Leita í fréttum mbl.is

Verðtrygging vs. gengistryggingu

Í tilefni af færslu á Silfri Egils, þá langar mig að birta þetta graf.  Það sýnir þróun gengis nokkurra gjaldmiðla, gengisvísitölu og verðbólgu síðustu 9 ár eða svo.  Með því að smella tvisvar á myndina, sést hún í fullri stærð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Eina vitið að mínu er að halda verðtryggingunni en breyta vísitöluviðmiðinu.

Launavísitöluviðmið
Launavísitala væri raunhæfasta viðmiðuninn í fasteignalánum.

Að vísu eru þá bara til einn hópur sem gæti að lagast útlánum af því tagi; Lífeyrissjóðirnir. Þeirra tekjur eru tengdar launum, sem mynda jú launavísitöluna. Þeirra útgjöld eru lífeyris- og örorkugreiðslur, sem líka eru háð launavísitölu.

Með Lífeyrrisjóðunum og launavísitölunni, héldist því allt í hendur og lántakandinn vissi fyrirfram hvert hlutfall hans launa færi í greiðslur húsnæðislánsins.

Útfærslur eru tæknilegs eðlis og eru alls ekki jafn flóknar og látið er með. Vilji til verka er eina krafan.

Haraldur Baldursson, 10.3.2009 kl. 13:24

2 identicon

Oftast áttar fólk sig betur á einfaldri uppsetningu eins og þú setur upp hér.  Það væri gaman að setja upp þá þætti sem búa að baki neysluvísitölu/verðtryggingu í einfalda útfærslu og gera samanburð við aðra þætti(verðbætur, vexti o.fl.), þú værir rétti maðurinn í það.  Það væri hægt að leika sér með eitt og annað í því sambandi sem gerði almenningi betur ljóst hvað er í gangi.  Ótrúlega margir borga bara og borga en spá ekkert í það hvernig þær upphæðir verða til sem það borgar og hvers vegna lánin hækka og hækka.   Vonandi áttar sig einhver á því hvert ég er að fara. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 13:26

3 identicon

Hef verið að velta fyrir mér hvað gerist ef verð á eignum fellur um 25, 50 eða 75% hvernig mun það hafa áhrif á vísitöluna?  Mig grunar að skuldendur hefðu þá loksins hag af vísitölunni og væri alveg dæmigert að aftengja hana áður en það tæki gildi. 

Gunnr (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 07:44

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er þess vegna, Gunnr, sem mér finnst rétt að setja frekar þak á verðtrygginguna fyrst við 4% og síðan frá og með 2011 við 2,5%, en fella hana ekki niður fyrr en jafnvægi er komið á.  Samhliða því þarf að setja þak á húsnæðisvexti, þ.e. raunvaxtahluta verðtryggðra lána og nafnvaxtahluta óverðtryggðra lána.

Marinó G. Njálsson, 11.3.2009 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Marinó G. Njálsson
Marinó G. Njálsson
Upplýsingaöryggi og persónuvernd eru mínar ær og kýr, þó ég blaðri um allt og ekkert hér á blogginu. Er í Hagsmunasamtökum heimilanna og berst fyrir réttlæti fyrir heimili í landinu.  Loks er ég faggiltur leiðsögumaður.  Netfangið mitt er mgn@islandia.is og netfang fyrirtækisins oryggi@internet.is.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 197
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband