Leita í fréttum mbl.is

Bjargar ný króna málunum?

Helsta vandamál hagkerfisins um þessar mundir, er að mikið magn þeirra peninga sem eru í umferð eru hreinlega týndir.  Þeir eru ekki í bönkunum og aðeins að hluta hjá almenningi.  Stórar fúlgur fjár eru á einhverjum "leynireikningum" auðmanna í útlöndum eða hvar það nú er sem þeir eru geymdir.  Spurningin er hvernig sé hægt að nálgast þessa peninga og koma þeim í umferð.  Það virðist ekki vera hægt að þvinga fólk, félög og fyrirtæki til að koma þessum peningum í umferð og margir virðast liggja á þeim eins og Grótta á gullinu forðum.

Mig langar að leggja til róttæka leið til að koma höndum yfir, ef svo má að orðum komast, þann pening sem menn hafa skotið undan.  Hún er að skipta um krónu og taka upp nýja krónu.  Þetta virðist tilgangslaust, en þegar betur er að gáð er það alls ekki.  Ef við búum til yfirfærslugengi milli gamallar myntar og nýrrar myntar, t.d. með því að klippa eitt núll aftan af krónunni (þetta er útfærsluatriði), þá værum við að neyða peningana fram.  Menn gætu jú ekki skipta úr gamalli krónu í nýja nema með því að fara í íslenskan banka á Íslandi.  Þannig yrðu menn að flytja féð af leynireikningum, kom inn með ferðakoffortin eða hvaða aðferð það nú er sem er notuð við vörslu peninganna, sem ekki í umferð í þjóðfélaginu.

Það skal tekið fram að markmiðið með þessu snýst ekkert um fjárhagslegan stöðugleika eða umbætur í fjármálakerfinu, heldur eingöngu að "svæla út" peningana sem hópur einstaklinga hefur sogið út úr þjóðfélaginu á undanförunum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Brilljant!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2009 kl. 14:51

2 identicon

Marinó, er ekki ólíklegt að faldir peningar séu geymdir í ísl. kr?   Sko, ef ég ætlaði að fela peninga hefði ég losað mig þann auma gjaldmiðil.  Kannski er ég að misskilja þig?

EE elle (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:35

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

EE elle, málið hér er að það vantar krónur í umferð.  Það sem komið er úr landi í erllenm gjaldmiðli er farið.  Sögur fara af því að mjög virkur krónumarkaður eigi sér stað utan landsteinanna, sem kemur m.a. í veg fyrir styrkingu krónunnar.  Þessi hugmynd, sem kannski er alveg út í hött, er sett fram til að færa þessi viðskipti til Íslands og fá peninginn sem þó er einhvers staðar úti aftur inn í veltuna.

Marinó G. Njálsson, 12.3.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 197
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband