Leita í fréttum mbl.is

Bankarnir sísvangir eða gráðugir?

Bandarísk stjórnvöld eru á síðustu mánuðum búin að dæla þúsundum milljarða dala í bankakerfið, en það er svo furðulega vill til að í hvert sinn sem meira er bætt við lækkar gengi fjármálafyrirtækja á markaði.  Mér sýnist ástæðan vera einföld:  Peningamennirnir eru búnir að átta sig á því að bandarísk stjórnvöld eru með djúpa vasa og eru tilbúin að seilast sífellt dýpra.  Menn ætla að láta reyna á hve miklu stjórnvöld eru tilbúin að setja í bankakerfið og þar með bjarga í raun gjaldþrota fjármálafyrirtækjum.

Annars virðist Ben Bernanke, seðlabankastjóri, hafa áttað sig á því að ekki dugar að dæla sífellt peningum inn í fjármálafyrirtækin.  Koma þurfi heimilum og fyrirtækjum beint til hjálpar.  Þetta sem samfylkingarframbjóðandi sagði um daginn að væri ekki hægt vegna þess að það hefði ekki verið gert áður, er greinilega hægt.  Spurningin er bara að ganga hreint til verks.

Ég held að það sé fullreynt að hagkerfi heimsins verður ekki bjargað með því að dæla sífellt meiri peningum inn í bankana.  Menn verða að fara að snúa sér að því að bjarga fólkinu.  Bankar koma og fara, en það er fólkið/skattgreiðendurnir sem halda hagkerfinu gangandi.  Út um allan heim hefur neysla dregist svo mikið saman, að það stefnir í gríðarlegt atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot fyrirtækja og heimila.  Er það virkilega þess virði að bjarga gírugum fjármálafyrirtækjum á kostnað alls hins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Wolfgang Mixa

Þetta er áleitin spurning Marinó.  Róttækar breytingar eru nauðsynlegar því rétt eins og verið er að velja og hafna fyrirtæki þess verðug að halda áfram sínum rekstri þá hlýtur hið sama gilda um fjármálastofnanir.  Á sama tíma má ekki glata trausti almennings á fjármálakerfinu.  Því þarf að tryggja innstæður en á sama tíma að vega og meta hvaða fjármálafyrirtæki eru þess verðug að fá að starfa áfram.

Már Wolfgang Mixa, 20.3.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1680018

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband