16.3.2009 | 13:45
Stýrivextir geta lækkað meira
Greining Íslandsbanka kemur hér með spá um 0,5% lækkun stýrivaxta. Það er alveg rétt ályktun, ef gengið er út frá núverandi verðbólgu. Málið er að Seðlabankinn hefur aldrei miðað við verðbólgu á hverjum tíma við ákvörðun stýrivaxta. Það hefur alltaf verið litið til verðbólgu næstu mánaða. Vissulega er núna komin sérstök peningastefnunefnd hjá Seðlabankanum og hún mun líklegast nota önnur viðmið en áður voru notuð. Verðbólguvæntingar hljóta þó að skipta máli.
Nú stefnir allt í að verðbólgumæling fyrir mars gefi ársverðbólgu upp á 16 - 16,5% og í apríl verði ársverðbólgan komin niður í 12,5 - 13,5%. Eftir það dragi úr verðbólgu sem nemur 1 - 1,5% á mánuði það sem eftir lifir árs. Miðað er við að ekkert nýtt áfall ríði yfir þjóðina á þessum tíma. (Kannski er það full bjartsýnt.) En hvað kemur þetta stýrivöxtum við? Jú, þetta er spurning um hver háir raunstýrivextir eiga að vera. Víðast hvar í heiminum eru raunstýrivextir neikvæðir um 3 - 5%. Ef við gefum okkur að slíkt gerist líka hér á landi, þá gætu stýrivextir farið strax niður um 5 - 7%. Sé miðað við að raunstýrivextir séu á núlli, þá gætu stýrivextir lækkað um 1,5 - 2%. Ég sé aftur enga ástæðu til þess að raunstýrivextir séu jákvæðir í því efnahagsástandi sem núna ríkir.
Hver sem niðurstaðan verður núna, þá mun gefast tækifæri til að lækka stýrivexti um 3 - 3,5% í lok apríl og síðan um 1 - 1,5% á mánuði það sem eftir er árs.
Spá stýrivaxtalækkun á fimmtudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Tenglar
Upplýsingaöryggi og persónuvernd
- Betri ákvörðun ráðgjafarþjónusta Marinós G. Njálssonar
- CISA, CISM, COBIT, Val IT
- Staðlaráð Íslands
- Heimasíða Persónuverndar
Hagsmunabarátta
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hugmyndir að úrræðum fyrir almenning
- Færa þarf höfuðstól lánanna niður
- Fólk þarf leið út úr fjárhagsvandanum
- Innlegg í naflaskoðun og endurreisn
- Er raunhæft að afnema verðtrygginguna eða setja henni skorður?
- Aðgerðaráætlun fyrir Ísland
- Hinn almenni borgari á að blæða
- Leið ríkisstjórnarinnar er röng
- Innantómar aðgerðir til stuðnings heimilunum
- Tillögur talsmanns neytenda
- Á hverju munu Íslendingar lifa?
- Verðbólga sem hefði geta orðið
- Aðgerða þörf strax - Tillaga að aðgerðahópum
- Mikilvægast að varðveita störfin
- Hvar setjum við varnarlínuna?
- 385 milljarða til bankanna og reikningurinn til heimilanna
- 2009 gengið í garð, ár endurreisnar, en hvernig endurreisn viljum við?
- Jöklabréf, erlend lán og vaxtaskiptasamningar
Færsluflokkar
- Áhættustjórnun
- Bloggar
- Dægurmál
- Efnahagsmál
- Endurreisn
- Ferðalög
- Ferðaþjónusta
- Heimspeki
- HRUNIÐ
- Icesave
- Íbúðalánasjóður
- Íþróttir
- Lánamál
- Leiðsögn
- Lífeyrissjóðir
- Lífspeki
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Neytendavernd
- Persónuvernd
- Skuldamál heimilanna
- Snjóhengjur
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Upplýsingaöryggi
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góðir punktar Marinó, eins og ávallt frá þér.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.