19.3.2009 | 23:58
Bankarnir sísvangir eða gráðugir?
Bandarísk stjórnvöld eru á síðustu mánuðum búin að dæla þúsundum milljarða dala í bankakerfið, en það er svo furðulega vill til að í hvert sinn sem meira er bætt við lækkar gengi fjármálafyrirtækja á markaði. Mér sýnist ástæðan vera einföld: Peningamennirnir eru búnir að átta sig á því að bandarísk stjórnvöld eru með djúpa vasa og eru tilbúin að seilast sífellt dýpra. Menn ætla að láta reyna á hve miklu stjórnvöld eru tilbúin að setja í bankakerfið og þar með bjarga í raun gjaldþrota fjármálafyrirtækjum.
Annars virðist Ben Bernanke, seðlabankastjóri, hafa áttað sig á því að ekki dugar að dæla sífellt peningum inn í fjármálafyrirtækin. Koma þurfi heimilum og fyrirtækjum beint til hjálpar. Þetta sem samfylkingarframbjóðandi sagði um daginn að væri ekki hægt vegna þess að það hefði ekki verið gert áður, er greinilega hægt. Spurningin er bara að ganga hreint til verks.
Ég held að það sé fullreynt að hagkerfi heimsins verður ekki bjargað með því að dæla sífellt meiri peningum inn í bankana. Menn verða að fara að snúa sér að því að bjarga fólkinu. Bankar koma og fara, en það er fólkið/skattgreiðendurnir sem halda hagkerfinu gangandi. Út um allan heim hefur neysla dregist svo mikið saman, að það stefnir í gríðarlegt atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot fyrirtækja og heimila. Er það virkilega þess virði að bjarga gírugum fjármálafyrirtækjum á kostnað alls hins?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 1680018
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er áleitin spurning Marinó. Róttækar breytingar eru nauðsynlegar því rétt eins og verið er að velja og hafna fyrirtæki þess verðug að halda áfram sínum rekstri þá hlýtur hið sama gilda um fjármálastofnanir. Á sama tíma má ekki glata trausti almennings á fjármálakerfinu. Því þarf að tryggja innstæður en á sama tíma að vega og meta hvaða fjármálafyrirtæki eru þess verðug að fá að starfa áfram.
Már Wolfgang Mixa, 20.3.2009 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.