Leita í fréttum mbl.is

Enn hittir gagnrýnin gagnrýnandann heima

Það var vissulega slæmt að starfsmenn SPRON hafi þurft að heyra af örlögum vinnustaðar síns í beinni útsendingu, en þeir fengu þó réttar upplýsingar.  Mig rekur nefnilega minni til blaðamannafunda (í beinni útsendingu), þar sem saman stóðu Geir H. Haarde og Björgvin G. Sigurðsson.  Þar var fullyrt að ENGINN bankamaður myndi missa vinnuna.  Þar var líka fullyrt að lífeyrir landsmanna yrði varinn.  Síðan lofuðu þessi aðilar einhverju fleiru, sem ég hef ekki geð í mér að rifja upp.  Hversu ógeðfeldið og óheppilegt sem það var hjá Gylfa Magnússyni að segja fólkinu frá því að líklegast myndu mjög margi missa vinnuna, þá LAUG hann þó ekki upp í opið geðið á fólki.
mbl.is Gerði Alþingi grein fyrir sparisjóðaaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Marinó,

Tek undir þetta með þér.

Ég vann í einum viðskiptabankanum þar til hann féll.  Ég man eftir þessum blaðamannafundi.  Deildin mín safnaðist saman inn á fundarherbergi.  Við vorum mjög spennt að heyra eitthvað um hvað væri í raun að gerast.  Geir talaði mjög loðið og útskýrði ekki neitt.  Mín reynsla er að óvissa sé fólki erfitt, og því betur sem það skilur hvað er í gangi, því auðveldari er að takast á við það.  Gylfi sagði nákvæmlega hvað væri í gangi, og hvað yrði gert.

mbk.

Magnús

Magnús (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1680022

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband