Leita í fréttum mbl.is

Hringferð um Ísland

Ég var að koma úr 6 daga hringferð um landið.  Ferðin var hluti af námi mínu við Leiðsöguskólann.  Ég held ég geti alveg fullyrt að þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem ætla að ferðast innanlands í sumar, bíður svo margt spennandi að sjá.  Fróðlegar sýningar og skemmtileg söfn er að finna út um allt land.  Í liggur við hverju einasta byggðarlagi er áhugavert og fróðlegt safn eða sýning.  Menning, vísindi, jarðfræði og saga er efni þessara safna og sýninga.  Nú sé það ekki nógu spennandi, þá geta spennufíklar sótt í flúðasiglingu, klettaklifur, jöklaferðir, siglingu eða akstur á fjórhjólum.

Ég vil helst ekki tiltaka neitt eitt sérstakt, en sem gamall aðdáandi meistara Þórbergs, þá bara verð ég að nefna Þórbergssetrið á Hala í Suðursveit.  Það er tær snilld.  Þarna er búið að endurgera gömlu baðstofuna að Hala, svefnloftið í Bergshúsi við Skólavörðustíg og stofukrókinn á Hringbrautinni.  Að koma þarna var eins og að upplifa Í Suðursveit, Ofvitann og Sálminn um blómið.

Eftir þessa ferð hlakka ég bara til að takast á við krefjandi verkefni sumarsins, að draga björg í búið með vinnunum mínum tveimur, þ.e. öryggisráðgjöfinni og leiðsögn ferðamanna um landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Mapur þarf að skreppa í ferð með þér einhverntímann, hef ekki klifið fjall síðan ég rauk upp the Cathedral í New Hampshire 1994, 300 m lóðrétt.

Annars er ég farinn að hallast að því að það sé eitthvað verulega undarlegt á seyði á Íslandi, svo undarlegt að ég verð líklega horfinn af landi eftir fáeina mánuði. Áttaði mig ekki á þessu fyrr en núna.

Útlánatafla SÍ hefur ekki uppfærst síðan í september 2008. Gott og vel, bankarnir hrundu svo það er skiljanlegt ... eða hvað? Er fólk ekki að fá greiðsluseðla senda? Upplýsingarnar eru semsagt til staðar en haldið leyndum. Óvissan er algjör.

Það er eitthvað meira en lítið að og upplýsingamyrkur yfir öllu líkt og hula. Það er kerfisbundið verið að blinda okkur.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 19.5.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég sé fram á það að vera á Íslandi í fríinu mínu, undanfarin 20 ár hef ég alltaf farið til útlanda í verslunarferðir og undanfarin 8 ár í námsferðir til Finnlands.  Ég sé fram á það að geta ekki æft finnskuna mína þetta árið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.5.2009 kl. 01:00

3 Smámynd: corvus corax

Það er frekar sorglegt að Steingrímur J. Sigfússon skuli vera sá sem viðheldur leyndarhulunni yfir efnahagsglæpunum, maðurinn sem krafði sjálfstæðisglæpahyskið um gagnsæi og upplýsingar. Nú sjáum við hinn rétta mann í gráu jakkafötunum, nú skal leyndin tryggð með öllum tiltækum ráðum. Hverjir eiga krónubréfin? Ég vil fá nöfn þeirra glæpamanna fram í dagsljósið. Þjóðin hefur ákveðinn grun um eignarhaldið og krefst svara!

corvus corax, 19.5.2009 kl. 08:22

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það var ákaflega gott að komast burt frá þessu öllu í nokkra daga.  Horfði varla á einn einasta fréttatíma en las textavarpið á kvöldin.  Nú er bara að koma sér á framfæri og fá einhverja viðskiptavini.

Marinó G. Njálsson, 19.5.2009 kl. 08:44

5 Smámynd: RE

Þú ert einn af þeim sem er að reyna að plata þjóðina til að ferðast innanlands, Nefndu mer fleiri staði en Hala í Suðursveit.

RE, 19.5.2009 kl. 19:38

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ragnar, þar sem ég ætla að leiðsegja á ensku, þá er ég saklaus af þessu .  Spurningin er síðan ekki hvað ég hef áhuga á að sýna, heldur hvað fólk hefur áhuga á að skoða.  Til dæmis dettur fáum í hug að fyrirmyndin að James Bond sé íslenskur piltur, að fleiri en Jón Hrak liggi norður-suður, að íshokkí sé líklegasta elsta íþrótt sem ennþá er stunduð á Íslandi, að í til sé Safnasafn, að fjórðungur þjóðarinnar hafi flust vestur um haf, torfbæir séu einstakir fyrir Ísland, að 2.400 metrar séu milli hæsta og lægsta hluta Vatnajökuls, að á Vestfjörðum sé urmull af heitum náttúrulegum laugum og svona mætti lengi telja.

Marinó G. Njálsson, 19.5.2009 kl. 20:00

7 Smámynd: RE

Heppin, það er stór munur á Íslendingum og Þjóðverjum.

RE, 19.5.2009 kl. 21:37

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er einmitt búin að panta gistingu á Hala eina nótt:-) Það verður gaman að koma í enduruppgerðu baðstofuna á Hala og athuga hvort þverplankinn, sem Þórbergur segir frá í bókinni Í Suðursveit, hefur verið látinn halda sér eða verið sagaður.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.5.2009 kl. 23:57

9 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fór á Þórbergssafnið fyrir... ja, rúmum tveimur árum síðan. Á dásamlegum októberdegi sem sveitungarnir sögðu þann besta það árið. Sem aðdáandi Þórbergs frá 11 ára aldri var þetta eins konar pílagrímsferð fyrir mig og vá... það var frábært að koma þangað.

Með mér í för var Bretinn minn og ég lenti í þeirri einkennilegu aðstöðu að reyna að útskýra Þórberg fyrir útlendingi.

Að endingu gafst ég upp, en tókst þó að koma til skila að maðurinn var gjörsamlega einstakur, engum líkur, algjörlega sér á parti og mikill snillingur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.5.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband