Leita í fréttum mbl.is

Samstöðufundur og samstöðutónleikar

Hagsmunasamtök heimilanna hafa blásið til samstöðufundar, eins og kemur fram í frétt mbl.is.  Það sem ekki kemur fram í fréttinni, er að Bubbi og EGÓ taka við þegar ræðuhöldum lýkur.  Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á fundinn og til að njóta tónlistarinnar á eftir.

Efnisskrá vorþings gefur ekki mikið tilefni til bjartsýni.  Meðan bankarnir yfirtaka hvert fyrirtækið á fætur öðru og ein fjölskylda flyst að meðaltali úr landi á hverjum degi, þá kemur ekkert frá ríkisstjórninni til þess fólgið að gefa fólki og fyrirtækjum von.  Sorgleg staðreynd.  Allt virðist snúast um að verja hag þeirra sem unnu markvisst gegn þjóðinni og hagkerfinu.  Bankarnir eiga að fá sitt, sama hvað tautar og raular.  Ekkert er gert til að verja störfin, ekkert er gert til að fara út í mannaflsfrekar framkvæmdir.  Samráð við hagsmunaaðila er ekki til.

Þeir sem ekki eru sáttir við núverandi ástand fá tækifæri á laugardaginn til að sýna samstöðu sína.  Þetta er ekki mótmælafundur, þetta er samstöðufundur til að vekja athygli stjórnvalda á því hversu alvarlegt ástandið er.  Vonandi sjá sem flestir þingmenn sér fært að mæta til að skynja hug yfirmanna sinna, þ.e. þjóðarinnar.


mbl.is Boða til fundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hilmar, við þekktum boð þeirra að koma fram okkur að kostnaðarlausu.  Seinna í sumar er stefnt að fjölskylduhátíð með ýmsu efni.  Kannski þar séu einhverjir, sem við megum ekki eiga samstarf við?

Ég hélt í einfeldni minni að við sætum öllu í súpunni sem örfáir einstaklingar elduðu með hjálp bankanna.  Það á jafnt við um þá sem keyptu sér bíl eða hjólhýsi eða húsnæði eða bara einfaldlega skulduðu.  Að þvi að ég best veit eru á annan tugþúsunda eldri borgara sem sitja eftir með sárt ennið eftir að hafa ýmist tapað sparnaði sínum í formi hlutafjár eða var herjað á að taka lán og lifa góðu lífi á efri árum.  Mér finnst ekki skipta máli hvernig fólk drógst ofan í súpuna.  Það lenti þar og er margt að gera allt sem það getur til að komast á þurrt land.  Bubbi er þar á meðal.  Ég skil alveg hvað þú ert að segja, en maðurinn gerði samning um ævistarf sitt og hann tapaði því án þess, mér vitandi, að hafa nokkuð til þess unnið frekar margir aðrir sem hafa tapað afrakstri ævistarfsins síns eða sitja uppi með skuldir sem munu fylgja þeim fram á elliárin.

Marinó G. Njálsson, 21.5.2009 kl. 12:28

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hilmar, takk fyrir að hafa áhyggjur af þessu fyrir okkur, en við teljum okkur vera með góðan og traustan samning við þá félaga.

Marinó G. Njálsson, 21.5.2009 kl. 12:47

3 Smámynd: Offari

Vonandi sjá sem flestir þingmenn sér fært að mæta til að skynja hug yfirmanna sinna, þ.e. þjóðarinnar.

Ég tek undir þessi orð þín. Þingmenn þurfa að skilja að það er þjóðin sem á að hafa forgang.  Mer finnst hinsvegar viðbrögð Hilmars vera gott dæmi um það hve erfitt er að ná samstöðu hjá þjóðini.

Hilmar Bubbi ég og örugglega margir fleiri trúðu því að bankagróðinn væri raunverulegur. Mér finnst því hart að dæma þá sem trúðu þessari vitleysu þvú blekkingarnar voru ekki mjög gegnsæar.

Offari, 21.5.2009 kl. 17:11

4 identicon

Ég get vel skilið Hilmar.

Almennur borgari (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 00:38

5 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Ég vil benda lesendum þessarar síðu á þennan útvarpsþátt:

 This American Life: Act One. The Mod Squad.

Guðmundur Karlsson, 22.5.2009 kl. 01:11

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég vona bara að það mæti sem flestir og góð stemmning myndist á Austurvelli.

Marinó G. Njálsson, 22.5.2009 kl. 10:17

7 identicon

Ég er ekkert hrifnari af Bubba en næsti maður en ég mun aldrei láta slíkt stoppa mig í því að standa með heimilunum í landinu.

Las þennan góða frasa í gær: Fólk getur lifað án banka, en bankarnir geta ekki lifað án fólks!!! Mætum öll og sýnum ráðamönnum hvað skiptir máli á Íslandi í dag!

Kolbrún (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 11:17

8 identicon

Ég mæti á Austurvöll og syni mínum finnst frábært að fá að hlusta á Egó og Bubba.  Ég skil ekkert í fólki að vera með þetta röfl út í Bubba þótt hann hafi auglýst jeppa og tekið myntkörfulán eins og þúsundir Íslendinga gerðu. 

Takk fyrir þetta framtak og að standa með heimilunum Marinó og aðrir stjórnendur Hagsmunasamtaka heimilanna.  Við erum þúsundir heimila sem blæðum fyrir mistök og græðgi bankamanna og annarra fjárglæframanna.

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1681299

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband