Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverð lesning

Ég renndi í gegnum glærur Seðlabankans (sjá Skýrslan í heild ) og þar kemur margt áhugavert fram.  Mér finnst samt ekki allt stemma, en hugsanlega er það vegna þess að mig vantar forsendur.  Ég held samt að þessi útreikningur Seðlabankans fegri hugsanlega stöðuna.  Skoðum nokkur atriði:

1.  Samkvæmt skilgreiningu á bls. 3 í glærum Seðlabankans er greiðslubyrði skilgreind sem "meðalmánaðargreiðsla frá útgáfu láns ásamt síðustu greiðslu (febrúar)".  Hvað segir þetta okkur um greiðslubyrði lána núna?  Endurspeglar þetta greiðslubyrði með tilliti til frystingu, greiðslujöfnunar o.s.frv.?

2.  Á bls. 25 er verið að bera saman mismun "á síðustu greiðslu og meðalmánaðargreiðslu á líftíma hvers fasteignaveðláns".  Þar  segir að "aukning í mánaðarlegri greiðslubyrði heimila með verðtryggð fasteignaveðlán er nær undantekningarlaust undir 50 þ.kr." og að "um 30% heimila eingöngu með fasteignaveðlán í erlendri mynt hafa orðið fyrir meira en 50 þ.kr. hækkun greiðslubyrði". Er þarna verið að skoða það sem raunverulega var greitt eftir að fólk hefur gripið til ráðstafana, eins og frystingu afborgana eða frystingu afborgana og vaxta, eða eru þetta tölur sem fólk hefði þurft að greiða, ef það hefði ekki gert neitt?

3. Einnig varðandi samanburð á bls. 25.  Hefði ekki verið nær að bera saman meðalmánaðargreiðslur til 1. mars 2008 í staðinn fyrir að skoða meðalmánaðargreiðslur allan tímann?  Krónan féll í mars í fyrra og verðbólgan tók kipp í febrúar 2008 með mestu hækkun milli mars og apríl.  Gengistryggð lán hækkuðu því fyrst í mars 2008 og verðtryggð lán í apríl 2008 (febrúarverðbólgan kemur fram í verðbótum í apríl).  Ef meðalgreiðsla láns, sem tekið er í júní 2007, er mæld, þá vega greiðslur eftir fall krónunnar í mars og verðbóta frá og með apríl mjög mikið í útreikningunum og gera minna úr hækkun greiðslubyrði.  Síðan er nauðsynlegt að bera þetta saman við reiknaða greiðslu í febrúar miðað við að fólk hefði ekki gert neitt.

Tvennt finnst mér vanta, sem hefði verið fróðlegt að sjá.  Annað er greiðslubyrði sem hlutfall af tekjum og hitt er að sjá mismun á upprunalegum höfuðstóli lána og núverandi stöðu.


mbl.is Flestir greiða minna en 150 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott að myndin er að skýrast varðandi stöðu heimila og einstaklinga því að nú kemur að því sem erfiðara mun reynast þ.e. að draga línur um hverjum skuli bjarga og hverjir verða látnir rúlla.

Er eitthvað gagn í að gefa eftir 20% af skuldum þeirra sem þegar eru fullkomlega gjaldþrota? Taka beri þau heimili til skipta en breyta lagaumhverfi til að auðvelda gjaldþrota einstaklingum að komast fyrr á byrjunarreit með hreinan skjöld.

Verður hægt að ná sátt um að láta alla þá rúlla sem hafa neikvæða eiginfjárstöðu eða þá sem væru með eiginfjárstöðu innan við 20% í fasteign ÞÓ AÐ gefnar væru eftir 20% af öllum skuldum þeirra (einsog lagt hefur verið til) þ.e að láta þau heimili fara í gjaldþrot ÁN nokkurs stuðnings en einbeita sér að því að styðja þann hópinn sem á sér viðbjargar von???

Hver treystir sér til að draga þær línur og dæma fólk ofan bjarga"línunnar" eða neðan? Þurfum við kannski óháða, erlenda aðila til þess líka? Það er ljóst að við munum aldrei finna lausn sem er réttlát eða sanngjörn fyrir alla en nú þurfa stjórnvöld að hafa kjark og þor til að taka óvinsælar ákvarðanir. (a.m.k. eftir kosningar)

Kristjan Sverrisson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 14:35

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kristján, þessi skýrsla segir ekkert til um greiðsluþol, hvað þá greiðsluþrot.  Hún segir heldur ekkert til um önnur lán viðkomandi, þar með talið námslán.  Þarna er eingöngu verið að skoða eignarstöðu viðkomandi, upphæð greiðslu afborgana í febrúar og hvernig sú greiðsla er í samanburði við meðalgreiðslu frá upphafi lánstíma.  Það er ekkert sem segir að þeir sem eru með neikvæða eiginfjárstöðu eigi í greiðsluerfiðleikum eða að þeir sem greiði lægstu upphæðina eigi auðveldast með að standa í skilum.  Slíkt eru bara ályktanir sem styðjast ekki við neitt.

Marinó G. Njálsson, 11.3.2009 kl. 14:47

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið rétt Marinó, það vantar enn of margar forsendur til að hægt sé að draga marktækar ályktanir. Verður ekki að skoða mál hvers og eins svo hægt sé að veita aðstoð þar sem hennar er virkilega þörf.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.3.2009 kl. 15:13

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Stóra vandamálið í þessu öllu saman er að húsnæðisverð í þessarri skýrslu er ofmetið vegna þess að það tekur mið af verði í makaskiftasamningum þar sem allir aðilar hafa hag af því að skrá verð eigna sinna sem hæst svo auðvellt sé að færa lánabirgðir á milli.

Héðinn Björnsson, 11.3.2009 kl. 15:29

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Héðinn, það er miðað við fasteignamat sem hefur ekkert með markaðsverð að gera.  Því er ekki miðað við falskt húsnæðisverð.

Marinó G. Njálsson, 11.3.2009 kl. 17:12

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég skil ekki hvaða forsendur Þorvarður Tjörvi Ólafsson hefur til að fullyrða að "Meirihluti heimila [sé] í þeirri stöðu að geta bjargað sér".  Það vantar allt of mikið í þær upplýsingar sem Seðlabankinn birti í dag til að segja eitt eða neitt um það.  T.d. er engin tekjutenging. Það eru engar upplýsingar um greiðslugetu.  Það vantar inn í tölurnar öll önnur lán.  Þessar tölur eru í besta falli góð lesning, en sem tölfræðilega áreiðanlegar upplýsingar til að nota við mat um stöðu heimilanna, hvað þá til ákvörðun nýjar aðgerðir stendst enga skoðun. Er kannski ætlunin að nota þessar tölur til að réttlæta að ekkert þurfi að gera.

Marinó G. Njálsson, 11.3.2009 kl. 21:27

7 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Sammála þér Marínó - - hér eru afar hæpnar ályktanir dregnar og af þeim Þorvarði Tjörva og Katrínu Ólad. - - -

- - hér bendir margt til að "gengið sé erinda" og eftir stendur spurningin; - erinda hvers?

Benedikt Sigurðarson, 11.3.2009 kl. 21:30

8 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Gleymdi að skilja eftir slóð á mína færslu; http://blogg.visir.is/bensi

Benedikt Sigurðarson, 11.3.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 1680033

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband