Leita í fréttum mbl.is

Heimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fjármálafyrirtækja og slæmrar efnahagstjórnunar

Ég bið stjórnvöld og fjármálastofnanir vinsamlegast um að hugleiða eftirfarandi orð vandlega og grípa til aðgerða í samræmi við innihald þeirra:

Heimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fjármálafyrirtækja og slæmrar efnahagsstjórnunar.

 

Þessi orð komu fram hjá stjórnarmanni Hagsmunasamtaka heimilanna á stjórnarfundi í kvöld.  

Við þetta vil ég bæta:

Í ljósi stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, þá virðist sem stjórnvöld telji að nóg sé að lækka greiðslubyrði lána.  Ég spyr: Er það virkilega svo, að greiðslubyrðin ein skiptir máli?  Það er rugl.  Það er ekki síður eignarmyndun fólks í fasteignum sínum og hve lengi fólk er að greiða sem skiptir máli.  Það þarf að verja eigið fé fólks, en í stað  þess að setja það í skuldaklafa um aldur og ævi.  Að koma greiðslubyrðinni niður er skammtímalausn.  Að leiðrétta höfuðstólinn er langtímalausn og réttlætismál. 

Þeir sem vilja ekki leiðréttingu sinna mála þurfa ekki að þiggja eðlilega, sjálfsagða og réttláta leiðréttingu.  Við hin krefjumst hennar og munum einnig þiggja það sem aðrir vilja ekki.  Við ætlum ekki að láta þá, sem láta flokkspólitíska rétthugsun blinda sér sýn, stöðva okkur í leit okkar að réttlæti.

Þó svo að greiðslubyrðin hafi með fálmkenndum úrræðum ríkisstjórnarinnar verið lækkuð til skamms tíma, þá munu langtímaáhrifin verða mikil.  Ef einstaklingur/heimili þarf að borga milljón á ári (á núvirði) tíu árum lengur en ella, þá skerðir það neyslugetu viðkomandi þessi tíu ár.  Það heldur aftur af hagvexti, fjárfestingum og atvinnusköpun og dregur úr tekjum ríkisins, velferðinni í þjóðfélaginu og lífsgæðum fólks.  Hvernig væri að hugsa eitthvað lengra en bara að næstu afborgun lána?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr ég er algjörlega sammála þér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.5.2009 kl. 01:37

2 identicon

Ef bankakerfið verður aðeins endurreist með blóði svita og tárum heimilanna í landinu er best fyrir okkur að koma í veg fyrir endurreisn þess með því að hætta að greiða af lánunum.

Þessi lán voru tekin í gömlu bönkunum sem eru farnir á hausinn vegna spillingar og skammtímagróða sjónarmiða stærstu eigenda sinna. Ef að ég hefði lánað þessum bönkum svo þeir gætu lánað áfram til sinna viðskiptavina í fasteignakaupa hugleiðingum og kæmist  síðan að því að stærstu eigendur sömu banka hefðu gamblað gegn fasteignaveðlánunum og greiðendum þeirra myndi ég hugsa þeim þegjandi þörfina.

Þetta tekur á sig sífellt skýrari mynd, og sú mynd virðist vera svikamilla, eða ponzi scheme.

Og hversu háa afborgun þarf að standa undir af myntkörfuláni sem "þiðnar" í næsta mánuði, veit einhver hvað hann má búast við að greiða að sínu láni þegar þar að kemur? Ég held að mörgum muni bregða í brún. 

Toni (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 02:06

3 identicon

Sammála þér. Það er engin röksemd að klifa stöðugt á því að ekki sé hægt að jafna áfallið, þarsem einhver annar (ríkissjóður, skattgreiðendur, ráðdeildarsamir sparifjáreigendur etc.) þurfi að borga. Þetta er einfaldlega ránsfengur.

 Það er fáránlegt að henda manni út á götu, til að ellilífeyririnn hans rýrni ekki. 

Doddi D (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 08:44

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þeir sem vilja ekki leiðréttingu sinna mála þurfa ekki að þiggja eðlilega, sjálfsagða og réttláta leiðréttingu.  Við hin krefjumst hennar og munum einnig þiggja það sem aðrir vilja ekki.
Þetta er ótrúleg frekja!

Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 08:55

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Matthías, mér finnst það líka ótrúleg frekja einhverra pólitískra varðhunda að ráðast á hugmyndir þeirra sem vilja leiðréttingu með þeim orðum að verið sé að bjarga óráðsíufólki.  Þess vegna skellti ég þessu svona fram.  Ég er ekki að biðja um það sem aðrir vilja ekki, heldur þiggja það, ef það stendur til boða.  Ég sé nákvæmlega enga frekju í því.

Marinó G. Njálsson, 11.5.2009 kl. 09:01

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Ég er ekki að biðja um það sem aðrir vilja ekki, heldur þiggja það, ef það stendur til boða. Ég sé nákvæmlega enga frekju í því."

Þú vilt að aðrir (þ.m.t. ég) sjái um að greiða skuldirnar þínar.

Það kalla ég frekju.

Skuldir þínar koma mér ekki við.

Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 09:56

7 identicon

Marinó.

Ég var að horfa á þátt Oprah á Stöð 2 þar sem fjallað var um vandræði atvinnu og húsnæðislausra í Bandaríkjunum. Ég vona að fleiri hafi séð þennan þátt. Þar kom fram að tugþúsundir jafnvel hundruð þúsunda eru komin eða eru að fara á götuna. Fólk er farið að búa í tjöldum eða tjaldbúðum líkt og flóttamenn í stríðshrjáðum löndum! Ástæðan er fyrst og fremst sú að glæpsamlega var staðið að lánveitingum til íbúðarkaupenda og að of seint var brugðist við í að vinda ofan af vandanum t.d. með samningum, aðlögun eða niðurfellingu.

Ég er algjörlega sammála þér um að samningar og aðlögun gera hins vegar ekkert nema fresta vandanum. Þá skoðun vil ég rökstyðja í einfölduðu máli, hugsanlega dálítð nýr vinkill (ath ég er ekki hagfræðingur).

Sveiflur verða á framboði og eftirspurn í öllum hagkerfum. Hagkerfi sem greiða þarf síhækkandi laun verður kerfi með miklu atvinnuleysi eða gengisóstöðugleika. Hagkerfi þar sem almenningur er yfir-skuldsettur getur ekki brugðist við sveiflum. Launþegar þurfa há laun til að standa undir háum afborgunum. Ef launamenn á Íslandi þurfa að borga allt að 60% af ráðstöfunartekjum til húsnæðis, eða eru bundnir langt fram yfir starfslok á skuldaklafa þá mun alltaf verða krafa á hærri og hærri laun. Verðbólga mun aldrei nást niður og fyrirtækin munu aldrei ná sér á strik, - vítahringur. Allt ráðstöfunarfé fólks fer í afborganir en ekki í neyslu. Nú gæti einhver sagt, della, verðbólga stafar af þenslu eða umframeftirspurn. Mikið rétt en það er til tvennskonar verðbólga. Sú hefðbundna er af þenslu hin stafar af of háum kostnaði fyrirtækja í rekstri. Laun vega þar stórt. Fyrirtæki sem eiga erfitt með laun og afborganir vaxta þurfa háa álagningu. Verðbólga á Íslandi undanfarin ár er af seinni gerðinni, af álagningu og háum vöxtum, m.a. á húsnæði. Eina leiðin til að Ísland komist aftur í gang er að fella niður skuldir/leiðrétta verðbótaþátt og gengistryggingu og svo að lækka vexti.

Þessi umræða er ekkert sér-íslenskt fyrirbæri, þetta er alheimsvandamál. 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 10:00

8 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Matthías, ég var ekki spurður þegar ákveðið var að bjarga innistæðum allra.  Ég fer bara fram á sama réttlæti.  Er það frekja?

Marinó G. Njálsson, 11.5.2009 kl. 10:17

9 identicon

Matthías. Skuldir annarra koma þér víst við hvort sem þú vilt það eða ekki.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:59

10 identicon

Því miður hefur ALDREI á Íslandi verið til staðar gáfuleg FRAMTÍÐARSÝN.  Þjóð sem veit ekkert hvert hún er að fara, hvað hún vil, slík þjóð mun auðvitað bara upplifa VANDRÆÐI....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:03

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Marinó, eins og bent hefur verið ítrekað á í athugasemdum á bloggi þinu voru innistæður settar fremst í röðina, ríkið greiddi ekki krónu þó þú reynir ranglega að halda því fram trekk í trekk.

Nánar um þetta m.a. hér: http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/871756/ 

Hættu að endurtakak þetta bull.

Hvernig stendur svo á því að maður á þínum aldrei er kominn í vandræði vegna skulda?  Þú hefðir átt að hafa fjárfest í fasteign fyrir tuttugu árum.

Varstu að endurfjármagna til að auka neyslugetu?

Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 12:12

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Fyrirgefið, Matthías, hvað kemur minn aldur þessu við?  En til svara af hverju ég er í þessari réttindabaráttur, þá vil ég benda á að ég er búinn að vera í henni hér á blogginu frá því í júní á síðasta ári.  Ég búinn að vera að tala um leiðréttingu lána eða afskriftarsjóð frá því í september. "Þú hefðir átt að hafa fjárfest í fasteign fyrir tuttgu árum." Vandinn við mig, Matthías, er að ég fór varlega.  Ég byrjaði á því að leigja, síðan fór ég í littla íbúð og átti hana meðan ég bjó einn.  Svo kom fjölskyldan og þá var stækkað.  Börnunum fjölgaði og við færðum okkur um set.  Enn fjölgaði börnunum og við fengum úthlutað lóð árið 2005.  Ertu kannski með einhver efri mörk á það hvenær maður má eignast börn?  Á ég að sækja um leyfi til þín?  Ég skal muna eftir því næst.  Á þessum tíma erum við búin að fara úr lítilli íbúð í hæð þá í raðhús og núna átti að fara í einbýli.  Gleymdi ég að sækja um leyfi?  Veitir þú það?  Þér að segja, þá væri fjárhagurinn í fínu lagi, ef ég væri búinn að selja aðra eiginna.  Ég væri með glimmrandi stöðu, ef ég hefði ekki farið út í að byggja.

En hvers vegna ert þú svona snúinn út í leiðréttinguna og verst svona heiftarlega þegar minnst er á að innistæður hafi verið varðar? Síðan máttu skrá það hjá þér og muna val:  Ég hef aldrei lagst gegn því að innistæðurnar hafi verið varðar.  Ég hef bara bent á mismunina sem fólst í því að taka eitt sparnarform og verja það, en láta öll önnur sparnaðarform reka á reiðanum.  Af hverju tapast lögbundinn sparnaður en ekki sá valfrjálsi?  Af hverju eru upphæðir umfram EUR 20.887 á innlánsreikningum varðar, en ekki nákvæmlega jafnáhættusöm sparnaðarleið sem fólst í að geyma peningana í hlutabréfum bankanna?  Ég hef ekki ennþá fengið rök sem standast skoðun fyrir utan að það hefði komið sér illa við fyrirtækin.  Ég kaupi þá röksemd upp að vissu marki.  Það nefnilega felldi íslenska hagkerfið þegar eignir voru teknar af þeim sem áttu hlutabréf í Glitni.  Þannig byrjaði allt.  Ef ríkið hefði bara lagt inn þessar 80 milljónir EUR eða hvað það nú var, þá værum við hugsanlega ekki í þeirri stöðu sem við erum.

Auðvítað greiðir ríkið í reynd hluta af þessum 6-700 milljörðum.  Ekki vera svona barnalegur.  Í staðinn er ekki hægt að greiða etthvað annað sem fellur á ríkið.  Þó Vilhjálmur Þorsteinsson hafi sagt eitthvað, þá er ekki þar með að það sé heilagur sannleikur. Mér finnst hann vera litaður af því að verja sína pólitísku rétthugsun.

Marinó G. Njálsson, 11.5.2009 kl. 12:52

13 identicon

Nokkrir gullmolar að ofan:

Toni:"Ef bankakerfið verður aðeins endurreist með blóði svita og tárum heimilanna í landinu er best fyrir okkur að koma í veg fyrir endurreisn þess með því að hætta að greiða af lánunum."

Doddi:"Það er fáránlegt að henda manni út á götu, til að ellilífeyririnn hans rýrni ekki." 

Edda:"- - vernda "ræningjana" sem þessar lánastofnanir eru í mínum augum. Nú er allt komið í kalda kol og lán hafa fengið að hækka óáreitt í himinhæðir." 

Edda:"Þetta er hreinn og klár þjófnaður þar sem verið er að rétta "ræningjunum" eignir á silfurfati ef fólk getur ekki staðið í skilum."

Baldur:"Sé svo tel ég að það sé lögbrot, og þar með beri að bankarnir fulla ábyrgð gjörða sinna.´Mér finnst ríða á að kanna þetta."

Jóhann:"Ég er algjörlega sammála þér um að samningar og aðlögun gera hins vegar ekkert nema fresta vandanum."

Jóhann:"Eina leiðin til að Ísland komist aftur í gang er að fella niður skuldir/leiðrétta verðbótaþátt og gengistryggingu og svo að lækka vexti."

Matthías er með órökfastar persónuárásir á Marinó.  Svona svipaðar og gegn Baldri Kristjánssyni.  Og eins og Edda sagði:"Ótrúlega undarleg athugasemd hjá Matthíasi!"  Matthías, skuldarar geta ekki og sætta sig ekki við að borga þýfi sem kemur þeim ekkert við.

EE elle (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:10

14 identicon

Sæll Marinó,

Veistu hvar er hægt að nálgast upplýsingar varðandi "ríkisábyrgðir" á innistæðum og peningamarkaðssjóðum. Þá er ég að tala um þá gjörninga sem áttu sér stað strax í kjölfar hrunsins. Hvernig standa þessir gjörningar lagalega? hver var heildarupphæð "ábyrgðanna", hversu há prósenta lögaðila er t.d með 70% heildarupphæðar osfrv.

Furðulega lítið púður sem fer í að endurskoða þessi mál, nú á tímum peningaleysis. Mín skoðun er sú að setja lög varðandi hámarksábyrgðir (t.d 40 milljónir) og endurskoðunarákvæði varðandi uppruna fjárhæðanna, dæmir: A selur húsnæði sitt upp á 50 milljónir og geymir inni á sjóðsbók = 40m ábyrgð og 10m ábyrgð í gegnum endurskoðunarákvæði = 50 milljónir. B á 200 milljónir með uppruna í kúluláni upp á 20 milljónir í Exista árið 2007 = 40 milljónir tryggðar, 160 milljónir látnar niður falla.

Eru aðrir að spá í þessum málum?

Rúnar Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:16

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

En hvers vegna ert þú svona snúinn út í leiðréttinguna og verst svona heiftarlega þegar minnst er á að innistæður hafi verið varðar?

Vegna þess að þetta er rangt hjá þér og þú hefur verið leiðréttur ítrekað en endurtekur sömu þvæluna aftur og aftur.

Eins og fram hefur komið á bloggi mínu átti ég engar innistæður í bönkum sem fóru á hausinn.

Þú hefur semsagt verið að fjárfesta í fasteign á löngum tíma.  Hvernig stendur þá á því að þú ert svona skuldsettur?  Þegar fasteignaverð hækkaði myndaðist væntanlega töluvert eigið fé í fasteignum þínum.

Það ætlaðir þú svo að nota til að stækka við þig.

Þegar allt fór til andskotans er það svo ég sem á að taka á mig þitt tap af því.

Hvar í ósköpunum er sanngirnin í því?

ps.  Ég nenni ekki að svara öðrum í þessum þræði, sé ekki alveg tilganginn í því.

Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 13:45

16 identicon

"Hvernig stendur svo á því að maður á þínum aldrei er kominn í vandræði vegna skulda?  Þú hefðir átt að hafa fjárfest í fasteign fyrir tuttugu árum.

Varstu að endurfjármagna til að auka neyslugetu?"

Þetta sagði Matthías að ofanverðu.  Og er eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt.  Hvað kemur aldur manns einu eða neinu við?  Þó Marinó hefði verið 110 ára þegar hann fjárfesti í fasteign kemur engum það neitt við.  Og ekki frekar Matthíasi en neinum öðrum.  Það er hvorki ólöglegt né óheiðarlegt að byggja eða kaupa fasteign Matthias þó maður sé kannski við grafarbakkann.  Viltu ekki bara láta fólk í friði?

Almennur borgari (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 13:48

17 identicon

Matthías má eiga það að hann skammast sín ekki fyrir nafnið sitt - og greinilega ekki skoðanir sínar heldur.

Það sem menn eins og Matthías virðast ekki vilja skilja er að með stöðutökum "gömlu" bankanna á síðasta ári gegn krónunni (í boði Seðlabankans) felldu þeir gengið um 45%.

Þetta var stærsta rán Íslandssögunnar - í beinni útsendingu. Ríkið þóttist koma af fjöllum en ábyrgðin er stjórnvalda.

Bankarnir hafa núna verið flokksvæddir á nýjan leik, en ábyrgðin á glæpnum var allan tímann á herðum ríkisstjórnarinnar.

Nú er komið að skuldadögunum. Í staðinn fyrir að taka möglunarlaust við ónýtu skyndilausnunum frá norrænu hallærisstjórninni ætla heimilin í landinu að krefjast réttlætis.

Við krefjumst þess að núverandi valdhafar og bankaeigendur skili þýfinu til baka til heimilanna í landinu. Ef ekki eru Íslendingar menn til að taka á grímulausum ræningjum og þjóðníðingum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 15:08

18 identicon

Frá júní/júlí, 07 og fram í okt., 08 (á 15 mán.) féll gengi ísl. kr. yfir 100%.  Og féll um 130% gegn JPY.  Og ekki var það skuldurum að kenna, heldur glæpabönkum, níðingum og yfirvöldum.  Og já, nú er komið að skuldadögum.

EE elle

. (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 15:35

19 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Matthías, haltu þig við staðreyndir og hættu að snúa út úr.

1.  Ég hef ALDREI verið "leiðréttur" um "þvælu" sem ég hef haldið fram.  Það hefur ekki í eitt einasta skipti verið bent réttilega á rökvillu í mínum málflutningi.  Aldrei.  Menn hafa gert margar tilraunir til þess, en ENGIN þeirra hefur staðist skoðun.  Það sem ég hef sagt er:

a.  Með vernd innistæðna í botn var sparnaðarformum mismunað

b.  Sparnaður á innistæðureikningum umfram EUR 20.887 var jafnmikið áhættufé og hlutabréf í bönkunum og skuldabréf gefin út af þeim

c.  Ætlunin virðist vera að fjármagna bankana með fasteignum heimilanna.

d.  Skynsamlegt er að taka hluta af höfuðstóli lána til hliðar og setja á afskriftarreikning með samt ákveðnum skilyrðum.  (Sett fram í september 2008.)

e.  Verulegur vafi leikur á lögmæti gengisbundinna lána og raunar eru þau í andstöðu við lög nr. 38/2001 og greinilegur forsendubrestur hefur orðið vegna verðtryggðra lána, sbr. 36. gr. laga nr. 7/1936.

f.  Við núverandi ástand stefnir í ennþá verra hrun, þar sem samdráttur í neyslu hefur stigmagnandi neikvæð áhrif á efnahagslífið sem mun ekki enda í neinu nema algjöru hruni.  Eina leiðin til að snúa þessu við  er að örva neyslu og það verður best gert með því að leiðrétta höfuðstól lánanna og skila því sem margir kalla ránsfeng.

g.  Að nauðsynlegt sé að jafna ábyrgð lántakenda og lánveitenda

2.  Árið 2005 átti ég nægilegt eigið fé í minni fasteign til þess að ég taldi mér óhætt að fara að byggja.  Auk þess var fjölskyldan búin að sprengja núverandi húsnæði utan af sér.  Vandamálið var að eigið féð var bundið í fasteigninni og myndi ekki losna fyrr en við sölu.  Þetta eru engin kjarnorkuvísindi.  Það eigið fé er því ekki fugl í hendi.  Þetta var spariféð okkar hjóna sem hafði safnast upp á mörgum árum vegna þess að við vorum búin að borga niður þau lán sem við höfðum tekið og vissulega vegna verðbreytinga á fasteignamarkaði.  Ef við hefðum reynt leggja þetta fé til hliðar í "varinn" sparnað, þá hefði fjölskyldan ekki lengur haft þak yfir höfuðið og leigumarkaðurinn á Íslandi hefur ekki beint verið öruggur í gegnum tíðina.  En segðu mér, Matthías, hver er munurinn á því að ávaxta sparnað í fasteign eða að ávaxta hann í á verðtryggðum vöxtum í banka?  Ég veit ekki betur en að sá sem setti 1.000.000 kr. inn á reikning í apríl 2001 og hefur haft hann óhreyfðar eigi allt í einu um 1.700.000 kr. auk vaxta og verðbóta á vexti.  Samtals gerir þetta líklegast um 3.000.000 kr. (ágiskun).  Af hverju er það "heiðarlegri" ávöxtunarleið heldur en að eiga sparifé í fasteign, sem maður getur ekki eignast (a.m.k. ekki þegar við hjónin eignuðumst hana) nema með því að leggja fram um 1/3 af kaupverði.  Hafi ég lagt 8 milljónir í mína eign 1999, af hverju er eitthvað rangt við það að ég eigi 20 milljónir í henni 2005, eftir að hafa greitt 7-8 milljónir í afborgarnir og vexti af lánum?  Já, ég ætlaði að nota þetta eigið fé til að stækka við mig.  Er eitthvað rangt við það?

3.  Hvorki þú né nokkur annar er að taka á sig tap.  Það er það sem andstæðingar leiðréttingarinnar skilja ekki.  Stór hluti af þessu er þegar tapað.  Ennþá stærri hluti felst í gengisþróun sem líklegast gengur til baka og mun þá koma í bakið á bönkunum.  Verðtryggði þátturinn er bara tölur á blaði.  Það er ekkert bak við þessa tölu annað en reiknikúnst.  Reiknivélar bankanna eru ekki einu sinni sammála um hvernig verðtrygging er reiknuð.  Það munar um 30 milljónum á 15 milljón kr. láni til 40 ára með 5,9% vexti og miðað við 4% verðbólgu hjá annars vegar Landsbankanum og hins vegar Íbúðalánasjóði.  Sá sem er að halda því að þér að þú munir bera skaða af þessari leiðréttingu er greinilega ekki að skoða hinn kostinn.  Hann er algjört hrun og mun meiri tjón fyrir bankana, Íbúðalánasjóð, ríkissjóð og þar með skattgreiðendur.

Ég verð að viðurkenna, að ég nenni síðan ekki að svara útúrsnúningum þínum lengur.  Komdu með ákveðin atriði og rökstuddu þau með öðru en að einhver sagði, ég tapa, o.s.frv.  Annars finndu þér annan vettvang fyrir vangaveltur þínar.  Síðan frábið ég mér persónulegar ávirðingar í minn garð.  Ég veit ekki til þess að ég hafi gert neitt á þinn hlut til að verðskulda furðulegar staðhæfingar sem stungið hafa upp kollinum í málflutningi þínum.

Marinó G. Njálsson, 11.5.2009 kl. 15:49

20 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Eitt í viðbót, Matthías.  Ég met það að þú komir fram undir nafni, en þú verður ekkert betri en þeir nafnlausu með því.  Vandaðu því málfar þitt eða ég eyði þeim athugasemdum þar sem velsæmis er ekki gætt.  Að því sögðu mun ég eyða ummælum þínum um "almennan borgara".

Marinó G. Njálsson, 11.5.2009 kl. 15:52

21 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Æi, byrjar ritskoðunin.  Þá er ég farinn.

Marinó, þú heldur að fullyrðingar þínar verði réttari við endurtekningar.  Svo er ekki.

Elfur hrakti málflutning þinn í athugasemdum sínum við aðra færslu.  Ekkert stóð eftir.

Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 16:07

22 identicon

Matthías: Ég veit ekki nákvæmlega hvaða hóp þú ert að verja en ef þér þykir erfitt að horfa upp á mismunun þá langar mig að heyra hvað þér finnst um eftirfarandi staðreyndir:

a. Krónan var veikt með stöðutöku bankadrengja sem höfðu upplýsingar hvað var að gerast innan bankanna. Fólk sem tók lán vissi ekki af þessu þannig að þeirra plön fokkast vegna krónuveikingar og verðbólgu samfara þessu.

b. Ríkisstjórnin ákveður í geðshræringunni einni saman að henda inn milljörðum inn í peningamarkaðssjóði til að hylma yfir með þjófunum sem voru búnir að eyða peningunum í westham og fl group.

c. Tryggingasjoður innstæðueigenda hefði aðeins dekkað um 3 milljónir króna innstæður á hvert mannsbarn en með einni aðgerð var ákveðið að ábyrgjast allt.

Nú er ég ekki skuldari þannig að ég hef enga hagsmuni að gæta fyrir þeirra hönd en ég get ekki betur séð en að það fólk sem gerði plön út frá venju hafi ekki við að kyngja óréttlæti.

Anna María (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:28

23 identicon

Elfur hrakti ekkert.  Enda hefur Elfur fengið enn sterkari mótrök frá bæði Marinó og öðrum.

Almennur borgari (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:31

24 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Takk fyrir innlitið, Matthías.  Mér þykir leitt að þú skulir líta það sem ritskoðun að ég líði ekki niðrandi ummæli um aðra sem skrifa athugasemdir.  Ég hef gert þetta áður og þá bara einfaldlega baðst viðkomandi afsökunar á dónaskapnum.  En svona tekur fólk misjafna afstöðu til hlutanna.

Marinó G. Njálsson, 11.5.2009 kl. 16:33

26 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Anna María.

a) krónan var fáránlega sterk, nú er hún fáránlega veik.  Við vitum ekki hvar hún verður eftir ár.

b) rangt

c) rangt

Elfur hrakti ekkert.  Enda hefur Elfur fengið enn sterkari mótrök frá bæði Marinó og öðrum.

Nei, hún fékk endurtekningar.  Ég hef lesið allar þessar umræður.  Enn talar fólk um að ríkið hafi sett svo og svo mikið í peningamarkaðssjóði annars vegar og innistæður hins vegar.  Hið rétta er að þetta var tekið úr sjóðum gömlu bankanna og lendir á kröfumhöfum hans.

Þetta kemur skuldurum nákvæmlega ekkert við.

Marinó, ritskoðun er ritskoðun.  Halda mætti að ég hefði hér sagt eitthvað hræðilegt um nafngreindar manneskjur en svo er ekki.

Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 16:54

27 identicon

Matthías:

p.s. Ef þú kíkir á þátt kastljóss frá því í gær sunnudegi þá er hægt að halda áfram við að misbjóða réttlætistilfinningu sinni. Þar voru mætt bankastjórar bankanna þriggja. Þú þekkir vel einn þeirra Ásmund sem kom ágætlega út en ég horfði með fyrirlitningu á hin tvö Birna Einarsdóttir og Finnur Sveinbjörnsson. Þarna sátu þau mærðarleg og voru að tala um úrræði fyrir aumingja sem voru ekki í neinum stöðum í eignarhaldsfélögum heldur voru með veð fyrir öllu sínu. Ég skil ekki af hverju spyrillinn spurði þau ekki hvort það væri sjéns að aumingjarnir fengju sömu úrræði og félögin þeirra Melkorka og Breiðutangi en þau sluppu við að greiða samanlegt 1.100 milljónir króna.

Anna María (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:56

28 identicon

Hver maðurinn á fætur öðrum kemur inn að ofan og styður það sem Marinó segir.  Og vísa í nánast öll ofanverð ummæli. Og fjöldann allan af örum í eldri pistlum.  Það er ekki út í loftið. 

EE elle (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:08

29 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ritskoðun er ekki þegar dónaleg ummæli eru fjarlægð.  Ritskoðun er þegar reynt er að þagga niður í skoðunum fólks um málefni.  Hér hefur ekki verið gerð tilraun til að þagga niður í skoðunum þínum, Matthías, með því að fjarlægjar þær.  Er það eitthvað stór mál að gæta orða sinna?  Ég verð oft fyrir alls konar blammeringum, en ég svara af kurteisi og stundum festu.  En að uppnefna einstaklinga eða hafa niðrandi uppmæli um þá, nafngreinda eða ekki, það skilar engu.

Marinó G. Njálsson, 11.5.2009 kl. 17:24

30 Smámynd: Marinó G. Njálsson

En svo við snúum okkur að efninu.  Það var rifjað upp á stjórnarfundi Hagsmunasamtaka heimilanna, að Ingólfur Bender, þá forstöðumaður greiningadeildar Glitnis, sagði sl. vor að lítlar áhyggjur þyrfti að hafa af skuldsetningu heimilanna, þar sem þau þyldu meiri skuldsetningu!  Ég velti því fyrir mér hvort Ingólfur sé sömu skoðunar núna.

Þessi orð Ingólfs sýna, að mínu mati, að bankarnir voru greinilega að skoða þetta atriði.  Þ.e. hvað þola heimilin mikla skuldsetningu og hvernig þeir gætu náð því marki.

Marinó G. Njálsson, 11.5.2009 kl. 17:32

31 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

En að uppnefna einstaklinga eða hafa niðrandi uppmæli um þá, nafngreinda eða ekki, það skilar engu.

Nafnlausir kommentarar eru ekki "einstaklingar".

EE, húrrahróp og endurtekningar eru ekki rök.

Anna María.  Ég sé ekki heldur hvernig  staða bankastjóranna tengist stöðu skuldara og hugmyndum um almennar afskriftir upp á hundruði milljaðra sem lenda á skattborgurum og lífeyrisþegum.

Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 17:34

32 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Samkvæmt persónuverndarlögum, sem ég þekki mjög vel, þá er hver sá sem er "persónugreinanlegur" álitin "persóna" í skilningi laganna.  Það getur verið að viðkomandi sé ekki "persóna" gagnvart þér, en hann er það gagnvart mér, þar sem ég hef úrræði til að finna út hver viðkomandi er.  Er sem sagt í lagi að skjóta þann sem ekki segir til nafns, en ekki þann sem segir til nafns?

Marinó G. Njálsson, 11.5.2009 kl. 17:38

33 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Samkvæmt persónuverndarlögum, sem ég þekki mjög vel, þá er hver sá sem er "persónugreinanlegur" álitin "persóna" í skilningi laganna. 

"Almennur borgari" er ekki persónugreinanlegur með nokkru móti.

Er sem sagt í lagi að skjóta þann sem ekki segir til nafns, en ekki þann sem segir til nafns?

Algjörlega, engin spurning.  Sérstaklega ef hann er með stæla.

Þetta sagði Matthías að ofanverðu.  Og er eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt.  [ ... ] Viltu ekki bara láta fólk í friði?

Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 17:46

34 identicon

Það er ekki ólöglegt að koma ekki fram undir nafni.  Það er ekki heldur skylda að koma fram undir nafni ef fólk kýs að gera það ekki.  Það er ekkert ómerkilegra sem maður, sem skrifar undir sem Almennur borgari eða bara H. J. segir, en maður sem kýs að skrifa undir nafni.  Þetta snýst um hvað er sagt, ekki hver er þar.  Og fólk getur verið dauðhrætt að koma fram undir nafni og takast á við suma þrjóta sem leggja allt og alla í einelti fyrir skoðanir sem ekki passa við þeiira eigin.

Almennur borgari (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:49

35 identicon

Almennur borgari er persónugreinanlegur.  Marinó getur lesið IP-töluna og ef þarf fundið út hver skrifar.  Líkl. veit hann vel hver kemur fram sem Almennur borgari.

Almennur borgari (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 17:54

36 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er ekkert niðrandi í orðum "almenns borgara".  Hann lýsir skoðun á ummælum, sem grundvallarmunur á því að þú, Matthías, lýsir skoðun á persónu.

En það er að minnsta kosti gott að þú hefur húmor

Jú, "Almennur borgari" er persónugreinanlegur.  Ég hef netfangið hans og IP-tölu.  Þetta tvennt er hægt að nota til að komast að því hver hann er.  Samkvæmt lögunum er hann því "persónugreinanlegur" fyrir mig og þá aðra sem hann hefur skrifað athugasemdir hjá.  Fyrir aðra gæti hann orðið persónugreinalegur með hjálp eða fyrir tilstilli lögreglu.

Marinó G. Njálsson, 11.5.2009 kl. 17:59

37 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Almennur borgari, ég sendi þér póst.

Marinó G. Njálsson, 11.5.2009 kl. 18:04

38 identicon

Sjálfskipaður sérfræðingur um "rangfærslur" hélt því fram á þessu bloggi, að gömlu bankarnir hefðu fjármagnað kaupin á peningamarkaðsbréfunum.

Undir þetta tekur nefndur einstaklingur nú með orðunum: "Enn talar fólk um að ríkið hafi sett svo og svo mikið í peningamarkaðssjóði annars vegar og innistæður hins vegar.  Hið rétta er að þetta var tekið úr sjóðum gömlu bankanna og lendir á kröfumhöfum hans."

Er ÞESSI frétt "rangfærsla"?

Ég hef fylgst ágætlega með málflutningi Marinós og hef ekki séð haldbær rök hrekja hans málfkutning.

sigurvin (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:18

39 identicon

Matthías: Ég er ekki að tala um afskriftir upp á milljarða króna. Ég myndi frekar vilja tala um leiðréttingu þ.e. að lán væri færð til verðlags í janúar 2008 þegar vitað var að landráðsmennirnir tóku stöðu á móti krónunni. Síðan myndi ég vilja sjá einhvern sæta ábyrgð fyrir að hafa gert það.

Anna María (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:22

40 identicon

Og enn bætist við gullmolana að ofan:

Hilmar:"Þetta var stærsta rán Íslandssögunnar - í beinni útsendingu. Ríkið þóttist koma af fjöllum en ábyrgðin er stjórnvalda."

Marinó:"Ég met það að þú komir fram undir nafni, en þú verður ekkert betri en þeir nafnlausu með því."

Marinó:" Að því sögðu mun ég eyða ummælum þínum um "almennan borgara".

Anna María:"Matthías: Ég veit ekki nákvæmlega hvaða hóp þú ert að verja en ef þér þykir erfitt að horfa upp á mismunun þá langar mig að heyra - - "  

Anna María:"- - vitað var að landráðsmennirnir tóku stöðu á móti krónunni. Síðan myndi ég vilja sjá einhvern sæta ábyrgð fyrir að hafa gert það."

Sigurvin:"Sjálfskipaður sérfræðingur um "rangfærslur" hélt því fram á þessu bloggi, að gömlu bankarnir hefðu fjármagnað - - "

Sigurvin:"Ég hef fylgst ágætlega með málflutningi Marinós og hef ekki séð haldbær rök hrekja hans málfkutning."

EE elle (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:46

41 identicon

Og Hilmar:"Við krefjumst þess að núverandi valdhafar og bankaeigendur skili þýfinu til baka til heimilanna í landinu. Ef ekki eru Íslendingar menn til að taka á grímulausum ræningjum og þjóðníðingum."

EE elle (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 18:56

42 identicon

Matthías: Þú ert ekki nógu vel að þér til að ég nenni að hafa skoðanaskipti við þig. Rök þín eru engin.

Annað: Ég hef áhyggjur af börnum þeirra sem eru fastir í fátækragildru. Það er í eðli flestra að vilja standa sig og þess vegna hlaupa allir eins og hamstrar á brettinu við að reyna að borga af skuldum. Ég hef áhyggjur af því að börn verði vanrækt og að einn daginn jafnvel snappi sumir með hryllilegum afleiðingum. Lífið er yndislegt og það er ekki þess virði að eyðileggja það með því að hafa áhyggjur af þessum skuldum.

Anna María (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 19:09

43 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Matthías: Þú ert ekki nógu vel að þér til að ég nenni að hafa skoðanaskipti við þig. Rök þín eru engin."

Ekki er ég að hafa skoðanaskipti við þig, þannig að ég sé ekkert vandamál við það.

Annars hlýtur þessi athugasemd að hverfa miðað við ritstjórnarstefnu bloggsins.

Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 20:39

44 identicon

Lifðu við það.  Kannski hættirðu að leggja fólk í einelti af því þú ert núna stoppaður.

Jón (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 20:45

45 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Einelti!

Matthías Ásgeirsson, 11.5.2009 kl. 21:18

46 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir pistilinn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.5.2009 kl. 00:25

47 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Flottur pistill Marínó, sorglegt að sjá suma setja sig á æðri stall hérna, en geta ekki rætt þetta á faglegum nótum.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 12.5.2009 kl. 00:40

48 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jóhann, það eiga allir rétt á sínum skoðunum hvort sem við erum sammála þeim eða ekki.  Ég er viss um að Matthíasi hefur þá skoðun á okkur að við séum öfgakennd.  Ágreiningurinn snýst um það hver "borgar brúsann" og hvor pakkin sé dýrari, þ.e. leiðréttingaleiðin eða "gjaldþrotaleiðin".  Ég að vissan hátt dáist að staðfestu þeirra sem telja að nóg sé gert og vil ekki kasta neinni rýrð á málflutning þeirra.  Mér finnst aftur óþarfi að vera með blammeringar og uppnefningar.

Annars erum við Matthías búnir að eiga ágæta umræðu á hans vef og skyldum held ég ágætlega sáttir.

Marinó G. Njálsson, 12.5.2009 kl. 00:42

49 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég bið fólk að hætta að hugsa um orðin sem Matthías valdi og skoða frekar innihaldið.  Við verðum að passa okkur á því að vera ekki að gagnrýna einhverja framkomu og taka hana svo óvart upp í annarri mynd.  Sýnum hvert öðru umburðarlyndi, en deilum um skoðanir.

Marinó G. Njálsson, 12.5.2009 kl. 00:45

50 identicon

Rétt Marinó, síðasta innskot mitt var í bráðræði og illa grundað.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 00:54

51 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég fjarlægði það, Jóhann.  Bara svo þú vitir af því.

Marinó G. Njálsson, 12.5.2009 kl. 01:00

52 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Ég er viss um að Matthíasi hefur þá skoðun á okkur að við séum öfgakennd. "

Tja, miðað viðbrögðin sem þeir fá sem ekki eru sammmála ykkur er skiljanlegt að fólk dragi þá ályktun.

Mér finnst fólk einfaldlega frekar þröngsýnt.

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 11:38

53 identicon

Matthías, skuldarar vilja bara ekki borga fyrir milljarða sem flugu út úr bönkunum og óeðlilega gengisfellingu og óðaverðbólgu sem það olli.   Það er verk yfirvalda að ná þýfinu og draga það ekki af skuldurum.  Það var verk bankanna og yfirvalda að halda bönkunum í skefjum, ekki alþýðu.  Það var verk yfirvalda að halda glæpa-ehf´um og þjófum í skefjum, ekki verk alþýðu.  Það var verk yfirvalda að passa gengið og verðbólguna, ekki skuldara.  Ekki allir skuldarar fóru óðslega á 100% lánum fyrir kastölum og silfurjeppum.  Og þeir eiga ekkert að borga fyrir gengis-kol-fall og óðaverðbólgu vegna vanhæfra yfirvalda.

EE elle (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 12:47

54 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Algerlega sammála.

Arinbjörn Kúld, 12.5.2009 kl. 15:31

55 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Skuldarar vilja ekki borga skuldir.  Hvað annað er títt?

Ef gengisfellingin var óeðlileg mun hún ganga til baka að stórum hluta (ekki öllum, gengi krónunnar varð óeðlilega hátt, það vissu allir).  Þá verður staða þeirra sem tóku erlend lána betri eins og Marinó hefur bent á í athugasemd á bloggi mínu.   Ég sé þá ekki vandamálið ef fólki stendur til boða að minnka greiðslubyrði sína tímabundið.

Verðbólgan er að minnka, það stefnir í verðhjöðnun.

Eftir stendur að við þurfum öll að borga skuldir okkar ef við getum.  Sumir munu ekki ráða við það, aðrir munu þurfa að leggja eitthvað á sig og fórna einhverju.

Það er ótrúleg frekja að segjast bara ætla að sleppa því að borga, hinir (sem ekki tóku lánið) eigi einfaldlega að taka skellinn.

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 15:45

56 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Matthías

Þú hefur nokkuð ákveðnar skoðanir á skuldurum, ég hefði áhuga á að spyrja þig eftirfarandi:

Finnst þér handrukkanir eðlilegar ?

Hver er þín skoðun á neytendavernd, á hún rétt á sér ?

Finnst þér eðlilegt að fólk skrifi upp á greiðsluáætlun við lánttöku sem stenst engan vegin, ekki einu sinni verstu spár fagaðila. Hver er þá ábyrgur ?

Axel Pétur Axelsson, 12.5.2009 kl. 16:25

57 identicon

Matthías,
gengið mun kannski ekkert skyrkjast:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/05/07/dollarinn_ekki_undir_100_kronum/

Og óðaverðbólgan ekki síga nóg:
http://duddi9.blog.is/blog/duddi/entry/870552/

Og gengislánin voru kannski ólögleg:
http://www.heimilin.is/varnarthing/index.php?option=com_content&view=article&id=199:gengistryggd-
lan-ologleg&catid=58:frettir

Og skuldarar eiga ekki að þurfa að borga fyrir glæpabanka og þjófa.

EE elle (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 16:50

58 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þú hefur nokkuð ákveðnar skoðanir á skuldurum, ég hefði áhuga á að spyrja þig eftirfarandi:

Ég hef ekkert ákveðnar skoðanir á "skuldurum".  Ég er skuldari, skulda mitt verðtryggða húsnæðislán.

Finnst þér handrukkanir eðlilegar ?

Nei.  Af hverju spyrðu?  Hef ég verið að tala um handrukkanir?

Hver er þín skoðun á neytendavernd, á hún rétt á sér ?

Neytendavernd á rétt á sér.

Finnst þér eðlilegt að fólk skrifi upp á greiðsluáætlun við lánttöku sem stenst engan vegin, ekki einu sinni verstu spár fagaðila. Hver er þá ábyrgur ?

Er greiðsluáætlun samningur?  Er greiðsluáætlun ekki reiknuð út frá ákveðnum forsendum sem fram koma í lánasamningi?

Hver er ábyrgur?  Sá sem tók lánið er ábyrgur, hann skrifaði undir samninginn og tók við lánsfénu.

Matthías,
gengið mun kannski ekkert skyrkjast:

Gengið mun alveg örugglega styrkjast til lengri tíma en það er ekkert víst að það gerist fljótlega.  Ef dollarinn fer í 100 krónur er það töluverð styrking (hann var í 126 í dag).  Dollarinn fer ekki í 60, það gengi var óeðlilegt.

 Og óðaverðbólgan ekki síga nóg:

Þessi grein færir ekki rök fyrir því.  Verðbólgan hefur þegar sigið, allt stefnir í verðhjöðnun eins og staðan er í dag.

Og gengislánin voru kannski ólögleg:

Kannski ekki.

Og skuldarar eiga ekki að þurfa að borga fyrir glæpabanka og þjófa.

Nei, en hverjir eiga að borga þessar skuldir aðrir en þeir sem tóku lánin?  Lífeyrisþegar?  Skattgreiðendur?  Þeir sem ekki skulda?

Þetta er merkilegur hallelújakór á þessari síðu.  Þið eruð búin að sannfæra ykkur um að þið hafið orðið fyrir gríðarlegum órétti - allt sem gert er til að reyna að rétta stöðu skuldara er á einhvern hátt árás á ykkur - og svo ráðist þið á alla sem hafa efasemdir um málflutning ykkar. 

Ef bent er á að hugsanlega verði staðan ekki jafn slæm og verstu spár gera ráð fyrir virðist það engu máli skipta, þá hangir fólk frekar í verstu hrakspám heldur en að reyna að vinna sig út úr sinni stöðu.  Þannig virðist mörgum það út í hött að þeim bjóðist að lengja í lánum, að minnka greiðslubyrði tímabundið meðan ástandið er verst, en greiða lengur af láninu.

Nei, það er víst best að sleppa því að borga.

Mér finnst þetta bölvuð heimtufrekja.

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 17:07

59 identicon

Dollanrinn var ekkert í nánd við 100 þegar fjöldi fólks skrifaði undir gengislán.   Hann fór niður í 58 -59 í júlí, 07.  Svo þó hann færi kannski í 100 er það tæpl. 90% hærra en við undirskrift.

EE elle (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 17:18

60 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Gengið 58-59 á dollara var ekki eðlilegt.  Krónan var alltof sterk.  Um það er ekki deilt.  Þeir sem tóku lán í dollurum á því gengi verða einfaldlega að taka á sig töluverða hækkun.  Þetta var óskynsamleg ákvörðun og afleiðingarnar eru slæmar.

Við því er ekkert að gera.  Fólk sem tók lán í erlendum gjaldmiðlum þegar gengi krónunnar var í hámarki verður einfaldlega að sætta sig við að lánið hækkar töluvert.  Á móti kemur að vextir hafa lækkað og að til langs tíma eru þessi lán hugsanlega hagstæðari en verðtryggð lán í íslenskum krónum.

Þar með er ekki hægt að segja að gengi krónunnar séð eðlilegt í dag og að fólk muni þurfa að greiða alla skuld sína á því gengi.

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 17:27

61 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Matthías (bölvuð heimtufrekja) er búinn að segja sitt álit - í nokkuð löngu máli. Kappinn er farinn að teygja lopann og lítið bitastætt í því sem eftir stendur.
Hilmar, mál mitt hefur verið langt vegna þess að ég hef reynt að svara því sem að mér hefur beinst.  Í svörum mínum hef ég vitnað í það sem ég er að svara og því virka þau hugsanlega lengri en þau eru.  Annars hef ég forðast að teygja lopann.
Fjölmargar fjölskyldur, um land allt, eru á vonarvöl. Ríkisstjórn, sem fólk leyfði sér að vona að tæki hraustlega á málunum, er andvana fædd.
Á þriðja degi? Hvað með allar lausnirnar sem Marinó fjallaði um að stæðu til boða?
Engar frumlegar lausnir, ekki reynt að hugsa út úr kassanum.
Hmm, áttu við frumlegar hugmyndir eins og niðurfelling skulda?  Getur verið að fólk sé að einblína svo mikið á þessa einu hugmynd að það neiti að bekena aðrar?
Samspillingin sem sannarlega ber 50% ábyrgð á stjórnarsetunni fyrir og eftir hrun -
Sjálfstæðisflokkurinn væntanlega hin 50%.  Framsóknarflokkurinn stikkfrí?

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 17:41

62 identicon

Nei, gengið var falskt og alþýða gat ekkert vitað það þó bankarnir hafi vitað það.  Og það var fjöldi fólks sem skrifaði gunlaus undir.  Það var verk yfirvalda að halda genginu eðlilegu.  Ekki alþýðu manna.

Og eitt enn: Nöturleg úrræði ríkisstjórnar:
http://ktedd.blog.is/blog/ktedd/entry/870583/

Hins vegar nenni ég ekki lengur að lemja höfðinu utan í vegg.  Það skiptir engu hversu sterk rök fólk kemur með fyrir þig.   

EE elle (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 17:47

63 identicon

Þ.e. fjóldi manns skrifaði grunlaus undir.

Og var að svara ´commenti´frá kl. 17:27.

EE elle (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 17:53

64 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nei, gengið var falskt og alþýða gat ekkert vitað það þó bankarnir hafi vitað það.
Það gátu allir vitað það.
Og það var fjöldi fólks sem skrifaði gunlaus undir.

Það hefði þá mátt lesa smá letrið þar sem fram kom að meiri áhætta væri fólgin í gengislánum.

Það skiptir engu hversu sterk rök fólk kemur með fyrir þig.    

En þú ert einmitt tilbúin(n) að hlusta á andstæð rök

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 17:55

65 identicon

Og þó þú vitir vel eins og við hin að ekki vissu allir að gengið væri falskt, skaltu þurfa að snúa út úr þessu.  Farðu í friði. 

EE elle (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 18:13

66 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

En þú heldur því fram að alþýða hafi ekkert getað vitað.  Þetta er bæði rangt og ótrúlega fordómafullt gagnvart alþýðufólki.  Svo sakarðu mig um útúrsnúninga.  Farðu sjálf í friði!

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 18:25

67 identicon

Nei, alþýða vissi ekki, alþýða vissi ekki, vissi EKKI.  tee hee 

EE elle (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 18:44

68 identicon

Ekki endilega sammála þessu með óðelilega gengið Matthías. Það er ekki gefið að gengisfelling gangi til baka jafnvel þó að hún sé óeðlileg.

 

Segjum sem svo að í ímynduðu landi þar sem að fáir bankar væru allsráðandi á gjaldeyrismarkaði, að eigendur þeirra sæu sér leik á borði í vandræðum sínum og tækju stórfellda stöðu gegn gjaldmiðlinum um leið og þeir tæmdu sjóði bankanna (til þess að tryggja eigendurna ef bankarnir myndu rúlla). Þetta væri t.d. hægt að gera með því að veita eigendum yfirdrátt á gjaldeyrisreikningi gegn litlum veðum til þess að nefna eitthvað abstrakt dæmi.

 

Ef að þessi upphæð sem á þennan hátt væri færð út úr bönkunum næmi einni GDP, þá myndi sú gengisfelling sem hlytist af þessu að teljast óeðlileg og jafnvel glæpsamleg. Það er hins vegar nokkuð gefið að hún yrði langvarandi því 1 stk GDP myndi vanta inn í efnahagskerfi umrædds ríkis.

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 18:45

69 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Nei, alþýða vissi ekki, alþýða vissi ekki, vissi EKKI. "

Hver ert þú sem veist allt um þessa alþýðu og hvað hún vissi?

Það var töluverð umræða um gengi krónunnar á þessum tíma í fjölmiðlum. Útflutningsfyrirtækjum blæddi og íslendingar fjárfestu erlendis sem aldrei fyrr.

Það máttu allir vita að krónan var alltof sterk.

Benedikt, til langs tíma er ekkert sem styður að gengi krónunnar verði veikt. Við eigum hér auðlindir sem við getum selt og viðskiptajöfnuður er jákvæður. Gengisfelling mun ekki ganga til baka í þá stöðu gengið var árið 2007 enda var það gengi óeðlilegt.

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 19:22

70 identicon

Það er spurning hvað við köllum til "langs tíma" Matthías. 

Ég hefði viljað snúa þessu við hjá þér og segja að það er ekkert sem styður krónuna í fyrirsjáanlegri framtíð. Jákvæður vöruskiptajöfnuður dugar tæplega fyrir vaxtagreiðslum af erlendum skuldum þjóðarinnar hvað þá afborgunum.

Hvað er rétt gengi?

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 19:47

71 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Það er spurning hvað við köllum til "langs tíma" Matthías. "

Það er vissulega spurning.

Ég yrði ekkert hissa þó það líði a.m.k. 2 eða 3 ár þar til gengi krónunnar fer að styrkjast. En það gæti líka gerst fyrr.

> "Hvað er rétt gengi?"

Það veit enginn svosem, en það er alveg örugglega ekki dollari á 60 krónur.

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 20:26

72 identicon

Það sem ég meinti var að fjöldi fólks sem skrifaði undir gengislánasamninga, vissi ekki fyrir undirskriftina að gengið hafi verið falskt.  Og hinn almenni borgari vissi ekki endilega það sem bankamenn vissu og vissi ekki endilega hvað gæti gerst.  Fjöldi fólks bara vissi það ekki, eðlilega.   

EE elle (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 20:42

73 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég get ekki annað en haft gaman af þessari umræðu.  Hér er Matthías í þriðjugráðu yfirheyrslu hjá þeim sem eru með andstæða skoðun við hann.

Ég held að nokkrar staðreyndir þurfi að vera á hreinu.

  • Menn bjuggust við veikingu krónunnar, en ekki hruni
  • Það er nokkurn veginn ómögulegt að giska á hvert gengi krónunnar verður eftir ár
  • Fullt af fólki tók gengisbundin lán vegna þess að hávaxtastefna Seðlabankans gerði verðtryggð og óverðtryggð lán mjög óhagstæð
  • Það er ekki ennþá ljóst hvort gengisbundin lán verða hagstæðari eða óhagstæðari en önnur lán, þó þau séu óhagstæðari núna

Hver sem ástæðan er fyrir lántökum fólks og hvað svo sem má búast við í framtíðinni, þá er staða mjög margra heimila mjög erfið.  Fólki líður eins og það hafi verið rænt aleigunni.  Það veit hver þjófurinn er, en hann á að halda góssinu.  Sumir sætta sig við það, aðrir ekki.

Í mínum huga verður ekki viðsnúningur í efnahagslífinu fyrr en neyslunni hefur verið komið aftur af stað.  Það er 30-50% samdráttu í smásöluverslun, 25% samdráttur í dagvöruverslun, 95% samdráttur í bifreiðaviðskiptum, fasteignaviðskipti drógust saman um yfir 60% á síðasta ári og þetta ár er engu skárra.  Atvinnuleysi er meira en verið hefur í áratugi.  Ástandið er grafalvarlegt og mér finnst nauðsynlegt að snúa því við og það ekki seinna en strax.

Ég sé það ekki sem góða lausn að stefna 30 - 40% heimilanna í gjaldþrot.  Það er nefnilega það hlutfall heimila, sem samkvæmt tölum fjármálaráðuneytisins er talið að verði með neikvætt eigið fé í fasteignum sínum um næstu áramót, þegar eingöngu er tekið tillit til húsnæðisskulda.  Þá er allt annað ótalið.  Við getum deilt um það hvort einhver hafi farið óvarlega eða ekki, hvort einhver hafi tekið láninu minna eða meira, hvort betra er að vera með verðtyggt lán eða gengistryggt, en ég held að við séum öll sammála um að eitthvað þarf að gera til að styrkja tekjuöflun heimilanna og koma veltunni af stað í þeim hluta samfélagsins sem ekki tilheyrir bankakerfinu.

Marinó G. Njálsson, 12.5.2009 kl. 20:44

74 identicon

Og ekki hef ég spurt Matthías einnar spurnar, en hef svarað honum.

EE elle (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 20:49

75 Smámynd: Offari

Sæll Marino. Það er rétt hjá þér að það eru skuldug heimilin sem eiga að sjá um endurreisn bankana. Til að skuldug heimilin geti endurreist bankana þurfa þau að geta það.

Gjaldþrota heimil geta ekki endurreist bankakerfið. Ef heimilin geta ekki endurreist bankakerfið mun bankarnir einfaldlega ekki endurreisast. Því þarf að leiðrétta skuldir heimilina til að hægt verði að endurreisa bankana.

Svo vil ég benda Matthías á að ég stórefast um að þeir sem tóku erlend lán þegar krónan var of sterk hafi vitað að hún var of sterk þegar þeir skrifuðu undir lánið. Ef þeir hefðu vitað það efast ég um að þeir hefðu tekið lánið.

Offari, 12.5.2009 kl. 21:03

76 identicon

Mikið er ég fegin að þú komst inn, Offari.  Og þú hittir nagalann á höfuðið eins og ýmsir að ofan.

EE elle (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:12

77 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> "Ég sé það ekki sem góða lausn að stefna 30 - 40%

> heimilanna í gjaldþrot. Það er nefnilega það

> hlutfall heimila, sem samkvæmt tölum

> fjármálaráðuneytisins er talið að verði með neikvætt

> eigið fé í fasteignum sínum um næstu áramót, "

Marinó, þú veist betur en svo að segja að neikvætt eigið fé í fasteign jafngildi gjaldþroti. Svo er ekki. Ef fólk ræður við afborganir (greiðslubyrði) er það ekki á leiðinni í gjaldþrot.

Skil ekki af hverju þú ert að tengja þetta saman því þetta er afar villandi.

> Svo vil ég benda Matthías á að ég stórefast um að

> þeir sem tóku erlend lán þegar krónan var of sterk

> hafi vitað að hún var of sterk þegar þeir skrifuðu

> undir lánið. Ef þeir hefðu vitað það efast ég um að

> þeir hefðu tekið lánið

Það er samt svo merkilegt að þeir sem ég þekki og tóku erlend lánu vissi þetta allir og reiknuðu meira að segja með því við lántöku að krónan myndi falla nokkuð. En það gerði að sjálfsögðu enginn ráð fyrir því hruni sem varð.

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 21:56

78 identicon

Arnold skrifar:" Mannréttindi eru yfirleitt brotin vegna þess að þau er ópraktískt fyrir valdhafa eða ráðandi hagsmuna aðila".

Sindri skrifar:"Ég þurfti að suða til að fá að taka lánið í íslneskum krónum, og var varaður þrisvar sinnum við. Mér var sagt að það væri tóm vitleysa hjá mér að vilja lánið í íslneskum krónum."

http://www.orvitinn.com/2009/05/11/14.00/#comment-26631
 

Jón (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 21:59

79 identicon

Og gengislánum var ýtt að fólki, og líka þeim sem ekki vissu að gengið var vitlaust, og þeir voru ansi margir, þó þú þrætir Matthías:  Sindri í færslu minni næst að ofanverðu. 

Fólki var ráðlagt að taka gengislán þó bankarnir veðjuðu á veikingu krónunnar:http://gunnsithor.blog.is/blog/gunnsithor/entry/769043/

Jón (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:15

80 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Og fólki var líka ráðlagt að halda sig frá gengislánum.

Þó einhverju hafi verið ýtt að fólki var það ekki neytt til að taka þessi lán.  Það er sífellt verið að ýta að okkur allskonar varningi.   Sölumennskan er gengdarlaus allt í kringum okkur.  Það erum samt við sjálf sem tökum endanlega ákvörðun. 

Gaman að sjá að þú átt nafn hér Jón.

Matthías Ásgeirsson, 12.5.2009 kl. 22:32

81 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Heimilin eru ekki botnlaus sjálftökusjóður fjármálafyrirtækja og slæmrar efnahagsstjórnunar. Þetta er svo satt að sker eins og hnífur! Slagorð sem bragð er af! Ég hef sagt þér það svo oft hvað ég er ánægð með skrifin þín hér að það hlýtur að vera meinlaust að endurteka það einu sinni enn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.5.2009 kl. 22:38

82 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er alveg rétt, Matthías, en á móti er örugglega mjög stór hópur sem er með jákvætt eigið fé á fasteign en hefur ekki greiðslugetuna.  Ég geri því ráð fyrir að þetta jafnist.  Ég hefði vissulega átt að vera nákvæmari.  En eins og ég bendi á, þá er þetta án þess að tillit sé tekið til annarra skulda.

Starri, gott að heyra frá þér.  Ég tek heilshugar undir með þér.  Ég vil líka benda á, að bankarnir skrifuðu undir greiðsluerfiðleikaúrræði ÍLS.  Eitt af þeim er (og nú veit ég ekki hvort það telst með) heimild til að afskrifa krónu á móti krónu og að afskrifa alfarið það sem eftir er að 5 árum liðnum, hafi eign hefur verið seld nauðungarsölu og uppboðsverð hefur ekki dugað fyrir veðskuldum.  Ég lít á þetta sem greiðsluerfiðleikaúrræði.  Nú er spurningin hvort bankarnir líta á þetta sömu augum.

Marinó G. Njálsson, 12.5.2009 kl. 22:40

83 identicon

Já, það er gaman að hafa nafn og vera ekki kallaður nafnleysingi.  Jón ekki verra en hvað annað.   Hvað með það.   Það vissu ekki allir að gengið var falskt þó þú og þeir sem þú þekkir og tóku gengislán hafi vitað það.

Jón (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:40

84 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Rakel, ef ég gæti borgað niður bara eitt lán í einu með hrósinu þínu, þá væri ég fyrir löngu orðinn skuldlaus

Matthías, ég held að það hafi verið í báðar áttir.  Ég hef því miður heyrt of margar sögur af óeðlilegum þrýstingi sem fólk var beitt til að færa fjármuni sína til eða taka lán. 

Marinó G. Njálsson, 12.5.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband