Leita í fréttum mbl.is

Ummæli fólks um Hagsmunasamtök heimilanna gerir baráttuna þess virði

Hagsmunasamtök heimilanna eru með könnun í gangi.  Þátttakendum gefst færi á að bæta við athugasemd í lokin.  Ég fékk sendan lista yfir þær athugasemdir sem þá voru komnar og er ekki hægt að segja annað en þær hafi verið ákaflega hvetjandi.  Hér kemur listinn óstyttur:

  • Frábær árangur félagsins, áfram svo
  • Að tala um leiðréttingu sem réttlætismál, en ekki sem úrræði eingöngu fyrir þá sem eru að fara á hausinn.
  • Takk fyrir að vera til.  Ekki hætta baráttunni.
  • Áframhaldandi barátta, lítil umræða undanfarið t.d. um gengistryggðu lánin.  Ríkisstjórnin virðist vanhæf og ákvarðanafælin.  Stjórnvöld þurfa mikið aðhald.
  • Við erum að flytja úr landi, ég ætla að klára MA-gráðuna fyrst og þá förum við. Frjálsi verður búinn að ná af okkur öllu um það bil næsta vor svo það passar ágætlega að fara þá. Helmingur vinafólks okkar er kominn út og mjög margir á leiðinni í sumar.
  • Leita frekar eftir stuðningi frá þeim þingmönnum sem voru að hefja störf á Alþingi þeir sem hafa starfað þar einhver ár eru steingeldir, og viðhorf þeirra bundin kvíðaröskun.
  • Ef fólk hættir að borga af lánum sem það getur borgað af þurfa aðrir að borga fyrir þá á endanum.
  • Halda áfram að minna á að það eru heimilin sem standa undir þjóðfélaginu og hagkerfinu
  • Ekki láta stjórnmálamenn komast upp með moðreyk.
  • Það eru ekki bara húsnæðislánin sem eru að sliga fólk. Bílalánin eru hræðileg svo og námslán sem líka eru verðtryggð. Þegar 2 fullorðnar manneskjur með lág meðallaun geta ekki séð fyrir 5 manna fjölskyldu þá er eitthvað að!
  • Áfram nú!!!
  • Kærar þakkir fyrir vel unnin störf!
  • Ég neita að taka á mig skuldaaukningu verðtryggingar íbúðaláns fyrir s.l. ár.
  • Það er óréttlæti að þurfa að greiða fleiri milljónir meira en reiknað var með við lántöku þrátt fyrir að tekið hafi verið mið af  eðlilegri  verðbólgu.
  • Þrýsta á valkostir i búsetu - öruggur leigumarkaður sbr. hin Norðurlöndin. Fólk á ekki að þvingast út i fjárhættuspil i formi húsnæðiskaupa :-(
  • Takk
  • Gera Jóhönnu grein fyrir fólki með gengislán
  • Athugasemd varðandi fyrsta svarlið í spurningu 3. Hef setið hinum megin við borðið. Tölvupóstsendingar til ráðamanna gagnast ekki.
  • nei
  • Er að undirbúa að flytja úr landi með fjölskyldunni, búinn að missa alla trú á öllu því vanhæfa fólki sem virðist veljast í stjórnmál.  Vill sérstaklega þakka Marinó N. fyrir mjög góðar greinar á blogginu.
  • Gott framtak, vonandi verður haldið áfram.  En það sem vantar eru alvöru aðgerðir, ALVÖRU!
  • Það þarf að ná breiðri samstöðu um það meðal almennings að hætta að borga af lánum , það er í lagi að borga það sem maður skuldar en ekki eitthvað annað og mikið meira sem búið var til af bönkunum og Ríkinu ofaná allar okkar skuldir.
  • Bara halda áfram á sömu braut og jafnvel gerast háværari
  • Þið eruð frábær. Fagleg vinnubrögð og engin hystería. Góð greining og upplýsingamiðlun. Veit  ekki hvar við værum án ykkar.
  • nei
  • Það þarf búsáhaldabyltingu gegn þessari skaðræðisstjórn!
  • Berjast, berjast, berjast!!! ekki gefast upp.
  • Styð ykkur heils hugar í baráttunni, ég get aldrei sætt mig við að við, börn okkar og barnabörn verðum að taka á okkur greiðslur á skuldum sem við aldrei stofnuðum til, áfram Hagsmunasamtök heimilanna!

Ég segi bara, takk fyrir mig.  Svona viðbrögð sýna að rík þörf er fyrir samtök eins og Hagsmunasamtök heimilanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það vantar mikinn texta hægra megin.  Kannski er hægt að breyta einhverju hjá þér þannig að allur textinn sjáist? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2009 kl. 02:25

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Er þetta betra?

Marinó G. Njálsson, 6.6.2009 kl. 12:26

3 identicon

Takk fyrir að halda þessari baráttu áfram Marínó. Vonandi fara ráðamenn fljótlega að breyta vinnubrögðum og byrja að HLUSTA á fólið sem það er að vinna fyrir.

Sérstaklega mikilvægt að gera þetta svona málefnalega og af ábyrgð, þó við vitum að undir kraumar veruleg ólga vegna nagandi óvissunnar.

Hagsmunasamtökin eru jákvæður farvegur sem vonandi skilar árangri.

Þrándur Arnþórsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 12:46

4 identicon

Ég tek undir með þeim sem vilja þakka HH fyrir að standa í baráttunni fyrir okkur. Fagmennska og trúverðugleiki er það sem einkennir málflutning samtakanna, ákveðin en öfgalaus. Tillögurnar sem þið hafið lagt fram eru sanngjarnar og heiðarlegar.

Toni (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 01:57

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Greinilega miklu betra, allur textinn er sýnilegur

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.6.2009 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband