Leita í fréttum mbl.is

Er hægt að afturkalla hreppaflutninga?

Ég er í hópi fjölmargra viðskiptavina SPRON, sem var fluttur hreppaflutningum fyrir réttri viku.  Tekin var ákvörðun að mér forspurðum að rjúfa um 45 ára viðskiptasamband mitt við SPRON og flytja yfir í banka sem ég hef hingað til ekki verið í viðskiptum við.  Hvers vegna sú leið var valin, er mér óskiljanlegt og hefur mér sýnst margir vera sammála mér varðandi það.  Hefði ekki verið betra að taka SPRON yfir og selja í heilulagi, en vera með þessa vitleysu.  Það er sem oftar, að gripið er til sleggjunnar, þegar hamar hefði dugað.  Nú þætti mér vænt um, ef hægt væri að ýta á "undo" takkann.

Ég vona innilega, að Margeir ráði til sín stóran hluta af því frábæra starfsfólki sem missti vinnuna um daginn.  Ég vona líka að starfsfólkið sem fluttist yfir í Kaupþing snúi aftur "heim".  Ég þegar heyrt af því að það hafi fengið kúltúrsjokk á nýjum vinnustað.  Vissulega væri akkur af því fyrir Kaupþing að halda því, þar sem það er afburðastarfsfólk og gæti vafalaust smitað út frá sér þeim anda, sem fært hefur sparisjóðunum viðurkenningar viðskiptavina ár eftir ár fyrir að vera hlýlegastir viðskiptabankanna.


mbl.is MP banki eignast SPRON
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er hjá SPRON (var?) og vil MP frekar en stóru bankana3 (nýja Landsb. og Nýja Glitni og nýja Kaupþ.)....

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.3.2009 kl. 00:27

2 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Ég er nú ekki í viðskiptum hjá spron þar sem ég bý erlendis. Fjölskylda mín ber þeim þó vel söguna. Ég velti nú hreinlega fyrir mér hvort SPRON hefði átt að falla. Erlendir lánadrottnar voru tilbúnir að fella niður 21 prósent af skuldum félagsins og jafnvel meira. Þá segja þessir lánadrottnar að þeir hafi reynt að koma á viðræðum við íslensk yfirvöld, sem ekki hafi einusinni svarað þeim. Þessir fjárfestar lýsa undrun sinni á hvernig staðið var að þessu og héldu að þeir hefðu tíma til loka apríl. Jafnframt segja þeir að umræður hafi ennþá verið í fullum gangi. Ég verð að lýsa undrun minni á því að yfirvöld virðast ekki vilja tala við stóra aðila eins og deutche bank og aðra stóra fjárfesta. Þar með sína þessi yfirvöld hroka og líta burt frá því að þessir aðilar eiga ennþá mikið af krónubréfum á íslandi. Eitt er víst þessir aðilar töldu að hægt hefði verið að bjarga SPRON.

Hörður Valdimarsson, 31.3.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Offari

Kemur ekki babb í bátinn aftur þegar fyrrum viðskiptavinir ætla að taka út pening sinn til að leggja inn aftur í nýja spron. Hefur Kaupþing fjármagn í þá hreppafluttninga? Voru innistæðurnar sem millifærðar voru á Kaupþing til?

Ég er ekki viss um að Mp vilji opmna reikning með innistæðulausum millifærslum.

Offari, 1.4.2009 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 38
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 346
  • Frá upphafi: 1680484

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband