sjálfan sig og mörg minni fjármálafyrirtæki í þrot. Seðlabankastjóri vildi ekki veð í lánasafni Glitnis (sem hann kallaði ástarbréf), en hafði áður tekið við "ástarbréfum" upp á fleiri hundruð milljarða í gegnum Icebank, SPRON og fleiri minni aðila. Ég hvet fólk til að muna vel eftir klúðrinu hjá Seðlabanka Íslands og þeim sem þar stjórnuðu. Icesave málið er ekki síður þeim að kenna, en stjórnendum og eigendum Landsbankans og er ég með þessu EKKI að bera blak af Landsbankamönnum.
Icesave-samningur gerður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þessi samningur er ekki samkvæmt lögum.
Sama þótt síðurvitrir stjónmálamenn fyrri stjórnar hafi sagt Íslendinga borga fyrir Icesave svikamylluna, þá er það ekki bindandi. Dómsstólar hafa ekki dæmt Íslendinga ábyrga fyrir skuldum einkabankanna.
Gleymum ekki heldur að saminigar sem gerðir eru undir hótunum eru ekki löglegir samningar.
Þær ákvarðannir sem núverandi stjórnvöld taka er alfarið á þeirra ábyrgð. Ef þau skrifa undir samninga sem setja skuldir óreiðumanna á bak barnanna okkar þá eru þau VANHÆF. Ég mun aldrei sætta mig við slík svik og siðleysi!
Sjáumst í Byltingunni!
Jón Þór Ólafsson, 6.6.2009 kl. 14:09
Samkvæmt lögunum um innstæðutryggingasjóð er bannað að fjármagna hann með ríkisábyrgð, nánar tiltekið í þeim ákvæðum sem snúast um samsetningu eignasafns. Í þeim tilvikum sem inneign í sjóðnum dugir ekki fyrir útgreiðslu tryggingafjárhæða er honum heimilt að taka lán en eingöngu frá fjármálastofnunum á frjálsum markaði, tilgangurinn með því var einmitt að láta bankana taka taka ábyrgð á sjálfum sér þannig að ríkið þyrfti ekki að gera það. Ég fæ því ekki betur séð en að það samkomulag sem undirritað var í nótt brjóti í bága við lögin og gangi þvert gegn tilgangi þeirra!
Ætli okkar hæstvirtu ráðherrar séu yfirhöfuð nokkuð búnir að að lesa þessi lög? Þetta er svívirða!
Guðmundur Ásgeirsson, 6.6.2009 kl. 14:10
Það sem ég á við að sé samkvæmt lögum er að verið er að ábyrgjast innistæður upp að EUR 20.887. Það er hvorki meira né minna en ESB tilskipunin segir til um og var sett í íslensk lög. Nú veit ég ekki hvort samningurinn nær eingöngu til innistæðna einstaklinga eða einnig innistæðna annarra. Nái hann bara til innistæðna einstaklinga, þá er ekki einu sinni verið að nota ákvæði íslenskra laga, þar sem þau tryggja allar innistæður upp að EUR 20.887.
Jón, ég tek undir með þér að samningsgerðin er undir þrýstingi, en það breytir samt ekki að ábyrgðin var innistæðusjóðsins íslenska. Ég held að neyðarrétturinn sé ennþá til staðar, þó svo að þessi samningur hafi verið gerður.
Marinó G. Njálsson, 6.6.2009 kl. 14:25
Guðmundur, það á eftir að koma í ljós hvort tryggingasjóðurinn mun þurfa að gefa út skuldabréfið. 7 ár eru langur tími.
Marinó G. Njálsson, 6.6.2009 kl. 14:29
Innistæðutryggingasjóður er ekki ríkisstofnun og ekki með ríkisábyrgð. Tryggingakerfið var aldrei hugsað þannig að það ætti við ef allsherjar bankahrun verður.
Það er þess vegna sem að Bretar eru að knýja fram ríkisábyrgð á skuldabréfi innistæðutryggingasjóðs.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 14:32
Góð færsla Marinó.
Misnota hér með aðstöðuna og bendi á eigin færslu um svipað efni en á dálátið persónulegri nótum
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 15:08
AGS neitar að greiða annan hluta síns láns nema að þetta verði frágengið. Það eru hótanir og kúgun, sem við getum ekki sætt okkur við. Það hlýtur að brjóta gegn öllu að AGS gangi erinda ákveðinna landa og stofnanna. Þeir eiga að vera ráðgefandi hér. Það er stæsta þvingunin. Hin er hótunabréf Þjóðverja og Hollendinga um að standa í vegi fyrir EU umsókn ef ekki verður samið og Samfó beygir sig undir það til að komast í sambandið, sem kúgaði þá. Félegt veganesti það.
Megi þetta lið fara fjandans til. Þetta eru föðurlanssvikarar og hryggleysingjar, sem gera þetta í tómum heigulshætti og tækifærismennsku, vitandi að það er ekki þeirra að standa við stóru orði 7 árum og 400 milljörðum síðar.
Vont var það fyrir en mikið andskoti hvað það versnaði hrikalega við tilurð þessarar svikastjórnar.
Ég er farinn að pakka ofan í töskur. Mælirinn er löngu fullur.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 15:39
"Samkvæmt tilskipun ESB, þá ber ríkissjóður aftur beina ábyrgð á innistæðitryggingunum. Þessi munur er líklegast það sem deilan (og lausnin) snýst um að hluta."
Þetta er ekki rétt.
Samkvæmt tilskipun ESB ber tryggingasjóður innistæðueigna ábyrgð á innistæðum í Icesave upp að 20.000 evrum. Sett var á laggirnar nefnd í viðskiptaráðuneytinu sem átti að innleiða tilskipun ESB sem undanþægi tryggingajóðinn ábyrgð á innistæðum fagaðila/lögaðila. Þessi nefnd var sett á laggirnar vorið 2007 en lauk aldrei störfun. Hún átti að skila þessari innleiðingu í sept 2007 en sofnaði. Ég hef grun um að Björgólfur, Sigurjón Árna og fl hafi svæft hana.
"Þar sem yfirgnæfandi hluti innlána er hjá innlánastofnunum sem eru í eigu ríkisins (eins og málin horfa við núna), þá er ábyrgðin í raun ríkisins, þannig að þessu má líkja við orðaleik."
Þetta er ekki rétt. Ríkið á ekki gömlu bankanna heldur eru þeir þrotabú sem gerð verða upp og hverfa svo af yfirborði jarðar. Þeir eru á sér kennitölu. Nýju bankarnir eru á nýrri kennitölu og þurfa að semja við gömlubankanna um yfirfærslu eigna rétt eins og hvert annað fyrirtæki.
Pössum okkur á rauðri síld hérna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.6.2009 kl. 16:45
Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands er ósáttur við að samið hafi verið um að greiða icesave reikningana. Hann segir ekki lagalegar forsendur fyrir greiðslunni og hefði viljað sjá dómsstóla skera úr um hvort íslenska ríkið eigi að ábyrgjast greiðslur Tryggingasjóðs innistæðna. Hann segir málið klúður af hálfu Evrópusambandsins:
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item280854/
OG:
Halldór Jónsson: Ég vil ekki borga þetta:
http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/891002/
Lára Hanna: Með stein í maga og . :
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/891249/#comment2447443
EE elle (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 17:11
Jakobína, lögin um tryggingasjóð innistæðueigenda og hvað það nú er í viðbót eru frá 1999, þ.e. frá þeim tíma sem hér var bara einn einkabanki og engin útrás. Þau bera þess merki. Tilskipun ESB segir til um lágmarksábyrgð stjórnvalda á innistæðum. Hún er að mig minnir (nenni ekki að fletta því upp) frá 1997. Gerða hafa verið breytingar á lögunum, m.a. þegar samningurinn við Færeyjar og Grænland var bætt inn. Þau lög, þ.e. um breytingu á lögunum, fóru í gegnum Alþingi nokkurn veginn án umræðu á 10 mínútum. Þ.e. samanlagður ræðu tími vegna laganna var 10 mínútur. Þetta var eftir að bankarnir voru komnir í útrás og byrjaðir að bjóða upp á innistæðureikninga erlendis.
Varðandi að Landsbankinn og fleiri hafi stöðvað breytingu á reglugerð um innistæðutryggingar, þá er það ekki rétt. Ég þekki fyrrverandi lögfræðing hjá Landsbankanum sem fór persónulega með breytingatillöguna upp í viðskiptaráðuneyti á sínum tíma. Það var löngu áður en fór að hrikta í bankakerfinu. Málið er að þetta stoppaði í ráðuneytinu. (Tillagan var niðurstaða vinnuhóps um málið.) Í þeirri tillögu var gert ráð fyrir takmörkun á ábyrgð vegna annarra en einstaklinga. Ég held að ekki hafi verið vilji fyrir því hjá ráðuneytinu að innleiða þessa takmörkun, þar sem hún hefði líka haft áhrif hér innanlands. Við megum ekki gleyma því að 650 milljarðarnir í Icesave er nokkurn veginn sama tala og fór í innlendar innistæðutryggingar.
Ég bið fólk ekki að misskilja það, að ég sé eitthvað glaður yfir því að þessar skuldbindingar séu að falla á okkur. En ég sé bara hvernig hefi verið hægt að lenda þessu máli á annan veg út frá íslenskum lögum. Sorry, en stjórnvöld, Seðlabanki og fjármálafyrirtæki gerðu í buxurnar langt upp á bak og þetta er niðurstaðan. Ég er hins vegar alveg sammála Stefáni Már í því að rétt sé að láta reyna á neyðarrétt. Ekki að ég hafi neitt vit á því, en ég mundi halda að við getum ennþá sótt slíkt mál meðan við höfum ekki skuldbundið okkur til að gera það ekki.
Jakobína, gömlu bankarnir eru aðilar að tryggingasjóðnum ásamt nýju bönkunum og sparisjóðunum. Eigi tryggingasjóðurinn ekki fyrir skuldbindingum sínum, þá falla þær á þær innlánastofnanir sem eiga aðild að sjóðnum. Hafi gamli Landsbankinn ekki getað greitt allt beint, þá getur hann það ekki heldur í gengum tryggingasjóðinn. Þá þurfa hinar innlánastofnanirnar að greiða, þ.e. skilanefndir Glitnis og Gamla Kaupþings, nýju bankarnir í eigu ríkisins, aðrir bankar og sparisjóðirnir. Þess vegna fellur afgangurinn, verði hann einhver, að miklu leiti á ríkið. Auðvitað á eftir að semja um fjölmargt í millitíðinni og hugsanlega selja bankana.
Marinó G. Njálsson, 6.6.2009 kl. 18:03
Marinó ríkissjóður er EKKI ábyrgur fyrir kröfum á tryggingarsjóð. Það er hægt að flækja málinu fram og til baka en þannig er það.
Bendi á þessa færslu:
the Icelandic government would be *responsible* in the event that the guarantee fund was inadequate to cover the bank failure. It does say (*emphasis added*):
“would do everything that any responsible government would do in such a situation”
“including *assisting* the Fund in raising the necessary funds”
“In such a case [a bank run on a solvent bank], the Central Bank of Iceland as a lender of last resort *may* provide liquidity assistance”
“If needed the Icelandic Government will *support* the Depositors’ and Investors’ Guarantee Fund in raising the necessary funds”
None of those statements say that the government will accept responsibility for the guarantee. They do say that it will assist, support and generally do what is right, but would a “responsible government” take on massive state debt that it was not required to just as its economy exploded?
They certainly do not carry any weight when compared to a statement in a conversation between the finance ministers of two countries. When responding to Darling’s direct question on the EEA guarantee, Mathiesen said, “Well, I hope that will be the case. I cannot visibly state that or guarantee that now”. That is not a guarantee, nor is it a statement of intent to be responsible for the guarantee. It is a statement that he’s like to try, but that he can’t promise anything. He’s very honest about it, “So we must first deal with the domestic situation, and then we will certainly try to do what we possibly can”.
Oddsson’s statements on Icelandic TV were not helpful, but they are not unequivocal. When he talked about the debts of the banks, he may have been talking about the EEA guarantee, but he could just as easily have been talking about those debts not covered by the guarantee. Haarde was much clearer on Oct 8th when, in response to a direct question on what Iceland would guarantee, he refused to say that they would honour the deposit guarantee (03:11 - 03:24).
http://news.bbc.co.uk/1/hi/business/7658417.stm
So Icelandic government had no intention of guaranteeing the guarantee.
What of the relevent EU law - directive 94/19/EC? A quick read of the relevant paragraph would support the Icelandic position that the government was not responsible. It seems that the EU has taken the position that to “ensure” the schemes requires the governments to back them.
“Whereas this Directive may not result in the Member States’ or their competent authorities’ being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized”
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=CELEX:31994L0019:EN:HTML
>Those who spread the false notion that the EU has somehow “forced” Iceland to compensate foreign Icesave depositors are simply ignoring the basic facts,
Whether the Icelandic government intended to not take responsibility for the compensation scheme before or after the “attack” on them, it is clear that by November that was certainly their position. Just as it is clear that the EU did in fact have to force them to take on that responsibility by blocking any IMF decision. I’m not sure how you can ignore that.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.6.2009 kl. 18:18
Ég vildi bara að sæist hvað fólk væri reitt, að ofan, ekki ætlunin að fella neitt sem neiinn sagði að ofan. Og hef enda ekki næga kunnáttu um það.
EE elle (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 19:21
Marinó,
þetta er raunsæ og rétt færsla hjá þér, því er nú ver og miður. Mitt mat á stöðunni er amk. það sama og þitt. Reyndar, þar sem ég sit og les Hrunið með öðru auganu þá verður það sífellt sýnilegra hvað Samfylkingin hafði lítil áhrif í fyrri ríkisstjórn og svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi litið á vandann sem innanflokksvanda.
En ég er ekki að bera í bætifláka fyrir Samfylkinguna hér, því hefði ég verið þar við völd undir þessum kringumstæðum, þá hefði ég slitið stjórnarsamstarfinu strax og mér væri þetta ljóst og myndað með hraði ríkisstjórn með VG og Framsókn. Allt sem í bókinni er skrifað kallar á þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn var í fullkomlega djúpum skít þegar þarna var komið.
Elfur Logadóttir, 7.6.2009 kl. 15:09
LOL. Þegar ég les athugasemdina aftur þá má nú misskilja. Ég er að sjálfsögðu ekki að segja að það að þú skrifir rétt og af raunsæi sé miður. Það er niðurstaða ályktana þinna sem eru miður.
Elfur Logadóttir, 7.6.2009 kl. 15:10
Ég skildi færsluna eins og til var ætlast. Þ.e. að því miður hafi þetta verið eina niðurstaðan í málinu.
Ég vil þó nefna, að ég tel rétt að við látum reyna á fyrir dómstóli hvort við getum sótt bætur fyrir það tjón sem setning hryðjuverkalaganna hafði. Ég tel að slíkt mál eigi að sækja fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag.
Marinó G. Njálsson, 7.6.2009 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.