11.4.2009 | 11:26
Æ sé gjöf til gjalda
Ég get ekki annað en velt því fyrir mér í tengslum við himinháa styrki fjármála- og fjárfestingafyrirtækja til stjórnmálaflokkanna hvað menn hafi fengið fyrir styrkina. Er ekki líklegt að fyrirtækin hafi notið einhverrar velvildar hjá forystusveitum flokkanna þriggja sem hæstu styrkina fengu? Tæpar 100 milljónir fóru beint eða óbeint frá bönkunum þremur árið 2006 til Framsóknarflokks, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Hvað höfðu þessir flokkar fengið áður? Hvernig var styrkjum frá bönkunum háttað fram að þessu? Höfðu þessir styrkir áhrif á regluverk fjármálageirans? Drógu þessir styrkir úr aðhaldi ríkisvaldsins gagnvart þessum fyrirtækjum?
Þetta þarf að rannsaka. Réttast væri að ríkissaksóknari tæki það upp hjá sjálfum sér að rannsaka málið, sérstakur saksóknari þarf að skoða það og síðan segir á eyjan.is að rannsóknarnefnd um bankahrunið ætli að skoða málið. Mér finnst það vera grafalvarlegur hlutur, þegar aðilar sem hafa jafn mikilla hagsmuna að gæta og hér um ræðir eru að ausa milljóna tugum á milljóna tugi ofan í kosningasjóði þeirra sem almenningur er að velja sem fulltrúa sína á Alþingi.
Við landsmenn, kjósendur og skattgreiðendur eigum rétt á að vita hvort niðurstaðan í þessu tilfelli hafi verið að þessum aðilum hafi verið hyglað. Og við eigum líka rétt á að vita hversu lengi þetta hafði gengið á og hvaða upphæðir höfðu áður verið greiddar. Viðskiptaráð og Samtök fjármálafyrirtækja hafa stært sig af því að Alþingi hafi farið eftir ótrúlegu háu hlutfalli ábendinga þeirra við breytingar á frumvarpstextum. Breytingar sem við erum í dag jafnvel að súpa seyðið af. Eru það launin fyrir styrkina? Spyr sá sem ekki veit.
Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég held að þú hittir naglann á höfuðið þegar þú spyrð hvort launin fyrir styrkina hafi verið að ráðum viðskiptaráðs og samtaka fjármálafyrirtækja.
Ég held reyndar að þessir aðilar hafi árið 2006 verið að undirbúa ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eftir kosningar 2007 ef svo færi að Framsókn byði afhroð (sjá athugasemd mína við grein á Moggablogginu í dag; http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/850733/)
Guðmundur Guðmundsson, 11.4.2009 kl. 11:48
Allavega fengu glæpabankarnir og ehf eigenenda þeirra frið til að hvolfa landinu. Höfðu þannig flokka í vasanum og röddum lærðra manna var vikið til hliðar þegar þeir komu með viðvaranir.
EE elle (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 12:02
Ég er nú einfaldlega farinn að hallast að því að "rannsóknarnefnd um bankahrunið" þurfi að rannsaka hvort eitt og eitt "svart" seðlabúnt hafi ekki dottið ofan í vasa einstaklinga sem tengjast flokkunum á einhvern hátt og jafnvel fólki "utan" flokka.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 12:20
Ég skildi alltaf þennan "sofandahátt & áhugaleysi" Sollu stirðu & Geirs út frá þeirri SORGLEGU staðreynd að þau vildu ekki grípa inn í athafnir sinna STÆRSTU styrktaraðila...! Þau gáfu sem sagt þessu "óreiðuaðilum endarlaust frítt spil", enda setja þau ávalt flokkshagsmunni í fyrsta sæti, hagsmunni styrktaraðila í annað sæti, í þriðja sæti er svo græðgi og þjóðin er kannski í 5 sæti ef hún er heppin. Íslenskir stjórnmálamenn eru "sjálftökulið" og þeim hefur verið skít sama um sýna þjóð, þó vissulega megi hugsanlega finna 5 alþingismenn sem eitthvað gagn er í.... Auðvitað hlaut að fara illa fyrir okkar samfélagi með þetta drasl við stjörnvöldin..!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:00
Nákvæmlega, æ sé gjöf til gjalda. Auðvitað keyptu fyrirtækin sér velvild stjórnmálaflokkanna þriggja. SjáLfsstæðisFLokkurinn, Samspillingin og framsókn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.4.2009 kl. 01:52
Var að horfa á myndina Jerry Maguire "Show me the MONEY.." og myndina Wall Street "Greeeeeeed is Goooooooood", augljóst að sjáfstæðismenn horfa mikið á bandarískar bíómyndir og meðtaka boðskapinn beint í æð! En eflaust hafa sjálfstæðismenn lært mest af því að horfa á myndirnar um "Guðföðurinn" & "The Gooooood Fellow´s" - en nú er að koma betur & betur í ljós að þessir "óreiðumenn" eru engir "englabossar" eins og stundum er gefið í skyn.... Ég ítreka að lokum enn og aftur þá skoðun mína að þetta var ekki "gjöf" - heldur "mútur - verndartollar". Þessi Þorsteinn hjá FL-Group & Sigurjón hjá Landsbankanum eru t.d. að brjóta "hlutarfjárlög" með því að veita þessa styrki framhjá stjórn. Síðan tel ég að einnig sé veirð að brjóta hegningarlög & stjórnsýslulög. Að taka við þessum styrkjum getur ekki fallið undir góða stjórnsýslu, upphæðin er bara út úr "kortinu" og því frekar "augljóst" hvað um er að ræða....
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 12.4.2009 kl. 11:13
Síðan má ekki líta framhjá háttalagi Goldman Sachs sem virðist hafa verið fyrirmynd íslensku bankanna í glannaskap, markaðsmismunun og því að skara eld að sinni köku sinna lítt að hagsmunum samfélagsins.
Marinó G. Njálsson, 12.4.2009 kl. 12:17
Frábær pistill vegna þeirra þörfu spurninga sem þú veltir upp hér!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.4.2009 kl. 14:50
Það sem ætti að velta fyrir sér og sæta skoðunn: Voru þessir "styrkir" til þriggja stjórnmálaflokkanna, sem þeir hafa nú birt, eftirfylgjur? Þe. fylgdu eftir því fólki sem "styrkveitendur" voru áður búnir að "styrkja" áður í prófkjörum.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.4.2009 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.