Leita í fréttum mbl.is

Ekkert fyrir heimilin - Þeim á að blæða út

Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er ekkert sem gefur til kynna að taka eigi á einn eða neinn hátt á vanda heimilanna.  Þar er stutt innihaldslaus klausa sem hefði alveg eins get hljómað bla, bla, bla.  En klausan er sem hér segir:

Skuldastaða heimila – velferðin varin

Ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á að verja heimilin í landinu og velferðina sömuleiðis. Það verður gert með því að fylgjast grannt með skuldastöðu almennings og grípa til ráðstafana eftir því sem við á. Ráðgjafastofa heimilanna verður efld og ráðist í að kynna betur þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til. Ríkisstjórnin mun í allri vinnu sinni leitast við að verja velferðarkerfið eins og framast er kostur.

Hafi ríkisstjórnin ekki ennþá áttað sig á hversu slæm skuldastaða heimilanna er, þá munu henni ekki duga 100 dagar í viðbót eða 1000 dagar.  Ég held að þau Jóhanna og Steingrímur hafi bara ekki grænan grun um hvað er að gerast í samfélaginu. Sorgleg staðreynd.

Ég hef svo sem ekki séð þennan 100 daga verkefnalista, en í stjórnarsáttmálanum segir:

100 daga áætlunin

Ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir því að miklu skiptir að unnið sé hratt til að bregðast við þeim vanda sem við þjóðinni blasir. Hún hefur því sett sér markmið sem hún ætlar að ná á næstu 100 dögum sem fela meðal annars í sér að afgreiða forsendur fjárlaga til millilangs tíma, hefja lokavinnu við Icesave – samningana, ná samningum við aðila vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála, endurfjármagna bankana og semja við erlenda kröfuhafa þeirra, leggja fram frumvörp um stjórnlagaþing, þjóðaratkvæðagreiðslur og persónukjör, ráða nýja yfirstjórn í Seðlabanka Íslands, hefja mótun nýrrar atvinnustefnu og hefja endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins svo nokkur atriði séu nefnd. Áfram verður unnið að verkefnum sem ríkisstjórnin hefur áður kynnt, þar á meðal endurskoðunar peningamálastefnunnar á vegum Seðlabanka Íslands og hann hefur líka það verkefni að fjalla um framtíð verðtryggingarinnar. Jafnframt verður haldið áfram vinnu við endurskipulagningu bankakerfisins og aðrar þær aðgerðir sem verða munu til að efla traust á fjármálakerfinu.

Mér sýnist sem heimilin hafi gleymst.  Önnur sorgleg staðreynd.
mbl.is Óbreytt stjórnskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flytjum úr landi eða kærum í hópum.  Kannski þurfum við skuldarar nú að hópast til Björns Þorra Viktorssonar lögmanns?  Hættum að borga af svindllánunum.  Þori ekki að skrifa þetta undir nafni.

Almennur borgari (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 17:13

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta er sorglegt plagg þessi fréttatilkynning. Það á að halda áfram að blóðmjólka heimilin til hins ýtrasta þrátt fyrir að verðbólga og verðtryggingin hafi þegar étið upp eignarhluta þorra landsmanna í eignum sínum. Það er ekki langt að bíða að fólk hætti unnvörpum að reyna að borga.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.5.2009 kl. 17:18

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ef ekki verðu brugðist hratt við stigvaxandi vanda heimilanna, þá verður hér bylting.  Svo einfalt er það.

Annars hef ég verið að reyna að nýta mér þessi "úrræði" ríkisstjórnarinnar, en það gengur illa.  T.d. virðast bankarnir ekki skilja í hverju úrræði Íbúðalánasjóðs felast.

Marinó G. Njálsson, 10.5.2009 kl. 17:18

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Er það ekki málið. Það þarf að koma þeim úrræðum, sem stjórnvöld hafa samþykkt í framkvæmd alls staðar og einnig að kynna þau betur fremur en að það þurfi mikið af nýjum úrræðum? Reyndar er ég sammála Gylfa Arnbjörssyni hjá ASÍ að það þarf að afnema það skilyrði að menn séu með lán í skilum til að geta notið þeirra úrræða, sem í boði eruæ. Mörg þessara úrræða komu allt of seint til framkvæmda þannig að fólk var komið í vanskil þess vegna.

Allavega mun það ekki hjálpa til við að koma okkur út úr kreppunni að flytja flatt hluta af skuldu allra heimila yfir á skattgreiðendur og greiðsluþega lífeyrissjóða eins og sumur eru að gera kröfu um.

Sigurður M Grétarsson, 10.5.2009 kl. 17:38

5 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

Það vildi til að ég var að baka vöfflur og bæði með slökkt á neti og sjónvarpi þegar þessi Aðgerðarleysa var kynnt á fréttamannafundi.

Ég gat því lesið rólega yfir sálfvalið efni og meðtekið dómsuppkvaðningu hægt og yfirvegað...

-segðu mér... - er ekki hægt að áfrýja ??

Guðmundur Andri Skúlason, 10.5.2009 kl. 18:17

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Í 100 daga áætluninn er eftirfarandi setning:

  • Endurmat á aðgerðaáætlun vegna skuldavanda heimilanna.

Að vísu kemur fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs:

Greiðslu- og skuldavandi heimila

Djúp niðursveifla í kjölfar bankahrunsins hefur skapað misgengi á milli greiðslubyrði og greiðslugetu margra heimila í landinu. Þetta misgengi verður að leiðrétta með lækkun á greiðslubyrði þeirra sem verst standa þar til verðmætasköpun atvinnulífsins tekur aftur að aukast. Markmið ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir að tímabundinn greiðsluvandi leiði til vanskila og gjaldþrots, svo sem með hækkuðum og breyttum vaxtabótum og húsaleigubótum. Lykilatriði er að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga. Greiðslujöfnun sem nú nær bæði til verðtryggðra og gengistryggðra lána gerir kleift að laga greiðslubyrði að lækkandi tekjum. Þá gera ný lög um greiðsluaðlögun sem samþykkt voru á síðasta þingi það mögulegt að taka á vanda þar sem fyrirsjáanlegt er að greiðslu- og skuldabyrði verði skuldurum ofviða til lengri tíma litið. Loks gera frystingar greiðslna sem eru í boði hjá lánastofnunum heimilum kleift að bregðast við bráðavanda vegna skyndilegs tekjumissis. Ofangreindum úrræðum þarf að fylgja fast eftir.

  • Efnt verður til sérstaks kynningarátaks á þeim úrræðum sem heimilum í erfiðleikum standa þegar til boða.
  • Ráðgjafarstofa heimilanna verði efld enn frekar ef þörf krefur til að eyða biðlistum eftir viðtölum og aðstoð við endurskipulagningu á fjárhag heimila og fólks í vanda. Sérstaklega verði hugað að aðgengi íbúa á landsbyggðinni að þjónustu Ráðgjafarstöðvarinnar.
  • Skuldastaða heimila, greiðslu- og framfærslugeta verði til stöðugs endurmats sem og nauðsynlegar aðgerðir til að koma til móts við heimili í van.
  • Heildarmat á þörf fyrir frekari aðgerðir og tillögur í því efni verði unnar í kjölfar úttektar Seðlabanka Íslands á skuldum og tekjum heimila sem áætlað er að liggi fyrir í síðari hluta maímánaðar. Ákvarðanir um frekari aðgerðir og tillögur verði teknar í samráði við aðila vinnumarkaðarins.

Marinó G. Njálsson, 10.5.2009 kl. 18:43

7 Smámynd: Þórdís Bachmann

Samhryggist okkur öllum - þótt púkinn sé að segja að það verði fróðleg tilraun, að reka hagkerfi án millistéttar.

Já, fight or flight - hvort verður ofaná og hjá hverjum?

Einhvers staðar stóð að 6 til 12 þúsund færu úr landi.

Ég spái 24 þúsund. Og það verður fólk sem er með vinnu núna.

Þórdís Bachmann, 10.5.2009 kl. 18:45

8 identicon

Það er ekkert eftir nema dómstólaleiðin.

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 18:58

9 identicon

Er að horfa á Kastljós frá því í hádeginu.  Rosalega er súrrealískt að þurfa að horfa og hlusta á Birnu Einarsdóttur og Finn Sveinbjörnsson tala um úrræði fyrir aumingjana sem standa ekki í skilum.  ÞAU REYNA AÐ SEGJA ÚRRÆÐI ÚRRÆÐI ÚRRÆÐI  en eina sem kemst inn í hausinn á mér er eignarhaldsfélagið Melkorka og eignarhaldsfélagið Breiðutangi.  Hvað hefur verið afskrifað mikið á Birnu og Finn samanlagt?  Hvað hefði verið hægt að nota þann pening fyrir mörg heimilanna?

Anna María (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 20:21

10 Smámynd: Kristinn Árnason

Eruð þið veruleikafirrt eða eða haldin óstjórnlegri löngun til að koma sjálfstæðisflokknum að úræðin eru fyrir hendi nýtið ykkur þau.

Kristinn Árnason, 10.5.2009 kl. 21:26

11 identicon

Heimilin hafa það hlutverk að fjármagna endureisn bankanna. Ef höfuðstóll verð- og gengistryggðra lána verður færður í það sem hann var í um mitt ár 2007 verður ekki hægt að afskrifa skuldir félagsmanna LÍU og SA. 

Ég er farinn að hallast að því að best hefði verið að ríkið hefði ekki farið í kennitöluhopp með bankanna, heldur látið gjaldþrotið hafa sinn gang.

Bara verklag Árna Tómassonar í skilanefnd Glitnis gagnvart Milestone sýndu klárlega hverjir eiga að fjármagna endurreisnina og hverjir eiga að sleppa með skrekkinn.

Ég tel að ef greiðsluverkfall verður ekki skollið á næstu mánaðarmót verður það skollið á þau næstu á eftir.

Toni (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:32

12 identicon

Íslenska þjóðin er afgangsstærð, þessi "með & á móti ríkisstjórn" ætti að taka upp "strútinn í skjaldamerki þjóðarinnar", þau munu endarlaust stinga hausnum ofan í sandinn "og vona það besta - þetta REDDAST vonandi einhvern veginn" - bjóðum bara upp á nógu mikið lýðskrum og þyrlum upp voldryki - kannski komust við upp með að leika "enn & aftur á íslenska sauðinn".  Ég vona að íslensku lömbin í SVÍNABÆ hafi smá vit að BERJAST þegar verið er að senda þau endarlaust í SLÁTURHÚSIN.....!  Ég stakk af yfir á næsta bæ, hér á SVÍNABÆ er ekki verandi.......

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:31

13 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kristinn, þetta snýst ekki um pólitík.  Þetta snýst um mannréttindi og velferð.  Það bæði hafið yfir pólitík.

Marinó G. Njálsson, 10.5.2009 kl. 23:45

14 identicon

'Eg kaus VG og vona að Steingrímur svíki okkur ekki, Kristinn.  Standi þeir ekki með okkur vil ég heldur apa eða moldvörpur en koma FL-flokknum að á ný. 

Almennur borgari (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 00:58

15 Smámynd: Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir

Því miður þá virðist ekki eiga að bregðast við fyrr en fólk er komið í algert þrot í stað þess að reyna finna leiðir til að koma í veg fyrir það

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir, 11.5.2009 kl. 01:16

16 identicon

Marinó, hvernig stendur á því að við (skuldarar) eigum að greiða alla þá viðbót sem hefur lagst á höfuðstól lánsins og bankinn tekur ekki á sig neina tilfærslu eða hvað sem við viljum kalla þetta. Ég er alveg sammála að þessar "lausnir" sem ríkisstjórn er að leggja til eru engar lausnir heldur í raun lengri aftaka.

Vil gjarnan benda á að þessar aðgerðir eru heldur ekki að gera sig, þegar maður fer í bankann þá er sagt: "hér er mappa með milljón eyðublöðum, fylltu hana út og við tókum málið fyrir". Hvers konar lausnir eru þetta?

Ég var mjög svekkt að heyra stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. Það var ekkert rætt neitt að viti nema ESB, kannski gott mál en brýnnri málefni þurfa að vera nr.1. eins og staða íslenska heimilana. Kannski hafa stjórnmálamenn ekki lent í fjármálakríssu heima hjá sér og vita ekki hvað þýðir að eiga ekki pening, því hefðu þeir vitað þetta þá yrði niðurstaða þessa "lausna" önnur. Ég tel að það sem vantar inni ráðneyti og ráðgjafahópa hjá ríkisstjórn eru þessir venjulegir borgarar sem eru hvorgi með 5 háskólagráður og himinháar tekjur og 2 stykki einbýlishús á arnarnesi. Venjulegir borgarar í venjulegum störfum sem hafa vit og reynslu geta sýnt fram á veruleikan sem er að blasa við á íslenskum heimilum. Og eins og þú sagðir þetta er ekki pólitik bara mannréttindi og velferð (sem er í skortnum skammti).

Adriana Karolina Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:51

17 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Adriana, ég er alveg sammála þér með það óréttlæti sem felst í þessu og vil benda öllum sem ekki hafa séð það, að horfa á viðtal við Ann Pettifor í silfri Eglis í gær.  Það má finna hér Silfur dagsins (er frekar neðarlega).

Marinó G. Njálsson, 11.5.2009 kl. 12:20

18 identicon

"Lengri aftaka" hitti kannski naglann á höfuðið.  Við þurfum að verða 150 ára til að geta þetta á afkima og í ónáð veraldar.  

EE elle

EE elle (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:27

19 identicon

Mér fannst sifur egils þáttur meiri háttar. Hann Egill er alveg að standa sig í stykkinu. Ætti pólitíkusar eru að hlusta á þáttin hans? Væntanlega ekki því annars væru þeirra lausnir á annan hátt settar upp.

Annað sem mér fannst merkileg í einhverjum viðtölum er að það þurfi að skera niður í ríkisfjármálum án þess að það komi niður á þjónstu. Hvernig fá þeir þetta út? Niðurskurður mun hafa bein eða óbein áhrif á þjónustu. Ég reyndar veit um eina leið sem hægt er að skera niður hjá ríki og sveitarfélögum án þess að ég fer að útlista þá hér. Spurning er um að búa til kynningu á þessu og sýna einhverjum toppum.

Adriana Karolina Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:48

20 identicon

það vantar mannúðarsjónarmið í þetta plagg, hér er klárlega ætlast til að við bíðum kvalafullan "dauðdaga",  mannúðlegra hefði verið að skera hratt og snöggt , skepnum er í það minnsta sýndur sá sómi að fara svo að. Þetta er kannski ljót samlíking en því miður er fólk sem líður eins og það sé leitt til slátrunnar.

(IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 82
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 1680564

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband