Leita í fréttum mbl.is

Stýrivextir geta lækkað meira

Greining Íslandsbanka kemur hér með spá um 0,5% lækkun stýrivaxta.  Það er alveg rétt ályktun, ef gengið er út frá núverandi verðbólgu.  Málið er að Seðlabankinn hefur aldrei miðað við verðbólgu á hverjum tíma við ákvörðun stýrivaxta.  Það hefur alltaf verið litið til verðbólgu næstu mánaða.  Vissulega er núna komin sérstök peningastefnunefnd hjá Seðlabankanum og hún mun líklegast nota önnur viðmið en áður voru notuð.  Verðbólguvæntingar hljóta þó að skipta máli.

Nú stefnir allt í að verðbólgumæling fyrir mars gefi ársverðbólgu upp á 16 - 16,5% og í apríl verði ársverðbólgan komin niður í 12,5 - 13,5%.  Eftir það dragi úr verðbólgu sem nemur 1 - 1,5% á mánuði það sem eftir lifir árs.  Miðað er við að ekkert nýtt áfall ríði yfir þjóðina á þessum tíma.  (Kannski er það full bjartsýnt.)  En hvað kemur þetta stýrivöxtum við?  Jú, þetta er spurning um hver háir raunstýrivextir eiga að vera.  Víðast hvar í heiminum eru raunstýrivextir neikvæðir um 3 - 5%.  Ef við gefum okkur að slíkt gerist líka hér á landi, þá gætu stýrivextir farið strax niður um 5 - 7%.  Sé miðað við að raunstýrivextir séu á núlli, þá gætu stýrivextir lækkað um 1,5 - 2%. Ég sé aftur enga ástæðu til þess að raunstýrivextir séu jákvæðir í því efnahagsástandi sem núna ríkir.

Hver sem niðurstaðan verður núna, þá mun gefast tækifæri til að lækka stýrivexti um 3 - 3,5% í lok apríl og síðan um 1 - 1,5% á mánuði það sem eftir er árs.


mbl.is Spá stýrivaxtalækkun á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góðir punktar Marinó, eins og ávallt frá þér.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.3.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband